Vísir - 26.06.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 26.06.1969, Blaðsíða 13
V I S IR . Fimmtudagur 26. júní 1969. 13 KJALLARASIÐAN SAMVINNUHREYFINGIN OG STJÓRNMÁLIN Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufé- laga stendur yfir um þessar mundir. Þjóðvilj- inn notar tækifærið, til að minna stjórnendur Sambandsins á pólitísk- ar skyldur sínar. Þjóöviljinn segir i forystu- grein í gær: „Samvinnuhreyfing in á Islandi á sér rætur á svip- uðum slóðum í þjóðlífinu og verkalýðssamtökin. Skilningur þjóðarinnar á nauðsyn félags- samtaka til þess að knýja fram málstað sinn var sá jarðvegur, sem þessar rætur spruttu úr. Hins vegar getur það gerzt — og hefur gerzt hér — að slík samtök leiðast á villigötur. Þau láti stjórnast af forustuliði, sem ekki er í sambandi við um bjóðendur sína. En ef svo fer missa þau gildi sitt og félags menn þeirra verða að taka £ taumana. Hvorki verkalýðshreyf ing né samvinnuhreyfing risa undir nafni ef þær gerast þann ig sviksamlegar við málstað þann, sem launafólki er helgur. Verkalýðshreyfingin á Island; hefur yfirleitt barizt af mik- Hli hörku við andsnúiö ríkis vald, stundum tekizt vel, stund um miður. En sjálft eðli verka- lýðssamtakanna tryggir stöðu þeirra gagnvart andstæðum þjóö félagsöflum miklu fremur en samvinnusamtakanna. Það er því enn líklegra að samvinnu- samtökin eins og þau eru hér á landi, láti leiðast afvega og skipi sér gegn verkalýðshreyf- ingunni, þrátt fyrir ótvíræðan sameigilegan grundvöll þessara samtaka." □ Hálmstráið Ég veit ekki hvers samvinnu hugsjónin á að gjalda hér uppi á Islandi. Eilítið barnalegri verzlunarstefnu er breytt I hálf gerða þjóðfélagshugsjón í með- förum Framsóknarflokksins. Leiðarahöfundur Þjóðviljans skil ur að samvinnusamtökin og verkalýðssamtökin eru sprottin af meiði trúarinnar á gildi sam- takanna. í hans augum nægir þetta til að vera „ótvíræður“ grundvöllur" fyrir pólitísku samstarfi þessara tveggja hreyf inga. Stundum mætti ætla að Framsóknarmenn og kommún- istar hefðu ekki minnstu hug- mynd um það hvað samvinnu- stefnan er í raun og veru. Svo er þó ekki. Hins vegar eiga báð ir þessir flokkar sameiginlegt að líta á samvinnusamtökin sem sjálfsagt tæki £ hinni pólitísku baráttu. Þeir grípa hvert hálm- strá til að réttlæta þetta við- ViflHORF horf sitt til samvinnuhreyfing- arinnar, eins og tilvitnuð for- ystugrein I Þjóðviljanum ber með sér. Hvað eiga verkalýðshreyfing- in og samvinnuhreyfingin sam- eiginlegt, sem máli skiptir. Ef við reynum að halda okkur niðri á jörðinni verður svarið þetta: Lágt vöruverð til neytenda. Hef ur samvinnuhreyfingunni tekizt að gegna þessu hlutverki? Er vöruverö lægra i kaupfélögun- um en öðrum verzlunum? Svar- iö er tvímælalaust neikvætt. Og hvað skyldi það vera sem veldur þessu? Ég hygg að forystumenn Sambandsins muni meðal ann- ars benda á verðlagsmálapólitík launþegasamtakanna sér til af- sökunar. Hún er alls ráðandi og hefur girt fyrir eðlilega verð- myndun í innanlandsverzlun landsmanna. Hitt er svo annaö mál að andstæðingar samvinnu- verzlunar eru