Vísir - 31.03.1969, Side 3
Vf'S IR. Mánudagur 31. marz 1969.
75
morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd
ÍSRAELSSTJÓRN LÝSIR SIG AND-
VÍGA FJÓRVELDAVIÐRÆÐUNUM
■ f ákveðinni og einarðlegri
greinargerð, sem birt var í
gær, lýsti ríkisstjórn Israels sig
algerlega andvíga tilraunum stór
veldanna fjögurra, Bretlands,
Bandarikjanna, Frakklands og
Sovétrikjanna til þess að leysa
deilur Israels og Arabaríkjanna.
Kveðst ísraelsstjórn í engu hvika
frá fyrri afstöðu, að ísrael og Ar-
abaríkin leysi deilumálin sín i milli.
í fréttum frá vettvangi Samein-
uðu þjóðanna í New York hefur að
undanfömu margsinnis komið fram
að ambassadorar fyrrnefndra stór-
velda hjá Sameinuðu þjóðunum,
myndu geta hafið sameiginlegar við
ræður um þessi mál f þessari viku,
jafnvel í bvrjun vikunnar, en undir
helgina dró úr þeim vonum vegna
þess að allt var f sjálfheldu á fund-
um Öryggisráös, sem kom saman
til fundar f s.l. viku til þess að
fjalla um kærur Jórdaníu á hend-
ur Israels um seinustu árásir ísra-
elskra flugvéla á skotmörk f Jórd-
anfu.
ísraelsmenn segja, að skotið hafi
Sovétstjórnin býður
Kína upp á friðsam-
lega lausn mála
Kínverska stjórnin hafði ekki, er
sfðast fréttist, svaraö tilboði Sovét
stjómarinnar, sem um varð kunn-
ugt á laugardagskvöld, þess efnis
að landamæradeilumar yrðu leyst-
ar friðsamlega.
Fjost barst frétt um þetta til
vestrænna landa frá útvarpinu f
Búdapest en svo var staðfest í
Moskvu, að kínverska ambassa-
) domum þar hefði verið afhent orð-
sending ofangreinds efnis.
I orðsendingunni var þó tekið
> fram, að Kínverjar heföu átt upp
■ tökin að bardögunum viö Ussuri-
fljót, og ennfremur var tekið fram,
‘ að Sovétstjómin héldi til streitu
kröfu sinni um yfirráð yfir Daman
skij-ey í Ussurifljóti, sem Kfnverj
ár gera tilkall til líka.
Ussurifljót mun nú vera að ryðja
sig og í frétt frá Japan segir, að
Rússar hafi yfirgefið eyna.
Skömmu áöur en fréttirnar bár-
ust um ofannefpt tilboð Sovét-
stj. höfðu borizt fréttir um liðs-
flutnihga Kínverja til Ussurifljóts
og að þeir væru að efla þar varnir
sínar, koma þar upp eldflauga-
stöðvum o.s.frv.
Seinustu fréttir herma, að em-
bættismaður í Peking segi staðhæf
ingar Rússa um að Kínverjar hafi
átt upptökin við Ussurifljót, lygar
frá upphafi til enda.
’verið á bæki- og þjálfunarstöövar
skæruliða, en Jórdanir að sprengju
hafi verið varpað á stöövar, þar
sem arabískir flóttamenn nutu
hvildar og hafi 27 borgarar beðið
bana en um 20 særzt.
öryggisráðið varö ioks að fresta
fundi enn einu sinni (i fyrradag)
fram yfir heigi.
Fjögur ríki, sem sæti eiga f ráð-
inu, Pakistan, Alsfr, Senegal og
Zambfa, lögðu fram tillögu um að
fordæma ísrael með aðvömn um
það jafnframt, aö gripið yrði til
strangra aögeröa, ef árásum yrði
ekki hætt, en vestrænir fulltrúar,
m. a. Bretar, vömðu viö öllu, sem
gæti oröið til þess að spilla fyrir
fjórveldaviðræðunum, og væri á-
kaflega óheppilegt að þeirra áliti,
að slík tillaga yrði samþykkt svo
til um leið og viðræðurnar hæfust,
en auk þess bæri að orða tillögur
svo, að í þeim fælist aövörun til
beggja aðila. I gmndvallaratriöum
kvaðst fulltrúi Breta vera þvf sam-
þykkur að fordæma árásina.
