Vísir - 29.05.1969, Side 4

Vísir - 29.05.1969, Side 4
Blaiberg eins og hálfs árs Philip Blaiberg,tannlaeknirinn — sá hjartaþeginn, sem lengst hefur lifað með nýiá hjartað sitt, hélt unp á afmæli sitt um helgina. Samkvámt fæðingarvottorði hans varð hann þá sextugur, en sjálfur sagðist hann vera að halda upp á eins og hálfs árs af- rhæli sittPí>.aðter nefnilega eitt og hálft ár liðið síðan grætt var í hann nýtt hjarta, í janúar 1968. Nýlega var hann lagður inn á sjúkrahús með sne'rt af lungna- bólgu og sögðu íæknar, aö hann hefði ofreynt sig, en fyrir nokkru Var honum leyft að yfirgefa sjúkrahúsið aftur. Sjálfur segist hann vera eins og nýsleginn túskildingur. Lóðahreinsun, gluggahreinsun, íbúöahreinsun, við- gerðir alls konar á gluggum. Setjum í tvöfalt gler. Reynir Bjarnason, sími 38737. Loflpressur - Skurðgröíur Hranar Tökum að okkur alls konar framkvœmdir bœði í tíma- og ókvœðisvinnu Mikil reynsia ? sprengingum loftorka sf. SÍMAR: 21450 8c 3 019 0 Gardinia gluggatjaldabrautir fást einíaldar og tvöfaldrr. Með eða án kappa. Vegg- eða loftfestingar. GARDINIA-umboðið sími 20745. ' Skipholti 17 A, III. hæð FáiíS þér fslenzk gólffeppi frói TEPPÍK ZUtima Ennfremur. ódýr EVLAN teppi. Sporfö tíma og fyrirfiöfn, og verzfið á einum sfað. ISUÐURLAN DSBRAUT10. REYKJAViK PBOX1311 LOCH NESS Talsverður uggur er í Skotum og æ háværari þær raddir þeirra, sem mótmæla því, sem þeir yfir sínu haggis (þjóðardrykkur Skota) nefna nauðgun Ness- vatns. I>aö veldur þeim áhyggjum, að skrimslið í Loch. Néss lætur æ minna á sér bera og muni jafnvel hverfa fyrir lífstíö, ef þessi ,,bann setti guli kafbátur“ verð; settur í vatnið. Aðrar raddir eru uppi, sem halda því fram að blessað skrímsl ið sé bara feimið ög hafi nú — að nýlokinni gerð kvikmyndar um það — fengið sig satt á öllu þessu brambolti. Sömu raddir telja það ekki hafa bætt úr skák, að nýlega var gerö ur út leiðangur tii þess að fá geng ið úr skugga um, hverju skrímsl- ið nærðist á. Togari var sendur út á vatnið og trollaði hann vatn- ið eridanna á milli, en síðan var botnvárpan dregin um borð og fengurinn kannaður. Komst varp- an í botn á 750 feta dýpi og færði upp á yfirborðið ýmislegt athygl- isvert, sem kynni að getað varp- að ljósi á leyndardóminn — svo sem eins og sex kartöflupoka og ölflöskur. Athyglisverðast af öllu var þó, að allt var þetta tómt. Spáin gildir fyrir föstudaginn 30. maí. Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Þú stendur andspænis einhverj- um ákvörðunum, sem þú verður að taka án þess að þér gefist teljandi umhugsunarfrestur. — Reyndu að fá hann lengdan eft- því sem unnt reynist. Nautið, 21. apríl—21. maí. Hik í vissum fr^mkvæmdum getur reynzt þ.'' .i.ýrt. Þér er mikill vandi á höndum, aö þræða meðalveg milli dirfsku og ofdirsku, og þaö því fremur sem ráð annarra koma vart að notum. Tvíburamir, 22. maí—21. júni. Ef þú hyggur á einhverjar veru- legar breytingar, skaltu fara þar gætilega, og þó einkum í sambandi við allar áætlanir, sem að einhverju ieyti snerta peningamálin. Krabbinn, 22. iúní—23. júlí. Athugaðu vandlega ráð kunn- ingja þinna, áður en þú ferð eft ir þeim, þaö er ekki víst, að þeir geri sér svo nána grein fyrir aðstæðum, að þau eigi fyllilega við. LjóniO, 24. júlí—23. ágúst. Það lítur helzt út fyrir að þú lendir í einhverju þrefi og leiö- indum fyrir misskilning, sem þó er þér að litlu eða engu leyti að kenna. Hagaðu orðum þínum gætilega. Meyjan, 24. ágúst—23 sept. Blandaðu þér ekki deilur ann- arra, sízt ef annar hvor aðilinn er að einhverju leyti tengdur þér. Eins skaltu vafást að vera nokkuð viö annarra peningamál riöinn. Vogin, 24. sept.—23. okt. Treystu varlega viðbrögðum annarra í dag, sem geta verið bæði óvænt og furðuleg. Þetta á ekki hvað s£zt við í umferð- inni, og skaltu því fara gætilega í akstri, ef svo ber undir. Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Þú skalt hafa augu á hverjum fingri í umferðinni í dag, ef þú situr undir stýri, og vera þar við öllu búinn. Og það er ekki einungis í umferðinni, sem þú skalt vera við öllu búinn. Bogmaðurinn, 23. nóv,—21. des. Það er ekki útilokað, að þú veröir að taka skjótar ákvarðan ir í dag, sem sennilega snerta að einhverju leyti atvinnu þína pg afkomu. Treystu betur eigin dómgreind en annarra ráðutn. Steingeitin 22. des.—20. jan. Þetta verður að öllum lfkindum tiltölulega rólegur dagur, en þó máttu gera ráð fyrir óvæntri heimsókn, sem verður þér all kærkomin. Kvöldið getur reynzt ánægjulegt. Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Athugaðu gaumgæfilega hvort þaö er ekki eitthvert bréf eða skeyti, sem þú hefur gleymt að svara, og bættu þá úr því strax, ef svo er. Það getur haft tals- verða þýðingu fyrir þig síðar. Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. Þú ættir ekki að gera neitt til að vekja sérstaka athygK á þér í dag, og helzt ættirðu að bafa þig sem minnst i frammi, að minnsta kosti fyrri hluta dags- ins. i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.