Vísir - 12.04.1969, Side 16
Wm
i\ana
Porbjorg
Rósa JBjorg
Karen
Margrét
Oddrún
Faktúrumálmu
skotið til dóms
Saksóknari höfðar mál
á hendur Páli á
Lambastóðum
S Skriður er nú kominn á fakt-
urumálið, sem í alllangan tima hef
ur verið til rannsóknar hjá Saka-
uómi Reykjavíkur, en saksóknari
rikisins hefur höfðað mál á hendur
i'áli Jónassyni, stórkaupmanni, og
verzlunarmanni hans fyrrv., Þor-
oirni Péturssyni.
í ákæruskjali hins opinbera er
ákærðu báðum gefið að sök, að
nafa með rangri skýrslugjöf til toll
yfirvalda í sambandi við vöruinn-
t'lutning á árunum 1962—66 svikið
toll- og önnur aðflutningsgjöld um
samtals 3.039.927.00 kr. Vörurnar
fluttu ákærðu inn frá Danmörku
frá fyrirtæki Elmo Nielsens og öðr-
um. Ákæruvaldið gerir þá kröfu í
málsókn sinni á hendur Páli og
Þorbirni, að þeim verði gert að
greiða ríkissjóði hin sviknu toll-
gjöld.
Að auki er Páli gefið aö sök, að
hafa á árunum 1962 til 1966 gerzt
brotlegur við reglur um gjaldeyris-
og bókhaldslög við starfrækslu
reildsölu sinnar.
Gerir saksóknari þær dómkröf-
ur — auk fjárkröfunnar — að á-
xærðu verði dæmdir til refsingar
vegna fyrmefndra sakargifta, að
báðir verði dæmdir til greiðslu
alls sakarkostnaðar og að Páll verði
sviptur heildsöluleyfi.
Málinu hefur verið skotið til
dóms í Sakadómi Reykjavíkur.
Þærkeppaum titilinn „fulltrúi ungu
kynslóðurinnur 1969"
• Sex ungar stúlkur keppa
á þriðjudagskvöldið í Austur-
bæjarbíói um titilinn „Fulltrúi
ungu kynslóðarinnar 1969“. Það
eru Karnabær og Vikan. sem
standa árlega fyrir keppni þess-
ari sem er meira en fegurðar-
samkeppni, þvi ýmislegt annað
en fegurð keppendanna er lagt
til grundvallar, þegar verðlaun-
um er útdeilt.
T. d. þurfa ungu stúlkurnar aö
sýna hæfileika sína í aö koma fram,
persónuleiki stúlknanna er að sjálf-
sögðu stórt atriði. Stúlkurnar sýna
sig ekki í sundfötum, en hins veg-
ar mun dómnefndin „spyrja stúlk-
urnar spjöirunum út,“ eins og segir
i fréttatilkynningu frá keppninni.
Að auki fer fram keppni milli
beztu bítlahljómsveitanna og kjör-
in verður hljómsveit ungu kyn-
slóðarinnar". Hljómsveitirnar, sem
fram koma eru Hljómar, Flowers
og Roof Tops. Enskur umboösmað-
ur fri hljómplötuútgefendum Bítl-
anna mun verða viðstaddur og er
Þriðju mjólkurhækkunin
á hálfu ári
— og von á þeirri fjórðu
■ Fyrir skömmu varð þriðja
hækkunin á mjólk á hálfu
ári og má búast við fjórðu hækk-
uninni í haust. Mjólkurlítrinn í
hyrnum hækkaði um 65 aura,
eða úr kr. 11.35 í kr. 12. Mjólk
í fernum hækkaði úr kr. 22.40 í
kr. 25. Aðrar mjólkurafurðir
hækkuðu einnig. Rjómi í kvart-
hyrnum hækkaði úr kr. 27.60 í
kr. 28.70, kílóið af ópökkuðu
skyri úr kr. 26.60 í kr. 27.50,
Allir í fiski
suður með sjó
Á meðan verkfallsdrunginn lá
yfir höfuðborgarsvæðinu, var
unnið af fullum krafti í fiski suð
ur með sjó og í Eyjum. Róið var
frá verstöðvum á Suðumesjum
og Akranesi í gær, ennfremur
frá Vestmannaeyjum, en bar
kom ekki til verkfalls sem kunn-
ugt er vegna þess að það var
ekki boðað með löglegum fyrir-
vara.
Afli var mun tregari í netin en
verið hefur. — 1 Grindavík hafði
Hrafn Sveinbjarnarson mestan afla
í gær, 22 V4 lest, Ingiber Ólafsson
*H>- 7. síða.
kíló af smjöri úr kr. 138.45 í kr.
147.60 og 45% ostur úr kr.
159.25 i kr. 164.60.
