Vísir - 15.03.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 15.03.1969, Blaðsíða 16
 ISIR Laugardagur 15. marz 1969. Muniðo-. ^MúlakaHi nýja Sími grillið 37737 BW4f BOLHOLTl 6 SÍMI 82143 INNRÉTTINGAR S'lDUMÚLA 14 - Gerir alla ánægða Rúgbrauð hnoðuð á gólfinu? Ágæti og hollusta rúgbrauðs er löngum það, sem foreldri kenna ungviði sínu, þegar hin síöar- nefndu teygja sig frekar eftir franskbrauðinu með sultunni á. En þá er heldur ekki gert ráð fyrir því, að í rúgbrauðinu finnist vænir dúskar úr strákústum, eins- og einn góður og gegn borgari rak sig svo hastarlega á, þegar hann byrjaðj að skera rúgbrauðið sitt um daginn, en þá var hann nýbúinn að kaupa það, Sú var tíðin, að menn létu sér ekki bregða, þótt þeir fyndu að- skotahluti í mat sínum, en nú til dags gera menn meiri kröfur til hreinlætis þeirra, sem fara hönd- um um mat þeirra, hvort sem það er nú rúgbrauð eða annað, og leggja sér ekki fæðuna til munns, finni þeir 1 henni hluta úr strá- kústum. Gífurlegt magn af óþroskaðri loðnu við Austfirði Útlit fyrir loðnuveiði v/ð Norðurland i sumar, segir Jakob Jakobsson Jakob Jakobsson fiski- fræðingur sagði í viðtali við Vísi í gær, að allt benti til þess að veiða mætti loðnu úti fyrir Norður- og Norðaustur- landi í sumar. Jakob var staddur um borð í leitar- skipinu Árna Friðriks- syni úti af Austf jörðum, en þar hefur nú fundizt þykk og víðáttumikil loðnubreiða. — Við höfum fundið hérna loðnu á stóru svæði, um 50 míl ur undan landi, sagði Jakob, úti fyrir norðanverðu Austur- landi. Virðist hér vera um mjög mikið magn að ræða. Hér er um að ræöa loðnu, sem ekki er oröin kynþroska og fer hún því ekki suöur fyrir land í hrygningarferðalag eins og loðn an, sem nú er við Suðvestur- landið. Þessari sterku loðnugöngu, sem komið hefur í vetur viröast því fylgja mjög sterkir yngri ár gangar. Þetta mikla magn af uppvaxandi loönu gefur góðar vonir um veiði næstu ár. Þetta svæði hefur aldrei ver- ið athugað vegna loðnunnar sér staklega. sagði Jakob, en úti fyrir Norðurlandi hafa leitar- skip oft oröið vör við loðnu- breiður á stórum svæðum við hafrannsóknir sínar á sumrin. Fiskifræðingar halda því fram að ekki ætti síöur að vera heppi legt að veiöa loðnuna þar, en á gönguferðalagi hennar suður fyrir landið. Má því allt eins búast viö að stærri skipin haldi loðnuveiðum áfram fram á sumar og þá fyrir Noröurlandi, en sú veiði gæti orðið bylting í atvinnumálum Norðlendinga. Að sögn fréttaritara Vísis á Seyðisfirði er loðnubreiðan „eins og svartur veggur" úti fyr ir ströndinni, um 50—60 mílur úti, en hann hafði spurnir af loðnuleitinni þar í gær. Seyð- firðingar blða í óþreyju eftir því að einhver hluti ioðnuveiðiflot- ans færi sig austur á bóginn og leggi afla sinn upp hjá verk- smiðjunum þar. Atvinnuleysi er nú nær algert á Seyðisfirði, þrátt fyrir þessa óskaplegu fisk gengd þar rétt við landstein- ana. Vænn hárdúskur blasti við, þegar skorið var í brauðhleifinn. Or hverju létust forumennimir? — Fyrirlestrar um sjúkdóma og einkenni i fornbókmenntum Islendinga i Háskólanum Rafmagn frá gufuveitu í fyrsta skipti til neytenda Gufuveitan v/ð Mývafn tengd v/ð rafkerfib i nokkrar minútur i gær — Prófunum lokið eftir viku • Raforku frá nýju gufuveit- unni við Mývatn var hleypt á rafveitukerfi Laxárvirkjunar í nokkrar mínútur um þrjúleytið í gær. — Þar með er brotið blað í virkjunarsögu landsins. Þetta er í fyrsta skipti, sem gufuorku er breytt í raforku til almenn- ingsnota hér á landi. Starfsmenn rafveitunnar hafa að undanförnu unnið við prófanir á tækjum gufuveitunnar og verður þeim ekki endanlega lokiö fyrr en mn aðra helgi að því er Knútur 'Otterstedt rafveitustjóri á Akureyri tjáði Vísi í gær, en hann var þá staddur austur við Mývatn. —. Við höfum lokið fyrstu próf ununum sagði Knútur. látiö túrbín urnar snúast með fullum snúnings hraða og allt hefur gengið aö ósk um til þessa. — Við förum okkur hins vegar rólega og þessúm próf unum á tækjunum hér verður hald ið áfram fram undir næstu helgi. Þá verður virkjunin að líkindum tengd inn á kerfið, endanlega. Áætlað var að virkjunin fram- leiddi