Vísir - 15.03.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 15.03.1969, Blaðsíða 13
VlSIR . Laugardagur 15. marz 1969. 13 því leyndu með lögreglunni. Skammbyssan er af afar óal- gengri tegund, sem varla er lengur til nema í eigum safn- ara. Hún er sjálfvirk, sjö skota Smith &Wesson af hlaupvídd 35 kal. „Svo sjaldgæfur gripur, að þeir hjá FBI hafa aldrei séð hana fyrr í sambandi við glæpa- rannsóknir, þótt þeir eðlilega vissu, að þessi gerð væri til,“ sagði Njörður Snæhólm, sem er byssusérfræðingur rannsóknar- ------------------------t-------------------------------- Eiginmaöur minn BALDUR TRYGGVASON framkvæmdastjóri, Bjarmalandi 20 andaðist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 13. marz. Fyrir hönd foreldra, systur og barna, Björg Ágústsdóttir. TAKIÐ EFTIR Opið öll kvöld og um helgar. Verzlunin ÞÖLL — Veltusundi 3 (gegnt Hótel íslands bifreiðastæöinu) Bílstjórinn — 1. síðu. • frá fundi byssunnar. „Mér þykir líklegt, að þessi byssa væri ekki lengur til, ef ekki hefði verið þagað yfir þeirri staðreynd að við vissum svona mikið um hana,“ sagði Ingólfur Þorsteinsson, yfirlögregluþjónn, á fundi með blaðamönnum í gær, en hann sagðist vilja þakka þeim, að þeir skyldu hafa haldið t 1 . verður leitað til þín Hve mörgum börnum í Biafra verður bjargað frá hungurdauða með íslenzkum matvæium? Það er m.a. komið undir þínu framlagi í dag. Biafra landssöfnunin. lögreglunnar. Hann fræddi blaða mennina á því, að þessi byssu- tegund hefði veriö framleidd á árunum 1913 til 1921 og alls hefðu verið framleidd ca. 8350 stykki. Ingól'fur Þorsteinsson skýrði frá því, að enginn fótur heföi fundizt fyrir því, að Gunnar heitinn Tryggvason hefði stund- að okurlánastarfsemi, en það hefur verið furðu mikið út- breiddur orðrómur meðal fólks og í því þóttust margir sjá á- stæðuna til morðsins. Það, sem fram kom á blaða- mannafundinum frekar, staöfesti í meginatriðum það, sem fyrr er komið fram í fréttum VÍSIS. Það var fyrrverandi eigandi bifreiðarinnar, sem fann byss- una, þegar hann tók bifreiðina vegna vanskila hins handtekna leigubílstjóra, Leigubílstjórinn haföi áður neitaö að hafa byssuna í fórum sínum, þegar hann fyrr viö rann- sókn morðmálsins var yfirheyrö- ur vegna hvarfs á skammbyssu úr eigu Jóhannesar heitins á Borg. Jóhannesi var eitt sinn færð skammbyssan að gjöf og var hún á skrá lögreglunnar. Tjæreborg — i. síðu. flugið milli Hafnar og New York en þetta er sérstaklega lengd þota. Þotan mun trúlega milli l'enda á Keflavíkurflugvelli, en flugfélaginu verður ekki heim- llt að taka farþega þar eða skila af sér. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Vísi hafa borizt, verða fargjöldin með ieiguferðum þess um um 100 dollarar, fram og til baka, sem er langt undir því, sem Loftleiðir geta boðið á sömu leiðum. Lægsta fargjald Loftleiða þarna á milli í venju- legu áætlunarflugi eru 350 doll arar, en í leiguferðum yrði það þó að sjálfsögðu miklum mun lægra. Ekki liggur alveg Ijóst fyrir með hvaða hætti þessi flug- rekstur Sterling Airways yrði, en trúlega yrði hann rekinn í sambandi við ferðaskrifstofurn ar og yrðu þá farþegar að kaupa mat og hótelþjónustu fyrir a.m. k. 100 dollara, samkvæmt þeim samningum, sem gilda um IT-far gjöld. Veldi Sterling Airways hefur vaxið mjög hrööum skrefum und anfarin ár, enda hefur flugfélag- ið, sem er rekið í sambandi við ferðaskrifstofur kierksins getað boðið ótrúlega ódýr fargjöld og uppihaldskostnað á ýmsum vin- sælum ferðamannast. Árið 1967 flutti flugfélagið 687 þús. far- þega, 1968 um 910 þús farþega og í ár er áætlað aö það flytji 1250 þús. farþega. Vísir hafði samband við Kristj án Guðlaugsson, stjórnarform. Loftleiða vegna þessa máls. Hann kvaðst ekki hafa heyrt um þetta fyrr og kæmi málið honum mjög spánskt fyrir sjónir, — kvaðst telja ótrúlegt. að flug- félagið fengi leyfi til farþega- flutninga sem þessara. Ferðaskrifstofa ríkisins, sem hefur umboð fyrir Sterling Air- ways, hafði heldur ekki heyrt um þessar ferðir, en talsmaður skrifstofunnar sagði, að skrif- stofan fengi ekkert um þetta að vita, fyrr en gengið hefði verið frá öllu endanlega. Þessar upplýsingar Ferðaskrif stofunnar sýna, aö ekki hefur verið gengið endanlega frá þessu máli og gæti þetta þvi verið lítið annað en dagdraumar danska klerksins. Verði hins vegar af þessu verður ekki