Vísir - 27.02.1969, Síða 9
VISIR . Fimmtudagur 27. febrúar 1969.
9
Loðnan streymir í síldarþrærnar.
Drekkhlaðið loðnuskip siglir undir Heimaklett. Þannig hafa þau komið hvert af öðru síðustu dagana, og nú eru þrær allar
fullar í Eyjum.
• v'jrcTy * SS4 •.*
Þorsteinn Sigurösson, Fisjkimjölsverksmiðjunni:
Fjör í fiski-
bænum:
■ Skrtfstofu atvinnuleysis-
skráningarinnar er lokað.
Aökomufólk streymir að,
ofan af landi, austan af fjörð-
um, norðan úr Skagafirði.
■ Dag eftir dag lóna hlaðin
skip inn á höfnina. Síldar-
þrær eru fullar af loðnu.
Verksmiðjurnar mala dag og
nótt.
■ Það hefur mikil breyting
orðið á fiskibænum á hálfum
mánuði. Vertíðin er komin í
gang og nú er bara beðið
eftir hrotunni. - Vísir ræðir
í dag við nokkra menn, sem
stjórna fiskvinnslu í Vest-
mannaeyjum.
Sighvatur Bjamason,
Vinnslustöðinni:
Þeir eru
búnir að
leggja
skrifstof-
una niður
— Maður er dálítiö kvíðinn
um verkfallssamningana núna
um mánaðamótin. Annað eins
verkfall yrði þjóðarmorð. Það
er ekki hægt að kalla það annað,
sagði Sighvatur Bjarnason, út-
gerðarmaður og framkvæmda-
stjóri Vinnslustöðvarinnar, eins
stærsta fiskframleiðslufyrirtæk-
jsins í Vestmannaeyjum.
Annað verkfall kæmi alveg
hrottalega niður á bátunum.
Þeir eru allir með skráðan
mannskap, sem yrði aö borga
kaup. Ég get ekki séð að út-
gerðarfyrirtækin gætu lifað slíkt
af.
Hér í Eyjum er allt komið í
gang, sagði Sighvatur, þegar
Vísismaður spurði hann um
framgang vertíðarinnar í Vest-
mannaeyjum Ég held, að at-
vinnuleysið sé gjörsamlega úr
sögunni. Og þeir eru víst búnir
að leggja skráningarskrifstofuna
niður, sem betur fer.
— Nóg framboð af fólki?
— Já, hér er fólk alls staöar
að. Við erum með mikið af
fólki úr sveitinni, héðan ofan
af landi. — Annars er ekki
kominn fullur kraftur í þetta
ennþá. Aflinn hefur ekki verið
mikill og eiginlega hálflélegur.
Netabátamir hafa að vísu
fiskað sæmilega, en það hefur þá
mest megnis verið ufsi og það
er nokkuð erfitt að koma hon-
um í peninga. Hann hefur veriö
fiakaður og saltaður niður og
seldir til Þjóðverja, sem sjóða
hann niöur, sem sjólax, Þetta
er einj markaðurinn fyrir söltuð
ufsaflök. Ekki þýðir að fletja
hann og salta. Þessi verkunar-
aðferð fer einnig að verða hæpin
úr þessu Þegar fiskurinn er
kominn á ákveðið gotstig mynd-
ast í honum það sem kallað er
spelk og við það verður litar-
áferðin öðruvísi. — Við höfum
upp á síðkastið fryst ufsann
fyrir Rússlandsmarkað og það
<?r nn ornið eini möguleikinn til
pess að koma honum í verð.
Trollbátamir hafa komið inn
eftir tveggja sólarhringa útivist
með 3 til 6 tonn. Ýsan hefur
Enginn ieggur sér hana til munns
Næst slógum við á þráðinn til
verksmiöjustjórans í Fiskimjöls-
verksmiðjunni, en hún er sam-
eign Fiskiðjunnar og Vinnslu-
stöðvarinnar í Eyjum. Þar varð
fyrir svörum Þorsteinn Sigurðs-
son, kunnur útgerðarmaður og
athafnamaður í Eyjum.
— Það er erfitt að segja mikið
um afköstin. Við komumst upp
í 80 tonn af méli á sólarhring
ekki látiö sjá sig. Við erum
smeykir um að hún sé gengin
til þurrðar. Það má búast við
aö nótin hafi gert illt 1965, en
þá var ýsunni mokað upp. Stór-
kostlegt ævintýri, það helvíti.
