Vísir - 15.03.1969, Blaðsíða 1
Íliil
VISIR
59. arg. - Laugardagur 15. marz 1959. - bá. tbi.
.Ókunnugt um einkaréftinrí
— segir Jón Þórarinsson dagskrársfjóri
„Þessi tónlist hefur verið flutt
hér á skemmtistöðum í langan tíma
og okkur var alls ókunnugt um, að
Þjóðleikhúsið hefði einkarétt á
henni,“ sagði Jón Þórarinsson, for-
stöðumaður lista- og skemmtideild-
ar sjónvarpsins, um flutning sjón-
rarpsins s.l. miðvikudagskvöld á
lögum úr „Fiðlaranum á þakinu“,
sem frumsýndur var í Þjóðleikhús
Inu í gærkvöldi.
Þjóöleikhússtjóri sagði i viðtali
við blaðið í gær, að leikhúsið heföi
einkarétt á þessum lögum, og að
leyfi þurfi að utan til aö flutt sé
úr verkinu annars staðar en á sviði
Þjóðleikhússins.
„Við höifum ákveðinn heildar-
samning við STEF, sem við miðum
að mestu við, en hins vegar hafði
ég fengið leyfi hjá þjóðleikhússtjóra
í haust til að nota textana, og taldi
ég fullvíst, að hann vissi til hvers
ætti að nota þá,“ sagði Jón enn-
fremur.
Bílstjórinn neitar stöðugt
Kveðst hafa fundið byssuna undir framsæfi b'ilsins
H Það tók „special ag-
ent Berley hjá FBI f jórar
klukkustundir að ganga
úr skugga um, að
skammbyssan sem Njörð
ur Snæhólm rannsókn-
arlögregluþjónn tók með
sér vestur um haf, hafði
verið morðvopnið.
Tvo sólarhringa var ísienzki
lögreglumaðurinn í förum og
fjórar klukkustundir beið hann
meðan sérfræðingar alríkislög-
reglunnar fóru höndum um byss
una, Síðan heim með hinar ný-
fengnu upplýsingar.
Hinum handtekna leigubíl-
stjóra hefur verið skýrt frá
niðurstöðum byssurannsóknar-
innar, en hann harðneitar því,
að vera nokkuö viðriðinn morð-
ið á Gunnari Tryggvasyni. Hann
hefur sagt lögreglunni, að byss-
una hafi hann fundið undir
framsæti bifreiðar sinnar í jan.
og þar hafi hún getað legið í
vikutima, því svo langur tími
hafði liöið frá því, að hann tók
síðast til í bifreiðinni og leit
þar undir. Hins vegar hefur
hann enga viðunandi skýringu
getað gefið á því, hvers vegna
hann skýrði lögreglunni ekki
m->- 13. síöa
kSW . , __________________
Rannsóknarlögreglumenn skýra blaðamönnum frá niðurstöðu bys surannsóknarinnar. F. v.: Leifur Jónsson, Njörður Snæhólm, varð-
stjóri og Ingólfur Þorsteinsson yfirlögregluþjónn. — Fyrir framan þá á borðinu liggur skammbyssan.
Hestamenn óku jeppa eftir Vatns-
veituveginum heim að hesthúsun-
um. Vegurinn var reyndar horfinn.
Á undan gengu menn, sem könn-
uðu botninn framundan.
Enn flóð í
Elliðavatni
— Vatnið flaut upp í
Gvendarbrunna og í kring-
um dælustöð Vatnsveit-
unnar — Reykvíkingar
verða að sjóða neyzlu-
vatnið
1 i
Elliðavatnið var eins og haf-
sjór yfir að líta í gær eftir rign-
ingarnar. Vatnið náði allt upp í
Gvendarbrunna og flæddi í kring
um dælustöðina þar, svo að ekki
var hægt að setja vatnsdæluna
þar í gang. Af þeim sökum var
vatnsstraumurinn heldur dræm-
ur um leiðslurnar til borgarinn-
ar og mun hafa lítillega borið á
vatnsskorti sums staðar.
Sumarbústaðir fyrir sunnan bæ-
inn Hólm voru umflotnir og viða
náði vatniö upp á þil bústaðanna,
sem lægst standa viö vatnið.
Rennslið í Elliðaárnar var tempr
að með því að hleypa hæfilega
miklu vatnsmagni fram úr Elliða-
vatni með lokum, sem eru við upp-
tök árinnar. Þó breiddi áin úr sér í
Kardimommubæ, en hesthúsin þar
voru ekki í verulegri hættu að
þessu sinni. Hestamenn áttu hins
vegar í brösum við að komast út í
húsin.
Mikill vatnselgur myndaðist á
Sandskeiði og sömuleiðis við Sela-
vatn og á svæðinu neðan við Lög-
berg, en þar varð Suðurlandsvegur-
inn nær öfær á kafla í gær.
Vatn úr Elliðaánum hefur méng
azt að því að talið er og er fólki
ráðlagt að sjóða neyzluvatn sitt.
Stórárás á
í aðsigi ?
jæreborg-presturinn í sam
j keppni við LOFTLEIÐIR?
Saigon í gær: Haft er eftir for
mælanda herstjómar Bandaríkja-
liðsins í Suður-Vietnam, að 12.000
skæruliðar kommúnista hafi undan
gengna daga komið yfir landamæri
S. V. og Kambódíu, og kunni það
að boða, að stórárás á Saigon sé í
undirbúningL
Þetta lið hefur reynt að komast
■hjá átökum við bandaríska her-
flokka og dreift sér til aö þokast
æ nær höfuðborginni.
Varnarlið Bandaríkjamanna lief-
ur einnig fært sig nær Saigon og
hefur nánar gætur á ölium troðn-
ingum og slóðum um frumskóg-
ana á þessum slóðum.
Uanski presturinn Eilif
Krogager eða Tjæreborg-
presturinn eins og hann hef-
ur verið kallaður hefur reynzt
mörgum keppinautum í ferða-
iðnaðinum skeinuhættur eins
og frægt er orðið. Hingað til
höfum við hér á íslandi haft
efni á því að glotta við tönn,
þegar nýjar fregnir um ævin-
týri klerksins hafa borizt, en
það er ekki víst að við höfum
efni á því öllu lengur. Hann
ráðgerir nú. að hefja stöðugt
Ieiguflug milli Kaupmanna-
hafnar og New York með
mun lægri fargjöldum en
nokkur annar á þessari leið,
— Loftleiðir þar með taldar.
Samkvæmt fregnum mun flug
félag prestsins, Sterling Air-
ways, ætla að nota 132 sæta
Super Caravelle-þotu f leigu-
13. síða.