Vísir - 13.05.1969, Blaðsíða 4
Hárið er bundið saman og burst
að vandlega meö stálvírbursta.
Yandamál sköllóttra leyst!
— Hárið saumað
Nú hafa hinir sköllóttu fengið
nýja von. Þeir geta aftur fengið
hár á höfuðið. Eðlilegt hár, sem
ekki þarf að hafa áhyggjur af að
fjúki burt í golunni.
Svo er spunninn mjór þráður ...
á sársaukalaust
Hárið er einfaldlega saumað
fast. Þessi nýja aðferð kallast á
enska tungu „Perma-Hair“ meö
því að það er varanlegt. Það eina
'.sem þörf er á að gera, er að
snyrta hið eiginlega hár einu
sinni i mánuði.
Þetta er mjög einfalt og ails
ekki sársaukafullt. — En þetta er
ákaflega dýrt.
Gervihárið er saumað fast í það
háv, sem eftir er á höfðinu, og
því minna hár sem eftir er þeim
mun dýrari er aðgerðin, en með
alverð myndi vera um 45 þúsund
krónur.
Fyrsta fyrirtækið, sem fæst ein
göngu við að gera menn hárprúða
á þennan hátt hefur veriö stofn-
að á Wilshire Boulev. í Beverly-^
hæðum i Kalifomíu.
.... sem síðan er saumaður við
hár viðskiptavinarins ...
... og árangurinn kemur í ljós.
MEÐ ÁVÖLUM
„BANA“
BETRI STÝRISEIGINLEIKAR
BETRI STÖÐUGLEIKI í BEYGJUM
BETRI HEMLUN
BETRI ENDING
Veitið yður meiri þaegindi
og öryggi í akstri — notið
GOODYEAR G8,
sem býðuryðurfleiri kosti
fyrirsama verð.
HEKLA HF.
STAL-
jr m m ■ ■ ■ ■■
HUSGOGN
Viðgerðir
og bólstrun,
áklæði
í litaúrvali.
Mjög hagstætt
verð.
Sækjum —
sendum yður
að kostnaðar-
lausu.
SÍMI:
92-2412.
I >
HARÐVIÐARSALAN
ÞORSGOTU 14
SÍMAR:
11931 og 13670.
Þegar konur
afla aukatekna
Gift kona og fjögurra barna
móðir er nú fyrir rétti í Dan-
mörku fyrir að hafa svikið út rúm
lega fimm miiliónir króna. Hún fé
fletti alls ellefu menn, sem gáfu
henni peninga í þeirri trú, að
hún ætlaöi að giftast þeim.
Konan er 44 ára gömul og byrj
aði þessa starfsemi sína árið 1963
til þess að drýgja tekjurnar. Hún
.............i......../..............
hafði einstaklega gott lag á ást-
mönnum sínum, sendi þeim gaml
ar myndir af sér og orti til þeirra
hugþekk ástarljóð, um leið og
hún fór hógværlega fram á, að
þeir sendu henni peninga.
Ef konan verður sek fundin, er
í mesta lagi hægt að dæma hana
í átta ára fangelsi, fyrir að hafa
svikið út þessar fimm milljónir.
qjimim
* * *
^ *
*spa
Spáin gildir fyrir miðvikudaginn
14. maí.
Hrúturinn, 21. marz—20. apríl.
Þetta verður að öllum líkindum
góður dagur, og þú skalt reyna
að notfærá þér það, einkum
hvaö snertir peninga og viö-
skipti. Gagnstæða kynið veldur
þó ef til vill nokkrum áhyggj-
um.
Nautið, 21. apríl—21. maí.
Eitthvað er það, sem þú hefur í
undirbúningi, og talsvert velt-
ur á, en láttu það samt ekki
vitnast um of, þú getur átt allt
undir því, áð þú þurfir ekki að
treysta á þagmælsku annarra.
Tvfburamir, 22. maí til 21. júní.
Peningamálin veröa vafah'tiö of
arlega á baugi og valda þér
nokkrum áhyggjum. Reyndu
samt að ná samningum viö
skuldunaut þinn, þá yrði allt
auðveldara við að fást á eftir.
Krabbinn, 22. júní til 23. júlí.
Það verða aö öllum líkindum
einhver átök í námunda við þig,
sem snerta þig að vísu ekki
beint, en hafa þó einhver áhrif
á aðstöðu þína og ef til vill sam-
búðina við þína nánustu.
Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst.
Gagnstæða kyniö veldur nokkr
um áhyggjum í dag að þvi er
virðist, en taktu það ekki of al
varlega. Einbeittu huganum að
tækifærum, sem þér kunna að
bjóðast á öðrum sviðum.
Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.
Það litur út fyrir að þetta verði
góður dagur, og ættirðu aö taka
hann snemma og notfæra þér
það eftir beztu getu. Farðu samt
gætilega ,í peningamálum og
samningum, sem snerta þau.
Vogin, 24. sept til 23. okt.
Notadrjúgur dagur, og ekki ó-
sennilegt aö þú fáir fréttir, sem
gera þig öruggari í ákvörðun-
um. Þegar líður á daginn er
sennilegt að gagnstæöa kynið
valdi einhverjum erfiðleikum í
bili.
Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.
Gættu þess aö annarlegar sveifl
ur í skapgerö þinni valdi þér
ekki erfiðleikum í umgengtd við
aðra. Segðu ekki allt, sem þig
langar til að láta fjúka, það
gæti komið sér illa eins og er.
Bogmaöurinn, 23. nóv. til 21. des
Þú kvíðir einhverju, að þvf er
virðist, en þó mun það að miklu
leyti að ástæðulausu. Dagurinn
ætti aö verða þér notadrjúgur,
einkum hvað peningamál og at-
vinnu snertir.
Steingeitin, 22. des. til 20. jan.
Það er ekki ólíklegt, að þér
finnist heldur lítiö tillit tekið til
þín, en í rauninni ættirðu að
fagna því, þá gefst þér betra
næði til að koma áhugamálum
þínum í framkvæmd.
Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.
Lausnin á einhverju, sem þú ert
að glíma við, er nærtækari en
þú heldur, og ef þú gefur þér
tóm til að svipast um, fer varla
hjá því að þú komir auga á
hana.
Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz.
Það getur öllum yfirsézt, og eng
in ástæða til að láta hugfallast
þótt eitthvað smávægilegt hefði
mátt betur fara. Geröu þér hlut-
lausa grein fyrir öllum aðstæð-
um, þá sérðu það.