Vísir - 30.04.1969, Side 1

Vísir - 30.04.1969, Side 1
VISIR 59. árg. - Miðvikudagur 30. apríl 1969. - 95. tbl. Nú er Skúli skoraður á hólm! — Þori hann ekki að mæta mér 20. maí, getur hann étið eitt eintak af Aftonbladet, segir Skúli Thoroddsen, sem tekið hefur einvígisáskorun íslenzks læknis, starfandi í Svíbjóð. „Ólafur H. Ólafsson hringdi í mig af skrifstofum sænska Aftonbladet og kallaöi mig skömm stéttarinnar — sagöi meðal annars réttast að reka mig úr læknafélaginu — og sagðist skyldi taka mig í gegn, ef ég ÞYRÐI að koma til Svi- þjóðar,“ segir Skúli, „Ég sagðist reiðubúinn að mæta honum 20. maí og að rétt- ast væri, að einvígið færi fram á vegum Aftonbladet, en þeir hjá blaðinu létu í ljós einhvem kvíða yfir þvi, að meiðsli kynnu að hljótast af, en ég lofaði þeim, ■ að ég skyldi fara með hann eins og ungbarn, þegar ég legði hann í gólfið. Til vara bauð ég honum, að 10. síða. Bensín víða til sölu Ekki virðist mikil hætta á því að bílar stöðvist í verk- fallinu vegna bensínsleysis. Bensín er selt á flestum bens- ínsölum í nágrenni borgarinn ar. Bensínsölur þar: sem sjálfs- ' afgreiðsla fer fram, eða eigend ur afgreiða, halda sínu striki. , H'afa bíleigendur því' getað fengið vökvánn í Kópavogi, Hafnárfirði og Mosfellssveit eft úr. sem áður. KirkjuvörSurinn í Hallgrímskirkju og Rúnar Guðmundsson lög- regluþjónn í Hallgrímskirkjuturni um miðnætti í nótt. Ekkert óhapp hefur hent dreng- ina til þessa, en tilviljun ein ræður því nánast, hvenær lögreglan verð- ur að berja að dyrum heimilis ein- hvers þeirra og flytja sorgar- tíðindi foreldrunum — nema gripið verði í taumana áður, sem væri þá betra heldur fyrr en síðar. Kirkjusmiðir halda helzt, að í turninn sí ' ! drengir úr Skólavörðu- holtinu, en þeir gætu þó komið úr Norðurmýrinni, eða neðan úr Þing- holtunum. Hringið! Margir lesenda notfærðu sér í gáer að hringja í ritstjóm Vísis til að koma á framfæri ýmsu, sem þeim lá á hjarta. Við minnum á að blaðamaður er til viðtals dag- lega frá kl. 13—15 fyrir þá sem vilja. Slitnað upp úr sátfafundum: Harðarí aðgerðir eftir viku Iðja í verkfalli hjá Vrfilfelli, Kaaber, Sanitas og Dúk. — Engin ákvörðun um allsherjarverkfall H Verkalýðsfélögin ráðgera harðari aðgerðir eftir 7. maí. Forustumenn þeirra hafa setið fundi síðustu daga og fjallað um málið. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um allsherjarverkfall, enn sem kom- ið er, og vilja ýmsir halda áfram keðjuverkföllum um nokkurt skeið. Iðja hefur boðað verkfall frá 7. maí hjá Vífilfelli (Kóka kóla), Sanitas, O. John- son & Kaaber og Dúk. Frekari aðgerðir verða boð- aðar næstu daga. Engir sáttafundir hafa verið síðan í fyrradag, og ekki hafði verið boðaður fundur í morgun. Á mánudag má segja, að slitn að hafi upp’úr viðræðum. Vinnu veitendur gerðu tilboð, sem mun hafa gengið skemmra en tillögur sáttanefndar, sem höfðu verið ræddar fyrir helgi. Tóku fuil- trúar ASÍ tilboöi vinnuveitenda illa, og meiri harka færðist i deiluna. Var þá talið tilgangs- laust að halda áfram fundi. Kunnugir telja, að í „tillög- um sáttanefndar fyrir helgi hafi falizt um 8% kjarabót til hinna lægst