Vísir - 30.04.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 30.04.1969, Blaðsíða 13
V í SIR . MiSvikudagur 30. apríl 1969. -"Listir-Bækur-Menningarmál- Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni: Steindór Hjörleifsson og Helga Bachmann í hlutverkum sínum. (Myndin er tekin á æfingu). LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: 55 Sá sem stelur fæti... eftir Dario Fo. Þýðing: Sveinn Einarsson. Leikstjóri: Helgi Skúlason. gtefnur og stílreglur í leikritun ‘ hlíta sama lögmáli og í bók- menntum og öörum listgreinum. Vekja fyrst undrun manna, jafnvel hneykslun, ýta undir sköpun önd- vegisverka, sigra, en tekur svo smám saman aö hnigna eftir að viöurkenningin er fengin, ganga sér að lokum til húöar og þoka fyrir öörum stefnum og stílreglum, gleymast öllum almenningi unz þau eru löngu síðár vakin upp og sagan endurtekur, ef tíl vill með nokkr- um tilbrigöum í samræmi viö breytta tima og umhverfi — en þó oftast minni en ætla mætti. Þannig er þaö með skopleiki ítalska höf- undarins, Dario Fo, sem nú hefur gamla ítalska hefð í gamanleika- ritun aftur til vegs og virðingar, ærslin vegna ærslanna, taumlaust grín, sem ekki beinist að neinu eða neinum, hefur ekki neinn annan tilgang en að koma áhorfendunum til að hlæja hvort sem þeir vilja eöa ekki, meö öðrum orðum hið tæra grín, sem einmitt fyrir þennan einþætta tilgang sinn getur oröiö tærast allra listforma að vissri tón- list þó ef til vill undanskilinni. Dario Fo hefur náö meistaratökum á' þessu formi, enda hefur hann þegar áunnið sér virðingu færustu leikhúsmanna og frægð meðal al- mennings í mörgum Evrópulönd- um. Hann er okkur áöur aö góöu kunnur, fyrir hina þrjá leikþætti sína, „Þjófar, lík og falar konur“, sem Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi fyrir fjórum árum, í þýðingu Sveins Einarssonar leikhússtjóra, og nutu frábærra vinsælda. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi annan gamanleik eftir Dario Fo síð astliðið sunnudagskvöld, einnig í þýðingu Sveins Einarssonar, ,,Sá, sem stelur fæti er heppinn í ást- um“. Þaö er erfitt og í rauninni tilgangslítið aö fara út í nokkurn samjöfnuð á þessu leiksviðsverki höfundarins og einþáttungunum, stíllinn er hinn sami, handbragöið hið sama, ef þannig má aö orði komast, því sannarlega er Dario Fo annað og meira en iðnaöarmaður og setur markið hærra, þótt hann sé afkastamikill höfundur. Og senni lega gæti gagnrýnandi ekki ætlaö sér vonlausara verk en aö endur- segja leiksöguna þannig að lesand- ;nn verði nokkurs fróöari — við- mca vonlaust og að ætla sér að segja til vegar í völundarhúsi, þar sem ótal gangar mætast og sker- ast aö því er virðist skipulagslaust, en engu að siður þaulskipulagðir með það eitt fyrir augum að villa um fyrir þeim, sem ætla sér að ráöa gátu þess, eða að minnsta kosti að reyna að gera sér grein fyrir, í hverju hún sé fólgin. Annað mál er svo það, hvemig til hefur tekizt af hálfu leikstjóra og leikenda. Ætli þeir séu ekki til, sem álíta að gamanleikurinn sé að sama skapi auðveldari í flutningi og ærslin eru taumlausari, þeir, sem eitthvað hafa að ráði kynnt sór leik list vita bins vegar að þaö er þvert á móti. Hreinn trúöleikur er eitt hið erfiðasta leikform, sem um get- ur, ekki hvað sízt vegna þess, að hann beinlínis krefst þess að túlk- unin sé svo leikandi létt og á- reynslulaus, að áhorfendum finnist sem þeir gætu hæglega leikið þar allt eftir, ef þeir einungis vildu gera sig aö fífli