Vísir - 14.05.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 14.05.1969, Blaðsíða 16
INNRÉTTINGAR SIDUMÚLA 14 - S'lMI 35646 Gerir alla ánægða Miðvikudagur 14. maí 1969. BOLHOLTI 6 SlMI 82143 netwnu IAUGAVECI 178 SýSkUmaður afvopnar bændur á Snæfellsnesi Hrognkelsastyrjöld i Grundarfirði. Bændur hafa i hófunum hvor vib annan D Hálfgert styrialdarástand hefur ríkt á milli landseta iarðanna Setbergs og Vindáss í Grundarfirði. Þar hefur kom ið upp mikil og hatröm deila um hrognkelsaveiði á f.iörum Setbergslands. Bændur hafa tekið upp net hvor fyrir öðr- um og haft í hótunum. Gekk annar bændanna svo langt að hann hótaði í áheyrn hrepp- stjóra og sóknarprests í Grundarfiröi að nota byssu- hólkinn sinn á andstæðing- inn, ef hann léti sig ekki. Þegar svo var komið sá sýslu- maður Snæfellinga ekki annað ráð vænna en afvopna mennina og fór hann nú um helgina út í Grundarf.iörð og tók skotvopn af landsetunum báðum. Þannig eru mál með vexti að Vindás er útibú frá Setbergi, sem er kirkjujörð og á því Set- berg allan rétt á fjörunni. — Hins vegar hefur bóndinn í Vindási fyrir sér leyfi frá fyrr- verandi sóknarpresti á Setbergi til hrognkelsaveiði, enda hafi sá réttur viðhaldizt í meira en 50 ár. Setbergsbóndi hefur hins veg- ar ekki notað sér veiðiaðstöð- una fyrr en núna, Þessar deiiur munu væntan- lega leysast, þar sem fyrir dyr- um stendur að gera endurskipti á jöröunum. Auk þess mun ábúð annars bóndans ljúka að vori. Verður því væritanlega vopna- hlé samið innan tíðar í þessari hrognkeisastyrjöld í Grundar- firði. A/VWWWWSAAAA/WWV X Afram- haldandi þóf Það var ekki að sjá, að veður- blíðan hefði haft mikil áhrif á deiluaðiia á sáttafundinum í gær. Þófið í vinnudeilunum hélt áfram og varð fundurinn án árangurs. I dag hefur veriö boðað til fundar kl. 5. Fundirnir eru nú komnir nokkuð á fjóröa tuginn og óséö fyrir endann á deilunni. Miðlunartilboð aðila síðustu daga hafa skýrt málin en tals- vert ber á milli eins og fram hefur komið. Þessir samningar hafa nú þegar verið með þeim iengstu, sem Islandssagan kann frá aö greina. Samningarnir hófust í kulda vetrarins, en nú er allt í einu komið sumar. Kostar 100 þúsund að reka smábíl — áður en bensinið hækkar, segir FIB ■ Flestir gera sér grein fyrir því, að einkabifreið á íslandi er enn „Iúxus“, þó að meira en hálf öld sé nú liðin síðan Ford gamli hóf aS framleiða I fjöldafram- Ieiðslu fyrir almenning. Þeir eru þó furðumargir, sem vilja veita sér þennan „lúxus“, en ekki er víst, að þeir væru jafnmargir, ef allir settust niður og reiknuðu nákvæmlega út, hvað það kostar að reka bifreifi:1 úni <1 'f'r'ii • ■. ■ Félag ísl. bifreiða hefur nú gert þetta, en þeir taka til viömiðunar rekstrarkostnað Volkswagen 1300, árgerð 1969, eins og rekstrarkostn aöurinn er er miöað við 1. maí, þ.e. áður en bensínverðiö verður hækk- að úr 11 kr. í 12 kr. a. m. k. Nýr Volkswagen 1300 kostar nú 234.500 kr., en afskriftir af því veröa 31.657.50 kr. á ári. Bensín- kostnaður er 19.360 (meðalakstur 16 þús. km.). Smurning 2.000 kr., Mæðrablómið selt fyrir einstæðar mæður RAMRÉTT HÖND SÁTTASEMJARA. Torfi Hjartarson, sátta- æmjari, til hægri, heilsar Eðvarði Sigurðssyni, formanni Dags- rúnar, er þeir ganga til fundar Þórshamri í gær. Rauða rósin, verður seld sam- kvæmt venju á Mæðradaginn, sem að þessu sinni ber upp á uppstign- ingardag. Ágóði rósasölunnar, sem | Mæðrastyrksnefnd stendur fyrir rennur allur til hvíldarheimilisins I að Hiaðgerðarkoti í Mosfellssveit. Þar dvöldust 53 einstæðings- 1 mæður með alls 135 böm s.l. sumar. hjólbarðar 6.050 kr., varahlutir 10.000, viðgerðir 9Æ00 kr., ábyrgð- artrygging 4268 (með 40% afslætti) kaskótrygging 4.020 (með 3000 kr. sjálfsábyrgö), bifreiðaskattur 