Vísir - 25.04.1969, Síða 8
s
1
VISIR
Otgefandi ReyKjaprent ti.f
Framkvæmdastjón Sveinn R. Eyjölfsson
Ritstjór* Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri. Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsmgar. Aðalstræti 8 Símar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla Aðaístræti 8. Sími 11660
Ritstjörn. Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Askriftargjald kr. 145.00 A mánuði innanlands
I lausasölu kr 10.00 eintakið
0rentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Hannihal framsóknast
4ndrúmsloftið í Framsóknarflokknum hefur verið
töluvert öðruvísi en í hinum stjórnmálaflokkunum,
að minnsta kosti síðustu árin. Aðrir flokkar hafa hald-
ið tiltölulega fast við kjarna stefnumála sinna og tek-
ið afstöðu til mála í samræmi við það, sem þeir telja
bezt fyrir þjóðina, þótt skoðanir þeirra séu að sjálf-
sögðu misjafnar.
Framsóknarflokkurinn hefur sparað sér að burðast
með slíka einlægni. Stefna flokksins hefur miðað að
því eina marki að verða stjórnarflokkur. Til þess að
vera sem hreyfanlegastur í því tilliti hefur flokkur-
inn varpað fyrir borð eiginlegri þjóðmálastefnu.
Sá misskilningur hefur orðið ríkjandi í Framsókn-
arflokknum, að bezta leiðin í ráðherrastólana sé að
vera með skipulegum hætti á móti öllu og reyna alls
staðar að spilla fyrir. Þessi misskilningur hefur kom-
ið stjórnarflokkunum vel. Þeir eru búnir að vera lengi
við völd og slíkt leiðir eðlilega til þess, að sumir verða
leiðir á þeim. Þessi leiði hefur ekki orðið til þess, að
straumur fólks lægi frá stjórnarflokkunum til Fram-
sóknarflokksins, því að framkoma þess flokks hefur
verið mjög fráhrindandi. Fólk styður ekki flokk fyrir
að vera á móti öllu, líka því, sem allir sjá, að er til
bóta.
En gaman er a^ sjá breytingarnar, sem verða á
þeim mönnum, er láta heillast af Framsóknarflokkn-
um. Segja má, að þeir framsóknist. Þessi breyting fer
nú fram hjá tveimur kunnum verkalýðsleiðtogum,
sem eiga í miklum erfiðleikum, Hannibal Valdimars-
syni og Birni Jónssyni.
Erfiðleikar Hannibals og Björns eru fólgnir í því,
að pólitísk framtíð þeirra er myrkvuð. Þeir hafa beð-
ið algeran ósigur í baráttu sinni við kommúnista Al-
þýðubandalagsins, sem hafa meira að segja reytt svo
af þeim fylgið heima fyrir, að þeir munu ekki ná aftur
kosningu í heimahéruðum sínum af eigin rammleik.
Björn nýtur ekki stuðnings nema um helmings Al-
þýðubandalagsliðsins í Norðurlandskjördæmi eystra
og kommúnistarnir hafa náð Steingrími Pálssyni
Vestfjarðaþingmanni frá Hannibal. Þeir félagar eygja
því enga aðra pólitíska von en að fljóta á Framsókn
inn á þing.
Þess vegna eru þeir nú að framsóknast og það með
áhrifamiklum hætti. Þeir hafa látið af faglegri stefnu
í verkalýðsmálum og hafa í þess stað tekið upp ein-
dregna pólitíska afstöðu. í samningunum um kjara-
málin, sem nú standa yfir, hafa þeir sífellt lagt ófrið-
legar til málanna. Þeir eru hættir að hugsa um óskir
launþega um samkomulag og vinnufrið og hugsa að-
eins um framsóknarstefnuna, að vera á móti öllu. Að
bessu leyti skera þeir sig nú úr hópi annarra verka-
'ýðsleiðtoga, sem þrátt fyrir stjórnarandstöðu sína
missa ekki alveg sjónar á hagsmunum launþega, sem
fyrst og fremst felast í-skjótum og hóflegum samn-
ingum í samræmi við vilja alþjóðar.
