Vísir - 15.03.1969, Blaðsíða 8
8
V í S IR . Laugardagur 15. marz 1969.
VISIR
Otgefandi: Reyajaprent h.f.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
A.ðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610 11660 og 1509Ö
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði tnnanlands
I lausasölu kr. 10.00 eintakiö
Orentsmiöja Vísis — Edda hi.
Þjóðarheill í veð/
AUir virðast sammála um að þjóðinni sé lífsnauðsyn
að sigrast á þeim efnahagserfiðleikum, sem hún hef-
ur nú um skeið átt við að etja. En djúpstæður ágrein-
ingur er hins vegar um það, hvernig fara skuli að til
þess að vinna þann sigur. Undanfarna áratugi hefur
verið unnið að því af miklum dugnaði að skipta þjóð-
inni í hagsmunahópa, sem hver um sig reynir að skara
eld að sinni köku, eftir því sem hann getur. Þar hafa
líka sumir stjórnmálaflokkarnir þótzt sjá sér leik á
borði til þess að ala á ríg og metingi milli stétta og
starfshópa, í von um að vinna á því atkvæði og valda
ríkisstjórninni sem mestum erfiðleikum.
Sú hagfræði er alls staðar viðurkennd góð og gild,
af þeim, sem með völdin fara, að kauphækkanir séu
óraunhæfar fyrir launþega og þjóðarbúinu í heild
skaðlegar, nema framleiðni atvinnuveganna aukist að
sama skapi. Þetta var til dæmis stefna núverandi
stjómarandstæðinga þegar þeir fóru með völd í land-
inu. Vinstri stjórnin byrjaði á því að binda kaupið í
sex mánuði. Hagstjórnarráðunautar hennar voru
a. m. k. sumir hinir sömu og núverandi stjórnar. Þá
bar ekki á öðru en ráð þeirra þættu góð, þótt stjórn-
arandstæðingar telji flest, sem þeir leggja til nú, hin
mestu óráð.
Blöð stjórnarandstöðunnar hafa boðað þá kenn-
ingu, að allt önnur efnahagslögmál eigi við hér á ís-
landi en annars staðar. Þetta er vitaskuld fjarstæða.
í meginatriðum gilda sömu efnahagslögmál hér og
hjá öðrum þjóðum. Og reynslan hefur sannað, að þeg-
ar við höfum brotið þau lögmál, sem aðrar þjóðir telja
nauðsynlegt að fara eftir, hefur það haft sömu af-
leiðingar og hjá þeim, sem sú villa hefur hent.
Ríkisstjóm Frakklands segir t. d. nú, að 12% launa-
hækkun, sem tilteknar stéttir krefjast, mundi verða
efnahagskerfinu ofviða og hafa í för með sér mikla
verðbólgu og gengisfellingu. Þetta eru nákvæmlega
sömu afleiðingar og þær, sem við íslendingar höfum
fengið smjörþefinn af hvað eftir annað síðustu ára-
tugina, og það er þessi hætta, sem allar ríkisstjórnir
vilja forðast í lengstu lög.
Um þetta ætti ekki að þurfa að deila. Um hitt þarf
heldur ekki að deila, að við höfum minna til skipt-
anna nú en á velgengnisárunum. Þess vegna kemur
nú óhjákvæmilega minna í hlut hvers einstaklings en
áður. Það er jafnframt augljóst, að þeir sem lægst
hafa launin, standa verr að vígi til þess að gefa eftir
af sínum hlut en hinir, sem betur eru launaðir. Launa-
jöfjnuður er þó meiri hér en víðast hvar. Eigi að síður
verða beir, sem betur eru settir að fórna meiru en
hinir, en allir einhverju. Og um þetta er hægt að ná
samoíngum, ef pólitísk sjónarmið verða ekki látin
siíjg. í fyrirrúmi. Þjóðarheill krefst að þáu séu lögð
á mllnna.
Ritstjóri Stefán Guðjohnsen
EKKI ER FLAS
TIL FAGNAÐAR!
T Trslitaumferö sveitakeppni
Reykjavíkurmótsins verður
spiluö á morgun kl. 13.30 í Dom-
us Medica. Aðeins þrjár sveitir
hafa möguleika til sigurs, en
staða efstu sveitanna er nú
þessi:
1. Sveit Stefáns Guðjohnsen, BR
97 stig.
