Vísir - 29.05.1969, Side 3

Vísir - 29.05.1969, Side 3
V1SIR . Fimmtudagur 29. maí 1969. EVRÓPUBIKARINN AFTUR 1 HÖNDUM INTER MILAN □ Unnu Ajax, Hollandi i úrslifunum i Madrid i gærkvöldi 4:1 PIERINO PRATI, hinn 23 ára gamli leikmaður Inter Milan, var sannarlega í essinu sínu í gær- kvöldi. Að vísu skorar hann mikinn fjölda af mörkum að öllu jöfnu, en í Evrópubikarúrslitum er fátítt að menn skori 3 mörk, — en það gerði hann. Sigur Milan yfir Ajax 4:1 var ekki hvað sízt honum að þakka. Bemabeau-völlurinn í Madrid var I milljónir manna um alla Evrópu hálfskipaður, þar voru um 50 þús. j og horfðu á leikinn í sjónvarpi. manns, en hins vegar sátu tug- i Leikmenn Milan fengu fyrir Þróttur tekur nýja völlinn við Sævið- arsund í notkun þennan sigur ca. hálfa milljón tsl. króna hver maður í sigurlaun, en að leik loknum var þeim afhentur Evrópubikarinn vegiegi af for- manni Evrópusambandsins, Gustav Wiederkehr. Milan hefur áður unnið bikarinn, það var 1963, en í fyrra vann liðið Evrópubikar bik- arliða. Knattspyrnan, sem Milan sýndi, var stórkostleg, og þrátt fyrir að liðið skoraði strax eftir 7 mínútna leik, dró það ekki að ráði úr sókn- araðgerðum, heldur reyndi að skora annaö. Það tókst. Á 40. mín. skoraöi Prati annaö mark sitt, fékk fallega sendingu frá „gull- manninum" í ítalskri knattspymu, Gianni Rivera. Nokkm áður áttu bæöi Prati og Svíinn Kurre Hamrin ágæt tæl<i- færi, en Hamrin lék nú líklega kveðjuleik sinn sem atvinnumaður og hættir því á skemmtilegum tímamótum. Þegar Hollendingarnir skoruðu úr vítaspyrnu á 10. mín. í seinni hál'fleik kom heldur betur líf í leik- inn. Vítaspyman var dæmd, þegar Svíanum Inge Danielsson var brugðið innan teigs og skoraði bakvörðurinn Vasovis, sem er Júgóslavi. Eftir 7 mínútna taugaspennu tókst Milan að skora 3:1 og var Sormani þar að verki með föstu skoti, en lokamarkið skoraðj Prati . á 29. mfnútu með skalla. I Milan leikur við argentínska lið- iö Estudiantes í HM fyrir félagslið síðar í sumar. • Nýr knattspymuvöllur hefur bætzt íþróttaæskunni í hverf- inu við Sæviðarsund. Það er Knatt- spymufélagið Þróttur, sem hefur tekið í notkun ágætan malarvöll á svæði sínu, og hefur völlurinn verið vel þeginn og mikið notaður undanfama daga, strákamir byrj- aðir að sparka strax í býtið á morgnana og eru að alian liðlangan daginn. • Þróttur hefur löngum átt við unglingavandamál að strfða, félagiö hefur ekki haft úr nægilega miklum skara að moða, en nú virð- ist endir bundinn á það vandamál, svo framarlega sem félaginu tekst að fá hæfa menn tii að stjóma æfingunum. Hefur mikill fjöldi pilta sótt æfingar á nýja vellinum. • Á sunnudaginn verður völlur- inn formlega tekinn i notkun með leikjum sem hefjast kl. 13.30. Við völlinn hafa Þróttarar komið sér upp félagsheimili, en þar er fundarsalur ásamt búningsher- bergjum og böðum. Tilkynning Síldarútvegsnefnd hefir ákveðið að halda fund með útgerðar- og skipstjórnarmönnum síldveiðiskipa þeirra, sem ráðgert er að saltað verði um borð í á komandi síldarvertíð. Enn- fremur er síldarsaltendum og öllum þeim aðil- um, sem hlut eiga að máli boðin þátttaka í fundinum. Fundurinn verður haldinn í Átthagasal Hótel sögu mánudaginn 2. júní n.k. kl. 3 e.h. SÍLDARÚTVEGSNEFND Kjörbúðarbifreið til sölu með öllum innréttingum, þ.e. inn- byggðum stórum kæliskáp, kæliborði, djúp- frysti, kælipressum, hillum, körfum, kassa- borði o.fl. — Uppl. gefur kaupfélagsstjórinn í síma 50200 kl. 9—10 og 17—19 á morgun og kl. 9—11 laugardag. I Kaupfélag Hafnfirðinga. Kartöfluskrælari óskast til kaups. — Uppl. í síma 82455. ) .... Hér eru hinir sterku vamarmenn Milan. Fachetti til vinstri og Burgnich, í leik gegn Benfica. Torr- es er til hægri á myndinni. AUGLÝSING TIL INNFLYTJENDA. Athygli innflytjenda er vakin á ákvæðum reglugerðar nr. 38 26. febr. 1969 um af- hendingu aðflutningsskjala til tollmeðferðar. Samkvæmt reglugerðinni ber innflytjendum að afhenda tollstjóra þess umdæmis, sem vara er geymd í, fullgild aðflutningsskjöl um vöruna samkvæmt 19. og 20. gr. tollskrár laga, áður en 3 mánuðir eru liðnir frá inn- flutningi hennar. Hafi innflytjandi ekki skil- að aðflutningsskjölum um cöru innan fram- angreinds frests skal hann greiða kr. 100 í dagsektir þar til skjölum hefur verið skilað. Auk dagsekta er tollstjóra heimilt að stöðva tollafgreiðslu á öðrum vörum til sama inn- flytjanda. Reglugerð þessi tók gildi 1. apríl 1969, þannig, að ákvæði hennar um dagsekt- ir og önnur viðurlög taka að virka hinn 1. júlí 1969. Fjármálaráðuneytið, 27. maí 1969. Holl og ódýr skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ath. fjölskylduafsláttinn. Skautaleiga. Opið alla d&ga kl. 10—23. .si.auia 1101.1. i\ /

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.