Nasser forseti Egyptalands kvað
svo að orði í gær, að ekki væri um
nema eina leið að ræða fyrir Egypta
— leiö erfiðleikanna, þ. e. að búa
sig undir aö geta háö styrjöld við
Israel, eins og hann og boðaði ný-
lega f ræðu.
Viðræðum Wilsons
og Gowons lokið
— Wilson býbst til ab hitta
Ojukwu utan Biafra
Wilson lauk í gær viðræðum sín
um við Gowon. Hann kom í marga
bæi, þar sem barizt héfur verið,
sVo sem Enugu, fyrrum höfuðstað
Bíafra, og Port Harcourt, og kynnti
sér hjálparstarfsemi.
1 gær lýsti hann yfir, aö hann
væri fús til að hitta Ojukwu, leið
toga Bíafra, — á einhverjum staö,
sem samkomulag gæti náðst um
einhvers staðar í Afríku. Hann kvað
sambandsstjóm Nígeríu í grund-
Útför Eisenho wers fer
fram í dag
— Dagur þjóbarsorgar i Bandarikjunum
■ Dagur þjóðarsorgar er í
Bandarfkjunum f dag og
blakta fánar i hálfa stöng um
öll Bandarfkin, en í dag fer út-
för Eisenhowers fyrrv. forseta
fram f Washington aö viðstöddu
mörgu stórmenni.
Þúsundir manna af öllum þjóð
emum hafa vottað hinum látna
hinztu virðingu, þar sem lík
hans hvíldi á viðhafnarbörum f
kapeilu þjóðardómkirkjunnar,
en þaðan var lfkkistan flutt I
gærkvöldi á Capitolhæð þar sem
hún liggur á viðhafnarbörum
undir hjálmþakinu milli þjóð-
þingsdeildanna. I líkfylgdinni
gekk Nixon forseti með fjöl-.
skyldu Eisenhowers og þar næst
þjóðafulltrúar þeir, sem komnir
voru til Washington. Tugþúsund
ir manna höfðu safnazt saman
á gangstéttum beggja vegna
strætanna, sem farnar voru til
Capitol-hæðar. Lfkið verður
greftrað á miðvikudag í Abilene
í Kansas, fæðingarbæ Eisenhow-
ers.
Þjóðhöfðingjar ýmsir og aðrir
þjóðafulltrúar verða viðstaddir,
úr þjóðhöfðingjahópi m. a. de
Gaulle Frakklandsforseti Bald-
vin Belgfukonungur, Konstantín
konungur Grikklands og Irans-
keisari. I gær var kominn til
Washington Montgomery lávarð
ur, sem var næstur Eisenhower
að völdum er hann var yfir-
hershöfðingi bandamanna í sið-
ari heimsstyrjöld, en Montgom-
ery kemur fram fyrir hönd El-
fsabetar Bretadrottningar. Gort-
on forsætisráðherra Ástralíu var
kominn til Washington í gær.
Margra var von í gærkvöldi og
nótt. Fulltrúar brezku stjórnar-
innar óg stjórnarandstöðunnar
verða við útförina, en Wilson
forsætisráðherra er sem kunn-
ugt er f Nígeríu, og Heath er í
heimsókn f Iran (Persíu).
Elsenhower ►
■ vallaratriöum ekki mótfallna slfk
um fundi. Þó kvað hann ekki vilja
fyrir hendi hjá sambandsstjóm-
inni, að taka þátt f slfkum fundi.
Loks tók hann fram, að hann tæki
ekki að sér hlutverk sáttasemjara
og viðræður við Ojukwu fælu ekki
í sér viðurkenningu á Bíafra. Og
hann lofaði öllum þeim stuðningi
Breta við hjálparstarfsemi, sem
unnt væri að láta f té.