2. Sveit Bened. Jóhannss., BR
80 stig.
3. Sveit Hjalta Elíassonar, BR
75 stig.
4. Sveit Dagbj. Grímssonar, BR
67 stig.
í I. flokki er staðan þessi fyrir
síöustu umferð:
1. Sveit Guði. R. Jóhannss., BR
109 stig.
2. Sveit Sigtr. Sigurðss., TBK
92 stig.
3. Sveit Jakobs Mö.ller, BR
76 stig.
4. Sveit Rósm. GuÖmundss. TBK
51 stig. , . . .
♦
Hér er lærdómsríkt spii, sem
kom fyrir nýlega. Suður gefur,
allir á hættu.
6 G-8-6-2
¥ D-8-6
♦ 7-5-4
* A-G-3
4 enginn 4 10-4-3
V A-K-10-9-5-3 V G-4-2
♦ K-10-8-3 4 G-9-6
4 10-9-5 4 D-8-7-2
4 A-K-D-9-7-5
*7
4 A-D-2
4 K-6-4
Sagnir voru á þessa leið:
Suður Vestur Norður Austur
14 24 24 P
44 P P P
Vestur spilaói út hjartakóng og
síðan laufatíu. Suður átti níu
toppslagi og tíundi slagurinn
varð að ,koma í tígli eða laufi.
Hann prófaði laufagosa og drap
drottningu austurs með kóngn-
um. Þá tók sagnhafi þrisvar
tromp og var inni í blindum.
Síðan trompaði hann hjarta, fór
inn á laufaás í blindum, (vestur
passaöi sig að láta níuna) og
spilaði hjartadrottningu og kast-
aði síðasta laufinu. Vestur drap
og spilaði laufafimmi. Suður
trompaði, en komst ekki hjá því
aö gefa tvo slagi á tígul.
Suður var of fljótur á se*
öðrum slag. Vestur var sannaður
með hjartaás eftir útspilið og því
var allur galdurinn að gefa laufa
t.'r*'a. Vestur spilar rueira laufi
og suður drepur með köngmrm.
Þá eru trompin tekin, hjarta
trompað og síðan farið inn á
laufaás í blindum. Nú er hjarta ,
drottningu spilaö út, tígli kastað
og vestur veröur að drepa og
spila upp í tígulgaffalinn, eða í
tvöfalda eyðu.
Eftir níu umferðir í sveita-
keppni Bridgefélags Reykjavik-
ur er staðan þessi:
stig
1. Sveit Hjalta Eliassonar 141
2. Sveit Benedikts Jóhannss. 130
3. Sveit Stefáns Guðjohnsen 125
4. Sveit Steinþórs Ásgeirss. 123
Næsta umferð verður n. k. mið-
vikudagskvöld kl. 20 í Domus
Medica.
Hraðsveitakeppni Bridgedeild-
ar Breiöfirðingafélagsins lauk 13.
þ.m. með sigri sveitar Jóns Þor-
leifssonar, sem er þannig skipuð: y
Jón Þorleifsson, Stefán Stefáns-
son og bræðumir Árni og P’öm
Gíslasynir. Röð og stig efstu
sveitanna var þannig: 1. Sveit
Jóns Þorleifssonar 1450, 2. Sveit
Gissurar Guðmundssonar 1421.
3. Sveit Þórarins Alexandersson-
ar 1414.
Einmenningskeppni B.D.B.
hefst þriðjudaginn 18. marz. —
Þátttaka er öllum heimil og til-
kynnist: Magnúsi Björnssyni i
síma 18269 eða Þorsteini Jó-
hannssyni í síma 19179. Spilað
verður f Ingólfscafé.
aiwvv
Petroshan sá frumleg-
asti, en ekki snjallasti
'"Jf'igran Petroshan, heimsmeist
ari i skák er allumdeildur
meðal skákmanna og sýnist þar
sftt hverjum, Nýlega lét Botvinn
ik fyrrum heimsmeistari í ljós á-
lit sitt á hæfni Petroshans. Mat
Botvinniks á heimsmeistaranum
er nokkurri beiskju blandið, en
Botvinnik tapaði fyrir Petroshan
i einvíginu um heimsmeistara-
titilinn 1963, eins og kunnugt
er. Birtist umsögn Botvinniks
hér á eftir, verulega stytt.
