Vísir - 15.04.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 15.04.1969, Blaðsíða 1
VISIR 59. árg. - Þriðjudagur 15. april 1969. — 83. tbl. Þau sögðu mér að bíða í eitt ár — segir 2. stúlkan sem Visir kynnir i Fegurðarsamkeppninni /969 — Dagmar Gunnarsdóttir Önnur stúlkan, sem Vísir kynnir i Feguröarsamkeppninni 1969 heit- ir Dagmar Gunnarsdóttir, nemandi í tækniteiknun viö Iðnskólann. Sautján ára eömul. Foreldrar henn ar eru Thelma Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson húsgagna- smiöur. Dagmar vinnur nú hjá sæl- gætisgerðinni Opal. Ég er ekki farin að kvíða fyrir þessari keppni ennþá, sagði Dag- mar, þegar Vísir spjallaði við hana nú á dögunum. — Eiginlega fór ég í þessa keppni að gamni mínu. — Hvað sögðu pabbi ogmamma? — Þau voru ekkert yfir sig hrif in, sögðu að ég gæti (að minnsta kosti beðið eitt ár, en einhvern veg inn æxlaðist það samt þannig að ég skellti mér í þetta núna strax. Utanferðirnar, sem boðnar eru að lokinni keppninni éru óneitanlega freistandi. Við, sem ekki erum orðn ar nógu gamlar til þess að fara í alþjóðlega keppni, eigum það víst að verða sendar í keppnisferð til Norðurlanda, hvar svo sem við lendum í röðinni. I — Er ekki mikill undirbúningur undir keppnina? — Jú þetta verður heilmikið umstang. Við höfum æfingar fyrir 10. síða. Stöðvar umbúðaskortur frystihúsin? 0 Verkfall Iðju hjá þremur fyrirtækjum hef ur nú staðið í rúman sól- arhring. — Framleiðsla liggur niðri hjá tveimur aðalumbúðaframleiðend- unum, Kassagerðinni og Umbúðamiðstöðinni. Karl Bjarnason hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna sagði í morgun, að fljótt mundi koma til þess, að frystihúsin yröu að nota óhagstæðari umbúðir, þeg- ar aðrar þryti. Yrði það kostn- aðarsamt fyrir frystihúsin og drægi úr sölu. Kristján Jóh. Kristjánsson, forstjóri Kassa- gerðarinnar, kvað engar birgðir til af umbúðum og taldi fyrir- sjáanlegt, að frystihúsin stööv- uðust innan skamms vegna um búðaleysis. Þá kæmi verkfalliö hart niður á ullarverksmiöjum og niöursuðuverksmiðjum. Valgeir Björnsson, fram- kvæmdastjóri ísaga, þar sem verkfall stendur einnig, taldi, aö járnsmíðaverkstæöi mundu stöðvast innan fárra daga vegna gasleysis. Nægar birgöir súrefn- is væru í sjúkrahúsum, og ættu engin vandræði að skapast þaar. í morgun var vinnudeilan enn í hnút, eftir að fulltrúar ASl höfðu gengiö af sáttafundi í fyrrakvöld og lýst yfir, að þeir tækju ekki þátt í frekari við- ræðum, fyrr en iðnrekendur aft urkölluöu boöaö verkbann á hendur Iðju hinn 21. þessa mán- aðar. Iðnrekendur segjast munu afturkalla verkbannið, ef Iðja hætti verkfalli hjá þremur of- angreindum fyrirtækjum. Torfi Hjartarson, sáttasemjari, sagði í morgun, að „ekkert væri að frétta“ af vinnudeilunni. Móðirin kom óður en sonurinn vnnn illvirkið Þrír fimmtán ára gamlir piltar voru kærðir í gær til lögreglunnar vegna meintrar tilraunar til að nauðga 14 ára gamalli stúlku. Kom móðir eins þeirra að syni sínum, þegar hann var með aðstoð hinna að reyna að afklæða stúlkuna. Þeir kumpánar höfðu hangið í reiöiieysi fyrir utan heimili eins þeirra, þegar stúlkan gekk framhjá þeim eftir götunni. Einn þeirra var kunnugur henni, gekk upp að hlið hennar og leiddi hana undir hönd, ’»->■ 10. síða. www ■ ■■■■■■ I I ■_■_■_■_■_■_■_’ Verðlagsákvæðin vinna á móti neytandanum, segir Gunnar Snorra- son, kaupmaður í Vogaveri. T. d. höfum við ekki lengur efni á því að selja mjöh’öru í lausavigt. AV.V.V.V.V.V .v.v.v.v.v, .v.v.v.v, !■■■■■■■■! Á kaupmaðurinn að vinna fyrir 11.80 kr. á tímann? ■ Við höfum orðið varir við það, að mikils misskiln- ings og vanþekkingar gætir um málefni verzlunarinnar, en þess vegna efna Kaup- mannasamtökin til allsherjar upplýsingarherferðar á mið- vikudag, sagði fimm manna nefnd kaupmanna í viðtali við Vísi í gær. en henni hafði verið falið að kynna þessi mál sérstaklega fyrir lesend- um Vísis. Þessi misskilningur er ekki undarlegur, sögðu nefndarmenn, en því miður virðist almenning- ur ekki trúa okkur, þegar við skýrum frá hinni háskalegu þró- un verömyndunarkerfisins, sem orðið hefur f þremur áföngum frá gengislækkuninni 1967. Sú skoðun virðist ríkjandi, að öll viðskipti séu þjófnaður og þeir blóðsugur, sem stunda verzlun. sagði Gunnar Snorrasdn, kaup- maður 1 Vogaveri, sem hafði orð fyrir nefndinni. — Mismunur á innkaupsverði og söluverði er túlkaður sem gróði kaupmanns- ins. Fáir virðast gera sér grein fyrir, að verzlun er aðeins síð- asta stig framleiðslunnar og sá hluti hennar, sem kemur henni í verð. íslendingar virðast ekki skilja nauðsyn sölumennskunn- ar, en það er kannski hluti ó- gæfu hennar. Könnun hefur verið gerð hjá þremur matvöruverzlunum til aö kanna afkomuna hjá þeim á þessu ári. Umsetning verzlan- anna er að meðaltali um 8 millj- ónir, en tekjurýrnun vegna þess- ara verölagsákvæða veröur um ]/2 milljón krónur. Það var ekki svo gott, að þessar verzlanir hefðu þessa hálfu milljón í tekju afgang áður, heldur verður þetta sem þarna vantar á beint tap. Það er ekki svo gott, að þessi verðlagsákvæði, sem ieika vdrzl- unina svona grátt komi neyt- andanum augijóslega til góða, heldur er hið: gagnstæða oft til- felliö,, segir Gunnar. Sem dæmi má nefna álagningu á sekkja- vöru. Álagningin er 22%, þegar hún er pökkuð, en 27%, þegar pakkað er í búð. Það er hag- kvæmara fyrir neytendur að kaupa t. d. kartöfiumjöl í Iausri vigt, þ. e. a. s. ef kaupmaðurinn fæst til að pakka því sjálfur. Það kemur nefnilega í ljós, að tímakaup kaupmannsins viö þessa vinnu er kr. 11.80 og er þó þar miöað við röskan kaup- mann í ákvæðisvinnu. — Það getur verið aö verðlágsýfirvöld- um þyki þetta nægjanlegt kaup fyrir kaupmann, en fæstum öðr- 1» 10. síða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.