Vísir - 17.03.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 17.03.1969, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Mánudagur 17. marz 1969. Utgefandi: Reyttjaprent h.t. Framkvæmdastióri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas'Kristjánsson Aðstoðarritst.jóri: Axei Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjór.tarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aöalstræti 8. Sfmar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 145.00 5 mánuði innanlands ! lausasölu kr. 10.00 eintakið ^rentsmiðja Vísis — Edda h.f. Vélvæddir villimerm Sjónvarpiö sýndi fyrr í vetur raunsæja kvikmynd um hryðjuverkin, sem fylgdu í kjölfar orrustunnar við Cuiloden árið 1746, þegar Skotar voru endanlega kúgaðir. Viðtölin í kvikmyndinni sýndu greinilega, hve auðvelt hryðjuverkamenn eiga með að verja gagn- vart sjálfum sér framferði sitt. Þessi kvikmynd vakti mikla athygli og umhugsun. En við þurfum ekki að fara svo langt aftur í tím- ann til að finna hryðjuverk. Aldrei hafa verið háðar mannskæðari styrjaldir en einmitt á tuttugustu öld- inni, og sjaldan hefur hryðjuverkum styrjalda verið beitt gegn almennum borgurum í jafnríkum mæli. Hryðjuverk nazista eru frægasta dæmið um þetta. Ýmsir kvikmyndastjórar, þar á meðal Bergman, hafa á síðustu árum gert kvikmyndir um, hvernig styrjaldir breyta venjulegu fólki í óargadýr og veita alls konar óeðli ofsafengna útrás. Enginn vafi er á því, að þessi illu áhrif hermennsku og styrjalda eru staðreynd. Við íslendingar megum gjarna þakka fyrir það lán, að hafa hafnað og losnað við slíkt. Hryðjuverkin verða enn grimmdarlegri, þegar þau eru byggð á hugsjónakreddum. Nýjasta fregn á því sviði er af landamæraátökum Rússa og Kínverja, þegar Kínverjarnir myrtu skipulega alla særða Rússa, sem þeir náðu í. Og óhugnanlegt er að vita til þess, að í Kína eru hundruð milljóna af sefjuðu fólki, sem mundi hiklaust fremja hvaða óhæfu, sem elliær leiðtogi segði því að gera í nafni kommúnismans. f Bíafra er nú háð óhugnanlegasta styrjöld síðustu ára. Herforingjastjórninni í Lagos er farið að leiðast þófið, því að sókn hennar hefur ekkert gengið mán- uðum saman. Þeir eru því farnir að láta hina egypzku flugmenn sína varpa sprengjum á bæi og þorp Bíafra- manna og helzt á sjúkrahús til þess að skelfa Bíafra- búa til uppgjafar. Lagosstjórnin neitar, að þetta sé satt, en hin andstæðu vitni eru nægilega mörg til að staðfesta hryðjuverkin. Bandaríkjamenn voru lengi sekir um alvarleg hryðjuverk í loftárásunum á Norður-Víetnam, en nú hefur um langt skeið verið hlé á þeim, einkum vegna almenningsálitsins heima í Bandaríkjunum. Er ástæða til að vona, að Bandaríkjastjórn hafni ráðum hers- höfðingja um framhald loftárása og dragi yfirleitt úr áhrifum herforingja á þjóðmálin. Hryðjuverk skæruliða í Víetnam hafa aukizt mjög í seinni tíð, vegna þess að þeir finna, að fólkið er ekki eins hlynnt þeim og þeir ætluðu. Geðveiki styrjald- anna er því að heltaka þá. Þeir skjóta inn í bæi og borgir sprengjum, sem eru þannig gerðar, að ógerlegt er að miða þeim nákvæmlega, svo að tilviljunin ein ræður, hvar þær koma niður. Á þennan hátt hafa þeir í algeru tilgangsleysi drepið og sært aragrúa borgara. Villimenn nútímans hafa stórvirkar hryðjuverka- vélar til umráða