Vísir - 15.03.1969, Blaðsíða 7
^ÍSIR . Laugardagur 15. marz 1969,
7
Konungur sannleikans
Það var vorið 1966, að Jóhannes Sigurðsson fékk þá ósk sína uppfyllta að heimsækja Land-
ið helga. Myndin er tekin af ferðamannahópnum við altarið í Fæðingarkirkjunni í Betlehem.
íísssss
beru lífi. Eru ekki þeir sem
höndlaöir eru af Kristi, bæði
lærðir og leikir, ofsóttir, hunds-
aðir og að engu hafðir. En þess
í stað í hávegum haföir alls
konar boðberar annarlegra kenn
inga, sem leiöa lýðinn afvega.
Burt frá sannleikanum.
Þannig befur það alltaf veriö
og þannig er þaö
Hafi þeir ofsótt mig, sagði
Jesús við lærisveina sína, þá
munu þeir einnig ofsækja yður.
— Jöh. 15. 20. — Og Páll post-
uli skrifaði til vinar síns Tímó-
teusar: ,,Já, allir, sem lifa vilja
guðrækilega í samfélaginu við
Krist Jesú, munu ofsóttir verða“.
- 2. Tím. 3. 12. —
Já, burt meö hann,
Var ekki Páll ofsóttur, Pétur,
Jöhannes óg allir hinir postul-
arnir. — Voru ekki kristnir
menn yfirleitt ofsóttir í frum-
kristninni, hnepptir í fangelsi,
píndir, brenndir, krossfestir og
kastað fyrir villidýr, AHt fyrir
það eitt að þeir vildu ekki yfir-
gefa konung sannleikans eða
hvika hið minnsta frá sannleik-
anum, sem þeir höfðu .meðtekið
frá Guði. Já altt trl vorra daga
heyrist ópið: Burt með hann.
Einnig í dag sitja þúsundir
manna í fangelsum vegna trúar
sinnar á Drottin Jesú, þjakaðir,
píndir og hrjáðir. Til þess aö
reyna aö fá þá ti! að bregða
trúnaði við konung sinn og
þerra.
Konunga konungur!
Heiminn þú keyptir á krossi
með blóði,
kærleikans fórninni,
hjarta þíns sjóöi.
Kristur! þú mannanna
konungar,
kommgur eiiifur!
Konunga konungur!
Lúti þér heimurinn,
lávarði sínum
lifandi orðinu,
sannleika þínum.
Kristur! þú sannleikans
konungur.
Konungur eilífur.
- S.N.Th. —
Hann var særður vegna vorra
synda og kraminn vegna vorra
misgjörða. Hegningin, sem vér
höfðum tit unniö kom niður á
honum og fyrir hans benjar urð-
um vér heilbrigðir. Vér fórwm
allir villir vega, sem sauðir,
stefndum hver sína leið, en
Drottinn lét misgjörö vor alira
koma niður á honum.
Jes. 53. 5 — 6.
Jesús Krist'ur er í gær og í
dag hinn sami og um aldir.
Látið yður ekki afvegaleiöa af
ýmislegum og annarlegum
kenningum, því að það er gott að
hjartað styrkist við náð. — —
— Þess vegna leið Jesús fyrir
utan hliðið, til þess að hann
helgaðj lýðinn með blóöi sínu.
Göngum þvi til hans út fyrir
herbúðirnar og berum vanvirðu
hans. Því að vér höfum hér ekki
borg er stendur, heldur leitum
vér hinnar komandi. Fyrir hann
skulum vér því óaflátanlega
frambera lofgjöröarfórn fyrir
Guð, það er: ávöxt vara, er játa
nafn hans.
Hebr. 13. 8-9 og 12-15.
Hver, sem er sannleikans
megin heyrir mína rödd, sagði
Jesús.
Látum oss hlusta eftir rödd-
innj hans og lúta honum í ein-
lægni hjartans. Þá munum vér
öðlast styrk til að berjast trú-
arinnar góðu baráttu og höndla
eilífa lffið, sem vér erum kðítetð
tfl.
l^yrsta vetur minn í guðfræði-
deildinni 1930—31, vorum
við stúdentarnir boönir í kvöld-
kaffi vestur á Sjómannastofu
Reykjavikur. Ég man enn þetta
kvöld. Yfir þvi hvílir enn í dag
birta þeirrar einlægu trúargleði,
sem allir hlióta að finna í návist
Jóhannesar Sigurðssonar. Hann
skrifar hugvekju fyrir Kirkju-
síðu Vísis í dag. —
Jóhannes er fæddur í Reykja-
nesvita 8. apríl 1892, fluttist
ungur hingað til Reykjavíkur,
lærði prentiðn og hefur stundað
hana til þessa dags, þrátt fyrir
sinn háa aldur. —
En prentarastörfin hafa ekki
verið nema hluti af lifsstarfi
Jóhannesar Sigurðssonar. Trú-
málin — kristindómurinn —
hafa verið honum mikið hjart-
ans mál og því hefur hann
helgað starfskrafta sína í ríkara
mæli en flestir aðrir leikmenn.
