Vísir - 10.02.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 10.02.1969, Blaðsíða 9
VlSIR . Mánudagur 10. febrúar 1969. „Amerísku álverksmiðjuna á afdráttarlaust að reisa við EYJAFJÖRÐ44, — segir Bjarni Einarsson, bæjarstjóri jpjögur hundruð, fimmtíu og þrir voru skráðir atvinnu- lausir á Akureyri í febrúarbyrj un að sögn Bjarna Einarssonar, bæjarstjóra, í viðtali við Vísi. Ktann kvaö þó mun fleiri at- vinnulausa en fram kæmi í skráningunni. Allstór hópur ut an við þetta væri á mörkun- um að hafa bótarétt, og væri talan 530 nálægt sanni. „Þetta er gífurlegt atvinnu- leysi“, sagöi bæjarstjóri, „og miklu meira en í Reykjavík. Sé gizkað á, að vinnuaflið á Akur- eyri sé fjögur þúsund manns, nemur atvinnuleysið milli 12 og 15 af hundraði. Auðvitað fæst enn hærri tala, ef aðeins er miðað við meðlimi verkalýösfé- Iaganna, en vinnuskorturinn mæðir á þeim. Orsakir erfiðleikanna eru tvenns konar. í fyrsta lagi al- mennur samdráttur. Flestir at- vinnuleysingja eru verkamenn, eða 171 karl og 79 konur. All margir iðnaðarmenn eru at- vinnulausir, en skráning þeirra mun ekki vera í fullu lagi, svo erfitt er að gera sér grein fyrir, hve margir þeir eru. í öðru lagi er svo það at- vinnuleysi, sem verkfallið veld- ur beinlínis, en þess gætir miklu meira annars staðar á landinu en á Akureyri. Við vonumst til að sjá ljós- glætu í framtíðinni. Atvinnu- málanefnd hefur starfað hjá bænum síðan 1967. Hún hefur nú samið skýrslu með tillögum til úrbóta í atvinnumálum staö- arins. Okkur Akureyringa skort ir ekki hugmyndir, en við þörfn umst hjálpar til þess að komast út úr þessum erfiöleikum. Tillögur til úrbóta Fyrst má nefna hin almennu atriði, sem gilda um Iand allt, meira og minna. Lánsfé vantar til byggingaframkvæmda. Þá skortir fjármagn á fjölmörgum sviðum. SÍS þarf að fá nauðsynlega fyrirgreiöslu sem fyrst, stuön- ing til að halda uppi skógerð- inni til bráðabirgöa og síðan til að geta hafið byggingarfram- kvæmdir og byggt upp það, sem brann. Gera þarf framkvæmdaáætl- un fyrir útgerðarfélagið, stækka frystihúsið og endur- bæta, svo að það verði hag- kvæmara í rekstri. Það ætti að koma niðursuðuverksmiðjunni til góða, en hún hefur átt í erfið leikum með geymslu hráefnisins. í niðursuðuverksmiðjunnj vinna allt að 130 manns. Slippstöðina skortir rekstrar- fé. Verkefni hennar eru nú eng in, og hún verður að fá ný verk efni, ekkj síðar en í vor. í Slippstöðinni vinna um 200 manns en þeim mætti fjölga í 300, fengjust verkefni og raun- ar allt að 500, sé rétt að farið. Bæjarfélagiö skortir lánsfé til sinna framkvæmda. Norðurlands áætlunin, sem unnið er að og fengið hefur lán, er frekar fram tíöaráætlun, en hér er þörf skjótra aögerða. Þaö á afdráttarlaust að reisa amerísku álverksmiðjuna, sem nú er talaö um, við Eyjafjörð. Þar eru bæði .hafnarskilyrði fyr ir hversu stór skip, sem er, og einnig nægilegt landrými.. Marg ir éru „hysterískir" út af haf- ísnum. ísinn hefur verið óvenju mikill að undanförnu, en álverk smiðja er ekkj svo mjög háð stöðugum siglingum og gæti þol að til dæmis mánaöar siglinga- stöðvun án þess aö skaðast. Slik atriði hverfa