Vísir - 17.03.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 17.03.1969, Blaðsíða 9
VÍSIR . Mánudagur 17. marz 1969. 9 Tilboð merkt: „Frú eins og gerist“ — sendist blaðinu JjMnkenni nútímans eru ekki sízt vera talin auglýsinga- mennska af öllu tagi, sem dyn- ur á hlustum og blasir við aug um flestra dags daglega. Aug- lýsingar nútímans byggjast oft- ast á slagorðum og endurtekning um, þær eru frekar, háværar, stundum fyndnar en oftar leið- inlegar. Auglýsingar fyrir fimmtíu ár- um eru aö ýmsu Ieyti frábrugðn ar þeim, sem við eigum að venjast. Þá voru þær einatt per sónulegar, enda þjóðfélagið minna. — í auglýsingadálkum var skipzt á orðsendingum og oft er þar að finna hið skemmti legasta efni. Viö flettum fimmtíu ár aft- ur 1 tímann, i auglýsingar og f smáauglýsingar Vísis, sem hafa lifað a'f tvær heimsstyrj- aldir og eru enn þann dag f dag jafnvinsælar og þegar þær voru teknar upp. lþað hefur verið dansaö dátt í Gúttó í gamla daga, þeg- ar dömurnar dönsuðu ræl og polka í upphlut, tilþrifin hafa verið mikil og pilsasveiflur. Því er ekki óeölilegt að auglýst er þannig annan dag ársins 1919. „Silfursvuntuspenna hálf, hefir fundist í Gutto á föstudaginn, og á sama stað tapaöist upp- hlutsskyrtuhnappur“. Sama dag var auglýst eftir myndarlegri stúlku í vist og á öðrum stað eru til sölu á tæki- færisverði nokkrar' handtöskur, stórt, fínt járnrúm, látúnsbúið, hurð með karmi og skrá, ágætur Magasin-ofn, nýleg jakkaföt á meðalmann og nokkrir metrar af sængurdúk. Næsta dag er auglýst eftir peningaseðli, sem tapaðist á gamlárskvöld og drengurinn, sem fann 5 króna seöilinn á tröppum verzlunar Jóns Zoega er beðinn að koma til viötals. ‘C’kki er iangt liðið á árið, þegar alvarleg tilkynning birtist í smáauglýsingunum. „Þú, sem fékkst 5 potta mjólkurfötu í Merkisteini fyrir jólin, f skipt um fyrir aðra minni, ert vinsam lega beðlnn að skila henni þang- að og taka þína f staðinn sem allra fyrst.“ Þessi tegund aug- lýsinga var ekki óalgeng á þess um tíma og í fámenninu komst fljött upp um hnupl og aðra ó- siði. sem löngum hafa loðað við mannkindina. Tveim dögum síð ar birtist ógnandi auglýsing: „Þú sem tókst plussteppið af grind unum fyrir framan húsið á Laugaveg; 18c á Þorláksmessu kvöld ert aðvaraður um að koma því hið fyrsta aftur á sama stað, ef þú vi?t síður verða nafngreind ur í blöðunum, þvl fyrir tilvilj- un vitum við vel hvar teppið er.“ ' Og „Hvað sem þú gerir, hugsa ber, hvort þvílík iðia hæfi þér. Ef í þvi verki ættir þú andast þá strax og dæmast nú! Þessum alvöruþrungnu heil- ræðum vil ég b«na til ykkar, sffli iétuð freistarann ginna ykkur til að leggja hönd á hangi kjöt, sem þið áttuð ekki. og höfðuö meö ykkur úr raínum vörslum. Þið munuð þóst sleppa vel með þýfið, en þaö var nú ekki. Eitt auga sá til ykkar, sem ekki verður vitnað á móti. Og svo bætist við þessi hvella rödd í sjálfum ykkur, sem kall ast „samviska". Hún lætur ykk- ur aldrei í friði, og síst í fjöl menni, en hrópar í sífellu: ,,Þú hefir stolið núna fyrir síðustu jól!“ Sá sem stolið var frá.“ j^n snúum okkur aö auglýs- ingum kaupmannanna: Litla búöin auglýsir þannig: „Litla búöin er nógu stór fyrir alla, sem þurfa aö fá sér góða vindla, cigarettur og sælgæti.