Vísir - 29.05.1969, Qupperneq 13
V 1 S I R . Fimmtudagur 29. maí 19S9.
—Listir -bSöKui' lí£..
Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni:
m
■
Cteinprentsmyndirnar í Lista-
safni íslands fluttu höfund
þessara lína aftur í tímann ....
til góðu daganna fyrir röskum
tuttugu árum, þegar menn trúöu
því í alvöru, að heimurinn gæti
tekið stakkaskiptum á fáeinum
mánuðum. Meistararnir voru
enn við lýði í París, ef til vill
ekki á hátindi sköpunaraflsins
en stórir7 sterkir og litríkir.
Rétt að baki fóru nýir menn,
sem gestir úr norðlægu landi
þekktu ekki vitundarögn, ekki
einu sinni af afspum. Bræöurn-
ir Geer og Bram van Velde uröu
fljótlega meðal eftirlætisgoða
okkar. Þeir máluðu breiðari,
frjálslegri verk en margir aðrir
og vom auk þess fæddir með
ljúfmennskuna og menningar-
æðina, Nú er Bram kominn til
fslands, og kvartettinn hans er
bezti hluti sýningarinnar í Lista-
safni fslands ásamt verkum
Singiers og Alcopleys. Það
gladdi mig sérstaklega að hitta
Jean Dewasne eftir tuttugu ára
fjarveru. Hver er hann ...?
spyrja forvitnir lesendur. Einn
af þessum hræðilegu málurum,
sem þrömmuðu í fylkingar-
brjósti geómetríuhreyfingarinn-
ar og vörðu hana með kjafti og
klóm, héldu fram kostum henn-
ar í ræðu og riti, stofnuðu skóla
og lifðu og störfuöu í anda henn-
ar meðan hetjuglóðin entist og
hrammur rómantíkurinnar var
ekki búinn að ná undirtökunum.
Dewasne er miklu bétri og
upprunalegri myndlistarmaður
en ég haföi trúað og geymt í
hugskoti mínu. Að minnsta
kosti getur Calder (oftast á
undan starfsbræðrum sínum)
vart teflt við rauðu og grænu
litógrafíuna. Ekki má hlaupa
yfir Pierre Alechinsky, sem var
undrabarn meginlandsins á fyrr-
nefndri tíð en er nú korriinn í
tölu dýrlinga í söfnum Evrópu.
Blóm og aftur blóm .... er
sæmandi gáfuðum málara að
verá sí og æ að eltast viö yfir-
borðslínur þeirra? Að minni
hyggju eru Kúbumaðurinn og
Chilebúinn lökustu höfundar
steinprentsmyndanna, sem rek-
ið hefur á fjörur okkar. Hannes
Postma án vafa beztur hinna
óþekktafi manna í stéttinni.
Loks: Það er rétt stefna for-
stjóra og ráðs Listasafns ís-
lands að k'aupa erlend listaverk
a'f þessu tagi að talsverðum
meirihluta. Stórar og dýrar
myndir ráðum við ekki við.
LEIÐ LIGGUR ...
’C’g kom á sýningu Tryggva
Ólafssonar á elleftu stundu
og sá skjótt, að hann myndi
vera af þeirri gerð málara, sem
kjósa sér stef aö vel íhuguöu
máli en semja síðan viö það
margskonar tilbrigði á meðan
trú þeirra endist. Hér var fátt
eða ekkert, sem minnti á daður,
tilhneigingu til aö skipta um
goð í hverri viku eða mánuði.
í annan stað þóttist ég skynja
leiknar hendur í verki hans,
þótt hann gerði raunar margt
til að fela þá staðreynd fyrir
gestum sínum. Þriðja jákvæða
atriðið mætti kenna við hikleysi,
frjálsmannlega afstöðu, beina
snertingu. Málverk Tryggva
benda að ýmsu leyti til þess,
að hann geti oröið höfundur
góðra skreytingarmynda. ,,Þar
sem leið liggur" var langbezta
verk sýningarjnnar og það eina,
sem ég hafði gaman a'f. Hin
átti ég erfitt meö að fella í
ramma hugmyndanna, sem ég
gerði mér þegar í stað um til-
gang og stefnu málarans. Hver
var .... og er tilgangurinn?
Hvert stefnir Tryggvi Ólafsson?
Vitaskuld hefur hann einkum
hug á að mála sannar og áhuga-
verðar myndir en það eru fleiri
atriði, sem skipta hann verulegu
máli. Til að mynda nöfnin, sem
fela í sér meira af heildarstarf-
inu en títt er um heiti lista-
verka. Ég ætla að leyfa mér að
taka þau töluvert bókstaflegar
„Minnismerki þekkta hermanns
ins“ í tveim útgáfum, „Fjöl-
miðlun“, „.Érindrekarnir^ ,,Allt'
fór friðsamlega fram“' segjá frá 'i
málara í prédikunarskapi, áróð-
ursham, sem leitast við aö
gegnumlýsa ýmis fyrirbæri
mannlífsins bæði fyrr og nú —
einkum þau yfirborðslegu ógeö-
felldu, saknæmu. Þetta tekst
varla með því að ástunda vél-
ræna teikningu og mergsjúga
hreina liti. Aftur á móti þarf
málarinn á fullri orku persónu-
Ieikans að ‘halda. Hann verður
að þenja formeindir og litahrá-
efni til hins ýtrasta, setja saman
keðjur litaðar skapferlj sínu,
jafnvel duttlungum sínum. Það
er hugboð, sem segir mér, að
talsvert meira sé spunnið í
Tryggva Ólafsson en SÚM-
sýriingin gefur til kynna.