í skuggann. Það er af nógu að taka. Fata- gerð hefur ekki verið nægilega sinnt. Mikið mál er endurnýjun togaraflotans, en hér eru nú fjórir togarar og úr sér gengnir. Verður Thule flutt út? Nú er verið að kanna útflutn- ingsmöguleika á Thulebjór. Hann hefur verið gæðaprófaður f Bandaríkjunum og staöizt próf ið. Verksmiðjan Sana hf. var byggð sem fyrsti áfangi og er auðvelt að stækka hana. Brugg unar- og aftöppunartækin eru miöuð við miklu meiri fram- leiðslu en lageringin. Sem lokaorð vildi ég segja þetta: Ég er þess fullviss, að fáum viö þann stuðning frá rík- isvaldinu, sem nauðsynlegur er, verður auðvelt að koma þessum bæ í gang. Þar er nauðsynlegt, að Akureyri eflist, ekki aðeins fyrir okkur sjálfa, heldur þjóð félagið allt.“ ' Akureyrarbær. „Yið bindum miklar vonir við atvinnumálanefndina14. — sagói Vilhelm Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Utgerðarfélags Akureyringa \ tvinnuleysið hér byggist á öörum greinum en tog- araútgerðinni", sagði Vilhelm Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélagsins. „Togarar okk ar landa afla sínum á Akureyri og SKapa vinnu fyrir fjölda fólks. Tll dæmis lönduðu þeir í sið- ustu viku 370 tonnum, sem þýddi, að verið hefur vinna til klukkan ellefu á kvöldin í fjóra daga í röð, í frystihúsinu eru 120 manns, og svo er vinnan við löndun og afgreiðslu, eða alls eru að minnsta kosti rúm- lega 150 manns í vinnu við þetta. Við bindum miklar vonir við 55 Bjami Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri. Mesta atvinnu leysi í rúm þrjátíu ár atvinnumálanefndina hér á Norð urlandi. Viö fáum það, sem okk ur ber af þessum 300 milljónum og það gæti nægt. Við viljum vera bjartsýnir. Ég tel mikinn efa, aö atvinnu rekendur á Akureyri þoli að greiða vísitöluhækkun á launin, sem farið er fram á. Gengis- lækkunin hefur styrkt okkar aö stöðu, meðan kauphækkanir hafa ekki kippt grundvellinum undan aðgerðunum." H. H. — segir Jón Ingimarsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri ^tvinnuleysið er meira núna hér í bæ en nokkru sinni síðan ég fór að skipta mér af verkalýðsmálum árið 1937", sagði Jón Ingimarsson, formaður Iðju. „Atvinnuleysingjar eru nánast jafnmargir og var árin fyrir þann tíma. Dýrtíöin gerir mikið strik í reikninginn. Eink um eru þeir í vanda, sem nýlega hafa byggt sér íbúðir eöa keypt. Hættan veröur meiri, þegar líður fram á vorið. Þá munu margir verða í þeirri klípu, að þeir. verða að selja, en óvist ér, hvort nokkrir kaupendur fáist, sem geta gréitt sannvirði fyrir fbúðimar. Það var mín hugmynd í haust sem leið, aö bærinn hefði verk- efni, sem fólk gætj starfað að, í stað þess að ganga atvinnu- laust. Fólk vill frekar vinna en taka bætur. Enn hefur bærinn ekki lagt út í þetta. Það þarf að hafa vinnu tiltæka fyrir verk smiðjusköpun, og þá þarf eitt hvert verkefni, svo sem húsa- byggingar og vegalagningu, þeg- ar frost hætta. Ég er vantrúaður á, aö rík- isstjórnin leggi fram 300 milljón ir f atvinnulífið. Svo gæti dreg- izt fram á sumar, að árangur yrði af störfum atvinnumála- nefndarinnar."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.