Blaðið hafði samband við Svein
Tryggvason frkvstj. framleiðsluráðs
landbúnaðarins, sem sagði hækkun-
ina nú stafa af auknum útgjöldum
vegna búrekstrarins t. d. hækkun
á fóðurbæti, auknum flutnings-
kostnaði og einnig kæmi inn í
hækkunina vísitöluhækkun, sem
varö 1. des. og bændur fengu sem
iaunþegar. Verðhækkun á innflutt-
um umbúðarefnum kemur einnig
fram í verðhækkuninni á mjólk í
fernum.
Orsakirnar að verðhækkununum
tveim þar áður á mjólk kvað Sveinn
vera m. a. haustverðið, sem gekk í
gildi 4. nóvember og dreifingar-
k'ostnaður, en hækkun vegna hans
var samþykkt fyrsta janúar. Þá
sagði Sveinn, að mjólk hækkaði
sennilega enn í haust, en vitað er
að áburðarverð mun hækka.
Tvennf slasasf í hörðum áreksfri
Harður árekstur varð á gatna-
mótum Miklubrautar og Grensás-
vegar í fyrradag, þegar tveir fólks-
bílar rákust þar á. Bílarnir komu
akandi sinn úr hvorri áttinni eftir
Miklubrautinni, en annar biliinn
ætlaði að beygja suður eftir Grens
ásveginum, en beygði í veg fyrir
hinn bílinn.
Þama á gatnamótunum eru um-
ferðarljós og virðist sem annar
hvor bíllinn hafi ekið yfir gatna-
mótin á röngu Ijósi, en rannsókn
málsins er ekki lokið.
í öðrum bílnum slasaðist kona
ökumanns og eins árs gömul dótt
ir þeirra, en engan sakaði í hinum
bílnum.
Báðir bílamir voru óökufærir
eftir áreksturinn og þurfti krana-
bifreið að draga þá á brott.
því mikið í húfi fyrir hljómsveit-
irnar, því vera má, að fyrirtækið ,
geri samning við einhverja hljóm-
sveitanna irm plötuupptöku eða'
hljómleikahald ytra.
Ýmislegt fleira verður til skemmt-
unar, m. a. tízkusýning.
Ráðstefna um
gróður- og jarð-
vegseyðingu á
íslandi
Tveggja daga ráðstefna um gróð
ur og jarðvegseyðingu hefst í Nor-
ræna húsinu í dag ld. 14.
Á ráðstefnuna hefor yerið boðið
ýmsum þeim aðifam, sem varðar
þetta mál. Ráöstefnan er haldm á
vegum Híns íslenzka náttiírafræði
félags og Æskulýðssambands ís-
lands. Er ráðstefnan áframhald af
samvinnu þessara samtaka en hún
hófst í fyrra með lungengnisher-
ferðinni „Hreint land — Fagurt
land.“
Á ráðstefnunni verða flutt tiu
erindi. ,Fyrst flytur Sigurður Þórar-
insson erindi um gróður og jarð-
vegseyðingu á sögulegum tíma,
Ingvi Þorsteinsson flytur erindi um
gróðpr og gróðumýtingu á íslandi,
Hjalti Gestsson um landbúnað og
gróður á íslandi, Jónas Jónasson
um ræktun og gróðurskilyrði á Is-
landi, Páll Sveinsson um starfsemi
Landgræðslu ríkisins, Hákon
Bjarnason um starfsemi Skógrækt
ar ríkisins og þá flytja þeir Snorri
Sigurðsson og Jóhannes Sigmunds
son tvö erindi um þátttöku félaga
samtaka í landgræðslu og gróður-.
vemd.
.'.V.W.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V'
Einbýlishús virt á 2.5
milliónir í happdrætti j|
■; STÆRSTI happdrættisvinn-
í* ingur, sem til þessa hefur ver
■; ið boðinn í happdrættum hér,
í; er vinningur í 12. flokki DAS,
;■ sem verður dreginn út eftir
■" Þá verður einn af við-
Fjórir af forráðamönnum happdrættis DAF við happdrættishúsið að Garðaflöt 25 í Garðahreppi.
Einbýlishúsið er að Garðaflöt
25 og sýndu forráðamenn DAS-
skiptamönnum happdrættis-
ins fallegu einbýlishúsi ríkari
en í dag er þetta hús virt á
2,5 millj. króna.
happdrættisins þennan nýja
vinning blaöamönnum í fyrra-
dag, en næstu vikurnar verður
húsið til sýnis almenningi og
hafa ýmis fyrirtæki komiö fram
leiðsluvörum sínum, húsbúnaði
og öðru fyrir í húsinu.
Starfsemi • Happdrættis DAS
hefur frá upphafi miðað að því
aö bæta húsnæðismál aldraðs
fólks í landinu og verður svo
enn. Nú er ráðgert að hefjast
handa um byggingár á íbúðum
fyrir aldrað fólk á lóð Hrafnistu.
Nánar verður greint frá þeim
framkvæmdum í blaðinu síðar.
BOLHOLTI 6 SlMI 82143
INNRÉTTINGAR
SÍDUMÚLA 14 - S'lMl 35646
Gerir alla ánaegða
Munið^ ^Múlakaffi
nýjn grillið Sími 37737
I