Að lokinni hátíð
Enn einu sinni veröa ungling-
ar til vandræða um hvítasunnu-
helgi, en !>að virðist vera fastur
liður ár hvert, að þeir hópi sig
saman einhvers staðar til úti-
veru og óreglu. Það vakti at-
hygli fyrir hátíðina, að ýmsir
þeir sem réðu hefðbundnum
ferðamannastöðum og hafa vafa
laust einh\ ;rjar tekjur af ferða
mönnum, bönnuðu að tjalda í
landi sínu. Hafa þessir aðilar
vafalaust óttazt ósnektir og
spjöil vegna reynslu fyrri ára.
Vegna bess hversu víða var
bannað að tjalda, varð við-
leguhópurinn á Þingvöllum því
stærri. Fréttirnar eru vissulega
hörmulégar af verksummerkjum
og framkomu hessara unglinga
og valda miklum vonbrigðum,
því hópurinn sem er til vand-
ræða virðist svo stór, Yfir
hundrað unglingar voru fluttir
í bæinn af einhverjum orsökum,
flestir vegna ölvunar. Það eru
vissulega athyglisverðar tölur í
landi bar sem unglingum á þess
um aldri er ekki selt vín af
neinni tegund. Það er ekki að
furða bó talið sé að bönn dugi
einhliða til bindindis.
En bað er fleira sem vekur
tií umhugsunar, en bað er hin
mikla áráíta unglinganna að
skemma, ekki sízt þegar vín er
með í spilinu. Þá brýzt fram
óhugnanleg þörf á að skemma
og beita ofbeldi. Og hópurinn er
óhugnanlega stór, sem kastar
sér út í þesSa hringiðu kæru-
leysis og óreglu. Margur kann
að spyrja: Er þetta sama unga
fólkið, sem heimtar betri skóla
,.6jS ívq tf. go 190t/ðlní b;
og fullkomnari aðstöðu, svo að
það geti loksins lært? Eru þetta
kannski sömu unglingamir sem
vilja helzt stiórna skólum síh-
um sjálfir? Eða getum við
kannski skipt unglbigunum í tvo
hópa, góðu börnin, gáfuðu og
svo hina óþekktar- og vandræða
gemsana?
En nú tíðkast ekki að ásaka
unglingana, því það er fyrir
löngu sannað, að unglingarnir
urðu til vandræða fyrir mörg-
um öldum. Það er allt eldra fólk
inu að kenna, hvernig ungling-
arnir eru nú til dags, segja nýj-
ustu kenningarnar. Það vantar
aðstöðu til þessa og hins, svo
unglingarnir geti alizt upp á
kristilegan og góðan hátt. Það
vantar æskulýðshöll og það
vantar fleiri danshús og siðast
en ekki sízt, að það vantar
fleiri skóla. Og svo er kennslan
úrelt og „kerl'ið" ómögulegt, og
auðvitað eru kennararnir úreltir
og langt á eftir tímanum.
Svona eru raddirnar, sem hafa
verið svo einstaklega háværar
að undanförnu.
Vafálaust er erfitt að fullyröa
hvernig á því stendur að vissar
slarksamkomur þurfa að vera ár
legur viðburöur, en þær eru
ekki alveg nýtt fyrirbrigði,
enda minnast ýmsir Hreðavatns
fyrir tyeimur til þremur áratug
um, svo dæmi sé nefnt. En ým
is atriði eru samt umhugsunar-
verð, og róttæka umhugsun og
aðgerð verður auðvitað að gera
31 að bæta umgengni og hegðun
ungs fólks, svo helztu stórhátíð-
ar verði ekki gerðar að vand—
ræðahelgum í stað hátíðisdaga.
Þrándur í Götu.
Fjölhæf jarðvinnsluvél. Jafna
lóðir, gref skurði o.fl.
Gísli Jónsson, Akurgerði 31.
Sími 35199.
JON LQFTSSON h/f hrincbraut 121, sími 10600 ?
304 85
fökum að okkur hvers konar mokstui
jg sprengivinnu 1 húsgrunnum og ræs
um. Leigjum it loftpressur og vfbra
fleða. — Vélaleiga Steindórs Sighvats
sonai Alfabrekku við Suðurlands
oraut sími 30435
Seljum bruna- og annaö fyllingarefni á mjög hagstæðu veröi.
Gerum tilboö í jarðvegsskiptingar og alla flutninga.
ÞUNGAFLUTNINGAR h/f . Sími 34635 . Pósthólf 741
Zetu gardínubrautir.
Ódýrasta og vinsælasta gardínu-
uppsetningin á markaönum.
meö og án kappa
fjölbreytt
litaúrval
ZETA
Skúlagötu 61
sfmi 82440
Vélabókhald — Reikaingsskil
BÓKHALD OG UMSÝSLA H/F
ÁSGEIR BJARNASON
Laugavegi 178 • Box 1355 • Símar 84455 og 11399
□ SVALDUR
e,
□ANIEL
Brautarholti 18
Sfmi 15585
SKILTT og AUGLÝSINGAK
BtLAAUGLYSINGAR
ENDURSKINSSTAFIR á
bílnCmer
UTANHÚSS AUGLÝSINGAR
I