og eru því hættulegri en nokkru sinni fyrr- _______________________ ■Listir -Bækur-Mennirtgarmál- Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni: ÞJOÐLEIKHÚSIÐ: Fiðlarinn á þakinu eftir Joseph Stein — Tónlist: Jerry Boch Þýðing: Egill Bjarnason — Sviösetning og leikstjórn: Stella Claire )) JJandarískir söngleikir eru í sérflokki. Við höfum kynnzt nokkrum þeirra hér flutt um á sviði, öðrum af kvikmynd- um. sem geröar hafa verið eftir þeim. Þeir eiga það yfirleitt sameiginlegt að vera tæknilega vel geröir og af mikilli þekkingu á hagnýtingu tæknilegra áhrifa- meðala, svo sem tjoldum og ljós um, litríkum búningum, hóp- atriðum og dönsum, og eru höf- undarnir bersýnilega miklir kunnáttumenn á allt þess hátt- ar. Þó er það fyrst og fremst tónlistin, sem þeir eiga vinsæld- ir sínar að þakka, og fyrir hana er þaö fyrst og fremst, sem þeir skera sig úr evrópskum söng- • leikjum. Þar gætir mjög hinna „þeldökku áhrifa“, áhrifa frá jazzinum og annarri blökku- mannatónlist, — eins og raunar í allri bandarískri tónlist, sem aö kveður. „Fiölarinn á þakinu“ sem frumsýndur var' í Þjóðleik- húsinu sl. föstudagskvöld, er engin undantekning frá öörum bandarískum söngleikjum hvaö flest þetta snertir, nema hvað tónlistin er að nokkru leyti með rússnesku ívafi í samræmi við efniö, þó varla nema blærinn. En umhverfið er rússneskt Gyö- ingaþorp, upp úr síðustu alda- mótum, og efnið fengið að láni úr skáldsögu eftir rússneskan Gyöing, Scholom Aleichem, sem flúði heimaland sitt I fyrri heims styrjöldinni, og lézt í Banda- ríkjunum árið 1916. „Fiðlarinn á þakinu" hefur farið — eða réttara sagt, er í „sigurför um allan hinn vest- ræna heim“, svo að notað sé eitt hið útþvældasta áróðursorðalag, sem bandarískir leikritaumbjóð- endur hafa upp fundið. Er í rauninni leitt að verða að nota það um leiksviðsverk eins og „Fiðlarann"; fyrir margra hluta sakir er hann sumsé mun at- hyglisverðari en margt það, sem okkur hefur veriö selt með þeim áróðursstimpli. Þarna eru á sviðinu manneskjur af holdi og blóöi, trúverðugur og skikkan- legar, skemmtilega lausar við allar sálarflækjur og duldir og sjálfum sér samkvæmar. Og hvemig sem á því stendur, þá er öll atburðarásin, allt það, sem fram fer á leiksviöinu, í fyllsta samræmi við það — jafnvel dansarnir hafa sitt eölilega til- efni, sem þó er harla óvenjulegt í söngleikjum. Þá er það og at- hyglisvert hve fólki því, sem þarna kemur við sögu, er lýst af mikilli samúð og skilningi. Kannski er ráðninguna á þeirri gátu að finna í nafni leikritar- ans, Joseph Stein, að minnsta kosti gæti það veriö nokkur vísbending. Tevye mjólkurpóstur er aðal- maðurinn þarna, hinn frómi Gyðingur, sem talar við guð sinn eins og maöur við mann að hætti spámannanna í landi hógværð, enda mikill munur á þaö jafnvel til að fara að dæmi Jakobs og takast á við Jahve — að vísu aðeins í orði og í allri hógværð, enda mikill munur á mannvirðingu hans og ættfööur- ins. Hlutverk þetta er meö af- brigðum vel gert, og hefur „Fiðlarann" hátt yfir aðra bandariska söngleiki, sem „far- iö hafa sigurför“ og allt það. En um leið er það vandasamt hlutverk, og verkið í heild þann- ig byggt, að þaö verður sá burð- arás, sem allt stendur eða feli- ur með eftir atvikum. Það má með sanni segja að Róbert Am- finnsson