Vísir - 24.06.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 24.06.1969, Blaðsíða 3
jnivjuuugui <ö*r. juin iaua. 3 SAGT EFTIR LANDS- LEIKINN Matthías Hallgrímsson:' Þaö er ólýsanleg tilfinning, að sjá á eftir knettinum í markið. Mér fannst leikurinn að sjálfsögðu skemmtilefeur, og skemmtilegast i'.'ó aö vinna, og leikurinn verð- ur mér efalaust minnisstæður. Þórólfur Beck: Stórfínn leikur, viö hefðum átt skilið aö skora 1 —2 mörk til viðbótar. Viðbót- ar. Við misnotuðum að vísu ; tækifærin, einkum í fyrri hálf- leik, en Bermúda-liðið er nú held ég sterkara en það var i 1964, er það lék hér. Hafsteinn Guðmundsson (ein- valdur): Ég er ánægöur með úr- slitin, og fannst aö við ættum skilið aö vinna með 2—3 marka mun, eftir tækifærum, sérstak- lega í fyrri hálfleik, en þá vor- um við óheppnir að skora ekki mark. Annars er ég ekki fylli- lega ánægður með, að við skyld um ekki fá meira út úr fyrri þálfleik. Mér fannst Bermunda- liðið fljótara og jafnframt frfsk- legra, en ég bjóst viö. var inni, þó að svo hafi virzt frá áhorfendum séð, annars var síðari boltinn nálægt því að vera mark, fór innan á stöngina og síðan niður á Íínuna, en hann þarf allur að fara inn fyrir hana til að mark sé skorað. Þorsteinn Friðþjófsson: Við átt- um að skora a.m.k. 2—3 mörk í fyrri hálfleik, en annars byrj- uðum við illa, „skýldum" of mikið, en byggðum ekki nög upp. Við áttum skilið að vinna. Halldór Björnsson: Mark Matthi asar var meö því fallegra, sem ég hef séð. Leikurinn var skemmtilegur, og ég vil þakka KSÍ-mönnum fyrir góðan undir- búning að leiknum. Við misnot- uðum illa tækifærin í fyrri hálf- leik. Hefðum átt að vinna 4—1 eftir tækifærum. Sævar Tryggvason: Það er alltaf erfitt að koma svona inn í leik- inn, en hinir fjölmörgu æfinga- leikir hafa þarna hjálpað til, annars er ég ánægður með leik- inn í heild, Halldór Bjömsson og Matthías sérlega góðir. GOTT. STRÁKAR! Ellert Schram, fyrirliði: Það var slæmt, aö við skoruðum ekki mark í fyrri hálfleik, þar sem við sóttum jafnmikið og við gerðum. Við spiluðum betur i síðari hálfleik, sérstaklega þar sem við héldum knettinum þá betur niðri. Þá var vömin lok- aðri í síðari hálfleik, við vomm þá betur búnir að átta okkur á hraða andstæöinganna. Ég var sannarlega feginn að sjá síðasta markið, úrslitmarkið, því ég var farinn að óttast, að þeir hefðu dottið niður á jafntefli. Bernd Fischer, þýzkur þjálfari Bermúda-liðsins: Ég held að jafi tefli hefði verið réttlát úrslit eða sigur okkar, þvi þegar þii skoruðuð ykkar glæsilega sigur mark, höfðum við átt betri sóki ir rétt áður og betri tækifæri Beztu menn ísl. liðsins vora Ell ert, Þórólfur, Matthías, allai leikinn, og Halldór, sem reynd að ná tökum á miðjum vellin um, og tókst það. Ég hef verii með liðinu í 3 vikur og er & nægður með frammistöðu þess þvl liðin eru álík að styrkleika hélt jafnvel, að okkar lið værl ekki jafn sterkt og það kom út úr leiknum. — Þið eruð á réitri leið ■ EFTIR FIMM ÁR, — loks sigur. Það voru áa efa ánægðir áhorfendur, sem yfirgáfu Laugardals- völlinn í gærkvöldi eftir að ísland sigraði eitt af Samveldislöndunum, Bermudaeyjar í skemmtileg- um og spennandi landsleik. Mörk íslendinga höfðu flestir fyrir sjónum, — tvö stcrglæsileg mörk, en sannarlega hefðu mörkin átt að vera fíeiri, svo mörg og góð voru tækifæri íslenzku leikmannanna. Vissulega eru Bermudaeyjar ekki eitt af stórveldum heims- knattspymunnar fremur en við hér á norðurhjaranum. Hitt er annað mál, að flestir Bermuda- leikmannanna hafa ágæta boita- meðferð og lið þeirra hefur tek- ið framförum, á því er ekki nokk ur efi. Hins vegar held ég aö óhætt sé að slá því föstu, að íslenzka landsliðinu hafi vaxiö fiskur um hrygg og að val fs- Ienzka liðsins hafi í grundvall- aratriöum verið rétt, þ. e. að velja kjarnann frá æfingunum í vetur. Hins vegar var gerð vitleysa í valinu varðandi Hrein Elliðason. Þesi frábæri ,,broddur“ nýtur sín ekki sem útherji. Hann sótti stöðugt inn á miðjuna til Her- manns, flæktist meira fyrir en gerði gagn, en stór hluti vallar- ins var auður og ónýttur fyrir