Vísir


Vísir - 05.05.1969, Qupperneq 1

Vísir - 05.05.1969, Qupperneq 1
 VISIR 59. árg. - Mánudagur 5. maí 1969. - 98. tbl. Bíafraflug Fragtflugs hafið Samningar við Rauða kross'mn um aðra vé£ Fyrsta verkefni hins nýja flug- félags, Fragtflugs h.f., hófst nú um helgina, þegar leiguflugvél frá þeim tók sig á loft frá Con- onou f Dahomey til Ule-flug- vallarins í Bíafra aðfaranótt sunnudagsins. Sjö íslenzkir flug- menn eru við þetta flug, auk Lofts Jóhannessonar, forstjóra Fragtsflugs, en hann verður f Bíafrafluginu meðan íslenzka á- höfnin er að venjast því. Nokkrir íslenzku flugmannanoa fóru til Tokyo til að sækja flugvél- RIYNDUAD OPNA NÆTUR KLÚBB AFTUR INÚTT 0 Enn einu sinni gerðu næturklúbbamenn til- raun til þess að halda opnum rekstri sínum, en allt hik er nú horfið af löggæzlunni sem brá við skjó+t og lokaði aftur Club de Paris í gær- kvöldi. Stuttrj stundu eftir að klúbb urinn hafði verið opnaður í gær kvöldi, var lögreglan komin á staöinn og voru gestir og aðrir viðstaddir fluttir til yfirheyrslu umsvifalaust en síðan voru þeir frjálsir ferða sinna. Sennilega er þetta síðasta til- raun klúbbanna, sem nú munu líklega lognast út af, meðan það ið verður úrskurðar dómstól- anna £ máli þeirra. Fór tilraun- in út um þúfur og auðséð, að klúbbunum verður ekki vært, reyni þeir að opna, án sérstaks leyfis. Svo fast er að þeim gengið, að virðulegur félagsskapur, sem hafði verið á hrakhólum með húsnæði til fundarhalda og hafði leigt salarkynni eins klúbbsins eina dagstund, fékk ekki að halda fundinn, nema með því skilyrði, að lögreglumaður yrði viðstaddur hann. ina og komu þeir með hana ííl Genfar á fknmtudagitm. Þeir sem fóru aak Lofts em Hallgrímur Jóns son, flugstjóri, Frans Hákonarson, flugmaðuc, Lárus Gunnarsson, ftag vélstjótí og Ljóttir Ingason, ftug- virki. Ank þeirra fór Sigurður Jónsson, forstöðumaðnr loftferðaeftiriitsins til Tokyo til að skoða flugvétina og ganga frá skrásetningu á hemri, en vélin er skrásett hér heima. Eftir Tokyo-dvölina hélt Sigurður ferð- inni áfram til Flórída í Bandaríkjun W. síða. Gísli Felix, aðeins 6 ára sonur Bjama Felixsonar knattspymu- manns og leiðtoga í KR var mættur á vellinum í gærdag, þegar Arsenal og landsllðið léku, — hann ,’ar íklæddur rauðri knattspyrnuskyrtu með Arsenal merki og var „verndarvættur“ Iiðsins. Eins og siá má var mikið um að vera í Laugardal, — Þar var á 12. þúsund manns að horfa á leikinn, sem er 3. eða 4. mesti áhorfendafjöldi, sem komið hefur þar. Sjá iþróttasiðurnar á bls. 2, 3 og 4 Metvertíð í Grindavík — 29 ára gamall 67 lesta eikarbátur i Eyjum búinn að slá öll aflamet Grindvíkingar sjá nú fyrir end- ann á algjörri metvertíö. 32.500 tonn höfðu borizt þangað á land um mánaðamótin. Verðmæti þessa afla upp úr sjó er hátt á annað hundrað milljónir. Veiðin var á sama tíma í fyrra um 25 þúsund lestir og mest hef- ur aflinn farið upp í rúmlega 30 þúsund lestir þegar nótafiskiríið var sem mest fyrir fjórum árum. Þessj vertíð er einstök, ekki sízt vegna þessum mikla afla hefur ver ið mokað upp á stuttum tíma, en veiðin hófst að minnsta kosti mán- uði seinna en venjulega. Hæsti vertíðarbáturinn í Eyjum og jafnframt á landinu er nú kom- inn með 1600 lestir. Þaö er Sæ- björg, 67 lesta 29 ára gamalt eik- arskip, sem komið hefur meö allan þennan afla að landi og er það mesti vertíðarafli, sem íslenzkur fiskibátur hefur nokkurn tíma feng ið. Skipstjóri á Sæbjörgu er Hilm- ar Rósmundsson, — Hluturinn hjá hásetunum hans er farinn að nálg- ast 200 þúsund krónur. Albert frá Grindavík var um mán aðamótin kominn með 1463 tonn. G.eirfugl er með 1266 tonn og Þór- katla II. með 1214. Sex bátar í Eyjum eru með yfir þúsund tonn, Neýðarbál í AKUREY — sást i land — en urðu að biða 3 tima <•>- • Þrír ungir