um 2500 kw en Knútur sagði aö ekki væri útilokað að framleiðsl an yröi meiri, þegar búið væri að setja stærri spaða við túrbinurnar. Þaö er gufuorka frá þrem bor- holum við Mývatn, sem knýr þessa spaða áfram og virkar sú orka ekki ósvipað og orka vatnsfallanna. Kísilgúrverksmiðjan fær einhig gufu úr þessum þrem holum og er hún notuö til þess að þurrka gúrinn. Starfsmenn Kísiliðjunnar við Mývatn munu fyrst um sinn annast vörzlu gufustöðvarinnar, en þar mun enginn fastur starfsmaður veröa í framtíðinni. „Bráður dauði og einkenni frá blóðrásarfærum samkvæmt könnun á fornbókmenntum“ nefnist fyrri fyrirl. dr. Sigurðar Samúelssonar um sjúkdóma og einkenni í fornbókmenntum Is- lendinga sem hana flytur í há- tíðasal Háskólans á sunnudag- inn. Síðari fyrirlesturinn verður þar næsta sunnudag og er heiti hans „Ýmsir sjúkdómar og lækn isdómar f fombókmenntum“. Blaðið hafði tal af dr. Sigurði, sem sagði, að fyrirlestrarnir væru fluttir fyrir almenning og fjallaö um efnið frá almennu sjónarmiði en ekki með vísindalegar niðurstöður í huga. Ég las fornsögurnar fyrst sem krakki, sagði dr. Sigurður og síðar meir fór ég að spyrja sjálfan mig við yfirlestur þeirra úr hverju dó nú þessi, og hvað er að ske þarn’a? Fyrirlestrarnir urðu til upp úr því og notaði ég læknisfræðilega að- stöðu mína við gerð þeirra. Ég dró allt út sem viðkemur sjúkdómum og sjúkdómseinkenni úr öilum sögunum í fyrirlestrana. í lokin sagði dr. Sigurður, að fyr- irlestrarnir heföu veriö hugsaðir þrír talsins og á því almenningur e.t.v. von á þriðja fiyrirlestrinum í þessum sérkennilega fyrirlestra- flokki. Harðar umræður um mennta skólana á Alþingi í fyrradag Opnar sýningu u grafíkmyndum Jens Kristleifsson, 28 ára Reyk víkingur, opnar sýningu á 29 grafík myndum í Bogasal Þjóðminjasafns- ins í dag. Sýningin verður opin frá kl. 2—10 til 23. marz n.k. Jens nam í Myndlista og handíöaskól- anum og síðar í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn. Er þetta fyrsta einkasýning listamannsins, en áður hefur hann tekið þátt í samsýning- um í Reykjavík, Kaupmannahöfn, Helsingfors og Stokkhólmi. Miklar deilur urðu á þingi í fyrradag um menntaskóla- frumvarpið. Lögðust nokkrir þingmenn gegn 1. grein nýja frumvarpsins, sem segir, að menntaskóiar skuli vera svo margir, sem þörf sé á, að dómi menntamálaráðherra. Töldu þingmenn að með þess- ari nýju grein væri verið að fella niður ákvæði frá árinu 1965 um 'að menntaskólar skuli vera sex á landinu, tveir í Rjgykjavík, einn á Akureyri, einn á Laugarvatni, einn á Isafirði og einn á Austurlandi. Voru þaö einkum menntaskól arnir á ísafirði og Austurlandi, sem rætt var um, og þingmenn vildu vinna að, ^ð yrði komið upp. Þrír þingmenn Sjálfstæðis- flokksins gagnrýndu mennta- skólafrumvarpið á þessum for sendum, þeir Sigurður Bjarna- son. Matthías Bjamason og Jónas Pétursson, þingmennirn ir Eysteinn Jónson og Ingvar Gíslason tóku einnig undir þessa gagnrýni. s Ráðherra svaraði á þá leið að hann teldi sjálfsagt að stofna menntaskóla á þeim stöðum, sem Alþingi veitj fé til að menntaskólar séu reknir og telji þess vegna þá ákvörðun Al- þingis að menntaskólar skuli vera á fsafirði og á Austurlandi vera í fullu gildi og muni ákveða stofnun menntaskóla þar, þeg ar Alþingi hafi veitt til þess nægilegt fé. Þingmenn voru fylgjandi því að Kvennaskólanum í Reykjavik skuli veitt réttindi til að útskrifa stúdenta, sem ekki er kveðið á um í frumvarpinu. Meðal þeirra nýjunga, sem komu fram í frumvarpi mennta málaráðherra var að heimild skyldi veitt til þess aö nemend ur gætu hafið menntaskólanám einu ári fyrr en hefur almennt tíðkazt og þar af leiðandi lækk- un stúdentsaldurs um eitt ár, myndu þá stúdentar útskrifast 19 ára gamlir. Þá var nýskipan námsefnis í nýja menntaskóla- frumvarpinu og felur það í sér m.a. frjálsar valgreinar. Tekin sé upp heimild fyrir menntaskóla, að fengnu leyfi ráðuneytisins og samkvæmt regl um, sem það setur. Þá sé og heimilað að setja á stofn í til- raunaskyni menntaskóla er óháð ir séu tilteknum ákvæðum lag- anna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.