“ og „Flýtið vður ekki aö kaupa Confect og vindla dýru verði og bera það heim sjálfir. Hringið í Litlu búðina. Vörurnar ódýr- ar, sendar ókeypis." Enn önn- ur: „Opnið ekki símaskrána en hafiö hugfast að Litla búðin hef ir síma Fimm-29“ þá „Leitið ekki lengur, það sem yður vant- ar, fæst í Litlu búðinni", og „Allir vilja það bezta. Litla búð in selur ekkert annað". Þannig er auglýsingaherferð Litlu búð- arinnar, dálítið ísmeygileg og nokkuð frábrugðin því sem nú tíðkast. Þá segir á öðrum stað og bent á þá einu réttu leið: .Hættið aö blása í kaun. Tjör- neskolin hjá Þorsteini Jónssyni eru svo góð að þau geta hitað upp alla Reykjavík og að sama skapi ódýr.“ Eins og við sjáum eftir þénn an lestur eru ýmsar orðsend- ingar í auglýsingadálkunum nokkuð einhliða, mótaðilanum dettur nefnilega ekki í hug að svara opinberlega því, sem til hans er beint — og að vonum. En það eru aðrir, sem verða að gripa til auglýsinganna til þess að svara fyrir sig og þá til að kveða niður kvitt, sem gengur um bæinn Það varö Guðjón Jó- hannesson að gera i eina tiö, yfirlýsing hans er á þessa leiö: „Ég undirritaður lýsi það stað- laus ósannindi og. illgimislegan þvætting, sem gengið hefir hér um bæinn, einkum meöal verka manna, að ég þafi fengið hjálp úr hjálparsjóðnum, en mér hefir aldrei dottið í hug að sækja um hann og þar af leiöandi ekki fengið einn eyri úr honum.“ ^ fyrstu mánuðum ársins reis upp mikið hitamál, sem átti rætur sínar að rekja til sakleysislegrar auglýsingar i Vísi, þar sera var auglýst eftir stúlku fyrir danska fjölskyldu í New York. Urðu mikil skrif um málið, sem fékk heitið „Hvíta þrælasalan" og lyktaði því — með auglýsingu eins og það hófst. Argus skrifar grein um kvennaveiðar og telur að aug- lýsingin fyrmefnda sé dulbúin gildra fyrir hina hvítu þrælasölu, sem sé fólgin í því að umkomu lausar stúlkur séu veiddar und lr ýmsu yfirskini og seldar sem skækjur til síórborganna. Ekki líður á löngu þar til annað bréf berst frá G. L. sem segir að hvíta þrælasalan sé komin til Reykjavíkur og vill láta taka sökudólginn, sem að henni standi. Þá birtist aðsend grein, sem nefnist „Til kvenfólksins" og er ströng aðvörun gegn þátt- töku í hvítu þrælasölunni og enn er skrifaö um hvítu þræla- söluna, sem nú er orðin að saur lifnaðarmáli í Reykjavík, sem hótel eitt sé bendlað við. Þau skrif verða m.a. tilefni stórrar auglýsingar með fyrir sögninni „Hvíta þrælasalan, Hótel ísland og Elías F. Hólm“, og á eftir kemur, „Undirritaður vekur athygli almennings á þvi, að hvorki hann né gistihúsið „Hótel ísland“ hafi á nokkurn hátt, beinlínis né óbeinlínis, ver ið í sambandi við þetta svívirð ingarmál, Hvítu þrælasöluna og lýsir alla höfunda uppspuna Dýrtíðarkol Lsilar at ðýrtlOarkelara bæjarstjéraarlnnar rerða seldar ■assta daga á Seðlaskrifstofannl. Eolln veröa seld 1 50 kg. skðmtnm á kr. 8,00, en nkkl getnr aelna elnstaknr taúsráðandi fenglð melra en Hira skamta. BJargráðanefnd úttalntar kolamlðnm gegn borgun, en Landverslnnln afbendir kolfn. Pldtning annast kanpendnr sjálffr. Borgarstjórinn i lieykjavík 2t. janúar 1919. I. limsGn. KgaíSspyranfél. Reyfejavíknr. télagar! Munið eflir árshátíð félagains. Listnn liggur franirnj i verslun Kinars Árnasonar til íimtudagyikvelds. Hiina. Nokkrir stokkar áf sniáhátallnu til sfilu tyrir liálfvirði- Upplj'íjingar bjá Svorri tðverrisrayni G i a I h o 11 i. þessa, margfalda ósannindamenn og rógbera, og skorar á þá að gera opinberlega grein fyrir því, á hverju sá tilhæfulausi óhróð ur, sem frá þeim er sprottinn og um mig hefir gengið hér í bænum, er bygður og birta það undir fullu nafni f þessu blaði. Munið að: þögn er sama og sam- þykki og að ef þið ekki birtið á rökum bygðar sakagiftir ykk- ar, þá gangið þið í gildruna og verðið stimplaðir æfilangt sem mannorösþjófar.