Hann veitti forstöðu Sjómanna-
stofunni hér í bæ árin 1923—32
og sjómannatrúboöi á| Siglufirði
var hann á sumrin 1929—1939.
Hann er trúfastur meðlimur
K.F.U.M. og hefur starfað mikið
í þágu þess og hann hefur verið
í forustusveit íslenzkra kristni-
boösfélaga um langan tíma.
Um starf Jóhannesar í þágu
sjómannastéttarinnar má tilfæra
hér ummæli hans í erindi, er
hann flutti á prestastefnunni
vorið 1930 um kirkjulegt starf
meðal sjómanna: „Aösókn að
stoíunni hefir alltaf verið mikil,
og 10,000 sjómenn heimsóttu
hana síðastliðið ár; beir skrifuðu
rúm 4000 bréf en 3700 bréfum
var tekið á móti úr pósti og
þeim komiö til skila, og 11 þús.
krónur voru sendar heim fyrir
sjómenn á sama tíma. Margar
samkomur og fyrirlestrar voru
haldnir, og um jólin er reynt
að hafa sérstakan jólatrésfagnað.
Fá þá allir dálitla jölagjöf, bögg-
ul, sem eitthvað smávegis er í,
sem gleður sjómanninn, en
bögglamir eru sendir stofunni
víða aö. Flestir þeirra, sem
heimsækja stofuna, eru auðvitað
íslenzkir sjómenn, þó heimsóttu
hana í fyrra sjómenn frá 14
þjóðum, —
Jóhannes Sigurðsson er tvi-
kvæntur. Fyrri kona harts,
Ragnhildur Sigurðardóttir frá
Vallá á Kjalamesi andaðist
1940, Síðari kona hans er
Steinunn Þorvarðsdóttir úr
Reykjavík.
Pílatus sagöi þá við hann:
Eftir því ert þú þá konung-
ur! Jesús svaraði: Já, ég er
konungur, til þess er ég
fæddur og til þess kom ég
í heiminn, að ég beri sann-
leikanum vitni. Hver, sem er
sannleikans megin, heyrir
mína rödd. Pílatus segir þá
við hann: Hvað er sann-
leikur?
Jóh. 18. 37-28.
jyjikið vorkenni ég ykkur,
99 þessum þröngsýnu mönn-
um“, sagði prestvígður maður
— frjálslyndur í trúarskoðun-
um — við mig eitt sinn, er við
ræddum saman um kristindóm
og Heilaga ritningu. Ég svaraði
því til, að það skyldi hann ekki
gera, þar sem mér væri kunn-
ugt um, að hann sjálfur væri
þröngsýnn í fleiru en einu til-
viki'. Bað hann mig þá, með
nokkurri þykkju, að nefna
dæmi því til sönnunar. Ég
benti honum þá á, að ég vissi
til j>ess, að það væri hans stað-
fasta og óbifanlega vissa, að
tvisvar tveir væru fjórir og eftir
þessum sannleika hagaðj hann
lífi sfnu. Til væru menn, sem
vildu hafa það fyrir þrjá og
aðrir fyrir fimm. En stæröfræð-
in er nú bara svona þröng og
að bregöa út af þeim sannleika
í viðs-kiptum varðaðí við lands-
lög.
Já,' svona er sannleikurinn
þröngur. Hver mundi vilja
sfeipta við þann kaupsýslumann,
sem í viðskiptum sínum notaði
frjálsiy-nda stærðfræði? — Eða
hwer mundi vilja ferðast með
j>e®n skipstjóra, sem tæki upp
á því að fara eftir frjálslyndri
ságlíngafEæði, sem hann hefði
búiö til sjáifur?
Ég hygg, að menn myndu
hagsa sig vel um, áður en þeir
tegðu út í slíkt ferðalag.
Jésús Kristur er fæddur og
komkm í heiminn, til þess að
bera sannleikanum vitni. Hann
er konungur sannleikans. Já,
hann er sannleikurinn sjálfur.
Hann sagði um sjátfan sig: „Ég
er vegurinn, sannleikurinn og
lífið, enginn kemur til föðurirts
nema fyrir mig“ — Jóh. 14..6 —
Og þetta er sannleikurinn: „að
Kristur Jesús kom í heiminn til
að frelsa synduga menn“. —
I. Tím. 1. 15 -
„Sjá, við förum upp til Jerú-
salem,“ sagöj Jesús við læri-
sveina sína. „Og mannssonurinn
mun verða framseldur æðstu-
prestunum og fræðimönnunum
og þeir munu dæma hann til
dauða og framselja hann heið-
ingjum til þess að hæða hann,
húðstrýkja og krossfesta, og á
þriðja degi mun hann upp rísa“.