Talið er að Wilson fari til Addis
Abbeba á heimleiðinnl, og ræði
við Haile Selassie keisara Eþíópíu,
sem er formaöur sáttanefndar Ein-
ingarsamtaka Afríku, sem til þessa
hefur árangurslaust reynt aö fá
aðila í borgarastyrjöldinni til þess
að fallast á vopnahlé.
Rússar alþjóða-
meistarar í íshockey
Frétt frá Stokkhólmi í gær
hermdi, að Rússar hefðu slgraö
Kanadamenn f alþjóða fshockey-
keppninni, með 4 mörkum gegn
tvelmur.
Unnu þelr þar með alþjóðakeppn
ina í sjöunda sinn í röð. Svíar
voru næstir, Tékkar þriðju.
• Mótmæli. Trudeau forsætisráð-
herra mótmælti ekki áformum Nix-
ons um gagneldflaugakerfi, er hann
ræddi við hann í Washington. Orð-
ið ekki féll niður í fréttinni á 7.
sfðu, sem birt var í blaðinu á laug-
ardag.
• Sómalía. Kosningar hafa farið
fram f Afríkulandinu Sómalíu og
voru „allmargir embættismenn
skotnir til bana af almenningi er
menn fóru á kjörstað", að því er
hermt var f NTB-frétt frá Mogad-
ishu.
• Landslagsmálverk eftir holl-
enzka málarann Jan van de Capp-
elle var selt á listmuna- og lista-
verkauppboði í London nú f vikunni
fyrir 125.000 sterlingspund, en alls
voru seld 132 meistaraverk fyrir
um hálfa milljón punda.
0 Stöðugt er fylgzt með sovézka
flotanum á Atlantshafi, en f hon-
um eru lð skip. Enn eru uppi get-
gátur um, að flotadeildin kunni að
fara alla léið til Vladiwostock í
Síberfu, en nú eru aðrar getgátur
að skjóta upp kollinum, svo sem
hann kunni að eiga að sigla inn á
Miðjarðarhaf — eða til Vestur-Af-
ríku, og mun þá mörgum detta í
hug stuöningur sovétstjórnar við
sambandsstjóm Nígeríu.
0 Sprengingar. Skemmdir urðu
af sprengingum f skrifstofubygging-
um f Bilbaó aöfaranótt fimmtudags,
og má segja, að ekki hafi fyrr verið
búið að fella herlögin úr gildi en
þetta gerðist. Hið sama gerðist í
6 öðrum bæjum Baskahéraðanna.
Krim Belcacem
Fyrrverandi varaforseti
Alsírs sakaður um. samsæri
0 Algelrsborg: Réttarhöld eru
hafin gegn 56 mönnum fyrir
samsærl gegn stjóminni. Þeirra
kunnastur er Krim Belcacem
fyrrverandi varaforseti landsins.
Byitingardómstóll í Oran dæmir
f málinu.
Krim Belcacem er útlagi og býr
nú ( Frakklandi. Sex aðrir eru
einnig útlagar.
Belcacem er Kabyli, ættaður
úr Atlasfjöllum. Hann var meðai
samningamanna, sem sömdu yið
Frakka um sjálfstæði landsins
í Evian, en það var 1962 sem
landið fékk sjálfstæði.
Sakborningum er í ákæruskjal
inu lýst sem ævintýramönnum
sem með erlend öfl að bakhjarli
hafi ætlað að ónýta árangurinn
af byltingunni. Þeir eru líka kall
aðir „samsafn morðingja“, en
Belcacem stofnaðj til lýðræðis-
legrar hreyfingar í Frakklandi
fyrir tveimur árum, og var mark
ið „endurreisn lýðræöis í Alsír
(MDRA-hreyfingin). Það eru
menn úr þessarj hreyfingu sem
sakaðir eru um að hafa staðiíð að
samsærinu til þess að ráða als-
frska leiðtoga af dögum.
■ .«