Vísir - 15.04.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 15.04.1969, Blaðsíða 4
£»{«««««9eece«3ec&6e»itese9«»cft9(c(; „JAMES BOND44 stríðsáranna Stómjósnarinn Cicero segir Breta hafa stalið 20 milljón kr. launum Þjóðverja fyrir njósnir hans Cicero á heimili sínu í Tyrklandi með konu sinni Ezra-Bueya, 45 ára, og dóttur, Nihal, 19 ára. Nihal segir njósnara „gamaldags“. Værirðu farjátiu cm hundur, liti heimurinn svona út Ekki væri gaman að vera hundur, sem ekki væri hærri í loftinu en^ þessi. Og þó? Sum trú arbrögð halda því frarri, aö fólk kunni að endurfæöast sem dýr af ýmsu tagi, svo að við hverju má búast? Brezkur Ijósmyndari lék sér héma um daginn að þvi að taka myndir, sem sýndu útsýni hvutta þessa. Hér er ein mynd- in. Stúlkan er svo sannarlega eng in smásmíði í augum hvutta. Gamlir njósnameistarar deyja ekki. Þeir setjast í helgan stein, að afloknu dagsverki, eins og slátrarar, bakarar og gjaldkerar í bönkum. Þannig hefur farið fyrir hinum tyrkneska Cicero, eða Elyesa Bazna, sem áriö 1944 starf aði sem þjónn brezka sendiherr- ans í Tyrklandi og ljósmyndaði dyggilega öll leyniskjöl Bretanna og sendi Þjóðverjum. Þjóðverjar greiddu honum með yfir tuttugu milljónum króna, en ekki tókst þessum James Bond stríðsáranna að lifa í vellystingum praktuglega af þessu fé. Hann telur að Bret- arnir hafi komið fram hefndum og stolið öllu saman. Cicero sagði nýlega, að það væri ósatt, sem kvisazt hafði, að Þjóðverjar hefðu greitt sér meö fölsuðum fimm punda seðlum. „Þeir voru í lagi“, sagði uppgjafa njósnarinn á heimili sínu í Miinchen, Vestur-Þýzkalandi. — ,,Svo gerðist það í stríðslokin, að fulltrúi frá þýzka sendiráðinu í Tyrklandi kom til mín og kvart- aði yfir því, að ekkert fé bærist sér frá heimalandi sínu. Ég lán- aði honum aftur helming fjárins, sem Þjóðverjarnir höfðu gfem. mér. Hinn helminginn fjárfesti ég í byggingum. Þá voru tveir starfsmenn mínir handteknir í Sviss og pundsseðlamir gerðir upptækir. Tyrkneska stjórnin hirti svo alla seðlana, sem ég átti eftir, og sagði þá ógilda. Ég held, að þeir hafi verið í fullu gildi.“ Án alls efa telur Cicero, að Bretar og tyrkneska stjómin hafi gert samsæri, eftir að Þjóðverjar töpuðu styrjöldinni, viijað hindra, að hann gerði sér mat úr þessu „illa fengna“ fé. Cicero býr með konu og dótt- ur við fremur lítil fjárráð. Hann er nú 65 ára. Dóttirin hefur mest an áhuga á bítlunum og kærir sig kollótta um það að minnsta munaði, að faðir hennar breytti gangi veraldarsögunnar, er hon- um tókst að ljósmynda innrásar- áætlanir Vesturveldanna á megin land Evrópu, hinn fræga D-dag, en innrásin leiddi til ósigurs naz- ista innan skamms tíma. i - Fer mingargj öf in skemmtileg þroskandi gagnleg Bezta fermingargjöfin er B/ack & Decker borvél me'ð aukahlutum. UPPGRÖFTUR ÁMOKSTUR HÍFINGAR Kranar Skurð- gröfur Grafvélar Vélaleigan Sími 18459. uröfum húsgrunna Önnumst jarðvegs- skipti í hús- grunnum og vega- stæðum o. fl. jarð- vinnu. VÉLALEIGAN Sími 18459 t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.