Vísir - 25.04.1969, Side 9

Vísir - 25.04.1969, Side 9
V í S IR . Föstudagur 25. apríl 1969. henni aö afnema aldagamlar viðjar, hindranir og heimsku, sem þegar hefur valdiö straum hvörfum í landinu. Þetta hefur allt verið gott og blessað, en því miður hefur þessum aögerö- um stjórnarvaldanna fylgt til- finning mikils hluta þjóðarinn- ar, að de Gaulle væri einvalds- herra og að ofríki væri beitt. Og það er ekki hægt að neita því að við þetta hefur skapazt skortur á jafnvægi I valda og stjómmálakerfi landsins. Því hafa nýjar hættur legið i leyni sem brutust meöal annars skýr- ast út í hinum ofsalegu stúdenta óeirðum á sínum tíma og hafa einnig komið í Ijós í vaxandi óánægju úti á landsbyggöinni yfir ofríki Parísar-valdsins. Þar er ólgan á Bretagne-skaga sterk ur þáttur. Af þessum sökum viröast þær stjómarskárbreytingar, sem de Gaulle nú boðar þjóðinni skynsamlegar. Með þeim er til jafnvægis í stjómarfarsmálum landsins dregiö verulega úr valdi ríkisstjóm. rinnar f París. Það má eiginlega segja að við- fangsefni hennar séu takmörkuð og héraðsmál fengin í hendur hémðunum sjálfum, þar sem menn vita bezt sjálfir hvar skór- inn kreppir. En á hinn bóginn virðist stefnt að þvf áfram, að stjórnin sé öflug til ákvarðana í höfuðmálum þjóðarinnar hverju sinni. Þannig er þetta skref í rétta átt, en fleiru þyrfti enn að kippa f sömu átt. JFjað versta er, að svo lítur út sem de Gaulle hafi ekki tek- izt að vekja áhuga þjóöarinnar á þessum breytingum. Almenn- ingur hefur varla nennt að setja sig inn í þetta viðfangs- efni, finnst það allt of háfræöi Iegt og þykist ekki einu sinni bær um að dæma um gildi breyt inganna. Og franskir kjósendur em nú orðnir svo vanir því, aö de Gaulie komi fram fyrir þá eins og leikari í hástemmdum harmleik og verki á dýpstu til- finningar þeirra, að þeir taka varla eftir honum, þegar hann nú birtist eins og prófessor á sjónvarpsskerminum og ræðir við þá um einhver hundleiöinleg stjórnarskrárákvæöi. Það er mál flestra, sem skrifað hafa um Frakklandsmál, að áhuga- leysi sé mjög útbreitt Skoðana- kannanir hafa sýnt, að aðeins 25% þjóðarinnar ætla aö greiða atkvæði með stjórnarskrárbreyt- ingunum, 23% á móti, en hvorki meira né minna en 52% era ó- ráðin eða ætla alls ekki að greiða atkvæði. Þannig virðist fólkið heimta af de Gaulle framhald hins á- hrifamikla leiks á sviðinu. Eftir háværar upphrópanir er ekki hlustað á þann sem muldrar fram ræðu sína. Ekkert dugir minna en að leikarinn engist af ástrfðuþunga og tárin streymi niður kinnarnar. Cvo virðist sem de Gaulle hafi brugöiö i brún. er það rann upp fyrir honum, hve áhuginn á stjórnarskrárbrevtingunni var lftill. A!lt í einu tók hann sig til, og fór að herða róðurinn og reyna að skapa dramatíska spennu. Hann lýsti því yf'r. að ef þjóðin felldi stjórnarskrár- breytingar hans, þá myndi hann segja af sér Lfklega hefur hon- um með þessari áhrifamiklu yf- irlýsingu tekizt að vekja ein- hverjar sálir af blundi, en við bað hafa Ifka viðhorfm breytzt. Nú verður f kosningunum á sunnudaginn f rauninni ekki kosið um stjórnarskrárákvæði, heldur um le Gaulle. Það er spumingin um bað hvort kiós- mdurnir séu orðnir leiðir á bessum áttræða karlskröggi eða ekki, og það þó hann '.afi margt vel gert á einstæðum Iffsferli sínum. Þorsteinn Thorarensen. i • VIÐTAL DAGSINS Þórarinn Þórðarsson segir frá lifsháttum á Stróndum jjóndinn frá Keisbakka á Skógarströnd, Þórarinn Þórðarson, er staddur í borg- inni. Fyrir aldarfjórðungi vorum við sveitungar, en þá lágu ekki spor hans um fjörur þar sem smásævi. Hvammsfjarðar kitlar ströndina, heldur þar, sem úfin norðurhafshrönn fellur um flúð- ir. Þórarinn Þórðarson fæddist 3. jan. 1904. Foreidrar hans voru Þórður Þórðarson, Grunnvíking- ur og Sólveig Jónsdóttir kona hans. Þórður var ættaður vestan frá