Vísir - 24.06.1969, Blaðsíða 9
^ I5IR • pnojtraagm ínt. JUIU Iauu,
9
□ Kvikmynda ætti
störf bifreiðaskoð-
unarmanna.
Af öllum opinberum fyrirtækj
um held ég að Bifreiöaeftirlit
ríkisins sé einna furöulegast
hvað viðvíkur aðbúnaði þeirra
sem þar starfa og þjónustu við
þá sem þangað þurfa að sækja.
Dag nokkum í sl. viku ákvað
ég að láta verða af þvi að fara
með bílinn minn í skoöun. —
Hafði ég nokkru áður dundaö
dagstund við þær nauðsynleg-
ustu útréttingar sem em for-
spil þeirrar dýrðar sem nú skal
frá greina, en þau hlaup eru
alveg kapituli út af fyrir sig,
sem ekki skal nú gerður að um-
talsefni. Eftir talsverða stöðu í
biðröð í afgreiðslu stofnunarinn
ar er gengið að furðulegu skúr-
ræksni en þar er aðsetur skoð-
unarmanna. Inni £ þessum skúr
og allt í kringum hann biðu u.
þ.b. 50 manns eftir afgreiöslu.
Stór hluti þessa hóps virtist hafa
það sér til afþreyingar aö elta
skoðunarmennina á milli bifreiö
anna sem ver"5 var að skoöa.
Laust þetta fylgdarlið upp ópi
í hvert sinn er eitthvað fannst
athugavert við það farartæki
sem í skoðun var á hverjum
tíma. Upp á þessa kómedíu varö
ég að horfa í fulla þrjá klukku-
tíma og hafði litla ánægju af sýn
ingunni. Ekki er hægt annað en
furða sig á, að forstöðumaðurinn
og hans ágætu menn skuli láta
bjóða sér aðalhlutverkin í þess
ari hringavitleysu ár eftir ár.
Það ætti einhver að kvikmynda
„Dagstund í lífi bifreiðaskoöun-
armanna" og sýna þeim sem
stjórna því að Bifreiðaeftirlit
ríkisins búi við þessa ömurlegu
starfsaðstöðu.
Gamall maöur á Laugavegi.
Q
□ Hreint land —
burt með draslið.
Þegar maður ekur austur
Miklubraut sér maður iðgræna
Kringlumýrina og gamla golf-
völlinn, sem er alltaf til prýðis.
Sunnan við völlinn er minna
augnavndi. Þar blasa við bragg-
ar rauðir af ryði. Því er þessi
ósómi ekki fjarlægöur? Þetta er
léleg landkynning. Burt meö alla
ryðguöu braggana. s|em fyrst.
Fullveldishátíðin var haldin í
Laugardalnum, sem er óhuggu-
legur skemmtistaður, ef blautt
er um. Það er full ástæða til að
vera í skinnsokkum upp fyrir
hné, því margur var illa verkaö-
ur á hátíðisdaginn.
Guðmundur Jónsson,
Háagerði 34.
&
□ Hættur að fljúga!
Xc bef nýverið ákveðiö að
nætta þvi að ferðast til útlanda
með íslenzku flugfélögunum. —
Tvisvaí á ári þarf ég að fara
utan vegna starfs míns og því
rrússa félögin einhvem pening
a pessan ákvöröun minni. A-
stæðan er '.*1. að reynslan sýnir
að flugmennirnir okkar geta all-
ir veikzt á dularfullan hátt á ör-
skömmum tíma og það gæti einn
ig komið fyrir meðan á flugi
stendur og vélar fullar af farþeg
um.
L.L.F.Í.
Talab við Pétur B. Lúthersson um hönnun og
nýja lampann hans, sem ber nafnið „Glampi"
— JLJefur viðhorf fólks ekki
breytzt nokkuð síðan
allir vildu tekkhúsgögnin?
