Vísir - 12.04.1969, Blaðsíða 12

Vísir - 12.04.1969, Blaðsíða 12
r Í2 V í SIR . Laugardagur 12. april 1969. EFTIR C. S. FORESTER 7 daga. cr Kf l"=r á sófattoing a« btiogÍa’ “ leigatt ^átSwr* t>or 500.00 þurfi* aöeius og Og iiílom1 v\6 afhenduw víurhil^- BllALEIGANHUIIR! car rental service ® >vi aö stundum þegar dimmt var orðið, var barið laust á útidyrnar, og þá för hann og opnaöi fyrir Marg uerite Collins. Og hún kom inn yndisleg og þroskuö, og þá gleymdi herra Marble alltaf vandamálum sínum um stund. Hann haföi ekki jafnmikið dálæti og hún á léttum vinum, en hann sá um. aö alltaf væri til nög af víni fyrir hana. Hann var sjálfur ánægð- ur, ef hann hafói viski fyrir sjálf- an sig, og timinn leiö eldingarhratt. Þegar kvöldiö var liðið skipti lítill seðlavöndull um hendur — það var -pbætt að treysta þvf, að Marble notaði ávísanir eins Iítiö og hægt var undir þessum kringumstæðum — og Marguerite læddist út eins hljóðlega og hún hafði komið. Sum kvöldin voru undarleg, eins og hálfgeröur draumur og hálfgerð martröö. Hugsanir hans tóku ein- kennilega stefnu. Herra Marble fann skyndilega, að honum leiö einkennilega vel í húsinu meö út- sýni yfir bakgarðinn og Marguerite við hlið sér. Hann gat gleymt sér gersamlega i hlýju hennar og hvít- um örmum. Augu hennar glóöu af ástrfðu, og ástarandvörp hennar knúðu hann áfram og áfram. Frá Marguerite fékk hann að minnsta kosti fullt verðgildi peninga sinna. Það var jafnvel ekki eins voða- legt og halda mætti að vakna næsta morgun rauðeygður og með óbragð í munni. Að minnsta kosti var hann einn, og herra Marble var þakklát- ur fyrir að fá að vera einn, nema ef Marguerite var hjá honum. Eigin- konan var ekki til staöar með kvíöa glampa í augum til aö plaga hann. Hann gat reikað um húsið og geng- ið úr skugga um það i þúsundasta skipti, að enginn hefði hreyft við bakgarðinum. Hann gat klætt sig hægt og rölega og farið út, án þess að þurfa að standa i því aö kveðja kóng eöa prest. Hann kom venjulega hálftima of seint eins og við var aö búast, en þaö geröi ekki til. Hann vissi aö hann yrði óhjákvæmilega rekinn af skrifstofunni en honum stóð á sama. Á hverjum degi gat hanu séö i augum eigandans, sem hafði boðiö honum fimm hundruð pund á ári, vaxandi óánægju vfir hiröuleysis- legu útliti hans og óstundvisi. Auövitaö hafði hann ekkert gert til að vinna fyrir kaupinu, sem hann fékk. Hann aöstoöaöi fyrirtæk iö ekki viö aö gera annan eins viö- skiptabúhnykk og hann haföi áður gert í sína eigin þágu. Þaö — hann hafði allta-f vitaö þaö — var j hæsta máta öliklegt, þegar hann fann ekki lengur fyrir knýjandi nauðsyn. En honum var sama þótt hann yröi rekinn frá fyrirtækinu. í arð af eignum sinum fékk hann tólf hundruð pund á ári, svo að honum var sama um fyrirtækiö. Og í vinn- una fór hann rauðeygður, órakaöur og meö skjálfandi hendur. HiÖ rauða þunna hár hans var aö verða grátt. Aðrir meölimir Marble-fjölskyld- unnar skemmtu sér eftir beztú' getu. Sumum heppnaðist það að nokkru leyti. Þessi þrenning haföi vakiö kátinu rueöal annarra hótel- gesta. Frú Marble var svo illa klædd, og svo var hún augljóslega skelkuð viö buröarmennina og þjón ana. Winnie haföi kveikt áhuga í nokkrum brjóstum. Hún var ung — það gátu allir séö — en enginn þeirra gat gizkað á hversu ung. Allt i fari hennar vakti athygli, fötin og allar athafnir. Andlit henn- ar var ataö i púðri og hún hafði tekið upp á því, aö líta út undan sér á menn, sem hún gekk fram hjá. Þessi blanda af æsku og sak- leysi, og það hversu augljóslega hún gaf i skvn, aö hún væri til í tuskið, vakti einkennilega löngun f brjöstum nokkurra aldraðra