1.316 kr., útvarpsgjald 900 kr., meðal- vextir af fjárfestingunni 9.250 kr. og ýmislegt 2.000 kr. — Saman- dregið gerir þetta 100.421.50 kr. — Það er ekki vfst að allír hinir 37.009 eigendur fólksbifreiða hér á landi geri sér grein fyrór þessari háu kostnaðartölu, enda kemnr dæmiö kannski ekki alveg svona út vegna sífelldra verðhækkana. Það skal tekið fram, að stsem „lúxus“-bifreiðar kosta auðvffcað að sama skapi meira á ári, sem þær eru dýrari í innkaupi og eyðsl«frek- ari. Þessar tölur eru miðaðar vfðsam- felldan rekstur í 7 ár og kostnaðar- tölur færðar trl meöaitate. IV erður Olafur Jóhannes- son sviptur þinghelgi? Svo að sjónvarpsmenn geti höfðað meiðyrðamál „Þær aðdróttanir hr. Ólafs Jóhannessonar I sameinuðu bingi, að við, þ. e. fréttamenn siónvarpsins, séum „undir ó- efililegum áhrifum frá æðri stöðum“ og að ráðherrar hafi komið í sjónvarp „bæði af ó- eðlilegum og eðlilegum til- efnum“, teljum við grófar oer sónulegar móðganir við okk- ur sem fréttamenn og opin- bera starfsmenn“. Þetta segir í yfirlýsingu frá fimm fréttamönnum sjónvarps- ins vegna síðasta innleggs for- manns Framsóknarflokksins í „sjónvarpsmálinu“ svokallaða. Fréttamennirnir vitna síðan í skrif prófessorsins um það hversu auðvelt er að fá alþingis menn dæmda fyrir ummæli sín á þingi, en eins og skýrt var frá í Vísi í gær, skorar for- maðurinn á sjónvarpsmenn að höfða meiðyrðamál gegn sér. í bók Ólafs, Stjórnskipun íslands á bls. 233 segir: „Þing helgin er í því fólgin, að alþing ismaður verður ekki krafinn reikningsskapar utan þings. Samkvæmt því er höfðun meið yrðamáls, hvort heldur er af hendi ákæruvaldsins, eða ein- staklinga, útilokuð, nema leyfi þingdeildar komi til.“ Um þau leyfi segir seinna í bókinni: „En reyndin hefur samt orðið sú hér sem annars staðar, að þingið hefur verið tregt til slíkra leyf isveitinga.“ Ummæli Óiafs Jóhannessonar á Alþingi standa því, nema sá sjaldgæfi atburður yrði, að þing ið svipti hann þinghelgi, segja sjónvarpsmenn, en taka fram, að kannski yrði hægt að fá hann dæmdan fyrir dómstóli, þar sem hann endurtók ummæli sín á prenti í gær. 160-170 vitja garðlönd Mikil aðsókn er nú að garðlönd- um þeim, sem Reykjavikurborg út- hlutar. Milli 160—170 manns létu skrá sig á biðlista fyrir garðlönd- um fyrir 1. maí, en þá var hætt að skrifa niður á listann. Garðyrkjustjóri skýrði frá því í viðtali við blaðið i morgun, að hann byggist við að allir þeir, sem Var mæðrunum skipt í hópa og ; hafa ]atið skrá sig fengju garðlönd, var dvöl þeirra þeim að kostnað- en eitthvað yrði að minnka garð- arlausu. Einnig var efnt til sælu- löndin frá því, sem verið hafi. viku fyrir einstæðar fullorðnar Borgin hefur fengi afnot af Korp- konur og er ákveðið aö tvær slik- úlfsstaðalandinu í sumar fyrir ar verði' í sumar. I garðlönd, sem verður úthiutað þar. Ræðumenn í eidhúsinu í kvöld // Eldhúsdagsumræður verða í út- varpi í kvöld og föstudagskvöld. Röð flokkanna í kvöld verður: Alþýðubandalag, Sjálfstæðisflokk- ur, Framsöknarflokkur og Alþýðu- flokkur. Ræðumenn eru þessir: Lúðvík Jósefsson, Magnús Kjartans. son og Steingrímur Páisson fyrir Alþýðubandalagiö, Bjarni Bene- diktsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Pétur Sigurðsson fyrir Sjálf- stæöisflokkinn, Ólafur Jóhannes- son, Halidór E. Sigurðsson og Jónas Jónsson fyrir Framsóknar- flokkinn og Gylfi Þ. Gíslason, Jón Þorsteinsson og Eggert G. Þor- steinsson fyrir Alþýðuflokkinn. — Umferðir eru tvær. Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson komast ekki að I þessum umræöum, þar sem þeir hafa enn ekki stofnað meö sér þingflokk, og eftirstöðvar Alþýðubandalagsins vilja ekkert af þeim vita.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.