Vísir - 05.05.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 05.05.1969, Blaðsíða 7
V í S IR . Mánudagur 5. maí 1969. s tlönd í niorgun útlönd í morgun útlör t í Wilson flutti í gær stór- ræðu þá er boðuð hafði verið ■ Wilson forsætisráðherra Bretlands flutti ræðu i gær í London á samkomu, sem haldin var til þess að minnast baráttu verkalýðs- ins, en á Bretlandi er það gert fyrsta sunnudag eftir 1. maí, sem ekki er almennur frí dagur, og í þessu fylgt við- teknum venjum. Wilson lýsti yfir, að hann væri staðráöinn í aö fylgja fram tii srigurs stefnunni í efnahagsmál- um og varaði við klofningi í flokknum. Wiison kvað breytingarnar á vinnulöggjöfinni miða að því, að koma í veg fyrir ólögleg verk- föll, en afieiðing þeirra væri til hindrunar því, að efnahag lands- ins yrði komið á réttan kjöl. Þá kvað hann sundurþykkju og á- greining einungis geta orðið vatn á mylnu íhaldsflokksins og ailt væri undir einingu Verkalýðsflokksins komið og ein huga mun stjórn okkar sigra, sagði hann. Yfirleitt er litið svo á, að mis- takast muni að koma því til leiðar, aö öðrum verði falin stjórnarforustan, og staða Wil- sons er mun sterkari vegha af- stöðu allra helztu ráðherra hans, þeirra meðal Callaghans innan- ríkisráðherra, sem sagði í fyrra- dag í ræðu, aö gagnrýnendur Wilsons hefðu allir gengið á snið við mikilvægt atriði, að forsætis- ráðherra Verkamannaflokksins væri kjörinn á fundi allra þing- manna flokksins, og slíkt kjör veitti rétt til trausts og stuðn- ins flpkksins. Þóft Wilson haldi veili er þö einnig almennt álitið, að umtal- ið um byltinguna í flokknum hafi leitt í ljós að djúpstæður ágreiningur er ríkjandi f honum um breytingarnar á vinnumála- löggjöfinni og engin lausn hefur fengizt á þeim ágreiningi. Mótmælafundur á Spáni Spánska lögregian skaut að-Y- vörunarskotum í gær á Noróur- Spáni, þar sem carlistar komu sam- an á árlega samkomu sína tii þess að minnast carlista, sem féllu í borgarastyrjöldinni. Þegar aö minningarathöfninni lok inni var hafin kröfuganga í trássi við bann stjórnarvalda og kom tH á taka. í kröfugöngunni voru borin spjöld með áletrunum eins og „Franco er svikari’". „Freisi á Sþáni“ og „Einræðið á aftökupail- inn“. Lögreglan var grýtt og horfði ófriðlega. Fékk hún liðsauka og skaut aðvörunarskotum, en ró komst á eftir að lögreglan skilaði pilti, sem handtekinn hafði verið. Talið er, að 20.000 carlistar hafi verið þarna saman komnir. Er þetta fjölmennasti mótmælafundur gegn Franco frá lokum borgarastyrjald- arinnar. Frakklandi Kommúnistar og kratar náðu ekki samkomuiagi Kommúnistar og jafnaðarmenn á Frakklandi bjóða fram hvorir í sínu lagi. Gaston Deferre verður forsetaefni jafnaöartnanna en um frambjóöanda kommúnista kann að verða kunnugt í dag. Paris í gærkvöldi: Samkomu- lagsumleitanir róttæku flokkanna á Frakklandi um sameiginlegan Keppni til minningar um fiug Alcocks og Browns • London í gær: í gær hófst keppni sú, sem blaðið Daily fviail í London efnir til um það hver verði fljótastur' milli pósthússturns- ins í London og Empire State bygg- ingarinnar. Flogið skal milli London og New York en þátttakendum skal í sjálfs- vald sett meö hverjum hætti þeir fara milli áðurnefndra bygginga og flugvalla. Meðal keppenda verða margar konur og segir Lundúna- útvarpið um ólíkt meiri hugkvæmni að ræða hjá þeim en karlmönnun- iim, sem keppa. Þannig ætli til dæm is hlaupamærin Mary Rand að hiaupa frá flugvélinni að næstu neðanjarðarstöð til þess að komast sem fvrst í Empire State bygging- ■ina. Annars eru ýmsir þátttakenda °kkert að flýta sér og taka þátt í '<eppninni frekar sér og öðrum til skemmtunar eða til að vekja at- '’vgli á sér. — Til keppninnar stofn- aði Daily Mail til minningar um flug Alcocks og Brown fyrir 50 ár- um, þeir flugu saman vfir Atlants- haf þá fyrstu Atlantshafsflugferð- ina án viðkomu. Þeir Alcock og Brown flugu frá St. Johns á Ný- fundnatandi til Clifden á írlandi á 16 klst. og 27 mínútum. Yfir 100 þátttakendur í keppn- inni um hraðasta ferð milli New York og London hafa lokiö henni, en hún stendur enn nokkra daga. Brezkur flugmaður setti nýtt flug- met í gær í Phantomþotu. Var tími hans í keppninni 5y2 klst. en raun- verulegur flugtími " klst. og 4 mínútur og er það nýtt met. Þátt- takendur eru alls um 400. VEUUM ISLENZKT^piSLENZKAN IÐNAÐ || JBP-GATAVINKLAR ||| ■ . JBP-Hillur J. B. PÉIURSSON SF »v.v, v:v.v li iV.V. ;SÍ:Í* án 1 *:$:í m w*; m frambjóöanda í forsetakosningum hafa fariö út um þúfur. Hinn ný- stofnaöi sósíalistaflokkur hefir val ið Gaston Deferre borgarstjóra í Marseille forsetaefni sitt með mikl um meiril.luta atkvæða. — Kunn- ugt mun verða fljótlega um fram boð kommúnistafiokksins. Francois Mitterand, einn af leiö togum róttæku flokkanna tilkynnti í gær, að hann gæfi ekki kost á sér sem forsetaefni. Enn er óvíst hvort Alain Poher, sem gegnir störfum ríkisforseta fram yfir forsetakjör gefi kost á sér sem forsetaefnj miðflokkanna. ÆGISGÖTU 4 - 7 gg 13125,13126 cj: ® Notaiir bílar til sölu Volkswagen 1300 1967 Volkswagen sendiferöabifreiöar árg. ’63, ’64, ’65. Landrover 1962, diesel Landrover 1963, diesel og benzin Landrover 1966 diesel Landrover 1968, benzín Volkswagen og Landrover eigendur. Ef þér eruð í bíla hugleiöingum, þá höfum við bílana og kaupendurna. Sími 21240 HEKLA hf Laugavegi 170-172 MtJ þér Isienzk gólfteppi frói TEPWÍ mviauáfatP Zlltima TEPPAKÚSID Ennfremur ódýr EVLAN teppl. SpariS fíma og fyrirhöfn, og verzfið ó einum stað. ÍSUÐURLANDSBRAUT10. REYKJÁVIK PBOX WiLTON TEPPIN SEM ENDAST 0G ENDAST EINSTÆÐ ÞJÓNUSTA! — KEM HEIM TII. YÐAR MEÐ SÝNISHORN. — TEK MÁL OG GERI BINDANDI VERÐTILBOÐ YÐUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU! NV MYNSTUR, PANTIÐ TÍMANLEGA. Daníe, Kjartansson . Sími 31283

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.