ísafjarðardjúpi, sonur Þórðar Magnússonar alþingismanns f Hattardal. Munu flestir þeir sem lesið hafa rit Benedikts Grön- dals skálds hafa heyrt Þórðar í Hattardal að nokkru getið. Sólveig, móðir Þórarins, var Þórarinn Þórðarson. ar tafir urðu á brottför báts- ins svo við komum ekki inn að Melgraseyri fyrr en að áliönum degi. Við héldum þó þaöan, en þegar kom fram að Hraundal, var veðurútlit svo skuggalegt að við töldum ekki fært að leggja á heiðina, enda reyndist það rétt ákvöröun, þvf um miðja nótt var komin þreifandi stórhríð. í Hraundal bjó fátæk ekkja í Iélegum húsakynnum, en við hlutum þar svo góðan beina sem tök voru á og dvöldum þarna hríöartepptir í þrjá eða fjóra daga. Loksins kom dálítil uppstytta, svo sá til sólar, lögð um við þá strax af stað. Frá Hraundal og fram undir heiðarbrekkurnar, í svo kallað Rjóður, er um þriggja stunda gangur, og þegar þangaö kom var skollin á sortahrið. Við héld um þó áfram, en svo fór aö við fundum aldrei vörðurnar, sem vom vegvísar yfir heiðina. Leið ekki á löngu fyrr en okkur var ljóst að viö vomm orönir villt- ir. Þegar við svo eftir langa göngu komum að gili, ákváðum við aö fylgja því. Einhvers stað ar mundi vatn það er eftir því féll renna til sjávar. Þarna var mjög bratt og aðkreppt, tókst þvf ekki betur til en svo, að við misstum skíöin og fundum að- eins þrjú aftur. Hlaut því annar okkar að ganga skíðalaus. Féll • • FUNDUM ENGAR YORÐUR OG TÝNDUM SKÍÐUNUM dóttir Jóns Gislasonar bónda á Munaðamesi í Ámeshreppi. Afi hans var Gísli Sigurðsson „ríki“ f Bæ á Selströnd í Steingríms- firöi. pyrst eftir að faðir minn kom á Strandir, var hann vinnu- maður hjá Guðmundi Péturssyni og Jakobfnu Eiríksdóttur á Dröngum í Ámeshreppi. Svo fór hann að Munaðarnesi. Þar bjó þá afi minn, Jón Gíslason og þar kynntust foreldrar minir. Eftir að þau höfðu ákveðið að verða samfsrða á lífsleiðinni, vom þau fyrst í húsmennsku hjá afa mínum, Jóni, en bjuggu svo tvö ár á Krossnesi. Árið 1903 byggja þau svo ný- býli í Munaöarneslandi og nefndu á Hlöðum, samanber vísu föður míns: ,,Þar sem viður Vignis spjalls, vínhárs blandað getur. Höfuðstaður Hákons jarls heitir bæjartetur“. Á Hlöðunum var ég hjá for- eldram mínum fram til 16 júní 907. Þá fór ég til afa og ömmu á Munaðarnesi en foreldrar mím'r fluttu til ísafjarðar, meö systkini mín fjögur. Við börn beirra vo, u: bá fimm fædd, en urðum átta síðar. Eftir að afi lézt ólst ég upp hjá ömmu minni en hún hélt við búskapnum. Og var ég viðloð- andi þar heimilinu fram til 1930 þá kvæntist ég Hannesínu Tónsdóttur frá Bolungarvíkur- seli þaö er f Bolungarvík á Ströndum noröan Furufjarðar. Við hófum búskap á Munaðar- nesi. 4riö. 1938 byggði ég svo á rústum bvlis föður mfns að Hlöðum Þegar hann fór, höföu hús ver:ð rifin en nokkur merki sáust um túnblertinn. Þetta sama ár. um haustið flutt- um við að HIKðnm. og v^rum bar brettán ár. Þau ár. sem ég átti bar heima var atvinnu- ástandið fyrir norðan mjög gott. Síld var verkuð bæði á Ingólfsfirði og Djúpuvík og þá var einnig reist síldarverksmiöj- an á Ingólfsfirði Verzlunar- reksturinn á Norðurfirði skapaði einnig nokkra vinnu. Það varð þvl svo, að fjárafli utan heimilis var mun meiri, en þær tekjur, sem smábú okkar gaf, enda voru landnytjar litlar. Ekki stundaði ég mikið sjó fyrir norðan, en þó nóg til þess, að fisk höfðum við eftir þörfum, og nú þegar kaupa þarf hverja soðningu ér mér fyrst fullkom- lega Ijóst hve stór útgjaldaliö- ur þetta er í framfærslu heim- ilisins. Mér þótti gaman að fást við smíöar enda talsvert að þeim unnið á Munaöarnesi á upp- vaxtarárum mínum. Því var það. að þegar hinir svo kölluðu ,gervism:öir" komu ti! sögunn- ar, þótti ég allvel hlutgengur í þeirra hópi Til þess að Iifa góðu lífi urðu Strandamenn að standa fast í báða fætur. Þetta gerðu þeir sér líka