Vísir - 14.05.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 14.05.1969, Blaðsíða 4
Flækingseyra Alec Graham, fertugur, týndi eyranu í áflogum í bjórkrá, en það fannst svo aftur og var saum að á sinn stað — eftir nokkurt þóf þó. Þannig var, að eyrað var rif- ið af honum í slagsmálum í bjór- stofunni í Hálfmána-hótelinu í út hverfi Lundúnaborgar. „Það var ekkert alvarlegt — bara smá- tusk“. sagði hótelstjórinn. „Annar náði haustaki á hinum og áður en nokkur vissi af, lá eyrað í ryk- inu á gólfinu. — Nú ég hirti þaö upp og sagði: Þú gætir reynt að fá það saumað fast á sinn stað. En Alec Graham hló bara og fleygði eyranu út i hom. Hótel- stjóranum þótti ilia farið með — annars ágætis eyra, og sótti það og geymdi, ef ske kynni að Gra- ham sæi sig um hönd. Þegar komiö var með eyrað heim til Grahams, fieygði hann því óðara í öskutunnuna, en kona hans fékk talið hann á aö fara á slysavarðstofuna. Seinna sótti lögreglan eyrað í öskutunnuna og var bað saumað á sinn stað. BETRI STÝRISEIGINLEIKARí BETRI STÖÐUGLEIKI í BEYGJii.M! BETRI HEMLUN 5 BETRI ENDING ‘ Veitið yður meiri þaegindi og öryggi í akstri — notið GOODYEAR G8, sem býður yðurfleiri kosti fyrir sama verð. 1 * S' IHEKLA HF. Hefur Liz Taylor leikið sitt síðasta hlutverk? Liggur jbungt haldin á sfíkrahúsi / Kaliforniu Elizabeth Taylor hefur verið lögð inn á sjúkrahús í Los Angel es, þar sem hún liggur nú svo þungt haldin, að móðir hennar og bömin víkja ekki af sjúkra- húsinu eitt andartak. „Ég er hræddur um, að þetta tákni, að Liz verði að segja skil- ið við kvikmyndaleik“, segir eigin maður hennar, Richard Burton. Þessi dáða og heimsfræga leik- kona hefur fengið alvarlegan sjúk döm í bakið — jafnvel lömun. Fréttin um veikindi hennar hef ur vakið feikilega athygli og margir velta vöngum yfir því, hvað að leikkonunni gangi, en það hefur ekki verið upplýst. — Amerísk blöð telja, að sjúkdóm- urinn sé krabbamein, og franskt blað skrifar, að svo slæm sé leik- konan orðin í baki, að hún verði að liggja í sérstökum spelkum. Enginn vafi er á því, að eitt- hvað er það alvarlegt, því fjöl- skylda hennar víkur ekki frá sjúkrabeði hennar. Lögfræðingur hennar hefur einnig verið kvaddur á hennar fund til þess að ganga frá erfðaskránni. Richard Burton hefur vísað á bug öllum getgátum um, að Liz sé haldin krabbameini. Elizabeth Taylor, sem hóf ieik- konuferil sinn aðeins 9 ára gömul og er í dag líklega hæstlaunaða leikkona í heimi, hefur oftsinn- is á lífsbraut sinni orðið fyrir erfiðum veikindum. Meðan á töku myndarinnar Kleópötru stóð fékk hún lífshættu legan lungnasjúkdóm og seinkaði töku myndarinnar svo, að kvik- myndafélagiö tapaði tugum millj- óna króna. ••••••••■•••••••••••••• Þyrlur slökkva skógarelda Þetta, sem hangir neðan í þyril ýængjunni á myndinni, er ker fullt af vatni, sem ætlazt er til, að skvett verði á skógarelda og þeir nota, skógarverðirnir í Ore- gon í Bandaríkjunum. Þessi útbúnaður hefur reynzt þeim svo vei, að annars staðar, þar sem menn eru sífellt þjakaðir af ótta við skógarelda. hafa menn Bú i huga að verða sér úti um svipuð áhöld. Gjósi upp eldur í skóginum ein hvers staðar, þar sem erfitt er að komast að honum með slökkvi tæki, er þyrlan send á staðinn. Flugmaðurinn lætur hana sveima yfir eldinum og með sérstökum útbúnaði getur hann tæmt inni- hald kersins yfir eldinn. Kerið tekur um 450 gallon. Síðan flýgur hann þyrlunni til næsta vatns, dýfir kerinu niður og fyllir það aftur. Á með- an eru aðrar þyrlur að losa inni- hald sinna kerja og skvetta á eld- inn. Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 15. maí. Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Farðu gætilega í orði einkum heima fyrir, annars er hætt við einhverju ósamkomulagi, sem haft getur áhrif á störf þín. Farðu gætilega og verzlaðu sem minnst. Nautið, 21. apríl—21. maí. Leitaðu ekki um of skemmtana, einbeittu þér því meir að vinnu þinni. Þrátt fyrir ískyggilegt út- lit áttu góð tækifæri, ef þú læt ur ekki annarleg sjónarmið villa um fyrir þér. Tvíburamir, 22. maí—21. júní. Kannski gerir einhver sennilega sem þú þekkir ekki nema lítið eitt, þér góðan greiða í dag. Eða éitthvað gengur mun betur en þú gerðir ráð fyrir, eða þorðir að vona. Krabbinn, 22. júní—23. júlí. Hrós þykir flestum gott, en at- hugaðu hvort þar kunna ekki önnur sjónarmið að ráða, og Iáttu slíkt ekki verða til þess að þú semjir af þér í sam- bandi viö starf þitt eöa við skipti. Ljónið, 24. júlí—23. ágúst. Það lítur út fyrir að þú hafir meira en nóg í að snúast og margt að hugsa, einkum seinni hluta dagsins. En láttu það samt ekki verða til þess, að þú hugsir ekki vel um allar ákvarðanir. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Það er ekki víst að þú hittir vel á i sambandi við mann, sem þú þarft að ræða við mikil- vægt mál. Aö öllum líkindum •••••••••••••••••••••• yrði betra fyrir þig að draga • það þangað til á morgun. • Vogin, 24. sept.—23. okt. J Stirðlyndi einhvers, sem er þér • nákominn, eða þú kemst ekki • hjá aö umgangast getur orðið til • þess að þú afkastir ekki eins • miklu og þú geröir ráð fyrir. J ■Við því virðist ekkert að gera. S Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Þú hefur í mörgu að snúast í • dag, og ef til vill er nokkur J hætta á að þú hugsir ekki á- • kvarðanir þínar nógu vel. Var- • astu alla fljótfærni í peningamál J um, einkum ef þú kaupir eitt- • hvað. • Bogmaöurinn, 23. nóv,—21. des. • Dagurinn getur orðið dálítið • undarlegur, það sem þú hélzt J auövelt, reynist illframkvæman- • legt, annað, sem þú gerir þér * litlar vonir um, tekst mun betur • en þú bjóst viö. • Steingeitb •; 22. des,—20. jan. • Annríkisdagur, en hætt við að • árangurinn verði ekki að sama a skapi. Gagnstæöa kynið virðist • geta valdið þér einhverjum á- • hyggjum, það er eins og þú vit- * ir ekki hvað segja skal. • Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. ® Það lítur út fyrir að einhver J frestur sé úrunninn fyrr en var- • ir, og þú hafir nauman tíma. * Láttu það samt ekki verða til • þess að þú takir mikilvægar á- • kvarðanir í fljótfærni. • Fiskarnir, 20. febr,—20. marz. • Það lítur út fyrir að þér gangi * illa að halda samkomulagi við • einhverja aðila, sem þú átt eitt • hvað til að sækja í sambandi J við störf þín. H-iItu samt fast • fram þínum málsíað. •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.