— Það ríkti hér samanburðar-
sýki e:ns og ég kalla það. ÞaC
sem sást hjá frænkunni þurftu
allir að kaupa, en það er mikið
að breytast núna. Fólk vill hafa
hlutina öðru vísi en hjá ná-
grannanum, en það getur líka
gengið út í öfgar. Það safnar
að sér gömlum hlutum eins og
rokkum og út af fyrir sig er
það ljómandi gott, með því er
þessum hlutum bjargað frá
glötun.
— Þannig að áhuginn á
fallegri formsköpun fer vaxandi
hér?
— Þaö er mikill áhugi á
öllu svona. Tvö s.l. ár hefur fólk
farið að tala um þetta sem á-
kveðna grein og gera sér meiri
grein fyrir útlitinu. En það er
meira en útlitið, sem kemur til
greina við framleiðsluna, þaö
sem er ekki síður mikilvægt er
markaðskönnunin og það sem
kallaö er hönnun er einnig þaö
hvers vegna hluturinn er geröur
á þennan hátt og ef hann er
rétt gerður þá uppfyllir hann
ýmis lágmarksskilyrði ekki síöur
en framleiðsluvara og ef þú ferð
^ ^ ^ ^ ^ ^^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ■m. m.'m. •*. m. ■*. 'm. -m. m.'m. -m. m. -s*. m. ^ m.'
„Það ríkti hér
samanburðarsýki
□ Nýyrðið hönnun, það sem á erlendu máli er kall-
að „design“, hefur á undanförnum mánuðum
skotið upp kollinum hér á íslandi. Þessi formsköp-
un iðnaðarvarnings, flestallra hluta, sem við sjáum
daglega í kringum okkur, er orðin mikilsverð at-
vinnugrein í nútímaþjóðfélögum.
Xlér í Reykjavík sjáum við
gott dæmi um hönnun
þessa dagana á lampa þeim,
sem' Pétur B. Lúthersson, hús-
gagnaarkitekt hefur nýlega
hannað, en Ámundi Sigurðsson
smíðað, og er nú kominn í
framleiðslu. Nokkrir lampanna
eru nú til sýnis í Málaraglugé-
anum í Bankastræti.
— Þeir eru eingöngu búnir
til úr alúminíum, segir Pétur,
og óg reyni aö fitja upp á nýju
með þvf að nota sterka liti, sem
lífga upp. Lampinn getur hang-
ið yfir borðkrók í eldhúsi og
sófaborði t. d., og hægt er aö
hafa fleir; en einn saman og þá
blanda saman litum. Lampinn
nýtur sín ekki síður að degi til
en kvöldi vegna litarins. Það
er líka hægt aö láta lampann
hanga hátt og er þá hringjum
komið fyrir inni í honum, þá
sést ekki peran og lampinn
blindar ekki.
— Er ekki ætlunin aö flytja
þessa lampategund út?
— Þaö er ókannað mál ennþá.
Gunnar Guðmundsson hjá Raf-
búð í Domus Medica hefur mik-
inn hug á því, en ég veit ekki
hvað verður, Það þarf fyrst að
kanna markað o<> fragtkostnað
og svo þarf að siá hvernig þetta
gengur hér. Annars kemur til
greina aö flytja lampann út bæði
til E’>rópu og einnig vestur á
bógfean. en einmitt margs konar
hlutir af þessu tagi hafa verið
fluttir út til Band \ríkjanna á
síðustu árum.
— Tjetta er ekki fyrsti lamp-
inn, sem þú hefur hann-
að til framleíðslu?
— Við Jón Ólafsson, hús-
gagnaarkitekt höfum haft mikla
samvinnu með lampa, sérstak-
lega úti í Danmörku þar teiknuð.
um við saman Heklulampann,
eiginlega meöan við vorum á
skólanum og hann selst stöðugt.
Við höfum Ifka teiknað saman
húsgögn, vorum með alúminíum.
húsgögn á sýningu húsgagna-
arkitekta í fyrra.
— Eru einhver verkefni
önnur á döfinni núna?
— Það er eitt og annað, sem
er ennþá bara á teikniborðinu.
— Er langt síðan þú komst til
starfa hingað heim?
