Vísir - 12.04.1969, Blaðsíða 9
VI S IR . Laugardagur 12. apríl 1969.
s
9
4 veggj^m í vinnustofu Sigur
&ana hanga teiKnmgar eftir
hann og tvær aðrar höggmyndir
«fnr hann standa þar inni. Þegar
Sigurlinni sá, aö blaðamaður-
inn virti fyrir sér myndirnar,
varð honum að orði:
„Ég er að hugsa um aö snúa
mér bara að þessu og hætta að
byggja".
„Nú? heldurðu aö það hlaupi
sama gróska í höggmyndir og
verið hefur í málverkum und-
anfarin ár?“ spurðum við Sig-
urlinna.
„Ekkert skal ég um það segja
en það hefur enginn efni á því
að kaupa hús, svo það þýðir ekk
ert að byggja“.
„Segðu okkur frá þessum
teikningum þínum“, flýtti blaða
Gripur, sem Sigurlinni skar út.
hugmynd minni og fengum lán-
aða hiööuna á bak við Fálkann,
þar sem viö komum þessu ölíu
fyrir.
Peningaleysi háöi okkur og
þetta tók allt sinn tíma, aö koma
{tessu saman. •
Eitt sinn fór ég á fund Thor
Jensens og bauö honum aö
leggja í púkk með okkur, svo
við gætum búið til virkilega
góöa vél, en hann var ótilleiðan-
legur.
Nú ég nuddaði í þessu sýknt
og heilagt, gerð' nýjar teikn-
ingar meö þeim breytingum,
sem hugmyndin hafði tekið, og
sendi teikningarnar til norskrar
patentskrifstofu. Ég fékk einka-
leyfi á hugmyndinni 11. febr.
1932, eftir miklar skriftir —
I TILRAUNIR OG HUGMYNDIR
Spjallað við Sigur-
linna Pétursson,
húsasmiðameistara,
sem smiðaði sér
sjálfur fiðlu, þegar
fátæktin leyfði ekki
fiðlukaup — sem
átti hugmyndina,
er 'óll súgþurrkun
byggist á — sem
fyrstur hóf tilraun-
ir með ,plötusteypt'
hús
■ Tilraunir í húsagerð
maðurinn sér að segja, sem leið
ist allt tal um pólitík.
,,Ég lærði teikningu hjá Rík-
arði“, sagði Sigurlinni, eftir að
hafa útskýrt teikningarnar á
veggnum.
„Var það hjá völundinum
Ríkarði Jónssyni?"
„Já ég byrjaði 1922. Þá var
ég búinn að læra trésmíði vest-
ur á Isafirði. Ég er fæddur i
með öðru auganu, en hlær
með hinu.
— Teikning eftir Sigurlinna.
Skáladal vestur í Aðalvík. en
fluttist þaðan til ísafjarðar og
svo fluttist ég 1921 til Hafnarfj.
— Þá var mikil eymd í Hafn-
arfirði. Einn og einn kofi hér
og þar, ein gata, ef götu skyldi
kalla, því að hún -var algert for-
að. — En sem sagt ég læröi
teikningu hjá Ríkarði og annað
hvert kvölu gekk ég til hans í
tima til Reykjavíkur. Það þætti
líklega langur gangur í skóla í
dag að ganga til Reykjavikur —
tvo tíma hvora leið.“
■ Smíðaði fiðlur,
sem hurfu á
dularfullan hátt
„Þú hefur þá trúlega skorið
út einhverja gripi?“
,,Já, ég hef smíðað marga
gripi en þeir flestir farnir eitt-
hvað eins og t.d. fiðlurnar.“
Það verður að játast aö blaða
manninum var Sigurlinni lítt
kunnur enda varð Sigurlinni að
útskýra nánar þetta um fiölurn-
ar hans.
„Það er nú heil saga að segja
frá því“, byrjaði Sigurlinni í
hefðbundnum sögumannastíl.
fiaaw reitK hressilega í nef-
KJ tyirti sér og hóf svo máls.
„Þannig var, að mig langaði
eitt sinh til að læra á fiölu. Það
var stuttu eftir að ég fluttist
hingað suður en þá var hér
staddur danskur fiðluleikari sem
vakti mikla hrifningu manna og
þá mína líka.
En ég hafði bara ekkj efni á
að kaupa mér fiðlu, svo mér datt
í hug að smíða mér eina.
1916 hafði rekið hval á Sand-
víkurfjörur á Reykjanesi Þetta
var risaskepna og beinin lágu
í fjörunni og fór orð af þeim
víða. 1921, þegar ég var kom-
inn hingað suður, frétti ég af
þessum beinum og það datt í
mig að kaupa þau.
