Vísir - 14.05.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 14.05.1969, Blaðsíða 1
NAUTHOLS- VlKIN LAÐAR Sól fer hækkandi meö hverjum deginum, sem líður og æskan er farin að ókyrrast á skólabekkj- unum. Nokkur ungmenni stóðust heldur ekki mátið í gær og röltu Stórbruni í nótt í Tromsö, í Noregi Stórbruni varð í nótt í Tromsö i Noregi, stór- bæjarhiuti er í rúst- uni og tjón áætlað 50—100 milljón- norskra króna. Eldurinn kom upp klukkan 2 í lótt að staðartíma og breiddist svo 'iratt út, að við ekkert varð ráðið, og helzt útlit fyrir, að sprengja þyrfti í loft upp heilar húsaraðir til þess að hindra útbrelðslu elds- ins. Klukkan hálfsjö að staðartíma hafði eldurinn breiözt yfir svæöi sem var helmingi stærra en svæði, sem allt var brunnið á einni og hálfri klukkustundu áður. Vöruskemmur, verzlunar- og skrifstofuhús og Iveruhús hafa brunnið, i fjörum hverfum er allt i rúst, og er þetta mesti eldsvoði í sögu bæjarins. Slökkviliðið lagði sig í mikla hættu, við að ná gashylkjum úr vöruskemmum við höfnina og 10. síða. suður í Nauthólsvík til þess að sleikja þar sólskinið og busla í sjónum, eins og ungmeyjarnar hér á myndinni — Lára Péturs- dóttir og Anna Rut Antonsdótt- ir. — Þótt hitamælirinn í forsæl- unni hefði sýnt um frostmark um morguninn, tók enginn mark á slíku. í skjóli Ieið mönnum eins og á sólríkum sumardögum. Fundu tómur áfengisflöskur í kussutuli í klúbbnum ■ 117 tómar átengisflöskur fundust í Ásaklúbbnum, þegar lögreglan kom þar til eftirlits í fyrrakvöld, en áður hafði óeinkennisklæddum lögreglumönnum verið mein- að að koma inn í klúbbinn. ■ Eins og háttur er lögregl- unnar, sem sendir óein- kennisklædda menn til eftir- lits á kvöldum í veitingahús- unum. voru lögreglumenn sendir í Ásaklúbbinn á mánu- dagskvöld, en dyraverðir meinuðu þeim inngöngu. Saksóknari lætur senn til skarar skriða gegn næturfílúbbunum Ásaklúbburinn hefur starfað um alilangt skeið, án þess að yfirvöld hafi amazt við starf- semi hans, þótt að vísu hafi lengi leikiö grunur á því, að þar færi fram ólögleg sala á- fengis. Yfirvöldin hafa þó aldrei getað staðiö starfsfólk klúbbsins að slíku. Þegar óeinkennisklæddu lög- reglumönnunum var neitað um inngöngu, var því ekki unað af hálfu lögreglunnar og var hóp- ur einkennisklæddra lögreglu- þjóna sendur á staðinn, til þess að greiða götu eftirlitsmann- anna, Var þá lítil mótþrói sýnd- ur, enda ólíklegt, að það hefði tjóað neitt. Fannst ekkert, sem vert þótti að hafa afskipti af, nema 117 tómar flöskur undan áfengi, sem lögreglan hafði með sér á brott. Rannsókn á rekstri og starf- semi næturklúbbanna hefur nú staöið yfir í nokkrar vikur, en sakadómari hefur fyrir stuttu sent saksóknara ríkisins mál fjögurra klúbbanna til athugun- ar. » ,,Athugun á málum þessara fjögurra næturklúbba stendur nú yfir hér hjá embættinu, en væntanlega lýkur henni í þess- ari viku,“ sagði Bragi Steinar- son, fulltrúi saksóknara, þegar blaðamaður VÍSIS innti hann eftir því, hvað liöi gangi máls- ins. Bragði sagði rannsókn á fimmta klúbbnum ekki vera lokið, eftir því sem hann frekast vissi. Minkurinn hefur sigruí! — Aðeins formleg atkvæðagreiðsla eftir • Minkurinn hefur loksins '"rað á Alþingi. Hann vann at- kvæðagreiðslur við aðra um- ræðu í niðri deild, og nú er að- eins eftir formleg atkvæða- greiðsla eftlr þriðju umræðu, til Milljarður úr sjó -1EILDARAFLI bátaflotans var í lokadag farinn að nálgast 200 ' úsund lestir og verður þessi vertíð fyrirsjáanlega einhver mesta aflavertíð, sem sögur fara '’f hér á landi. — Verðmæti afl- ">ns unn úr sjó er gróflega reikn- að orðið um það bil einn millj- arður. Lokatölur frá verstöðvun- ■m liggja hins vegar ekki fyrir hinn eiginlegi lokadagur, þó að cvrr en þ. 15., sem er nú orðinn H. maí beri það nafn á alman- -kinu. Mestur hluti þessa afla hefur özt við Suðurströndina, en