“ Elías F. Hólm. Ckömmu síðar birtist önnur yf- irlýsing og bindur hún enda hnút á þetta mál. „Ein lýgin enn! Það er ekki sú fyrsta svívirðing, sem á mig hefir verið login, saklausa, hér í Reykjavík. Þeir sem bera það fram, að ég sé í hvítu þrælasölunni, hvort það er heldur hann eða hún, mana ég það, ef það er nokkur ærlegur blóðdropi til í þeim, að sanna það og birta það í sama blaði. Annars skal það heita ærusnauð ir ósanninda-manneskjuræflar, lifandi og dauðir. Hansína M. Senstíus.“ ^uglýsingarnar geta sýnt þjóð- lífið f skýru liðsi eins og orðsendingarnar sem birtust I augiýsingadálknum Vinna sýnir, og stangast ærið á við hinar venjulegu auglýsingar um sama efni á þeim tíma. „Stúlka ósk ast í vist á bamlausu heimili við eina aðalgötu bæjarins. Þrifn aður, geðgæði, ráðvendni, dugn aður, kunnátta, lipurð ekki nauösynlegt, Frf á daginn eftir vild og á nóttinni eft- »• börfum. Ókeypis aðgangur að öllum skemmtistöðum bæjar ins og vasapeningar eftir vild. Prfvat herbergi með sérinngangi, síma, rafljósi og öðrum venju legum þægindum, Hluttaka í skófatnaði og klæðnaði og all- ar venjulegar tækifærisgjafir. Þarf ekki að dífa hendi í kalt vatn né bera kol, Afar hátt kaup í boöi sem greiðist fyrirfram. Tilboð merkt „Nútíöar hjú“ sendist afgreiðslu þessa blaðs við tækifæri,“ „Stúlka, barngóð. þrifin, vön innanhússtörfum, óskar eftir vist. Þar eð hún er ómannblend in og getur ekki sagt frúnni neinar skandalafréttir af grann konunum né útvegað henni dag lega vitneskju um miödegismat- inn í nágrannahúsunum, fer hún ekki fram á mikið kaup. Hún er vön vist hér, og kippir sér ekki upp við, þó kol og mór séu geymd f kompunni, sem hún sefur í, ef ekki snjóar mikið inn á hana, og ekki fæst hún um, þó verið sé að siga sér frá 7 að morgni til 12 að kveldi Tilboð merkt ..Frú eins og gerist" send ist biaðinu. „Stúlka óskar eftir vist í góðu húsi í borginni. Gerir sig ánægða með margskonar ónærgætni hús bændanna Tekur þégjandi og auömjúk við vanþökk, hnuplget- sökum ne alskonar dæerasb'tt- inga-aðfinslum Þarf enga fri- tíma og lftið að sofa. Gerir sér að góðu þurkloftsskonsu. Hefir sjálf peninga fyrir slitfötum og skóm. Gerir vfirleitt mjög litlar kröfur til lífsins, og er harð- ánægð með að vera álitin sálar- og tiifinningaiaus vera Tekur þakksamlega við fáum eftirtöld um krónum f kaup. Tilboð merkt: „Nötíðar húsbændur" sendist afgr. þessa blaðs við tækifæri.“ tasi.. i P „ octur .8 ■» ■«*'” * I 0«*; iseronokkrar ep l4. roat Leru eigatidM**- (372 5 HiU A- v‘ ‘ Wdn maður Askar ,ftir her Amnsson i Siíppn^^ þjiSnuro roe« 321 o"“ f ** **** . oftYX. 0»"“ Ha V*’ „ oftNÓ ' CA1***'4’ .v ^ \00' ftjAr® K NV’f' Y fták"sV i Sví»VkA „vi N *"*X^**5#***- (wh 1-auj.m I *n ið sltila þritn a ali-r » jjfc i 5^ m'js' t filbáíu ta 'V **» i m B m * *■» / / SkemUlegasla og édýrarta Isle»s^s’a ' smjðFlíktö fæBt i verslun jtas frá Vaðnesi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.