Ég fór til Ólafs bónda Ketils
sonar i Sandvík og keypti af
honum beinin fyrir 100 krónur
sem var mikiil peningur þá,
enda þótti mörgum ég vera
skrýtinn að eyða svona miklu
fé í beinin. Það fylgdi kaupun-
um, að Ólafur sagaði þau i
meterslanga búta fyrir mig og
flytti þau til mín. — Ég man
að kjálkabeinið var 7 metrar á
lengd.
Úr þessum beinum smíðaði ég
fiölu. Reyndar hafði ég um-
gjörðina milli lokanna úr silfri
og ég man, að ég var mánuð
að vinna mér fyrir silfrinu Það
geröi ég með smíöum og út-
skurði".
„Það hlýtur aö hafa verið ná-
kvæmnis- og vandaverk, að
smíða fiðluna?"
„Tja, já. Mér þótti mestur
vandinn að tylla iokunum sam
an, en ég leystj þann vanda
með því að nota beinskrúfur,
sem ég skrúfaði í gegnum lokin
aftan frá.
Ljósrit af einkaleyfi Sigur-
iinna á súgþurrkun heys.
— En aldrei lærði ég á fiðl-
una. Hins vegar smíðaði ég aðra
fiðlu og hún var úr gamla
menntaskólanum að efninu til.
Ég komst þar f vinnu við inn-
réttingar og við breytinguna
gekk töluvert af gamla viðnum
úr skólanum, sem ég fékk að
hirða í fiðluna. Það var nú
meiri viöurinn Hann var svo
þurr oröinn, enda gamall, að
þegar maður tók spænina og
nuddaði þeim á milli lófanna,
urðu þeir að dufti.“
„Hvað varð um þessar fiðlur?"
„Þær hurfu“.
„Hurfu hvernig?“
„Ég sendi þær út á fyrri
heimssýninguna 1937, en þær
komu aldrei aftur og .íginn
kannaðist við, hvað orðið hafði
af þeim, þegar grennslazt var
fyrir um þær“.
„Það hefur verið tilfinnanlegt
tjón fyrir þig“.
„Ég tryggði þær, áður en ég
sendi þær og úr tryggingunum
fékk ég þrjú þúsund krónur.“
„Var það sannvirði?“
„Sannviröi? Nei. Ég skal segja
þér, að hingað kom 90 manna
hljómsveit frá Þýzkalandi einu
sinni Hún vakti mikla lukku
og hlaut líka góðar móttökur
Að höfðingja sið vildu menn
leysa hana úr garði með rausn-
arlegri gjöf og Benedikt Waage
og fleiri vildu gefa þeim bein-
fiðluna. Ég setti upp 5000 krón-
ur fyrir hana og það vár háfizf
handa um söfnun, en þá var
oröið liðið á heimsókn hljóm-
sveitarinnar og hún fór, áður
en safnazt hafði nóg, og ekkert
varð af þessu.“
„En menntaskólafiðlan?"
,,Ég mat hana aldrei til fjár,
því ég ætlaði að gefa mennta-
skólanum fiöluna en hún kom
aldrei aftur. Um aðra gripi veit
ég ekkert hvað hefur orðið."
Bl Alltaf að gera
tilraunir
Það, sem átti að vera stutt
heimsó' - dróst á langinn, því
Sigurlinni er sögubrunnur, sem
hiefur alltaf frá einhverju nýju
að segja . ..
„Ég skal segja þér,“ sagði Sig
urlinni, þegar við höfðum skraf
að lengi og ágætis kynni höfðu
tekizt með okkur „að ég á
ekki fimm aura“.
„Hvað, byggingarmeistari, sem
á ekki fimm aura?“ sagði ég
fullur efasemda
„Já, það er alveg sama. Það
fer ailt jafnóðum hjá mér í
einhverja vitleysu. Ég er alltaf
að gera tilraunir með eitthvaö.
Já, ég þarf alitaf að vera að
prófa eitthvað nýtt“,
Og Sigurlinni sagði mér frá til
raunum sínum 1931 og 1932 til
þess að súgþurrka hey. Á hug-
mynd hans er byggð súgburrkun
bænda í Evrópu nú til dags
„Sumariö 1930 fór ég upp i
Bor»arfiörð og vann þar við
smíðar á prestsetrinu, en þar
stóð náttúrlega yfir heyskapur,
og þá fór ég að velta þessu fyrir
mér hvernig mætti gera út-
búnaö sem gerði bændur óháð-
ari veðrum og vindi.