ann- að séð, en Tjæreborgpresturinn geti orðiö veruleg ógnun við Loftleiðir. IrfflAiViGötxi Stórlega aukinn ferðamannastraumur Nú munu koma til Islands fleiri erlendir ferðamenn í sum- ar en nokkru sinni fyrr, að því er þeir fullyrða, sem að feröa- málum vinna. Þetta eru miklar gleðifréttir, því að ferðamenn munu skilja eftir nokkuð af dýr- mætum gjaldeyri, sem okkur vanhagar um svo einstaklega á þessum síðustu og verstu tím- um. Enda eru íslendingar óðum að komast upp á laeið með að taka á móti erlendum ferða- mönnum, og eru hættir að gefa útlendum af einskærri gestrisni þá þjónustu sem þá vanhagar um. Og nú vantar þegar í sumar stór-aukið gistirými, ef hægt á að vera að taka á móti öllum útlendu ferðamönnunum sem hingað vilja koma. Hótel Saga var þarft og mik- ið átak, þegar rekstri þess var 'hrundið af stað, og þegar það var tekið í gagnið fullnægði það allri þörf fyrstu mánuðina. En þetta hefur breytzt, enda hafa verið opnuð glæsileg hótel síð- an, því svo mjög hefur þörfin aukizt. En þó stórhýsið á Mel- unum sé kallað daglega Hótel Saga, þá er þar margt fleira til húsa en hótelrekstur. Skrif- stofur eru í stórum hluta húss- ins. Ef strax í sumar er svo brýnt að geta tekið á móti fleiri er- lendum ferðamönnum, þvi eru ekki gerðar ráðstafanir til að flytja eitthvað af skrifstofuhald- inu í annað húsnæöi. sem víða er nægilega fyrir hendi, en hótelherbergjunum fjölgað, þar sem þjónusta og aðstaða til gestamóttöku er þegar fyrir hendi. Auövitað er ekki hægt að flytja neina nauðungarflutningi, i en samningaleiðina hlýtur ætíð t að vera hægt að fara, enda eru 1 meðal annarra þeir aðilar þama j til húsa, sem beinna hagsmuna ) eiga að gæta í auknum ferða- j mannastraumi. Flugfélag íslands í mundi vafalaust víða geta feng í ið inni annars staðar á góðum ) stað, enda er aukinn ferða- I mannastraumur vegna aukins | hótelrýmis beinir hagsmunir fyr l ir Flugfélagiö. Bændasamtökin / eru þarna einnig til húsa, enda t eiga þau þetta mikla hús. og ^ unnu Iofsvert átak með bygg- (. ingu þess og starfrækslu. Fjölg- } un ferðamanna þýðir aukna sölu ; á landbúnaðarafurðum, svo að ) þaö ættu einnig að vera hags- í munir bænda, ef nokkur mögu- í leiki er á að gera slíka tilfærslu. j Það vantar oft hreyfanleika > og snarræði í viðskiptum. Þar ( eð flestir eru sammála um, að í aukning ferðamannastraumsins / til landsins sé brýnt mál, og lyk- j illinn að slíkri aukningu sé aukn í ing hótelrýmis, þá þarf að grípa í til fljótlegra úrræða með því / að útbúa hentugustu aðstæðum- > ar, sem eru innanhúss í einu af 1 glæsilegasta hóteli landsins. Hentugt húsrými fyrir hótel- rekstur er óvíða fyrir hendi, en hins vegar er víða til hentugt skrifstofuhúsnæði. Iðnaðarmenn munu margir vera á lausum kfli / til að gera snarlega þær umbæt % ur sem þarf, áður en megin- h þungi ferðamannastraumsins } byrjar. / Þetta eru aðeins hugleiðingar > um hugsanlegan möguleika, sem viðkomandi aðilar taka vonandi ekki illa upp. Þrándur í Götu. Tilkynning um aðstöðugjöld í Reykjanesskattumdæmi Ákveöiö er að innheimta í Reykjanesumdaemi, aðstööu gjald á árinu 1969 skv. heimild í III. kafla laga nr. 51/1964 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 31/1962 um aðstöðugjald. Eftirtalin sveitarfélög umdæmisins hafa ákveðið notkun ofangreindrar heimildar. Hafnarfjarðarkaupstaöur Keflavíkurkaupstaður Kópavogskaupstaður Grindavíkurhreppur Hafnarhreppur Miðneshreppur Gerðahreppur. Njarðvíkurhreppur Vatnsleysustrandarhr Garðahreppur Seltjarnarneshreppur Mosfellshreppur Kjalameshreppur Gjaldskrá hvers sveitarfélags liggur frammi hjá um- boðsmönnum skattstjóra og hjá viðkomandi sveitar- og bæjarstjórum, og heildarskrá á skattstofunni í Hafnarfirði. Með skírskotun til framangreindra laga og reglugerðar er vakin athygli á eftirfarandi: 1. Þeir aðilar, sem aðstöðugjaldsskyldir eru í ein- hverju ofangreindra sveitarfélaga, en hafa .þar eigi lögheimili, þurfa að senda Skattstofu Reykjanes- umdæmis sérstakt framtal til aðstöðugjalds álagn- ingar. 2. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þurfa að senda fullnægjandi greinargerö um, hvað af aðstöðu- gjaldsstofni tilheyrir hverjum einstökum gjald- flokkum. Hafnarfirði f marz 1969. . Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. (

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.