- Matt. 20. 18—19. — Manns-
sonurinn er kominn til þess að
láta líf sitt til lausnargjalds
fyrir marga. — Matt. 20. 28—
Hér höfum vér, í aðalatriðum,
kenning Jesú siálfs til hjálpræðis
mönnunum. Sá, sem er sann-
ieikans megin. héyrir mína rödd,
sagöi hann. „En öllum, sem
tóku við honum, gaf hann rétt
til að vera Guðs börn, þeim
sem trúa á nafn hans“. — Jóh.
1. 12 — . „Og ekki er hjálpræði
í neinum öðrum. því að eigi er
heidur annað nafrí undir himn-
inum, er menn kunna að nefna,
er oss sé ætlað fyrir hólpnum
að verða“. — Post. 4. 12 —
Virðum nú Jesúm fyrir oss.
þar sem hann stendur í bönd-
um frammi fyrir Pílatusi. Það
er konungur sannleikans, sem
hefur verið færður í purpura-
kápu honum til háðungar. Á
höfuð hans hefur verið þrýst
þyrnikórónu — Það bvkir hæfa
konungi sannleikans. Blóð drýp-
ur niður ásjónu hans eftir þvrn-
ana og’sem tákn konungsveldis
hans er honum fenginn revr-
stafur í hönd. Hann hefur verið
húðstrýktur. svo að bak hans
er eitt svöðusár. Hvílík niður-
læging.
Og Pílatus spyr: „Ertu þá
konungur"?
„Já, ég er konungur".
Já, virðum fyrir oss þessa
tvo. Dómarann fulltrúa Róm-
verska heimsveldisins og þenn-
an fanga, sem stendur bundinn
fyrir framan hann. Pílatus hefur
komizt að þeirri niðurstöðu. að
fanginn sé saklaus af öllu því,
sem hann er ákærður fyrir og
vill því láta hann lausan. En
hefur ekki manndóm í sér til
þess aö gjöra það, af hræöslu
við æðstuprestana, fræðimenn-
ina og lýðinn. -
Og svo fangann, konung
sannleikans, konung dýrðarinn-
ar, sem hefur manndóm til þess
að taka á sig alla þessa háðung,
kvöl og krossdauða af einskær-
um kærleika til syndara.
„Pílatus gekk þá aftur út og
segir við þá: Sjá, ég leiði hann
nú aftur út til yðar, til þess aö
þér skiljið, að ég finn enga sök
hjá honum.“ Jesús gekk þá út
með þyrnikórónu á höfði og í
purpurakápunni, og Pilatus segir
við þá: „Sjá, þar er maðurinn“
- Jóh. 19. 4—5. —
Þegar ég fyrir rúmum tveim-
ur árum stóð fyrir framan
„Ecce Homo-bogann“ í Jerúsal-
em staðinn þar sem talið er,
að Pílatus hafi leitt Jesú út til
lýðsins, er hann benti á Jesú
og sagði: „Ecce Homo", það er:
Sjá, þar er maðurinn. Þá komst
hjarta mitt svo við, að ég
skynjaði hvorki stað né stund.
Mér fannst óma fyrir eyrum
mínum hróp og köll æðstuprest-
annað fræðimannanr.a og lýðs-
ins: Burt með hann, burt meö
hann. krossfestu, krossfestu
hann, gef oss Barnabas. En fyrir
hugskotssjónum mínum birtist
myndin af Jesú meö þyrni-
kórónu á höfði og sálmur
Bernards frá Clairvaux kom
upp í huga minn:
Ó, höfuð dreyra drifiö,
er drúpir smáð og pínt
af höndum þræla hrifið,
og hörðum þyrnum krýnt.
Ó, heilagt höfucl fríða,
er himnesk lotning ber,
en háðung hlauzt að líða,
mitt hjarta lýtur þér
Af blygð og harmi hrelldur
ég herra játa má:
Mín synda sekt því veldur,
hún sárt þig lagðist á.
Sjá. hér ég er, sem hefi
þig hrakið, pínt. og smáö.
Þín miskunn mér þó gefi,
að megi’ ég öðlast náð.
(H.H.)
Ég kom aftur til sjálfs min
við það, að ýtt var við mér. en
í eyrum mér ómaði langan tíma
á eftir: Burt með hann burt
með hann.
En er þetta ekki táknrænt
fyrir vora tíma. Burt með hann.
Eru ekki ýmis öfl á meðal vor
og yfirleitt í hinum kristna
heimi, sem vinna að því öllum
árum og markvisst að ýta Jesú
Kristi og öllu því, sem kristi-
Iegt er til hliðar í þjóðlifi voru,
skólum, heimilum og öllu opin-