manna, sem veittu henni athygli. Hinir slægu nálguðust móðurina i fyrst. Samræður byrjuöú út af engu í fordyri hótelsins, og þaö kom frú Marble skemmtilega á ö- vart aö hafa alltaf i kringum sig gráhæröa og kurteisa herramenn, sem umgengust hana af eins mik- illi umhyggjusemi og væri hún her- togaynja. Hún var ánægð og vissi. varla hvaö hún átti af sér aö gera, en það var afskaplega gaman aö vera innan um þessa finu herramenn. Einn eða tveir þeirra gerðu henni þá ánægju að snæða viö borð hennar meö henni og döttur henn- ar, og stundum fór einhver með þær í feröir til nærliggjandi staða. Winnie skemmti sér konunglega. Svo voru það lika einn eða tveir ungir menn, sem sóttust eftir að komast i kunningsskap við þær. Einn gaf þær þó fljótlega upp á bátinn, þegar hann heyrði, að frú Marble ætti litiö af demantsskart- gripum, og hefði í rauninni engan áhuga á skartgripum, en hinir héldu áfram að umgangast þær. Þeir dönsuðu við Winnie á kvöldin og fóru aö gamni sinu meö hana í leikhúsið á staönum. Þeim gramdist það næstum, þegar frú Marble gekk aö því sem sjálfsögð- um hlut, aö hún værj í för með þeim. Henni datt ekki annaö i hug en hún væri velkomin. Hún gat alls ekki ímyndaö sér, aö nokkur vildi fremur vera aleinn með .döttur hennar heldur en hafa hana líka með. En mennirnir ungir og gamlir komust að þvi, að það var auðveld aðferð til að fá aö vera einn í fé- lagsskap Winníar. Leiðin var sú aö koma frú Marble þægilega fyrir viö hljómsveitarpallinn og fara siðan með Winnie í gönguferð. Frú Marble var harðánægð, þeg- ar hún fann hversu mikið menn- irnir hugsuðu um, að hún hefði allt við höndina, sem hún þurftj og það færi vel um hana. Þetta var skemmtileg tilbreyting frá sautján ára hjúskaparlifi með William Mar- ble. Og þaö var furðulegt, hversu oft Winnie svaraði, þegar móðir hennar spuröi: „Hvaö ættum við að gera i kvö1d?“ meö svarinu: „Ó, við skulum koma og hlusta á hljómsveitina, mamnm-“ En mitt i öllum þessum skemmt- unum leið John ekki sem bezt. Þaö var enginn staður í Grand Pavilion Hotel, þar sem hann gæti setiö i næði og lesiö, og það var of mannmargt á ströndinni til að það væri hægt þar. Hann hafði raunar alltaf mótorhjölið, en hann langaði ekki alltaf til að vera á þvi. Áhugi á mótorhjölum, jafnvel mótorhjólum af beztu tegand, dvínar litið eitt, eftir að hafa ékki um annað hugsað í þrjár vikur. Og það komu þeir tímar, þegar John hreint og beint hundleiddist. ■ Hanh var búinn að fá leiö á bótel- fæði, hötelkunningjum og hötel- herbergjum. Hann hætti að hafa gaman af því, þótt hljómsveit léki á meöan hann var að borða. Mennirnir sem voru á höttunum eftir Winnie voru plága i hans aug- um og þeir litu á hann, sem plágu og reyndu ekki að leyna þeirri skoöun sinni. Og Winnie var á sama málj og reyndi heldur ekki að leyna því. Hann gat jafnvel ekki talaö um mötorhjöl við neinn, því að hann rakst aldrei á neinn, sem hafði átt slíkt tæki. peningana Gerið sjálf viö bilinn FagmaSur aðstoðar. NÝJA BILAÞJÖNUSTAN Sími 42530. Hreinn bill. — Fallegur biH Þvottur, bönun, ryksugun. NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN Sími 42530. Rafgeymaþjónusta Rafgeymar í alla bíla. NVJA BÍLAÞJÓNUSTAN Simi 42530. Varahluti. í bilinn Piatínur. kerti, háspennu- kefli, Ijósasamlokur, perur, frostlögur, bremsuvökvi, olíur o. fl. o. fl. NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN Hafnarbraut 17. Simi 42530. Ég er konritm í enda ganganna. 2g hef fundið litganginn, ea hann er Mannæturnar! lokaður- Hjálpið mér að ýta. «!-—- >- — ■■nt 4*. ^aarAzsaHiam

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.