Svo hefur hún verið veidd mis-
kunnarlaust, því er ekki að neita,
án tillits til þess hvort gengið
væri á stofninn
Nú svo er allt fullt af loðnu
oröið. Það er raunar fyrst I dag,
sem ekki er tekið af heimabát-
unum. Við höfum reynt að taka
af þeim hingað til. Fiskimjöls-
verksmiðjan er búin að taka
á mót! um 10 þúsund tonnum.
— Hvernig er afkoma verk-
smiðjunnar í slíkri vinnslu?
— Það er ekki gott að segja.
Þetta er fiskur sem nýtist á-
kaflega illa. Það er mikið vatn
í honum og hann þarf mikla
kyndingu, Að vísu hefur mjöl-
verðið eitthvað hækkað og
lýsisveröið lyfzt lítilsháttar, en
úr loðnunni kemur bara ósköp
lítiö lýsi og nýtingin í mjöl er
ekkj nema svo sem sextán pró-
sent af þyngdinni eins og hún er
upp úr sjó.
Þetta er svona það helzta, sem
hægt er að segja um ástandið.
— Við skulum ekki tala um
bjartsýni, en við vonum það
bezta.
í fyrra, en við höfum ekki náð
því ennþá.
Er þetta eina ráðið til þess
að gera vöru úr loðnunni? —
Það hefur verið reynt að frysta
einhverja óveru af þessu. Við
höfum- verið að glíma Við að
selja 700 tonn til frystingar í
frystihúsunum, höfum skipt
þessu niður á húsin. Loönunni
er þar pakkað í 8 kg öskjur
fyrir japanskan markaö.
— Er loðna étin í Vestmanna-
eyjum?
Það er svo einkennilegt með
okkur. Við étum helzt ekkert
annað en ýsuna. Fólk lætur sig
þá vanta fisk, ef hún fæst ekki.
— Og svo er sagt aö loðnan
sé herramannsmatur?
— Já, ég veit ekki um neinn
hér í Eyjum, sem leggur sér
hana til munns.
— Hefur ekki verið stopult
hjá ykkur með verkefni I
verksmiðjunni?
— Hún hefur verið „stopp“
slðan síldin „datt út“. Hér hef-
ur veriö tveggja sólarhringa
vinnsla samtals í allt haust. —
Ég er hræddur um að það vanti
anzi mikið á að þetta beri sig.
— Og þið eruð með fjölda
manns í vinnu?
— Þrjátíu menn í vinnu, eða
eitthvað þar um bil. Það er
orðin næg vinna fyrir alla hér
í Eyjum orðið og jafnvel eitt-
hvað fyrir aðkomufólk.
Alfreð Einarsson, Hraðfrystistöðinni:
130 stelpur — alls staðar að
— Jú, það er fullráðið hjá
okkur, en við bætum trúlega
við í hörðustu hrotunni, sagði
Alfreð Einarsson, yfirverkstjórl
hjá Hraðfrystistöðinni, frysti-
húsi Einars ríka í Eyjum, þegar
Vísismaður spurðist fyrir um
vinnu hjá honum.
Það ættu ekki að vera leið-
indin tóm að vinna hjá honum
í frystihúsinu, samkvæmt þeim
upplýsingum, sem hann gefur
um kvennaliðið.
Hér eru um 130 stúlkur á
borðum. Ég gæti trúað, að um
það bil einn fjóröi af þeim
væru aökomustúlkur. Hér er
fólk norðan úr Fljótum, frá
Raufarhöfn, austan af Þórshöfn.
— Það virðist nóg framboð af
fólki, ekki sízt frá þeim stöð-
um, sem verið hafa atvinnu-
lausir lengi.
Húsmæðurnar hér í Eyjum
láta heldur ekki sitt eftir liggja.
Þær hafa alltaf verið drjúgar við
fiskvinnsluna,
Annars er mest af þvi, sem
við höfum séö af fiski núna, blá-
fiskur, sem er ýmist verkaður
í frost eða flakaður í salt fyrir
Þýzkalandsmarkað. — Það er
reynt að vinna eins mikið af
honum og mögulegt er.
Annars er þetta allt saman að
skríða af stað. Það er ekki hægt
að tala um neina hrotu ennþá
hér hjá vertíðarbátunum. langt
í frá. En við lítum tiltölulega
björtum augum á þetta.