þar var sem kunnugt er mjög mikil og ’ ’ngvarandi aflagengd í marz og "nríl. Muna menn til dæmis ekki aðra eins vertíð í Grindavík, Þor- ’ 'kshöfn, Eyrarbakka og Stokks- eyri, en á þessum stöðum öllum hefur aldrei annar- eins afli komið á land á einni vertfð. Togveiðiaflinn við Norðurland .hefur einnig sett stórt strik í reikninginn. Heildarafli vertíðarbátanna var um síðustu mánaðamót orðinn 181.364 lestir við síðustu mánaða- mót, en var á sama tíma i fyrra 156.079 lestir. Togaraaflinn er mjög svipaður og hann var í fyrra, en hins vegar veiddust 166 þúsund tonn af loðnu í vetur sem kunnugt er og er það meira en nokkru sinni áður. — Síldveiöi er hins vegar lítil sem engin í vetur. Eftir því sem sjómenn segja er mun betra mat á aflanum í vetur i en oft áður og netatjón varö ekki | eins tilfinnanlegt og í fyrra, þó aö , óskaplegt tión yrði á veiðarfærum um bænadagana, — Otkoman ætti | því að vera tiltölulega góð eftir hessg metvertið Milljarður upp úr sjó — Sjá bls. 9 þess að loðdýrafrumvarpið verði samþykkt sem lög frá Alþingi. Línurnar eru skýrar, 24 þing- manna studdu minkinn í gær og 16 voru á móti. Frumvarpið hef- ur áður verið samþykkt með yf- irburðum í efri deiíd. Helzt er búizt viö, að lokaum- ræðan verði í dag. Samkvæmt frumvarpinu veröa minkabú leyfð á ný, en strang- ar reglur verða um útbúnað þeirra. Skal vera þreföld vörn, vírnets búr með hreiðurkassa, dýrheldur I skáli á steyptum ramma og dýr- : held ytri giröing. Landbúnaðarráðuneytið veitir ■ leyfin. Kunnáttumenn meö minnst i 1 árs reynslu skulu veita búunum I forstöðu. f umsóknum skal greina j frá gerð búranna, dýrunum, fjár . málum og öllum rekstri. Ráðuneyt : ið Ieitar umsagnar veiðistjóra. — Allt er gert til þess að loðdýravarzl | an verði sem öruggust. Þingmenn hafa snúizt. Frumvörp um loðdýrarækt hafa komið fram á Alþingi um Iangt árabil, en ekki náð fram að ganga fyrr en nú. Fjölmargir þingmenn hafa skipt um skoðun, jafnvel við umræðurnar á þingi nú. Telja þeir, að nú geti umbúnaður minkabúr- anna veriö mildum mun betri en var með fyrri tækni. 10. síða. A/SAAAA/VWWWWWWWWWWVWWVWWWN ,Eins og þruma úr heiðskíru lofti ' — Grétar Oskarsson sögulega ferð ■ — Ég ætla að taka það ró- lega til að byrja með, sagði Grétar Óskarsson verkfræð- ingur, loftferðaeftirlitsmaður Flugmálastjómar í viðtali við Vísi í morgun, en Grétar kom heim s.l. föstudagskvöld eftir allsögulega ferð til Banda- ríkjanna. Eins og komið hefur fram í fréttum varö Grétar fyrir hnífs- stungu, sem negri veitti honum meðan Grétar beið af sér rign- ingarskúr á götuhorni í New York. — Þetta smákemur allt sam- an, segir Grétar um heilsufar sitt. Eftir helgina hef ég komið við á skrifstofunni og séð bunk- ann á boröinu mínu verða stærri og ■- erri, en það er ekki hlaup- iö að því að hafa verið nærri því dauöur og taka svo til starfa ■ aftur af fullum krafti. — Þetta gerðist eins og þruma kæmi úr heiðskíru lofti, segir Grétar ennfremur um atburöinn. kominn heim eftir til New York Grétar er alvanur því að ferð- ast til ýmissa stórborga í sam- bandi við starf sitt og fer m. a. oft til New York. Hvemig lízt honum á þá tilhugsun að fara þangað aftur? — Þetta er eins og öfugt við það aö 'vinna í happdrætti, segir hann kíminn, annars er þetta oröinn svoddan glæpastaður New York, borgin hefur tekið miklum brevtingum jafnvel frá því fyrir 2—3 árum og þeir, sem voru þar fyrir 20 árum sjá stóran mun á borginni, hvaö hún hefur farið versnandi, en þar er nú alls konar ruslaralýð- ur. Þetta eru negrar og alls kyns fólk í þjóðfélaginu, sem hefur orðið útundan, eiturlyfjaneytend ur og fleiri. Maður sér það eink- um niðri á Manhattan, það ætti að vera ósköp venjulegt fólk þar sem ég var staddur, þegar þetta gerðist, en það er eins og þetta flæði yfir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.