Vísir - 13.05.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 13.05.1969, Blaðsíða 13
VERKTAKAR - VINNUVÉLALEIGA Lollpressur - Skurðjjröiur hrauar AXMINSTER „A1 á öll gólf. AXMINSTER „ROGGVA' eru teppi hinna vandlótu. AXMINSTER býSur kjör við allra hœfi. GRENSÁSVEGI 8 - SÍMI 30676. VI S IR . Þriðjudagur 13. maí 1969. Fíestir haía áhuga á spikinT! J|itté#íGöúi Virk þátttaka eldra fólks i félagslifi Tónabæjar ll/Targir litu viö á Miklubrautinni viö Lönguhlíð s.l. miðvikudag litlu fyrir nón. Þar gaf á að líta fjölda virðulegra eldri íbúa borg- arinnar á hraðri leið í skemmtistað unga fólksins Tónabæ. Þama vom á ferð væntanlegir þátttakendur í starfi því sem þar er að hefjast fyrir unga fólkið af eldri kynsíóð- inni. Þegar inn í anddyri Tónabæjar kom barst mót gestum margradda kliður þegar hópur viðmótsþýðra kvenna tók á móti fólkinu og ekki sfzt þegar gamlir málkunningjar, sveitungar og vinir fundust á ný. Samkomusalurinn var óðum að fyllast. Plötusnúðurinn sem ómiss- andi er í skemmtistað unga fólksins sat í bás sinum og sendi þýöa tóna um salinn. Vísir leitaði frétta af starfsem- inni hjá Eggerti Ásgeirssyni sem er f nefndinni, sem sér um undir- búning starfseminnar. — Starfsemin er mun betur sótt en við bjuggumst við. Þátttakend- umir hafa tekið starfseminni mjög vel, andrúmsloftið er fullt af bjart- :Jni og allir vænta sér mikils af því sem þama mun fara fram. Fyrstu þrjú skiptin era nánast 'kynning með skemmtidagskrá. Þá fer fram skoðanakönnun á óskum og áhugamálum þátttakendanna. Nú er úrvinnsla könnunarinnar í gangi. Mjög margir hafa svarað, virðast flestir hafa áhuga á spilum, en einnig hafa margir óskað að taka þátt í ýmsum föndurgreinum, námshópum og smáferðalögum. — Hópur sjálfboðaliöa hefur að- stoðað við skemmtanirnar, einkum úr safnaöarfélögum, Rauða kross- inum og samtökum eldri skáta. Hafa> þeir h'att' mikla ánægju af starfjnu og hefur þaö orðið til þessjaö enn aðrir hafa boðiö fram hjálpT t.d. 40 nemendur úr Mennta- skólanum við Hamrahlíð sem flytja . niunu. skemmtiefni á mið- vikudaginn. — Helena Halldórsdóttir hefur verið ráðin til að stjórna áfram- haldandi starfi. Má segja að það sé mjög vandasamt að koma þessu öllu heim og saman margar eru ósk irnar sem samræma þarf og mikill 'fjöldi fólks þarf að leggja hönd á plóginn, t.d. sem leiðbeinendur ef takast á að koma til móts við sem flestra öskir. — Stemmningin hefur verið mjög góð og fer batnandi. Menn 'lesa blöðin sem liggja frammi, aðrir rabba saman. Þaö gladdi okkur mjög hve margir sátu allt til loka á miðvikudaginn var. — Ég held aö reynslan verði sú sama hér og í grannlöndum okkar að nánari kynni af áhuga- málum eldra fólks kollvarpi ríkj- andi hugmyndum um hugsunarhátt þess og áhugamál. Eldra fólk hefur ekki meiri áhuga á þjóöháttum og rímnakveðskap almennt, en viö sem nokkru yngri erum. Það hefur mjög svipuð áhugamál og afkom- endur þess og yngra frændfólk, það leitast margt við að hafa þau til að bilið milli þess og þeirra, sem yngri eru gliðni ekki. — En ýmsir af þeim eldri hafa við erfiöleika að stríða, því það eru mikil viðbrigði og erfiður tími þeg- ar fólk hættir sínu ævistarfi og fer á eftiriaun. Það þyrfti að búa fólk betur undir þau þáttaskil í lífinu. — Næsta skemmtun verður á morgun (miövikudag) og mun þá m. a. Guðmundur G. Hagalín tala og hópur nemenda úr Menntaskól- anum f Hamrahlfð skemmta eins og áður sagði. — Aðgöngumiðar verða afhentir aö Frfkirkjuvegi 11 frá kl. 2—8. Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar YOKOHANÁ Skaðvaldiirinn mikli Ohugnanleg ásjóna á auglýs- ingamynd í einu dagblaðanna vakti athygli margra, en ásjóna þessi var ímýnd reykingamanns ins. Þetta er kápumynd á fræðsluriti eftir Biama Bjama- son lækni og formann Krabba- meinsfélags íslands. Ritið heitir „Heilsa þín og sígarettumar“. Ritinu á að dreifa í skóium til fræðslu og til að vekja athygli á hinni miklu og voveiflegu hættu, sem stafar af mikilli notkun tóbaks. Með þessari viðvöran gengur læknir fram fyrir skjöldu og bendir á hina miklu héiisufars- iegu hættu, en það ættu fleiri læknar að gera. Vonandi eiga fleiri læknar eftir að iáta til sín heyra í baráttunni gegn tóbak- inu. Það er iðulega bent á, að neyzla feitmetis og sykurs geti verið skaðleg, og því vilja Iækn- ar fá fólk til að þreyta ýmsum neyzluvenjum. En því eru marg- ir þeirra þá svo hægfara f bar- áttu sinni gegn tóbaki? Er það af því að þeir geta ekki hætt að reykja sjáífir? Tóbaksreykingar eru ekki neitt nýtt fyrirbæri, en hitt er nýrra, að mjög ungt fólk, jafn- vel niður fyrir -fermingaraldur byrji tóbaksnotkun. í því iigg- ur mesta hættan, því mjög ung börn era auðvitað næmari fyrir skaðsemi eitursins. Hið lúmska við tóbakið er, að skaðsemin á heilsuna kemur ekki fram fyrr en löngu seinna, en. þá venjulega sem ósigrandi sjúkdómúr. Það er þetta sem er kannski það hættuiegasta, að á- hrifanna gætir ekki strax, þvi annars mundu hinir ungu neyt- endur gera sér betur grein fýrir illum afleiðingum strax. Heilbrigðisyfirvöld ættu að taka röskari afstöðu til tóbaks- ins. Þau ættu að kanna helztu niðurstöður varðandi rannsókw- ir á skaðsemi tóbaks og trtrta niðurstöður. Það er nefnilega of boðsieg andstæða fólgin f því, þegar milljónum er varið til sjúkrahúsabygginga og heiisu- gæziu, þegar fólk svo í dagleg- um lifnaðarvenjum almennt stuðlar að því að eyðileggja heilsu sína. Það þarf að leggja meiri drög að því, að sem fæst- ir þurfi á sjúkrahúsum að halda. Það þurfa fleiri aö taka undir með Bjama lækni gegn tóbak- inu, þar sem gera verður ráð fyr ir að niðurstöður rannsókna sem birtar hafa verið séu réttar. Til dæmis ætti okkar, að mörgu leyti ágæta sjónvarp, að sýna að nýju fræðslukvikmynd um skað- semi tóbaks, sem sýnd var á fyrstu mánuðum sjónvarpsins. Það var áhrifamikil mynd, sem kynni að gera gagn. Einnig þarf að afla nýrra mynda, því víða er fariö að framleiða slíkar fræðslumyndir af illri nauðsyn. Kannski er einnig tímabært, að okkar ungu kvikmyndamenn, sem margir sýna sig að vera ágætir, fái að spreyta sig á að gera kvikmynd um skaðsemi reykinga. Styrkir til kvikmynda gerðar gætu verið veittir með til liti til að framleidd yrði slík mynd. Það er mjög þýðingarmikið að læknar taki opinbera og al- menna afstöðu til slíks vanda- máls, og einnig er nauðsynlegt að áhrifamikill fjölmiðlari eins og sjónvarpið ieggi sitt af mörk- um. Þrándur í Götu. fökum að okkur hvers konar mokstui og sprengivinnu i húsgrunnuin og ræs- um. Leigjum ít loftpressui og víbra- úeða. — Vélaleiga Steindórs Sighvats- sonai Álfabrekku við Suðurlands- -iraut simi 30435 Tðicum að okkur alls konar framkvœmdir bœði í tíma-og ákvœðisvinnu Mikil reynsia í sprengingum LOFTORKA SF. SÍMAR: 214 50 & 30190 LIV PANTI-HOSE LIV-sokkabuxurnar eru ótrúlega endingargóðar, þær fást víða í tízkulit, og þremur stærðum. Reynið þessa tegund. LlV-sokkabuxur kosta aðeins kr. 112/70 Heildsala ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO H/F Sími 18700 mm þa mmiáro ■ B AÐALSTOÐIN KEFLAViK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.