Vísir - 13.05.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 13.05.1969, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þriðjudagur 13. maí 1969. 9 ■ Hann fæddist að Kóranesi í Mýrasýslu fyrir réttum sjötíu og fimm árum. Hann hefur gegnt ótal ábyrgðarstöðum fyrir þjóð sína; verið forsæt- isráðherra og forseti; en nú hefur hann dregið sig í hlé frá opinberum embættum og lifir -kyrrlátu lífi að Aragötu 14 í Reykjavík. ■ Það var mikið vor í lofti í gær, þegar við sótt- um Ásgeir Ásgeirsson heim til að fá hann til að rifja upp fáeinar minningar frá liðnum árum í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis hans. XJann tekur á móti okkur í dyrunum að skrifstofunni, þar sem veggir eru þaktir bók- / urn upp úr og niöur úr. „Jú,“ segir hann. „Viöbrigðin eru eins og ég haföi búizt við. Þótt . el hafi fariö um mann á Bessastöðum, þá fór það eins og ég bjóst við, að nú er ég hér í eigin húsi við eigin búslóð.“ Hann talar hægt og settlega og hugsar orö sín, og hann tek- ur í nefið, og ég er að velta því fyrir mér hvort hann sé ekki síðasti þjóðhöföinginn í heim- inum, sem heldur þeim fyrir- mannlega sið. „Forsetaembættinu held ég að fylgi meira álag en fólk almennt gerir sér grein fyrir,“ heldur hann áfram. „Forseti þarf jafnan aö vera viðbúinn. Við síðustu almennar kosning- ar mátti gera ráð fyrir stjórn- arskiptum og nýrri stjómar- myndun. Ef um slíkt er aö ræða, þarf forseti að vera ná- kunnugur þeim höfuömálum, sem eru á dagskrá með þjóð- inni. Það þarf töluverð umsvif til að fylgjast með þingstörfum og blaðaskrifum — ekki sízt nú þegar þjóðfélagið hefur svo mikla fhlutun um atvinnurejcst- ur, verðlag og kaup." ■ Eru endurminning- ar í vændum? „Þegar menn, sem átt hafa atburðaríka ævi, setjast í helg- an stein, notfæra þeir sér oft tímann til þess að rita endur- minningar sínar. Er endur- minninga að vænta frá yðar hendi?“ Hann verður óræður á svip; kannsk' dálítið kímileitur, og svarar: „Þetta er spurning, sem er ' oft lögð fyrir mig. En um þaö, sém ér -ð mestu ógert, er bezt að tala sem minnst. Þegar ég lít um öxl yfir minn æviferil, er hann býsna fjölbreytilegur og margt væri frásagnarvert.“ Um endurminningar sínar viöhefur hann ekki fleiri orð, svo að við spyrjum, hvort ekki komi stundum þeir tímar, að hann sakni hálfvegis veru sinn- ar á Bessastöðum. „Til þess hefur ekki komið enn þá. Ég hef haft ærinn starfa að koma mér fyrir; raða bók- um og skjölum og úrklippum. En aö sjálfsögðu verður mér oft hugsaö til Bessastaöa eink- um nú að /ori til, þegar krían er að koma í nesiö og æðarfugl- inn að setjast upp. En ég mun bæta mér það upp með ferða- lögum innanlands, ekki sízt til þeirra staða, sem ég er bund- inn frá bamæsku, og er þá fyrst aö telja Mýrarnar vestur og yfirhöfuð allt landnám Skallagríms.“ Minnisstæður persónuleiki. „Mér er hálfilla við að fara í manngreinarálit," segir * út r,Þegar ég lít um öxl á minn æviferil, er hann býsna fjölbreytilegur..(Ljósm. B. G.) 55 Eg var bæði sveita- maður o Iiann, þegar viö biðjum hann nefna einhverja menn, sem séu sérlega minnisstæðir. „Ég hef kynnzt slíkum fjölda manna í öllum landshlutum. stéttum og flokkum, innan lands og utan. Og í þeim hópi er fjöldi ágætra manna og kvenna, og sumir af- burðamenn." „En einhvem ættuð þér þó að geta nefnt?“ „Þá held ég, að ég verði að nefna séra Friðrik Friðriksson. Ég minnist þess með mikilli á- nægju og virðingu, þegar hann kom sfðast til okkar á Bessa- stööum, nfræður og blindur, en ungur f anda og glaðar í guði sínum. Þá minnti ég hann á okkar fyrstu samfundi, þegar ég var bam að aldri, átta eða níu ára gamall, og hann sat með mig á hnénu og skýrði fyrir mér mynd. irnar f „Klods-Hans“, en það er -nii JiTiiaq whj, bezta grinblað, sem ég man eftir. Blindu hans bar á góma, en hann sagði: „Það gerir ekkert til. Ég kann allt utanað, ýmist á íslenzku eða latínu. Allt, sem ég þarf að vita og hugga mig við það.““ ■ Haldgott kosninga- loforð. „Þér voruð ekki ýkjagamall, þegar þér hófuð þátttöku f stjórnmálum?" „Það þótti víst sumum ég ungur við mitt fyrsta framboð 1923, en ég huggaði kjósendur með því, að það mundi lagast með aldrinum." „Þetta kosningaloforð hefur gefizt vel.“ „Já, ég slapp með það.“ „Em einhverjar kosningar yð- ur sérstaklega minnisstæðar “ „Þegar ég var kosinn á þing fyrir Vestur-ísafjarðarsýslu og forsetakosningamar 1952. Kosn- ingabaráttan var með töluvert öðrum brag, þegar ég var að byrja minn stjómmálaferil, heldur en nú tíökast, ekki sízt í einmenningskjördæmum. Þátt- taka í kjörfundum var mikil, og fundir langir og fjömgir. Þetta hefur breytzt við tilkomu hinna nýju og stóru kjördæma sam- kvæmt lögum frá 1959.“ B Sveitamaður og kaupstaðarbúi. „Er það eitthvað sérstakt, sem þér þakkið þann árangur, sem þér hafið náð í lifinu?“ Hann hugsar sig um og svar- ar sföan: „Ég kynntist furðusnemma mörgum landshlutum og stétt- um. Ég var bæöi svéitamaður og kaupstaðarbúi. Á skólaárum mínum dvaldi ég mest vestur á Mýrum, en þó einnig 1 Möörudal á Fjöllum, Vík í Mýrdal og Vestmannaeyjum. Sem biskupsskrifari kynntist ég prestastéttinni. Sem fræðslu- málastjóri kynntist ég kennara- stétt og skólanefndum, og sem bankastjóri kynntist ég at- vinnuvegunum og kjörum ríkra og fátækra. Þessu á ég mikið að þakka.“ Hann lítur á klukkuna, og síöan segir hann: „Eigum viö ekki að fara að segja „amen“?“ Og við kveðjum herra Ásgeir Ásgeirsson, og um leið og við förum. spyrjum við, hvemig honum lítist á hina ungu kyn- slóð, sem er að vaxa upp. „Vel,“ segir hann. „Vel.“ — Þráinn. „Álagið er meira en fólk gerir sér grein fyrir...“ „Um það, sem er að mestu ógert, er bezt að tala sem minnst...“ „Mér er hálfilla við manngreinarállt...“ fara í „Ég slapp með það kosninga- loforð. „Eigum við ekki að-fara að segja „amen*1?" 3s«a n

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.