fulllióst og unnu þvi sjálf- ir að öllu því sem heimilið þurfti með. Þar var ekki siður að kalla til verkfróða fagmenn, bótt eitthvað hyrfti að bvggia eða lagfæra. Ekki mun ofsagt að á þvi nær hverium bæ, hafi verið a. m. k einn maður, sem var svo búhagur, að hann gat dyttað að húsum. sk''num. farviði og öðru þvf sem með þurft.i auk þess. sem mikið var smlðað af alls konar ílátum og búsáhöld- um Aðkeyot vinnuaf! til þeirra hluta var því nær óþekkt Það var aðeins við smíð: stærri ára- skipa og eftir að farið var að reisa vegleg hús á rústum gömlu torfbæjanna. að til voru fengnir menn er töldust öömm fremur færir á þessu svið; og voru bekktir að góðum vinnu bröeðum. Að’’ "rsök hess, að ée flutti heimil; mitt að norðan var sú, að há var sildarreksturinn þar að syngja sitt síðasta lag og því erfiöara aö fá vinnu utan heimilis. Land þaö, sem ég hafði vfir að ráða gatialls, ekki brauð- fætt mína fjölskyldu, og sízt að neitt bamanna gæti fengið þar athafnasvið né olnbogarúm til framtíðar. Tjað varð því að ráði, að við árið 1951 keyptum Keis- bakka á Skógarströnd og flutt- um þangað. Þessi þáttaskil æv- innar hefðú fráleitt átt sér stað, ef ábýli mitt fyrir norðan hefði boðið upp á gott land til rækt- unar og landbúskapar, þvi að sú starfsgrein hefur alltaf verið mér hugleikin. Á Keisbakka var túnið um fimm hektarar, þegar viö kom- um þangað, en er nú nær tutt- ugu. Heimalandið má heita full- nýtt. en nokkru fjær eru tals- verðir möguleikar á aukinni ræktun Dálítil hlunnindi em af selveiði og æðarvarpi, það hefur þó rýrnað, en aö selveið- inni eru áraskipti. Á því fann ég nokkurn mun hve samgöngur voru betri, og þar af leiðandi aödrættir auð- veldari, fyrir sunnan, en heima fyrir noröan Þar varð flest að leggja á bakið, sem ekki var flutt á sjó. Þó hygg ég, að áður en bílvegur kom á Skógarströnd, hafi verið litlu auðveldara að fara verzlur,- arferðir í kaupstað en heima á Ströndum. Og ég tel mig ekki gera fólkinu í mínum nýju átt- högum rangt til þótt ég segi að Strandamenn. hafi engu síður lifað af eigin afla og athöfnum og verið sjálfum sér nóg;r. \/rerferðir að ísafjarðardjúpi gátu stundum verið all- tvísvnar. ef í milli voru farnar fiallale:ðir — Á útlíðandi vetri 1930 lagöi ég ásamt Skúla bróður mfnum af stað frá ísa- firði, Tíð hafði verið góð þá áður. og h"r,ðumst við fara land le ðina austur um Ófeigsfiarðar- heiði heim á Strandir. Einhverj- það í minn hlut, enda vanari göngumaður. Við stönzuðum viö hverja þúst er á vegi okkar varð og at huguðum hvort þar sæjust merki mannabyggðar. Að síð- ustu rákumst við á girðingu og stóðum litlu seinna undir bæjar gaflinum á Gilstöðum f Selárdal, i Steingrímsfirði. Þá var klukk- an eitt aö nóttu. Þarna bjó Rósmundur Jó- hannsson og fengum við hina á- gætustu gistingu og fyrir- greiðslu. Næsta dag fórum við út að Hrófbergi. Þar bjó þá Ragnheið ur Magnúsdóttir, ekkja eftir séra Hans, sem prestur var á Stað í Steingrímsfirði. Hjá henni haföi Skúli bróöir verið kaupa- maður eitt eöa tvö sumur. Þarna biðum við batnandi veðurs í eina fjóra daga og smíð aöi Magnús Hansson, sonur Ragnheiöar fyrir okkur skíði í staö þess er við töpuðum. Tvivegis hugðumst við leggja á Trékyllisheiði en snerum aftur í bæði skiptin. Þegar við svo loksins héldum áleiðis, fengum vjð versta veður, en urðum þó ekki fyrir villu eða áföllum og náðum heim að Munaðarnesi um kvöldið. Tjórarinn kann að kveða eins " og faðir hans, Þórður Grunnvíkingur, og bið ég hann að leyfa mér að hripa niður eina eða tvær vísur í lokin. Varla í önnum gefast grið gæfu að bönnum styður. Kólgu hrönnum heldur viö hleður fönnum niður. Á sjúkrahúsinu. Aö eiga bara eina í vonum okkur nægir bændunum. En þurfa að sinna þrettán konurn þénar aðeins -- doktomm. Þ.M.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.