VÍSIR . Föstudagur 25. apríl I969.|
|^u á sunnudaginn á aö efna
til þjóðaratkvæöagreiöslu
í Frakklandi um breytingu á
stjórnarskránni. Breytingar þess
ar fela aö vísu í sér djúptæk
þjóöfélagsleg og stjórnfræðileg
umskipti í Frakklandi og sem
slíkar eru þær de Gaulle forseta
mikið áhugamál. En svo virð-
ist nú, sem honum hafi ekki
tekizt aö vekja áhuga alls þorra
þjóöarinnar á þessum breyting-
um. Pær viröast, eins og þær
hafa verið settar fram vera
allt of flóknar og háfræðilegar
til þess að allur almenningur
geti skilið þær eða rætt um þær
af nokkru viti. Þess vegna er
þaö nú álit margra fylgismanna
de Gaulles, að þaö hafi veriö
misráðið aö efna til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um tillögurnar,
tæpast geti aðrir um þær fjallað
en hálærðir menn og helzt pró-
fessorar, og að þeirra áliti
fengnu hefði átt aö gera út
um málin í þingdeildunum.
Alls eru breytingartillögurn-
ar, sem farið er fram á viö
stjórnarskrána eitthvað í kring-
um 60 talsins, en raunverulegar
breytingar eru ekki nálægt því
De Gaulle hefur mistekizt I eitt skipti að vekja athygli
frönsku þjóðarinnar.
Losa Frakkar sig við
de Gaulle á sunnudaginn?
svo margar, heldur stafar þessi
mikli fjöldi af því, að stjórnar-
skrár eru samansettar eins og
víravirki, og ef einum liðerhagg
að, þá rekur sú breyting sig í
gegnum óteljandí aðra para-
graffa
Það væri því þýðingarlaust til
skilnings á málinu aö ætla að
fara að rekja allar breytinga-
/tillögurnar. Hitt er einfaldara
að reyna að útskýra í hverju
höfuöbreytingin er fólgin. Hún
er sú, að auka og efla sjálfs-
stjórn héraöanna, draga stór-
lega úr afskiptum og skrif-
finnsku Parísar-stjórnarinnar af
stjórn og framkvæmdamálum
sýslna og hreppa, Af þessu leiðir
svo jafnframt, að efri deild
franska þingsins eöa senatið
eins og hún er oftast kölluð
verður svipt þætti sínum í lög-
gjafarákvörðunum.
Þessi breyting virðist vera til
mikilla bófa, en hún getur, ef
hún kemst í gegn, haft víðtæk
áhrif á næstu áratugum, svo
að segja umskapað hiö franska
þjóðfélag. En þó hún eigi við í
Frakklandi er ekki þar með sagt,
að sams konar breyting væri
heppileg í öðrum Iöndum. Og
þýðingu hennar verður og aö
meta í samræmi og áframhaldi
af fyrri stjórnarskrárbreytingum
sem de Gaulle hefur beitt sér
fyrir. T'n yrði eins konar enda
hnútur á þeim og gerir fyrri
breytingar hans skiljanlegri og
eðlilegri. Það var ekkj til
skamms tíma vitað, að de Gaulle
hefði slíkar breytingar í huga,
en með þeim er nú stefnt að því
aö jafna þær andstæður og mót-
sagnir, sem mynduðust af öfg-
um í fyrri stjórnarskrárbreyting
um hans.
j^Jeð stjórnarskrám má segja
að ríkjum séu settar leik-
reglur. Þær eiga að stuöla aö
því að ólík öfl geti tekizt á um
völdin kurteislega og siölátlega
og um leið að tryggja, að hinn
hagkvæmasti árangur náist. Þær
eiga að stuðla að sterkri stjórn
en þó svo aö réttlæti geti ríkt
og ríkisvaldiö fái ekki á sig
svip ofríkis.
Þessa drengilegu leikkeppni
um völdin er reynt að tryggja
í stjórnarskrám með þrískipt-
ingu valdsins, sem einmitt var
mjög mikið runnin upp úr
frönskum stjómarfarshugmynd-
um á fyrrj öldum. Og það er
einmitt höfuðviöfangsefni í
stjómarskrám að marka stöðu
framkvæmdavalds og löggjafar-
valds. Þar á milli er nauðsyn-
legt að, ná einhverju jafnvægi
eða samspili, en þó er þetta
margþætt mál og ýmis öfl sem
á togast á ýmsum sviðum.
