Vísir - 10.02.1969, Blaðsíða 13
V ISIR . Mánudagur 10. lebruar 19b0.
13
Philip Morris vekur athygli
á mest seldu
amerísku filtersigarettunni
í Evrópu.
Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er
raunverulegur tóbakskeimur.
Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro
þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér:leitið áð:í.filtersigarettunni?
„FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI.
TRICITY HEIMILÍSTÆKl
HÚSBVGGIEnDUR
<H)
ÍSLENZKUR
IÐNAÐUR
ALLT
TRÉVERK
Á EINUM
STAÐ
Eldhúsinnréttingar, raf-
tæki, ísskápar, stálvask-*
ari svefnherbergisskáp-
ar. harSviðarklæðning-
ar, inni- og útihurðir.
NÝ VERZLUN NÝ VIÐHORF
ÓÐINSTORG
Skólavörðustíg 16, — sími 14275
Tækni —
»->- 6. síðu.
ig fara svo, að allar verðandi
mæður hafa verið bólusettar i
æsku.
Ennþá óttast bóluefnissérfræð
ingarnir kapphlaupið viö tím-
ann. Næst má gera ráð fyrir að
rauðir hundar brjótist út um
1970, og þangað til verður að
bólusetja um 40 milljón böm í
Bandaríkjunum til að koma í
veg fyrir að veikin nái að breið
ast út eins og venjulegt er:
og þrátt fyrir það hefur ekki
enn verið gert ráð fyrir þeim
tíu milljón dollurum, sem nauð
synlegir eru, á bandarísku fjár-
lögunum.
Þess vegna hefur Edward
Kennedy öldungadeildarþing-
maður boðað lagafrumvarp, þar
sem gert er ráð fyrir fjárhags-
aðstoð frá ríkinu í neyöartilfell-
um, þar sem þörf er á bólusetn
ingu. Lög af svipuðu tagi voru
mikilsverður þáttur í sigri iækna
vísindanna yfir barnalömun og
mislingum.
Get nú afbir
bætt við mig
nemendum. —
Þórir Hersveins
son. — Símar
19893 og 33847.
Xjka&iGöúi
Rætt um umferðarmál
Fyrir skönimu ræddi þáttur-
inn nokkuð um umferðarmál og
umferðaröryggi m. a. lýsingu á
miklum umferðaræðuni. Þættin-
um hefur nú borizt vréf um
þessi mál frá Sigurði Ágústs-
syni vegna sanitakanna Varúð-
ar á vegum. Þar sem bréf hans
fjallar að mörgu leyti um þessi
mál og vekur athygli á vanda-
málinu, þá birtum við hluta af
bréfinu, en bví miður eru ekki
tök á að birta það í heild.
„ ... en lengst af og í vax-
andi mæli hefur ástandið verið
verst á kaflanum við Silfurtún
og suður undir Engidal,-
Það er þó ekki svo að á þetta
ástand hafi ekki verið minnzt.
Um bað hafa verið gerðar lög-
regluskýrslur, bornar unp munn
legar og sendar skriflegar að-
finnslur og bænir um bætur á
ástandi þessu frá almennings-
félögum og einstaklingum.
Sveitarstjóri Garðahrepps, lög
reglan í Hafnarfirði, slysavarna-
deildirnar í Hafnarfiröi, Slysa-
vamafélag íslands og samtökin
Varúð á vegum. Og efiaust marg
ir fleiri. En lítið hefur dugað.
Starfsmenn ríkisins og bæja
fara sínar leiðir og hafa oft úr
litlu að Spila .En það er nú svo,
að flest allar veigameiri hættur
er hægt að fjarlægia og draga
úr hættunni með tiltölulega Iitl-
um aðgerðum og án mikils til-
kostnaðar.
Sjáðu raflýsingarlínurnar við
Suðurlandsveg og Hafnarfjarðar
veg! Af hveriu eru ekki staurar
staðsettir í innanverðum beygj-
unum? Svar: Þá er ekki hægt
að staga þá, þegar raflínan
sveigir, en einmitt þá tekur lín
an mest í staurana. En segjum
að svo sé, en af hveriu er þá
ekki hægt að staðsetja 2—3
staura I inanverðri beyjunni,
þar sem þeirra er mest þörf,
tengda með línum þvert á veg-
inn, eða að stífa bá staura af
sem eru í innanverðri beygj-
unni. Það hafa rafveitumenn orð
ið að gera erlendis, þar sem
krafan er óumflýjanleg.