Ég braut sífellt heilann um
þetta og um haustið kvnntist ég
Magnúsi Jónssyni trésmið og
Jakobi Jakobssyni f menntaskól
anum og fékk þá í lið með mér.
Við smíðuðum útbúnað eftir
bréf á bréf ofan og svo svar-
bréf.
Þá var einhver nefnd starf-
andi, sem ég man ekki ler.gur,
hvað hét, en í henni áttu sæti
Geir Zoéga, vegamálastjóri, og
Emil Jónsson, verkfræðingur og
einhver þriðji maður. Ég -endi
þeim teikningar af þurrkunar-
vélinni og leitaði álits þeirra á
því, hvort eitthvert vit væri í
þessu. Þeir grandskoöuðu þetta
og töldu allt vera í lagi.
Svo hafðist það í gegn, að
landbúnaðarráðuneytið ákvað að
láta smíöa eina vél eftir þessari
hugmynd hjá Landsmiðjunni og
ég fylgdis1 með verkinu. Vélin
var tilbúin um haustið 1933. —
Svo átti nú að prófa apparatiö.
Ég fékk lánaða dráttarvél til
ráðsmaðurinn á Kleppsbýlinu
lagöi til hráefnið — trénaöa
hafra, 70 til 80 cm háa orðna.
Hugmyndin byggðist á þvi,
að grasið var fyrst sett í pressu,
sem sprengdi safann úr strá-
unum, en síðan var heitt loft
látið leika um heyið og hrífur
sneru því og þvættu fram og
til baka.
Þegar tilraunin var gerð með
hafrana, skilaði vélin þeim
hálfblautum, eins og vonlegt
var því höfrunum var dembt í
hana og hún keyrð á fullu. Menn
ætluðust svo til þess að vélin
skilaði fullkomnum árangri Því
líkt og annað eins! En mér
fannst árangurinn vera eftir
vonum.
Fleiri tilraunir voru víst ekki
gerðar meö hana í alvöru. Það
vantaöi einangrunarefni, því að
einangra þurfti heitaloftsleiösl-
urnar, og annað eftir því, og
hún stóð óhreyfð um árin.“
„En þú fékkst einkaleyfið og
eaztu ekki hagnazt eitthvað á
því?“
„Guð hjálpi bér maður! Svo
bjartsýnn skyldi enginn vera á
íslandi, að halda að hér hagnist
menn á uppfinningum sínum.“
„En þú varst fyrstur manna
til þess að hefja tilraunir við
að steyp hús í hlutum og setja
svo saman?“
„Já, hann Guðjón heitinn
Samúelsson, húsasmíðameistari,
gekkst inn á það að leyfa mér
að prófa þetta á bakhlið nokk-
urra bílskúra við Vífiisstaði
1946.
Guðjón heitinn var eiginlega
eini maðurinn, sem ég vann
lengi hjá. Ég kunni lagiö á hon-
um og hann kunni lagið á mér,
og leyfði mér að vera nokkurn
veginn sjálfráða viö verkin.
Ég fikraði mig síðan áfram
við þessa byggingaraðferö og
var kominn svo langt, aö ég gat
steypt heila hæö í einu, þegar
danski yfirverkfræðingurinn,
Malmström, kon. hingaö til
á vegum Sameinuöu þjóöanna
og kom hingað til þess að kynna
sér húsbyggingar Islendinga.
Hann kom og skoðaði þetta
hjá mér og sagði mér, aö þeir
væru byrjaðir á þessu sama í
Danmörku. en þeir væru bara
ekki komnir lengra en þaö, að
þeir gætu steypt hálfa hæð í
einu. Enda var ég þá búinn að
vera 10 árum lengur við þetta
en þeir.
Seinna veitti danska ríkið
milljónum króna í þessar til-
raunir sínar og lán og það tók
hjá þeim örum framförum.
Malmström sendi síðan iðn-
aðarráöi skýrslu um athugun
sína á tilraunum mínum og sú
skýrsla hlýtur aö vera til hjá
iðnaðarmálastofnuninni, en hún
var aldrei birt."
„Síðan hefur þú byggt mikið
af húsum með þessari aðferð?"
„Já, íbúðarhús, fjáriiús oe
alls konar hús. Það standa ein
20 hús á Flötunum hérna í
Garðahreppi sem ég hef smíðað
með þessari aðferð, einingar-
hús hefur hún verið kölluð."
Á árunum 1938 til 1939 vann
»-> 7. síða.
þess að knýja vélina okkar og lands 1958. Hann vann eitthvað
-V ~f 1 #‘í l\f T K'ff' « . t i ’ ■
Sigurlinni á sínum yngri árum með fiðiurnar sínar tvær, sem
hurfu svo á dularfuiian hátt.