Það er t.d. mjög einkennilegt,
að í hinu hálýðræðislega Frakk-
landi fv-r á árum var ríkis-
valdið miklum mun voldugra en
tíðkaðist í flestum öðrum lýð-
ræðisríkjum. Þetta var-arfur frá
konungstímunum og Napoleons
tímanum. París var miðstöð og
háborg alls Frakklands og eng-
um ráöum þótti ráðið nema í
stjórnarskrifstofum hennar. —
Héraös og borgarstjórnir úti á
landsbyggðinni hafa verið afar
ósjálfstæðar gagnvart ríkisvald-
inu.
Til þess aö ná jafnvægi gagn-
vart þessu öfluga ríkisvaldi
hlutu þá á móti aö vera gerðar
ráðstafanir til að klippa af því
klærnar. Fyrsta atriðið sem
þótti sjálfsagt, úr því héraðs-
stjórn landsins var í París, var,
að önnur deild þjóöþingsins,
öldungadeildin var gerð aö nokk
urs konar héraðaþingi. Til henn-
ar var ekki kosið meö almenn-
um þingkosningum, heldur kusu
héraðsstjórnir fulltrúa til hennar
og gátu þannig haldið uppi eftir
liti og gagnrýni á aðgerðum ríkis
stjórnarinnar.
X-Tin afleiðingin af sterku miö-
stjórnarvaldi ríkisstjórnar-
innar varð svo, að dregið var úr
afli framkvæmdavaldsins gagn-
vart þjóðþinginu. Það yrði allt
of langt mál að rekja með hvaöa
aðferðum þetta var gert, til dæm
is með mjög skertum þingrofs-
rétti og hlutfallskosningum, sem •
hindruöu myndun öflugra megin 1
flokka en á bak viö það allt!
bjó að líkindum sú hugmynd,
sem var rótgróin meðal þjóðar-,
innar, að framkvæmdavaldið,
væri þegar orðið nógu öflugt í •
lýðræðisríki og sakaði ekki þó ;
það væri lamaö með öðrum;
hætti.
Úr þessu varð svo samsetning •
sem margir hafa talið, og þeirra 1
á meðal de Gaulle, að hafi oft;
á tíðum gert framkvæmdavald- <
ið óstarfhæft. Ríkisbáknið var /
að vísu risavaxið og sýndist;
vera voldugt á yfirboröi, en þeg :
ar á bjátaði kom í ljós, að það j
stóö á leirfótum. Skýrast kom;
þetta í ljós út á við í tíðum ,
stjómarskiptum og magnleysi.
rikisvaldsins til að sigrast á
stærstu vandamálunum og er '
þar frægast aðgerðaleysi þess'
til viðeigandi aðgeröa gegn vax
andi hættu frá nazista-Þýzka-
landi. En inn á við þóttust menn,
líka sjá glöggt hve óheppilegt
þetta kerfi var í slakri héraða- ’
stjóm. Þar virtist allt stranda í
glundroða, skriffinnsku og magn
leysi til að marka nýjar braut-
ir. Aldagömul og úrelt fyrir-'
bæri fengust ekki afnumin, þar •
sem allt strandaði á skrifborð-,
um ríkisfulltrúanna í París. —
Þannig teygðu miðaldir sig allt •
fram á 20. öldina í lifnaðarhátt-
um og héraðsstjórn sveitanna.
að er nú kunnara en frá þurfi ,
að segja, að de Gaulle hef- ■
ur tvímælalaust áorkað miklu •
til umbóta í stjórnarfari lands- ■
ins. Aðgerðir hans beindust ■
fyrst að því að efla ríkisvald-
ið sem mest gagnvart þjóðþing-'
inu. Hann gekk ef til vill of
langt í þessu, vegna beizkrar
reynslu sinnar og rótgróinnar'
fyrirlitningar á stjómleysisá-
standi því sem áöur var rikj-
andi á þjóðþinginu. En á því
er enginn vafi að starfsgeta rík-
isstjórnarinnar jókst stórkost-
lega og með auknu valdi tókst