mcnn urö.u stranda- glópar í Akurev á föstudagskvöld, þegar vélin bilaði í hraðbát þeirra. Kveiktu þeir bál í eynni, sem vakti athygli fólks í landi, og var þeim þá send aðstoð. Frá einum þrem eða fjórum stöð um í Reykjavík sá fólk neyöarbáliö í Akurey, en þá var klukkan orðin rúmlega eitt að nóttu, og var þá Slysavarnafélaginu gert viövart. Fóru slysavarnamenn á gúmbáti sínum, vélknúnum, út í eyju, en mættu trillubát, sem á leið sinni til fiskjar hafði komið auga á bálið og sótt mennina í eyna. Mennirnir höfðu verið á skemmti siglingu á hraðbát um Sundin, en utanborðsmótorinn bilaö, og uröu þeir að róa bátnum í land í Akurey. Hraðbátar þessir eru afar þungir til róðurs og treystu félagarnir sér ekki til þess að damla bátnum til lands, til þess var vegalengdin of löng. í eyna höfðu þeir komið kl. 22 um kvöldið og höfðu því beðið í þrjár klukkustundir, áöur en þeim barst hjálp. Hins vegar var veður gott og væsti ekki um þá í eynni. Reyndar var það næstum happ, 10. Síöa. en afli bátanna hefur verið mjög misjafn í vetur. Vertíðin í Eyjum er þegar oröin mun betrj en £ fyrra. Hins vegar hefur afK trollbátanna brugöizt og dregur það nokkuö úr heildarútkom unni. Lokahljóð er nú komið I sjómenn, enda er mjög farið að draga úr aflanum. Sennilega verða flestar trossur dregnar á þurrt fyrir loka- dag og skipin undirbúin undir sum arveiðar. Kría eða hettumáfur? KRÍAN er vön aö koma hing- að til lands til sumardvalar Sinnar um miðjan maímánuð. Vísi bárust fréttir af því, að í gær hefði sézt kríuhópur úti á Seltjarnarnesi, og þau tíð- indi voru borin undir álit sér- fræðinga Náttúrufræðistofn- unar islands. Þvi var til svarað, að fyrstu kri'ufréttir á hverju sumri væru yfirlertt rangar; kriunni væri yf- ’ irleitt ruglað saman við hettu- máfa, enda era þessar tegundir ekki ólikar, og gefa frá sér á- þekk hljóð. Fuglafræðingurinn sagði: „Öll þau skipti, sem við höfum kann- að frásagnir um, að kria væri komin fyrir miðjan maí, hafa þær reynzt rangar. Krían kem- ur venjulega á tímabiHnu 11. til 14. maí, og sést yfirleitt fyrst á Reykjanesi, jafnvel viku áðor en hennar verður vart £ Reykjavik." Krían kemur ti.1 Islands alla leið yfir höfin frá Suðurskauts- landinu, og er alllangan tíma á leiðinni, áður en hún er loks- !ins komin heilu og höldnu til aö eyöa sumrinu á Islandi. 12 stiga Þingvöllum hiti i gær • — Þetta er allt að fara af stað núna, sagði Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri í viðtali við Vísi í morgun um gróðurinn og ræktun eftir liðna sumarveðursviku. Hins vegar er klaki enn f jörð og ekki alveg komið að því að plægja. Garðyrkjustjóri kvað þá vera mikla bjartsýnismenn sem settu nokkrár kartöflur niður í garðhol- una sína nú um helgina. — Það er hætt við næturfrost- um fram yfir miðjan maí. Þá sagöi garöyrkjustjóri að byrj að sé að hreinsa úr göröum og all- ar plöntur séu ræktaðar af full- um krafti í gróðurhúsunum, — Við bíðum bara eftir vaxandi vori, sagði garðyrkjustjóri aö síð- ustu. Hitinn komst upp í 12 stig á Þing völlum í gærdag og var hlýtt á Suðvesturlandinu. — Spáin er enn upp á gott veöur og á morgun var hitinn 5—7 stig sunnanlands. Yfir Reykjavík hvíldi mistur, sem stafar að einhverju leyti af góð- viðrinu og svokallaðri „meginlands móðu“ sem eru loftstraumar, sem borizt hafa alla leið hingað frá iðnaðarborgunum á meginlandinu. Á Norðurlandi er ólikt kaldara. Á Akureyri var aðeins eins stigs hiti í morgun og slydda og í morgun var 3 stiga frost á Hveravöllum. ■ ...........................................................................................................................................................................................................

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.