„Petroshan er frumlegasti
skákmaður okkar tíma þó ekki
sé hann sá snjallasti. Að minu
áliti er Geller meiri hæfileikum
gæddur. En skákstíll Gellers er
ekki nýr af nálinni fremur en
stíll Spasskys, Kortsnojs og Tal.
Skákmenn líkir Petroshan eru
sjaldséðir. Hann hefur sérstæða
hæfileika til að staðsetja menn
sína það kænlega aö sókn gegn
honum er nálega útilokuð. Slík
um skákstíl er erfitt að henda
reiöur á. Mér tókst það ekki
1963 og tapaði.
En skákstíll og skákgáfur eru
ekki einhlit. Einnig kemur til
almennur undirbúningur, hæfi-
leikinn til að fullkomna tafl-
mennskuna og sjálfsögun. Það
er einmitt á þessu sviöi sem
veikleiki Petroshans liggur. —
Hann hefur ekki yfir að ráða
þessum eiginleikum sem eru
nauðsynlegir fyrir heimsmeist-
ara.
Petroshan hélt þó sínu fyrstu
þrjú árin eftir að hann varð
heimsmeistari. En eftir sigurinn
gegn Spassky 1966 tók að halla
undan fæti. í fjölda móta náði
hann aðeins sæmilegum árangri
og taflmennskan var óörugg. —
Þá hefur hann ekki undirbúið
sig sem skyldi fyrir einvígið við
Spassky. Honum er nauðsyn að
hressa upp á byrjunarkunnáttu
sem hann hefur lengi vanrækt.
Hann hefur ekki teflt sem skyldi
gegn virkilega sterkum skák-
meisturum, en það er mjög mikil
vægt.
Petroshan hefur gerzt ritstjóri
vikulegs skákblaðs „64“, en þaö
krefst mikils tíma og vinnu og
mun sannarlega ekki hjálpa hon
um gegn Spassky.“
Eftir þennan lestur er rétt að
gefa Petroshan tækifæri til að
svara fyrir sig. Það gerir hann
með vel tefldri skák gegn Bept
Larsen, sem hlýtur að teljast
einn af beztu skdkmönnum
heims. Skákin var tefld á Mall-
orca 1968.
Hvítt: Petroshan
Svart: Larsen.
Benóný-vörn.
1. d4 Rf6 2 c4 e6 3, Rf3 b6
4. a3
Petroshan tekur lífinu með ró
Hann hefur áður beitt þessum
leik með góöum árangri, f.d.
gegn Smyslov.
4.... c5 5. d5 exd 6. cxd g6
7. Rc3 Bg7 8. Bg5 O—O 9, e3.
Traustur leikur sem gerir
svörtum erfiðara fyrir, en 9. e4.
9 .. d6 10. Rd2!
Hindrar vel hið þekkta fram
hald 10.... h6 11. Bh4 g5 12.
Bg3 Rh5 og auk þess getur ridd
arinn oröið ógnandi á c4.
10.. h6 11. Bh4 Ra6
Til greina kom 11. .. .Ba6 og
reyna að létta á stöðunni með
uppskiptum.
12. Be2 Rc7 13. e4 b5!
Ef nú 14. Rxb RxR 15. BxR
Hb8 og svartur hefur gott tafl.
14. 0—0 Dd7 15. Dc2 He8 16.
Hfel Bb7 17. h3 a6?
Petroshan gagnrýndi þennan
leik og benti á sterkara fram-
hald: 17... c4! 18. f4 a5 19.
Bf3 Ra6 20. a4 Rb4 21. Dbl Rd3
og staðan er tvísýn.
18. f4 c4 19. Bf3 h5 20. Hadl
Rh7 21. e5!
Velþekkt peðsfórn í stöðum
sem þessari.
21.. .. dxe 22. Rde4.
Hótar 23. Rc5 Dc8 24. d6 BxB
25. d7
22 .... df5 23. Df2 HadS
Svartur á um fátt að velja.
M.a. hótaði hvítur 26/ Rd6
24. BxH HxB 25. Db6 Dc8 26.
Rc5 e4.
Ekki dugði 26 ... Ra8 27. Da7.
Eða 26... Ba8 27. d6 Re6 28.
RxR fxR 29. d7 og vinnux.
27. Dxfi exB 28. DxP HxD
29. d6 BfS 30. Rþ7 Re6 31. d7
HbS 32. HxR! GeíiS.