Vísir - 24.06.1969, Blaðsíða 1
Islenzkir leikarar rábnir og tal á fornnorrænu
Kvikmynd byggð á Gylfaginningu
og Völuspá verður tekin af Brian
Granstone og kvikmyndaliði frá
BBC á næstunni á íslandi. Veröur
þetta litkvikmynd, leikin af íslenzk
um Ieikurum, en textinn verður
fomnorræna, enda þótt myndin sé
ætluð brezkum stjónvarpsáhorfend
um.
Branstíjaa er væntanlegur til ís-
lands með þotu Flugfélags íslands
í kvöld, en hann er mjög þekktur
sjónvarpsmaður, og hefur átt hlut-
deild í töku um 300 mynda fyrir
BBC um aðskiljanleg efni.
Hefur Branstone lengi haft i
hyggju að gera kvikmynd um þetta
efni, kynntist því fyrst sem náms-
' maður f Oxford, en skrifaði síðar
bók um norræna goðafræði, sem
þýdd var á frönsku og ítölsku.
Ekki hefur enn verið endaniega
ákveðið hverjir íslenzkir leikarar
verða, en ákvörðun tekin mjög
bráðlega. Meö Branstone munu
koma hingað margir kvikmynda-
tökumenn og tæknimenn.
V0RSK0LAB0RN HEIM-
SÆKJA LÖGREGLUNA
Börn úr vorskóla borgarinnar
voru í heimsókn hjá lögreglunni
í Reykjavfk í gær, er Ijósmynd-
ari blaðsins var þar á ferðinni.
Er þaö nú orðin árleg hefð, að
börnin fari í slíkar heimsóknir,
Kirkjusókn bezt í Grímsey
— Bústaðasóknarbörn kirkjusæknust i Reykjavik
□ Hundraðshluti kirkju-
gesta, miðað við mann-
f jölda, er mestur í Grims
ey, 45,9%, en minnstur
í Grensásprestakalli i
Reykjavík, 0,9%, sam-
kvæmt upplýsingum,
sem fram komu á Presta
stefnu íslands, sem sett
var í gær.
Er þetta f fyrsta sinn sem
gerð er heildarkönnun á kirkjú
sókn á landinu, og kemur f ljós,
að kirkjusókn er langminnst í
Reykjavík. Meðaltal kirkjugesta
í kirkjum landsins er allt frá
14 í Hvammi í Laxárdal til 244
í Bústaðaprestakalii í Reykja-
vík, en aðeins þrjár aðrar sókn-
ir hafa yfir hundrað að meöal-
tali í kirkjusókn, en það er
Dómkirkjuprestakall með 161,
Húsavík 123 og Akranes meö
104.
Á prestastefnunni, sem lýkur
á morgun, er m.a. fjallað um
vandamál hjúskapar og heimil-
islífs, sálgæzlu sjúkra, þjónustu
kirkjunnar í mannfélagi núthn-
ans o. fl. Milli 50 og 60 prest-
ar víðs vegar að af landinu
sitja prestastefnuna.
þar sem þeim er vel tekið af
lögreglunni. Hún sýnir bömun-
um kvikmyndir, ekur þeim í á-
ætlunarbifreið um borgina og
kynnir fyrir þeim hættur um-
ferðarinnar, og skýrir fyrir þeim
ýmis atriði, sem erftt er fyrir
lítil börn að átta sig á. Eru
þessar heimsóknir til mikils
gagns, og jafnframt ánægju fyr-
ir börnin. Á myndinni, sem hér
birtist með, er Öskar Ólason,
yfirlögregluþjónn umferðamála,
að sýna bömunum slysakort yf-
ir Reykjavík, en á það er merkt,
hvar slysin eiga sér stað. Þannig
er unnt að skýra fyrir bömun-
um hvar hætturnar eru mestar
og vara þau við hættulegustu
stöðunum, og jafnframt leið-
beina þeim, um hvernig eigi
að fara að. er þau eiga leið um
þessa staði.