bragðto Með þessu móti voru sóknarmenn íslands lengi vel að eins varnarmenn fyrir Bermuda. Það virðist seint ætla að lær- ast aö útherji er útherji, en mið- herji miðherji. Leikmaður, sem ætlar að skipta um stöðu þarf langa æfingu og einbeitingu til aö venjast nýju stöðunni. Þá held ég að Hermann Gunnarsson hafi verið meiddur fyrir leik- inn í gær. Hermanns var mjög vel gætt, greinilegt var aö Bermudamenn töldu hann vera manninn. sem bvrfti gæzlu við, — og mikið rétt. En Hermann varð undir í þessum viðskiptum. Eftir að Hermann og Hreinn voru teknir út af í byrjun seinni hálfleíks og Björn Lárusson og Sævar Tryggvason komnir inn, gekk mun betur. En lítum nán'ar á þá mörgu ljósu punkta, sem óneitanlega skutu upp kollinum í nepjunni á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi. Sigurður Dagsson stóö sig sæmilega vel, markið verður honum vart kennt um, hann gat naumast séö þegar skotið reiö af. Hins vegar missti hann boltann tvívegis inn fyrir sig þannig að blóðið nær fraus í æð um hinna 6000 áhorfenda. í fyrra skiptið greip hann bolt- ann fimlega á línunni. Vörnin átti ekki strangan dag, til þess var sóknin of mikil í boltan- um. Bermudamenn fengu of mik- ið að komast í skotfæri, sem nýttust að vísu ekki vegna þess hversu Iélega skotmenn þeir hafa. Annars var öll vörnin þess sinnis að leika knattspyrnu en „hreinsaði" sjaldnast út í loftið. Ellert og Guðni áttu báð- ir góðan leik, og sannarlega var skallamark Ellerts fjöður I hattinn", — svona glæsileg mörk sjást of sjaldan. Bakverð- irnir, Jóhannes og Þorsteinn vora og góðir. Þorsteinn átti þó sérlega skemmtilegan leik. Þá er komið að stærsta bætt- inum, þætti Þórólfs Beck. Sann leikurinn er sá að mest allt spil í leiknum, sem oft heppnaöist fneð ágætum, var runnið undan rifjum .Þórólfs, sem lék af snilli í gærkvöldi og var sannarlega gaman að sjá hann eins og í gamla daga. Var Þórólfnr án efa bezti leikmaður vallarins. Næst væri gaman að siá Þór- ólf skjóta. Við vitum að bann lumar á mörkum. Halldór Bjöms son, umdeildur eftir valið á landsliðinu, sannaði tilverarétt sinn með ágætum leik, en tengi liðirnir, hann og Þórólfur vora burðarásar liösins. Langbeztur í framlínunni var Matthías Hallgrímsson, eigin- lega nýliði meö landsliðinu. Sjgurmark hans þarf vart aö ræöa nánar hér, það var frábært hvemig sem á það er litið, en hitt var og staðreynd að í hvert skipti sem Matthías var r.álægt boltanum, þá var hætta á ferð- um. I fyrri hálfleik kom boltinn e. t. v. fulllítið yfir á hægri kantinn, og raunar þann vinstri líka, þar eð Hreinn sótti um of inn á miðjuna. Eyleifur Haf- steinsson átti ekki góðan leik að þessu sinni. Tækifæri hans voru mörg en mistökin sömuleið is. Óheppní, sem eflaust á ekki eftir að henda Eyleif í næsta leik. Sem sagt, góður leikur á marga lund, en mörkin of fá. Á miðvikudag kemur annað tæki færj, og þá nota íslendingar sér það ugglaust betur. -jbp- Sigurður Dagsson: Ég er sann- færður um, að hvoragur boltinn Gladwin Daniels, fyrirliði: Leik urinn var vel og prúðmannleg? leiknn, en mér fannst íslendng amir heppnir að vinna, því leik urinn var nokkuð jafn þar til sigurmarkið var skorað, og það var sannarlega glæsilegt. Beztu menn íslands fannst mér vera Ellert, Þórólfur og Matthías, sem sannarlega er eftirtektar- verður leikmaður. Gott söngkerfi helzt með mícrafónum óskast á leigu í 2 mánuði. — Full ábyrgð tekin. Uppl. á skrifstofu félagsins frá kl. 2 e.h. daglega, sími 20255. F.I.H. Sendiferðabill Vil kaupa strax 1—2 1/2 tonna ser.diferðabíl með glugg um, sætum og stöðvarleyfi. Uppl. f sfma 13711, skrif- stofutíma kl. 9.30—19. Framkvæmd astjórastarf Staða framkvæmdastjóra við Síldarverk- smiðju ríkisins á Seyðisfirði er laus til um- sóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi tækni lega menntun og geti tekið við starfinu síð- ari hluta júlímánaðar. — Umsóknir séu stílað- ar til stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins, Póst hólf 916, Reykjavík og sendist fyrir 5. júlí næst komandi. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.