Vísir - 15.03.1969, Blaðsíða 3
Unga fóikið vestra
lærir íslenzku
'C’g varð fyrir mjög sterkum
W áhrifum af því, hve fólkið
var rammíslenzkt, talaði margt
ágæta íslenzku og ber mikinn
hlýhug til heimalandsins“, sagði
Jóhann Hafstein ráðherra í við-
tali við Vísi í gær.
Frú Ragnheiður Hafstein, kona Jóhanns Hafsteins, og Richard S. Bowles, fylkisstjóri Mani-
toba, ræða saman við háborðiö.
að því, hvort bönd Vestur-
Islendinga við heimalandið
væru ekki að minnka.
„Ekki er því að leyna, að þeir
hafa nokkrar áhyggjur af því,
hversu lengi þeim takist að
halda sínum þjóðlegu einkenn-
um. Unga fólkið talar ekki eins
góða íslenzku enda er það fjórði
ættliður frá landnemunum. En
kennarastóllinn í íslenzkum
' fræðum við Manitoba-háskóla,
sem Vestur-Islendingar söfnuðu
fé til aö stofna, stuðlar mjög
að því að halda við íslenzkri
tungu og þjóðlegum einkenn-
um. Prófessor þar er nú Har-
aldur Bessason, sem unnið hefur
frábært starf meðal Vestur-ís-
lendinga. Margt af unga fólkinu
sækir hjá honum kennslutima
í íslenzku og hlustar á fyrir-
lestra."
VlSIR . Laugardagur 1S. marz 1969.
Grettir L. Jóhannsson, aðal-
ræðismaður íslands í VVinni-
peg, í ræðustól í afmælishóf-
inu.
Jóhann var nýkominn úr
ferðalagi til Vesturheims, þar
sem hann og frú hans höfðu
verið heiðursgestir Pjóðræknis-
félags íslendinga í Vesturheimi
í tilefni af hálfrar aldar afmæli
félagsins. Afmælisins var minnzt
með nokkurra daga hátíðahöld-
um sem náðu hámarki í fjöl-
mennri veizlu, sem efnt var til
á Fort Garry hótelinu í Winni-
peg.
„Margt ai; þessu fólki,“ sagöi
Jóhann ..hefur komið í heimsókn
ir til Islands, aðallega kringum
þjóðhátíðardaginn. Jafnframt
kemur það til árlegra þinga
Þjóðræknisfélagsins, sem hald-
in eru um þetta leyti árs, og á
sumarhátíðarnar, sem haldnar
eru að Gimli í ágúst. Gimli er
nánast Þingvellir í augum þeirra,
en þar settust flestir íslenzku
landnemamir að í hinu svo-
nefnda Nýja-íslandi. Mér þótti
gaman að sjá á einni hátíðinni
stóra og fagra ábreiðu, þar sem
saumuö vom í nöfn allra bæj-
anna í Nýja-íslandi, — sömu
bæjamöfn dg viö þekkjum hér
heima.“
Viö spurðum Jóhann Hafstein
er frá
afmælishát'ið
Þjóðræknis-
félagsins
„Forfeður ykkar fóru ekki í silkiklæðum frá íslandi. Þeirra biðu ekki „bleikir akrar og slegin
tún“ í Vesturheimi. En vaxið hafa hér til sæmdar menn og meyjar af þeim merg, sem bjó
í beinum fátækra vesturfara“, sagði Jóhann Hafstein m. a. í aðalræðu kvöldsins á Fort Garry.
Myndin sýnir Jóhann afhenda Þjóðræknisfélaginu Guðbrandsbiblíu. Til hægri á myndinni
eru sr. Philip M. Pétursson, forseti Þjóðræknisfélagsins, og frú Bowles fylkisstjóra í Manitoba.
Tvéir heiíbrigðismálaráðherrar í pontunni. Dr. George John-
son, heilbrigðismálaráðherra Manitoba, er að afhenda Jóhanni
Hafstein heilbrigðismálaráðherra sérkennilega gjöf. Það er
kerra, nákvæm eftxrlíking þeirra, sem landnemarnir við
Winnipegvatn fluttu á fisklnn inn í byggðina við vatnið.
„Rauða kerran“ heitir hún.
Séð yfir veizlusalinn á Fort Garry hótelinu. Háborðið er til vinstri á myndinni. Veizlan fór mjög vel fram og margar ræður voru
fluttar. Þar töluðu m. a. sr. Philip M. Pétursson, dr. Richard Beck, Grettir L. Jóhannsson, Jóhann Hafstein, sem var aðalræðu-
maðurinn, Skúli Jóhannson, forseti deildarinnar Frón, fylkisstjórinn og heilbrigðismálaráðherrann í Manitoba.
X