Vísir - 10.02.1969, Blaðsíða 10

Vísir - 10.02.1969, Blaðsíða 10
w V I S I R . Mánudagur 10. febrúar 196&. Mffiður shtsosf a véisieða • MaAur fótbrotnaöi, begar Hann hvalfdí vélslefta, sem hann hafði ek- » um (jlerárþorp á laugardag. — Lenti hann undir sleðanum, en tveir drengir, sem med honum höfftu verift á sleöanum, sitippu ó- meiddir • Maðurinn haf&i ekið sieðanum utanvegar, með fram Hörgárbraut, þegar á vegi hans varð skurður. Hann ætlaði að aka sleðanum yfir skurðinn, en þá tókst svo illa til, að sleðanum hvoifdi. Læknadeilan á Húsavik: Sáttatillögu hafnað — en haldiö áfram samkomulags- umleitunum LÆKNADEILAN á Húsavík' er enn óleyst, en útlit er fyrir1 að hún verði lil lykta leidd | einbvern tíma alveg á næst- unni. Eins og fram hefur komi í \ Vísi för fomiaður Læknafélags íslands til Húsavíkur fyrir nokkru og. var málið þá rætt. Blaðið hefur sfðan fregnað, að lögð hafj verið fram sáttatil-1 laga í málinu, sem yngri lækn arnir á staðnum, þeir Ingimar . Hjálmarson og Gísli Auðunsson hafi samþykkt en sjúkrahúslækn I irinn, Ðaníel Daníelssón hafnað. j Þrátt fyrir þetta hafa menn ( ekki gefið upp al!a von um, aö samkomulag náist í þessu alvar-1 lega máli, og er að likindum | frekari frétta að vænta nú á, næstunni. Henttar bídttr — m-> i. skvu. aat vatnshefii, sögðu læknar okkar. >á hefðum við vart þurft að vonast eftir bata. Um tíma leit svo út, að þannig mundi fara, og við bjuggum okkur undir það, að gerð yrði skurðað- gerð á höfði hennar, en vatnsrennsl ið stöðvaðist og gekk það í okkar augum kraftaverki næst. En þessum sjúkdómi fylgir lömun og læknar haf-a látiö að því liggja við okkur, að þeir fái ekki bjargað henni frá lömuninni, en hins vegar á ég dóttur búsetta í Los Angeies í Kaliforníu, sem hefur fylgzt með þessu öllu, og hún hefur haft tal af læknum þar. Þeir telja sig eiga möguléika á því, að gefa litlu telp- unni heilsubót, en þá þurfi hún skilyrðislaust að komast í þeirra hendur strax.“ Boeing — 7^—> 1. SlðU. er Grétar Kristjánsson, starfs- maöur Loftleiða á Keflavíkur- flugvelli sagði Vísi í morgun. Þá hefur Olíufélagið sem sér um afgreiðslu á eldsneyti til flug- vélanna einnig verið að kanna með aukinn tækjakost m. a. vegna þessara flugvéla. Útlit er fyrir að félagið þurfi að fá nýjan eldneytisbíl með öllum þeim tækjakosti, sem fylgir. Að þvi er Guðni Hannesson, full- trúi hjá Olíufélaginu sagði Vísi í morgun er verið að kanna kaup á eldsneytisbíl frá Bretlandi, sem getur dælt um 1000 gallon- um á mínútu, eða um 3800 lítr- um Hann sagðist áætla að magn ið, sem þessar risaþotur þyrftu að fá éf þæ’r léntu hér væri upp í 20 þús. gállon og þurfa því tækin að vera mjög fljótvirk. Grétar Kristjánsson hjá Loft leiðum sagði, að tækin, sem Loftleiðir þyrftu að afla sér til að geta afgreitt þessar þotur væru hleðslutæki tvö loftræsti- ■ t Þökkum auðsýnda samúó vegna andláts ÁRSÆLS MAGNÚSSONAR steinsmiðs. Vandamenn. TAKIÐ EFTIR Til sölu vegna brottflutnings: Frístandandi hansahillur — Borðstofu- borð og 4 stólar — Sófasett, standlampi — Hjónarúm, snyrtiborð, gærustóll, gólf- teppi 3.65x3.65 — Super 8 sýningavél 8 mm. Sunbeam-hrærivél, útvarp o. m. fl. Til sýnis og sölu að Hverfisgötu 42, 3. h. til hægri frá kl. 1—6 og 20—23. Duglegur og reglusamur Maður óskast til starfa i verksmiðju. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist augl.d. Vísis merkt „E“. Framtolsodsfod —■ Bókhald BOKHALD OG UMSYS’ H/f ÁSGEIR BJARNASON Laugavegi 178 Sinr 84455 Hcima: Marbakkn, Seltjarnarnesi, sínii 11399 tæki og sérstakar tröppur, en Jumbo-þotumar eru mun hærri en aðrar fkigvélar. — Þessi nýi tækjabúnaður rmm varla kosta undir 10 milljónum króna, en sýnt virðist að fyrr eða síðar þurfi að afla hans. Pan American fær Jurnbo- þoturnar þegar næsta haust og gætu því fyrstu þoturnar lent hér fljótlega upp úr því, þó að ekki sé búizt við að algengt veröi að þær komi hér við fyrr en þeim fer að fjölga verulega á alþjóðaflugleiðum. Það er augljóst að við verð- um að vera vióbúnir til að taka á móti þessum flugvélum og við munum sannarlega sjá til þess að að þar muni ekkert vanta, sagöi Vifhjálmur Jónsson for- stjórj Oiíufélagsins í viðtali við Vísi í morgun. Þó að vitað sé að flugfélögin munu reyna að komast hjá því að láta þessar risaþotur og Concorde-þoturn- ar millilenda á'^’millj USA og Evrópu þá verður áreiðanlega erfitt að komast hjá því m.a. vegna hinnar miklu umferðar á Kennedyflugvellj í New York. Við höfum nú tæki til að af- greiða stærstu flugvélar, en ver ið getur að við þurfum að endur bæta tækjakostinn til að geta haldið áfram að veita öllum flugvéluni fullkomna þjónustu. Vilhjálmur sagði að umferðin um Keflavíkurflugvöll heföi auk- izt mjög á síðasta ári, og staf ar það m.a. vegna hinnar miklu umferöar um Kennedyflugvöll. Vegna þess hve vélarnar þurfa að sveima lengi yfir vellinum meðan beðið er eftir lendingar- heimild, þurfa þær að koma hér við til aö taka eldsneyti. Á sl. ári afgreiddi Olíufélagið 11599 U.S.gallon til farþega- og vöru f-lutningaflugvéla, sem var 52% aukning frá fyrra ári. Pétur Guðmundsson, flugvall- arstjóri á Keflavikurflugvelli sagði í viðtali við Vísi í morgun, að ekkert væri því til fyrirstöðu af hálfu flugvallarins að þessar risaþotur gætu lent þar. Gert væri ráð fyrir því að í fyrstu veröi „aðeins“ flogið með 350 farþega, en seinna yrði þeim fjöigað upp í 500. Fiugvöllur- inn sjálfur ber þessar flugvélar og ekki mun skapast neitt vand- ræðaástand þó að farþegarnir verði látnir ganga á land. — Flugstöðvarbyggingin tekur um 900 manns éins og er, en ef fjöldinn verður meiri í bygging- unni í einu, má láta farþegana nota toliskoðunarsalinn og veit- ingasalina. Hann sagðist þó mjög vantrúaður á, að farþeg- ar yrðu látnir ganga í land. Það tæki svo langan tíma aó tæma vélina, að áður en síðustu farþegarnir væru komnir út væri búiö að fylla hana elds- neyti. Gamlar bækur verða seldar mjög ódýrt í dag og næstu daga að Njáisgötu 10. TIL SÖLU stækkanlegt borðstofuborð á- samt 4 stölum. Sími 84496 eftir kl. 3 í dag og kl. 7 á kvöldin. Auglýsið í VÍSI VEÐRIÐ í DAG Suðaustan og síðar sunnan stinningskaldi og þokusúld, Hiti 4 — 6 stig. UM DAGINN QG VEGINN IITVARP Þorvarður Alfonsson. í kvöld kl. 19.30 talar Þorvarð- ur Alfonsson í fyrsta sinn um daginn og veginn í útvarpinu. Þorvaröur er framkvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda. — Hann iauk prófi í þjóðhagfræði frá háskólanum í Kiel, Þýzkalandi árið 1959. Starfaði í hagfræöideild Seðlabanka ísiands í nokkur ár en réðist síðan til Félags ís- lenzkra iðnrekenda. LENGSTA SJÓNVARPS- MYNDIN, SEM UM GETUR í kvöld kl. 20.45 er 18. þáttur Sögu Forsyteættarinnar eftir John Galsworthy. Nefnist hann „Síö- degi skógargyðju" og á Fleur, sem Susan Hampshire leikur, mikinn hlut í þessum þætti, sem