Bíður eftir pabba í Reykjavík
— Sonur Helga Tómassonar hjá ómmu sinnj i
Reykjavik, meðan hann vann silfurverðlaunin
i Moskvu
9 Tveggja ára drengur, Krist-
inn Albert, bíður nú spennt-
ur eftir föður sínum og móður,
rrfrrrrs'SS/S.’Sss/s
sem væntanleg eru frá Moskvu
næstu daga. Faðirinn er ballet-
dansarinn Helgi Tómasson, sem
' ' y '/ /V
- m
vann silfurverðlaun í alþjóðlegri
keppni í Moskvu, en þar voru 90
þátttakendur, allt dansarar í
fremstu röð.
Kristin litla hittum við í morgun
heima hjá móður Heiga, Dagmar
Helgadóttur, Hamrahlíð 35 í Reykja
vík, én þar hefúr'hann veriö undan
farna daga, eri foreldrarnir komu
hér við á leið til Moskvu og skildu
drenginn eftir hjá ömmu hans.
Móðir Helga var 'aö vonum ákaf
lega ánægð méð árangur sonar
síns en segja má að þetta skipi
honum á bekk með fremstu ballett
dönsurum í heimi.
Hinn heimsfrægi Jerome Robb-
ins (West Side- Story) var Helga
ákaflega hjálpiegur í upphafi fer-
ils hans, sá hann hér f Reykjavík,
þegar hann var hér á sýningarferð.
Það vildi raunar svo, til nú, að
Helgi dansaði einn af dönsum
Robbins.
Helgi er nú bandarískur ríkis-
borgari og dansar með’ Harkness-
ballettinum, sem sendi Helga í
þessa för. Eiginkona hans er af
ítölskum ættum.
Helgi fór fyrst utari fyrir 10 ár-
um og hefur frami hans veriö mjög
skjótur en hann er nú 26 ára. Móð-
ir hans kvað hann koma heim til
íslands öðru hverju, þegar hann
væri á ferðalögum milli Bandaríkj-
anna og Evrópu, ef tími gæfist til.
♦ Kristinn Albert og amma hans í
morgun. (I.jósm.: B. B.)
Miklar framfarir
Vilhelmínu litlu
„Barnið hjalar og skríkir og
leikur sér eins og önnur börn,“
sagði amma og alnafna Vilhelm-
ínu litlu Guðmundsdóttur, þegar
Vísir hafði samband við hana í
morgun.
Nýlega bárust fréttir af Vilhelm-
ínu litlu, sem verður hálfs árs á
morgun, um að hún sé komin
úr gipsinu, se.u hún var sett í
til að rétta mjöðmina á henni og sé
hún komín í mjaðmárliðinn. í bréf-
inu, sem var frá móðursystur henn-
ar, Elínu, sem er búsett í Los Ange-
les var einnig skýrt frá því, að
Vilhelmína litla væri farin að mjaka
sér áfram,
Þá ^íagöi amma Vilhelmínu, aö
hún hefði ekki frétt af því hvort
aðgerðiri á raddböndum litlu telp-
unnar væri hafin, en eins og stóð í
Vísi á sínum tíma átti Vilhelmína
litla aö fara á annað sjúkrahús i
júníbyrjun, en þaö, sem hún hefur
verið á í Los Angeles, til aðgerðar
á þéim.
í bréfinu stóð einnig að móður-
systir Vilhelmínu færi með hana
daglega til spítalans í Los Angeles.
Fréttirnar eru allar í þeim dúr,
að framfarir væru góðar.
Amma Vilhelmínu harmaði vill-
andj biaðaskrif Þjóðviljans út af
fréttinni, sem birtist í bandaríska
blaðinu og kvaðst vilja færa Guð-
mundi Bjarnasyni lækni þakkir fyr-
ir lífgjöf Vilhelmínu litlu svo og
öllum þeim, sem gerðu það kleift,
að Vilhelmína færi út til ffekari
aðgerða.
Lézt
í bílslysi
í Svíþjóð
• Ungur Reykvíkingur, Már
Jensson, lézt hinn 13. júní s.l. í
bílslysi við Mondahl, nálægt
Gautaborg. Ekki er vitað nánar
úm tildrög slyssins. Már heitinn
mun hafa farið utan til að fá
atvinnu í Svíþjóð, en hann var
málmiðnaðarmaftur að atvinnu.