lætur nú skammt stúdents en efni standa til. Æv- ar Kvaran Ieikur slátrarann Lazar Wolfe og hefur oft boö- izt brattara. En einhvern veginn finnst mér að Ámi Tryggvason eigi ekki fyllilega heima í hlut- verki rabbíans, einkum aö gervi hans mætti vera betra. Önnur hlutverk em smá og gefa lítið tilefni til leiks — eöa umsagnar. en þau eru í höndum Gunnars Eyjólfssonar, Jóns Júlíussonar, Róbert Arnfinnsson í hlutverki Tevje. stórra högga á milli; mörgum mundi finnast frábær túlkun hans á Púntilla’óðalsbónda nægi- legt afrek á einu leikári, en hann virðist ekki muna um að bæta við sig öðru stærra, og gildir þá einu þótt hann verði að sýna nýjar hliðar á leikhæfi- leikum sínum — koma fram sem söngvari og dansari, en það leysir hann hvort tveggja af hendi á þann hátt, að hann virðist bera höfuö og herðar yf- ir samleikara sína, sem fara þó yfirleitt vel með hlutverk sín og sumir ágæta vel. Flutningur hans á söngnum, „Ef ég væri ríkur“ - ásamt því hvernig hann kallar „hjálp“ til guðs, áður en hann leggur til átaka við sinn betri helming, má hik- laust telja með því bezta, sem hér hefur sézt á sviði. Það er ánægjulegt að sjá og heyra Guðmundu Elíasdóttur aftur hér á leiksviði. Hlutverk Goldu, eiginkonu Tevye, er að vísu ekki jtórbrotið, hvorki að söng né leik, fremur en önnur hlutverk i leiknum að Tevye sjálfum undanskildum, en Guð- munda túlkar það af miklu ör*- yggi og smekkvísi. Dætur þeirra hjóna eru leiknar af Kristbjörgu Kjeld. Völu Kristjánsson, Sigríði Þorvaldsdóttur, Margréti Arn- ljótsdóttur og Helgu Bernard, ekki mikil hlútverk, en lýtalaust útfærð. Bríet Héðinsdóttir leikur skemmtilegt hlutverk Yentu hjú skaparmiðlara með skemmtileg- um tilþrifum. Þórhallur Sigurðs- son fer laglega með hlutverk Motels klæðskera, en Jóni Gunn- arssyni verður öllu minna úr hlutverki hins byltingarsinnaða Flosa Ólafssonar, Siguröar Skúlasonar, Bjargar Árnadóttur, Guörúnar Á. Símonar. Erlings Gíslasonar, Haröar Torfasonar, önnu Guðmundsdóttur og Ein- ars Þorbergs. Þetta mun vera mannflesta viðfangsefni Þjóðleikhússins til þessa, þarna koma fram bæði danshópar og kórsöngvarar svo tugum skiptir. Hefur allt verið til þess gert, aö sýningin mætti takast sem bezt, meðal annars veriö fengnir erlendir dansarar, tveir norskir og einn bandarísk- ur auk leikstjórans, Stellu Claire, sem einnig hefur annazt sviðsetningu og , kóreografíu. Ber sýningin vitni mikilli kunn- áttu hennar og- hæfileikum, og hefur hún áreiðanlega hvergi slegið slöku við, því að vart mun hafa sézt hér vandaðri sýn- ing af þessu tagi. Sinfóníuhljómsveitin leikur við sýninguna undir ■ stjórn Magnúsar Blöndal Jóhannsson- ar. Gunnar Bjarnason hefur gert leikmyndir og teiknað búninga. 1 Þýðingin er gerð af Agli Bjarna- syni. og eru söngvarnir að þessu sinni prentaðir í leikskrá. Að sjálfsögðu er þýðanda slikra söngtexta mikill vandi á hönd- um, og ekki er þar yfirleitt um að ræða merkilegan skáldskap á frummálinu. En hvað sem því liður, gildir ekki einu hvernig þýðandinn vinnur það verk, og satt bezt að segja hefði Egill mátt auðsýna því máli, sem hann þýðir á og braghefðum þess heldur meiri virðingu. Svo vanur textaþýöandi getur árclð- anlega mun betur, ef hann legg- ur sig fram. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.