— Ég lauk námi 1964 og vann
úti í tvö ár í Danmörku. Það er
ágætt að fá sér smáreynslu-
tíma. I
- Af hverju skyldi þessi fá-
breytni á íslenzka markaðinum
stafa?
— Fyrst og fremst vegna
þess, að við erum svo fáir. Fólk
vill fá fjölbreytilegar vörur, og
það seliast ekki nema fá:r hiutir
af sömu gerð, og það er okkar
aðalvandamál Við verðum að
hafa miklu stærri markað til
þess að geta aukið fjölbrevtn-
ina En það eru mörg ljón á
veginum fyrir þvf Fyrir það
fyrsta hlýtur fragtin að kosta
mikið, að er svo langt héðan
til annarra landa, og svo kem-
ur framboðið alveg eftir eftir-
spum:nni Það er anzi spenn-
andi verkefni að stefna að því
að koma iðnaðarvörum á stærri
markað, þá einkum þennan
vjiming, sem má kalla lúxus-
varning.
-// Íiníyplnífiítíj^ .ö
að leita að markaði verða þessir
hlutir að vera í lagi.
— Hvernig er með kennslu í
hönnun hér á landi?
— Það er hér kennsla í aug-
lýsingateiknun, sem er náttúr-
lega undirstaða margra þessara
hluta, og í höggmyndadeild
Myndlistarskólans er hægt að
leggja stund á formsköpun, en
víðtækari menntun er náttúrlega
ekki hægt að fá hér, svo eitt-
hvað dæmi sé nefnt, t.d. það að
teikna húsgögn. En ég er
absolút mjög bjartsýnn á
það, að viðhorf til hönnunar eigi
eftir aö breytast hér, maður sér
dæmi um það daglega. Það hef-
ur verið veitt hér viðurkenning
fyrir umbúðir, sem er ljómandi
gott og ekki fyrjr löngu kom
hingað kona frá Englandi, til að
flytja fyrirlestur um hönnun.
Ég held að þetta sé allt að fær-
ast í rétta átt.
— 23p*tli utanferðir íslendinga
eigi sinn þátt í þvl, að
vitund fólks er að vakna fyrir
þessum hlutum?
— Það er alveg gefið mál
og ef þessi frjálsi innflutningur
hefur eitthvað gott látiö af sér
Ie:ða, þá er það með því að
opna augun á þeim íslending-
um. sem ekki hafa farið f utan-
landsreisu, fyrir þessum hlutum.
Ekki það, að þessi húsgögn, sem
flutt hafa verið inn hafi verið
það góð. Það finnast margar
mun skemmtilegri tegundir
þeirra erlend's.
— Er einhver sýning eða
annað framtak á döfinni hjá
húsgagnaark'tektum?
— Við höfðum sýninguna í
fyrra, sem varð mjög kostnaðar-
söm og geri ég ekki ráð fyrir að
önnur slfk verði haldin í bráð,
en í haust verður kaupst-*fna
hjá húsgagnameisturum og þar
koma örugglega fram einhverjar
nýjungar og vonandi kemur eitt-
hvað gott fram þar;
s. b.
Nokkra athygli héfur.vak-
ið yfirstandandi sýning á
listaverkum á Skólavörðu-
holti. Vísir lagði kið sína á
sýningarstaðinn og spurði:
Hvað finnst yður un.
svninguna?
Jón Eyjólfsson. Hún er mjög for
vitnileg.
Snorri Ólafsson: Ég tel mig ekki
hafa þekkingu til að dæma um
slíka sýningu.
Áróra Pálsdóttir: Mér finnst
listaverkið af hestunum mjög
sætt og ég er yfir höfuð bara
mjög ánægö með sýninguna.
Gunnar M Magnúss: Það er mjög
ánægjulegt að ganga hér um og
sjá framtak og þá list, sem hér
er að þróast og er í raun og veru
tímanna tákn.
Katrín Andrésdýítir: Sýningin
er.að mínum dómi öll mjög góð
og ég hef mikiö gaman af þvi að
ganga hér um.