Vísir


Vísir - 30.04.1969, Qupperneq 5

Vísir - 30.04.1969, Qupperneq 5
V í SIR . Miðvikudagur 30. apríl 1969. 5 Biómareitur í glugganum svölunum og í nú er t'iminn að hugsa fyrir honum 'P^ú er kominn timi til fyrir garöeigendur aö , fara að hugsa sinn gang fyrir sumariö. En það eru ekki garðeigendur einir sem þurfa að fara að und irbúa blóm og gróöur- sumarmán aðanna heldur allir þeir, sem ætla að skreyta hýbýli sín meö fallegum jurtum. Hér á eftir víkjum við að ýmsu þvi sem þarf að fara að gerast núna ,ef þið ætlið ykkur aö koma upp blömareit í sumar hvort s§m það er í gluggakist- unni, í garðinum eða á svölun- um. Þá víkjum við fyrst að potta- plöntunum. Þið þurfið kannski að skipta um blómsturpott os þá er ekki seinna vænna að fara að byrja á því. Daginn áður en á að skipta á potti á aö vökva plönturnar vel og, ef á að skipta um blöma pott á að setja blómapottana i bleyti í nokkrar klukkustundir áður en þeir eru teknir i notkun. Auðveldast er að losa um jurtrna í gamla blómsturpottinum með því að snúa plöntunni niður og slá pottinum varlega við borð- brún eða þvíumlikt. Við það losnar moldarköggullinn og er auðvelt að taka hann úr. Skorpn uð moldin efst í kögglinum er tekin varlega frá þannig að ræt- urnar skemmist ekki. Litlir steinar eða blómapotta- brot eru sett í botninn á nýja pottinum, sem á helzt að vera einu númeri stærri en sá gamli. Þá er sett þunnt Iag af mold og rótarköggullinn síðan settur í miðju blómapottsins. Nýrri mold er stráð með fram hliðunum og moldinni þrýst að plöntunni með flatri spýtu eða öðru svipuðu tæki. Það má ekki setja meiri mold i blómapottinn en það, að hægt sé að vökva plöntuna vel án þess að vatnið renni úr fyrir barmana á blómapottinum. Áður en nýjar rætur hafa myndazt á að vökva lítið. Þegar plantan ef um leið snyrt dálítið fær hún vel hirt og nýtt útlit. Þá má benda á það, að síð- ustu forvöð eru núna að setja niður lauka og aðrar garðplönt- ur t.d. garörósir, sem þarf að rækta inni við, áður en þær eru settar ut í garðinn. Ræktið kryddið sjólfar |£ryddjurtir hafa litið verið ræktaðar hérlendis, Sum- ar þeirra hafa vaxið villtar úti á víðavangi. En því ekki að rækta sitt krydd sjálfur annað- hvort á svölunum eða þá í glugg anum? Kryddjurtir, sem á að rækta í gluggakistunni þurfa að vera i glugga, sem snýr móti sólu í suð ur. Ef þið gætuð náð í brúðar- tryggð, blóðberg, salvíu þá ætti tilraunin að gefast vel, Jurtun- um er sáð eða plantað í potta i jáfnri, göðri stærð og á að vökva þær vel og gæta þess að taka burtu jafnóöum visin blöö. Hægt er að fá fræ kryddjurtanna hér og einnig innan tiðar plönturn- ar. Kryddplönturnar er hægt að rækta á svölunum. Þar yeröa þær í sólskini og í skjöli. Mold- in má ekki vera of þung eða köld. Það verður að gæta þeirra daglega með þvi að vökva þær og klippa blöð af. Góðar krydd- plöntur fyrir svalirnar eru steki selja og sólselja, blóðberg, gras laukur. salvía svo einhverjar séu nefndar. Nýútsprungnar greinar sem stoíuprýði jpiestir runnar tré og plöntur hafa gott af þvi að vera klipptar til að vorlagi. Og þá er hægt að fá sér ódýra stofuskreyt ingu um (eið — því hvað er fall egra en greinar, sem eru við það að springa út? Það er bezt að láta gremaraar springa hægt út. Þegar búið er að kbppa eða skera þær af á að setja þær á kaldan stað í nokkra daga. Greinar, sem erfitt er að lífga við á að setja í plastpoka eða setja pokann yfir þær. Hann heldnr rakanum aö þeim og kem ur i veg fyrir aö grcinarnar þorni upp. Þegar knúpparnir bvrja að sjást á maður að fara með grein arnar inn i stofuna. Ef maður ætlar- að spara sér að þurfa að skipta oft um vatn, setur mað- ur sótthreinsandi efni í vatnið. venjulega eru það bakteríur á greinunum, sem koma því tii leiðar áð vatnið verður fúlt. Vasa, sem hafa verið notaðir undir greinar á að þvo mjög vel eftir að þeir hafa verið notaðir Annars lifna *‘*kteriurnar við * næsfca skipti sem vasmn er not- aður. SNÆPLAST: PLASTLAGÐAR spónaplötur, 12-16 og 19 rom * PLASTLAGT harötex. * HARÐPLAST í ýrosum Utum + SNÆPLAST er ÍSLENZK framleiðsla Spónn hf. Skeifan 13, Sími 3578« Vélabókhuld — ReikningsskH BÓKHALD OG UMSÝSLA H/F ÁSGEIR BJARNASON Laugavegi 178 • Box 1355 • Símar 84455 Og 11399 Gröfum húsgfmfta Öcmumst jar«wc@s- skipti í Hhs- granactm og veg*- stæðum o. fl. jae§> VÉLALEÍGAK Sími 18439 VELJUM Í5LENZKT~/V,,J\ ÍSLENZKAN IÐNAÐ^k^ Otrúlegt en satt! Black s Decker Super borvelin sem hægt er að tengja við alla fylgihlutina kostar aðeins krónur 1280.— Fæst íflestum verkfæraverzhwum i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.