launuðu, en minni í hundr aðstölu fyrir aðra. Tilboð vinnu veitenda gekk mun skemmra. Mjólkur- og bensínverkföllum iýkur í kvöld, svo og verkfalli í kjötiðnaði og Áburðarverk- smiðjunni. Byggingamenn halda áfram verkfalli til 5. maí. Eina “krafa verkaiýðsfélag- anna hefur verið full vísitölu bót vegna verðhækkana síðustu mánaða. Viðræður haf færzt æ meira í það horf, að rætt hefur verið um grunnkaupshækkanir í stað vísitöiubóta. Kæmu þá vísi tölugreiðslur ekki til fram kvæmda fyrr en í haust. Þá hafa fléttazt inn í málið ýmsar hugmyndir um stuðning við hina lægst Iaunuðu í formi fjöl skyldubóta og fleira. Deilan er nú sögð mun illvíg- ari en verið hefur. Eftir 30 sáttafundi eru ekki horfur á skjótri lausn hennar. Stofna sér í hættu í Hljéðfærin Eæsf uppi í ,Tun«glinu# Um fjögur hundruð manns Iögðu leið sína í Austurbæj- arbíó í gærkvöldi, þar sem fram fór forleikur fegurðar- samkeppninnar 1969. Gestim ir settust f sæti sín strax að lokinni kvikmvndasýningu á tólfta tímanum og biðu spenntir eftir því að fegurð- ardísirnar kæmu fram. Á því varð þó nokkur töf, þar sem hljóöfærin, sem leika átti á meðan stúikurnar gengju um salinn reyndust læst uppi í „Silfurtungli" þegar til átti að taka. — Ekki kom þetta þó svo mjög að sök því að á meðan hljómsveitarmennirnir voru að finna lyklana og ná hljóðfær- unum, hélt kynnir kvöldsins Alli Rúts, gestum i góöu skapi með brö.ndurum, og hljóðfæra- leikurum Flowers var síðan klappað lof í lófa, þegar þeir voru búnir að finna hljóðfærin sín. Stúlkurnar komu fram bæði á sundbolum og í samkvæmis- kjólum, gengu hring um áhorf- endasalinn og fóru síöast milli sætaraðanna meö blómvendi í fanginu, — Margir skemmti- kraftar léku listir sínar á þess- ari miönætursýnirigu, sem stóð til klukkan að ganga þrjú. — í kvöld verður hins vegar loka- þáttur keppninnar í Klúbbnum og þar verður úr því skorið hver hlýtur titilinn „Fegurðardrottn- ing íslands 1969“. í svimandi hæð frá jörðu hátt uppi í vinnupöllunum utan á Hallgrímskirkjutumi, hafa strákar stundum leikið sér og klifrað á kvöldum. En sá leikur er gamanlaus meö öllu, því aö svo tæpt tefla þeir á' vaðið, að fótaskortur á einum stað, eöa ef þeir misstu handfest- una á öðrum staðnum eru þeim vís örkuml eöa jafnvel bani. Stöku sinnum veröur fólk vart við þennan stórhættulega leik strákanna og gerir þá lögreglunni viðvart eins og í gærkvöldi, en þaö viröist lítiö stoða, þótt lög- reglan stuggi við þeim. Jafnharöan eru strákamir komnir upp í tum- inn aftur, sem virðist hafa eitthvert óskiljanlegt aðdráttarafl á þá. Klifra þeir upp á turnvægnina, hlaupa upp brattann og ná þannig að komast upp á vinnupallana, en þar klifra þeir svo og leika sér viö dauðann í fimmtíu til sextíu metra hæð yfir jörðu. Foreldrar þessara drengja virðast lítið-vita um atferli þeirra, eða eru a’Ia vega þá furðu afskiptalitlir um hvað þeir taka sér fyrir hendur. Austurbæjarbíói í gærkvöldi. Frá vinstri: Ágústa Siguröar- dóttir, Dagmar Gunnarsdótt- ir, Ragnheiður Pétursdóttir, Erla Haröardóttir og María Baldursdóttir. Hallgrímstunrinum

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.