Víða skortir lýsingu þar sem
hennar er mikil þörf, t. d. ná-
lægt gatnamótum, vegna þess,
að aðstæður eru erfiðar eða þá
að það stendur á afköstum ann-
arra vinnuflokka, teikningum,
skipulagi o. s. frv. Og þannig
getur ástandið verið í langan
tíma. En að yfirvinna erfiðleik-
ana eða setja bráðabirgða lýs-
ingu „þangað til“ það virðist
ekki taka því.
Sjáðu ástandið við Suðurlands
brautina á móts við Lækjar-
hvamm, Múlahverfi, Hálogaland
(íþróttahúsið) ,Nesti og við
Hafnarfj.veginn á móts við Foss
vogskirkjugarðinn, Fossvogs-
læk, sunnan Kópavogsbrúar, í
Garðahrepp og við Engidal.
Hvað heldur þú að mundi
kosta að staðsetia staura við
brýrnar, ég tala nú ekki um,
ef það hefði verið haft í huga
strax viö lagningu línanna.
Brýmar voru komnar þá. End-
urskinsmerking dugar ekki þótt
vel hefði verið hægt að hafa
brúarhandriöin og sérstaklega
stólpana sýnilegri, með því að
mála alit gulri lakkmálningu
jafnframt góðu viðhaldi á endur
skinsmerkjunum.
En hvað kostar að láta þessa
banvænu brúarstólpa hverfa og
leiða þessar sprænur í gegnum
rör? Víkka veginn í eðlilega
breidd. Þar á ég sérstaklega við
Fossvogsiækinn og Hraunholts-
lækinn eða Vífilsstaðalækinn.
Hér má einnig nefna Lambhaga-
brúna I Mosfellssveit, sem
mætti segja mér, að væri nú
einn hættulegasti staður á vegi
hér í nágrenni höfuðstaðarins.
Ég vil ekki Vegagerð ríkisins
neitt illt. Þar eru margir góðir
menn. En ég efast hreinlega um,
að umferðareyjarnar, sem skilja
í sundur akbrautir við Vífils-
staðaveginn og Hraunsholtinu,
séu lögleg fyrirtæki..
.... fyrirkomulag við lýs-
ingu gangbrauta, sem þú nefnir
í rabbi þínu er ekki nægilega
gott. Lýsingin nær ekki nægj-
Iega út fyrir gangbrautirnar,
svo maður sjái aövífandi veg-
farendur og þá, sem bíða færis
að komast út á gangbrautina.
Erlendis svo sem í Kaupmanna
höfn og Osló og að sjálfsögðu
viðar, er fengin góð reynsla og
athugun á þess konar lýsingu
og því óhætt að fara í öllu
eftir þeirra forskrift."
Eins og fram kemur í bréfi
Sigurðar er margt sem laga má
til að auka öryggi vegfarenda,
en skiljaniega kosta allar lag-
færingar nokkuð fé, en það eru
nánast einu rökin fyrir því, að
ekki skuli allar lagfæringar
gerðar þar sem sérfróðum mönn
um þykir vera til bóta. En
hafa skal i huga að slys og
óhöpp kosta mikið fé, stundum
eru þau líka óbætanleg.
Þrándur I Götu.
ÚÉÉÉÉÉÉtÉtÉtÉÉÚtáf)
Vantar yður íbúð
til kaups ?
Kaupendaþjónustan leitar að þeirri fbúð, sem
yður hentar.
Kaupendaþjónustan. gerir samanburð á verði
og gæðum þeirra íbúða, sem á markaðnum eru.
Kaupendaþjónustan gætir hagsmuna yðar.
KAUPENDAÞJÓNUSTAN Fasteignakaup
Ingólfsstræti 3, sími 10 2 20.
éZ25ZZS22S225S225!