frammi fyrir öll- um almenningi. Leikritunarstíll Dario Fo stendur. trúðleiknum svo nsörri, að ekki verða dregnar skýr- ar markalínur þar á milli. Það kann þó að láta í eyrum sem öfugmæli, að sjaldan hafi leikurum og leik- stjóra Leikfélagsins verið fengið jafn-vandtúlkað viðfangsefni og þessi ærslaleikur, nema ef vera skyldi einþáttungarnir, sem áður eru nefndir. Trúður má aldrei gera sjáanlega tilraun til að vera hlægi- legu., hann verður að vera hlægi- legur áreynslulaust í augum áhorf- enda. Gangi hann þar lengra en geta hans leyfir, verða ærsl hans þvinguð. Þegar einþáttungarnir voru sýndir, virtist einmitt þessa vandlega gætt, leikstjóri og leikar- ar héldu ærslunum innan þeirra takmarka sem túlkunargeta þeirra setti þeim. Að mínum dómi hefur það ekki tekizt eins vel í þetta skiptið — leikararnir, að minnsta kosti sumir hverjir, fara yfir þau takmörk og ærslin verða þvinguð. Því miður missir meðferð aðalhlut- verksins, Appollo, vfða marks, ein- mitt af þeim sökum. Steindór Hjör leifsson hefur Ieikið mörg gaman- hlutverk með ágætum, en ég tel að leikmáti hans fari betur við hóf- stillt skop en ærsli Dario Fo — og þó er ekki að vita nema hann hefði náð tökum á hlutverkinu, ef hann stillti túlkuninni í hóf og léki 304 35 fökum að okkur hvers konar mokstur jg sprengivintju 1 húsgrunnum og ræs- um. Leigjum It loftpressur og víbra- deða — Vélaleiga Steindórs Sighva.s- sonai Alfabrekku viö Suöurlands- braut. simi 30435. þaö ,,upp á sinn máta.“ Við það bætist, að Steindór, sem er skýr- mæltur, þegar hann talar rólega, skilst ekki vel þegar hann reynir að tala hratt. Borgar Garðarsson nær ekki heldur fyllstu tökum á sínu hlutverki að mínum dómi, og af sömu orsökum. Báðir reyna að leika trúða, eins og vera ber en gallinn er sá, að áhorfendurnir verða þess um of varir. Guðmund- ur Pálsson og Jón Sigurbjömsson ná mun betri tökum á hlutverkum sínum, Aldos og Attilios, einmitt fyrir það að þeir fara hvergi út fyrir takmörk túlkunargetu sinnar, halda sig á landamærum skopleiks og trúöleiks. Sama er að segja um þau hin. Bryndís Pétursdóttir leik- ur Önnu sem ýkt skophlutverk og tekst þaö vel—og Helga Bachmann leikur það, sem ég hygg að ekki sé nema á fárra færi, hún gerir trúverðugan kvenmann úr Dafne, án þess þó að halda skopinu á nokkurn hátt niðri. Brynjólfur Jó- hannesson er ekki í neinum vand- ræöum með lækninn, öruggur og kíminn trúður, sem siglir sínu fari heilu í höfn. Kjartan Ragnarsson leikur lögregluþjón, lítið hlutverk, en nær á því skemmtilegum tökum. Af þeim orsökum, sem á undan eru raktar, næst ekki heilsteyptur heildarsvipur á verkið — annars vegar eru þeir Steindór og Garðar, hins vegar öll hin. Þetta kemur hvergi jafnljóst fram og þegar ,,skálkarnir‘‘ tveir, Apollo og Ant- onio, heimsækja Aldo og Attilio á skrifstofu hinna síðarnefndu. Þeir fyrrnefndu reyna að leika ærsla- fengna trúða, hinir tveir koma fram sem skopleikarar. Þetta er ef- lau ‘. leikstjórnaratriöi, og hefði að mínum dómi mátt vinna það betur og á annan hátt. Þrátt fyrir þetta er og verður Dario Fo alltaf Dario Fo og stendur fyrir sínu. Var og leiknum mjög vel tekið og mikið hlegið, og eflaust á þessi leikur eftir aö njóta hér vinsælda, þótt ég efist um aö hann verði jafn líflangur og einþáttungarnir þrír, „Þjófar, lík og falar konur“. En ekki verður Dario Fo um að saka ef svo reynist ekki. Happdrættin eru vinsæl Happdrætti eru vinsæl á ís- landi. Mikil þátttaka í happ- drættum sannar