öðrum, sem koma á eftir. Þá ekki síður Soames, sem Eric Porter ieikur, -en Porter hafði leikið lengsta sjónvarpshlutverk, sem um getur þegar Sögu Forsyteætt- arinnar lauk. Susan Hampshire. Þetta viöamikla og langa sjón- varpsieikrit var sent út frá BBC- sjónvarpinu i sex mánuði áður en sagan endaöi. Það var dýrasta sjónvarpsleikrit, sem hefur verið tekið en kostnaðurinn við það nam 260 þúsundum punda nærri 55 milljónum íslenzkra krópa. Brezkir blaðamenn reiknuðu það út að hvert orð í handritinu hefði kostað eitt pund. í handritinu eru 300 þúsund orð og framhaidsleik ritið tekur samanlagt um 20 klukkutíma í útsendingu eða iafn mikinn tíma og 15 kvikmyndir af venjulpgri lengd. Yfir 120 leik- arar hafa hlutverk i Sögu Forsyte ættarinnar og þar af eru 40 aöal- hlutverk. Saga Forsyteættarinnar samanstendur af 26 þáltum þann- ig að óðum liður á seinni hlutann. Mánudagur 10. febrúar. 15.00 Miðdegisútvarp Fréttir. Til- kynningar. Létt lög. 16.15 Veður- fregnir. Klassísk tónlist. 17.00 Fréttir. Endurtekið efni. Þórður Möi-ler læknir flytur erindi: Starf og geðheilsa (Áður útv. 20. des.). 17.40 Börnin skrifa. Guðmundur M. Þoriáksson les bréf frá börn- um. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkvnn- ingar 19.30 Um daginn og veginn Þorvarður Alfonsson hagfræðing- ur talar. 19.50 Mánudagslögin. 20.20 Tækni og vísindi. Páll Theódórsson eðlisfræðingur talar um vísindalegar rannsóknir á s.l. ári og árangur þeirra. 20.40 Sam- leikur í útvarpssai: Lárus Sveins- son og Þorkell Sigurbjörnsson ieika Sónötu fyrir trompet og píanó eftir Paui Hindemrth. 20.55 „Sex þættir úr fjölskyldulífinu" eftir Örn Snorrason. Höfundur les smásögu vikunnar. 21.25 Tón list eftir tónskáld mánaðarins, Magnús Blöndal Jóhannsson. a. Gísli Magnússon ieikur á píanó „Fjórar abstraktsjónir“. b. Hau-k- ur Guðlaugsson leikur „Ionizati- on“ fyrir orgel. c. Jane Carlson ieikur Bamasvítu á píanó. 21.40 íslenzkt mál. Dr. Jakob Benedikts son f-lytur þáttinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Lestur Passíu- sáima (7). 22.25 Kvöidsagan: „Þriðja stúlkan" eftir Agöthu Christie Elías Mar les eigin þýð- ingu (27) 22.45 Hljómplötusafnið í umsjá Gunnars Guðmundssonar. 23.45 Fréttir í stuttu máli. Dag- skrárlok. SJÓNVARP Mánudagur 10. febrúar. 20.00 Fréttir. 20.30 „Draumur á Jónsmessunótt". Ungt fóik hlust- ar á forleik Mendelssohns. 20.45 Saga Forsyteættarinnar. John Gaisworthy — 18. þáttur. „Síð- degi skógargyöju". Aðalhlutverk: Eric Porter, Susan Hampshire og Nicholas Pennell. Þýöandi: Rann- veig Trvggvadóttir. 21.35 Róma- veldi hið forna. Kvikmynd frá NBC. Ur myndafiokknum „The Saga of Western Man.“ Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.25 Dag skrárlok. TILKYNNINGAR Kvenfélag Kópavogs. Námskeið í myndflosi hefst i næstu viku. Uppl. þriðjudag og miðvikudag milli kl. 1 og 3 í síma 41382. Aðalfundur Hins íslenzka Biblíu Kvenfélag Grensássóknar. — Fundur i Breið gerðisskóla þriðju daginn 11. febrúar kl. 8.30, Árið- andi mál rætt.. Spurningakeppni. Kvikmyndasýning. Kvenfélag Ásprestakalls, opið hús fyrir eldra fólk í sókninni alla 'þriðjudaga kl. 2—5 í Ásheimilinu að Hóisvegi 17. Hjúkrunarkonu vantar í sjúkra húsið á Sauðárkrók þ. 14. maí þ. á. Árs.-aup 400 kr. og alt fritt. Talið í síma við héraðslækni eöa sýslumann. Sjúkrahússtjórnin. Visir 10. febr. 1919. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.