áhugann, sem virðist ríkjandi, en mörgum af merkari félagsmálaframkvæmd- um hefur veriö hrundið í fram kvæmd fyrir tekiur af happ- drættum. Mörgum finnst sem happ- drætti sé eins konar fjárhættu- spil, en varla er hætt við því að fólk ofgeri sér með miða- kaupum. Víða á vinnustöðum hafa starfshópar gert sér það til gamans að kaupa röð af mið- um og fyigiast svo auðvitað með af áhuga og spenningi. Nú er í boði á vegum happ- drættis DAS, einn veglegasti vinningur sem í boði hefur ver- ið í íslenzku happdrætti, einbýl ishús, sem er giæsibústaður, og auk bess eru bj'Iar í boði. Ekki stendur á áhuga almennings, því miðar eru á þrotum. Auk þess er málstaðurinn góður og fjár magninu ráðstafað til mikilla og myndarlegra framkvæmda, sem eru til sóma. Fleiri aðilar hafa á myndar- iegan hátt hrundið af stað happ drætti og hafa lofsverðan til- gang í huga, en misjafnlega er að framkvæmdum staðið eins og gengur. Oft er söluháttur á happdrættismiðum hinna smærri happdrætta hvimleiður. Til dæmis er það mikil frekja, þó málstaður sé góður, að senda 5 eða 10 miða í pósti og ætlast til að þeir séu keyptir umsvifa laust, annars væru þeir vart sendir. Þó flestir vilji styðja góð málefni, þá eru svo margir sem að happdrættum standa, að ekki er hægt að senda happdrættis- miða til fólks úti í bæ, án þess aö hafa kynnt sér hvort við komandi aðili vill kaupa. Póst sendlngum á happdrættismiðum á þennan hátt ætti að hætta, en hins vegar er það ágætur hátt ur að selja þá til dæmis úr bif reiðum i miðborginni eða á ann an hliðstæðan hátt. Happdrættishagnaður stuðlar oft að framkvæmdum, sem þjóð félagið gerir ekki ráðstafanir til að framkvæmist að öðru leyti. Happdrætti eiga því fullan rétt á sér, en framkvæmdin á sölu á miðum má ekki ganga svo langt, að þyki hvimleitt. Merkjasala á sunnudags- morgnum er einnig gamall tekju öflunarsiður margra góðra og merkra góðgerðarstofnana. En aðstandendur slíkra söfnunar- herferða verða að leggja á sig þá vinnu að skipuleggja söluna svo vel, að sölubörnin séu ekki að rápa í húsin á hæla hvers annars. Slíkt er hvimleitt bæði fyrir fólkið, sem dyrabjallan stoppar ekki hjá og eins verða sölubömin leið á erindisleysunni, því varla er hægt að ætlast til að merki séu keypt hjá hverjum krakka. Gott félag hafði merkja- sölu til styrktar starfsemi sinni sunnudag einn fyrir stuttu. Hjá undirrituðum hringdi dyrabjall- an fyrst klukkan hálftíu og voru keypt tvö merki af brosandi lítilli hnátu. En fram til tólf komu fjögur önnur söluböm og buðu sams konar merki, og auð- vitað urðu þau stúrin á svip, þegar þau uppgötvuðu að áhugi var ekki fyrir hendi, þar sem aðrir höfðu orðið á undan. Það er einfalt að skipuleggja merkjasölu, ef aðstandendur merkjasölunnar Ieggja raunveru lega alúð f starf sitt. Þá verður líka árangurinn meiri. Þrándur í Götu. OMEGA Nivada ©IPS' JUpina. piCRPom Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 — Sími 22804 Gardinio gluggatialdabraufir fást einfaldar og tvöfaldrr. Með eða án kappa. Vegg- eða loftfestingar. GARDINIA-umboðið sími 20745. Skipholti 17 A, III. hæð Byggingaverkfræðingar Landsvirkjun óskar eftir að ráða tvo bygginga- verkfræðinga til starfa við virkjunarundir- búning. Starfsreynsla nauðsynleg. Skriflegar umsóknir, sem tilgreini fyrri störf, sendist til yfirverkfræðings Landsvirkjunar, Suðurgötu 14, Reykjavík, fyrir 15. maí næstkomandi. 28. apríl 1969. LANDSVIRKJUN. —ttt ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.