sannfærðir um yfirburði frjálsrar verzlunar og reynslan hér á landi hefur ekki afsannað þeirra mál. □ Ólíkir hagsmunir I Það er raunar fleira sem skil- ur milli samvinnuhreyfingarinn- ar og launþegahreyfingarinnar en það sem sameinar þessi tvö öfl. Þjóöviljinn vill alls ekki horfast i augu við þær stað- reyndir. Honum finnst það ■ liggja f augum uppi að þeim sé 1 flest sameiginlegt af því að hvort tveggja er samtök fólks. Svona má lengi láta blekkjast af hugtökum og hugmyndum, < en það gera ofsatrúarmenn ó- j sjaldan. Þjóðviljinn lokar aug- unum fyrir því að samvinnu- hreyfingin er einn stærsti at- vinnurekandinn á landinu. Hann man ekki að ríkisvaldið hefur sjaldnast verið „andsnúið“ Sam- bandi íslenzkra samvinnufélaga. Framsöknarflokkurinn hefur lengstum verið í ríkisstjórn á íslandi og hafi hann ekki verið til að gæta hagsmuna samvinnu hreyfingarinnar á þeim vett- vangi hefur Alþýðuflokkurinn annazt það verkefni, að veru- legu leyti. Við höfum ýmis dæmi um það frá núverandi stjórnarsamvinnu. Sambandinu hefur verið bjargað í geigvæn- legum kröggum meö aðferðum. sem flestir Sjálfstæðismenn telja alls ekki réttlætanlegar. I það minnsta hafa einstaklingar ætíð orðið að gjalda fyrir hlið- stæð mistök með stórfelldum eignamissi og jafnvel mannorðs- tapi. Það er vandséð hvers' vegna Samband íslenzkra samvihnu- félaga á að njóta þeirra friðinda og sérréttinda, sem málsvarar þess gera kröfur til. Ég fæ naumast séð að þetta sé í þágu almennings gert. Hins vegar vill svo til að jafnaðarmenn og kommúnistar vilja margt frekar en að vegur samvinnuhreyfing- arinnar fari minnkandi á meðan hún er einhver hemill á út- breiðslu einstaklingsframtaks- ins. Þetta bindur pólitíska for- kólfa samvinnuhreyfingarinnar og verulegs hluta launþegahreyf ingarinnar sterkum böndum, en það tryggir launþegum hvorki hækkað kaup eða aukna kaup- getu. PLATÍNUBÚÐIN, Tryggvagötu Sfmi 21588. Úrval af ódýrum luktum i alla evrópska bfla t d. Renault R-16, Simca, Citro- en, Daf, o. fl. FASTEIGNA — VERÐBRÉFASALA — INN- HEIMTA — KAUP SALA — EIGNASKIPTI Fasteigna- og verðbréfasalan. Eignaskipti. Laugavegi 11, 3ja hæð. Sími 13711 á skrifstofutíma 9.30—7 og eftir samkomui. Nýtízku veitingahús - AUSTURVER - Háaleitisbraut 68 — Sendum — Sfmi 82455 LJÓSASTILUNGAR Bræðurnir Ormsson hf Lágmúla 9, sfmi 38820. (Beint á móti bensínstöð BP við Háaleitisbr.) No. 257 Jakki og pils með féllingum. Prjónað úr Gloría Crepe garni, sem er, hrað-prjónagarn framleitt úr nýrri gæða ull. Fjölbreyttar uppskriftir finnast í »Sönderborg« prjónabókum. Verzlunin HOF Þingholtsstræti 1 Seljum oruna og annað fyllingarefni á mjög hagstæðu verði. Gerum tilboð 1 jarðvegsskiptingar og aila flutninga. ÞUNGAFLUTNINGAR h/f . Sími 34635 Pósthólf 741 LEIGAN S.F. Vinnuvélar til leigu Litlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. borum og fleygum Rafknúnir Steinborar Vatnsdœlur ( rafmagn, benzín ) Jarðvegsþjöppur Rafsuðutœki Vibratorar Stauraborar Slípirokkar Hitablásarar HOFDATÖNU - SÍMI 23480 FóitS þér fslanzk gólfteppi fr& Ciiii Hltíma TEPPAHÚSIO Ennfremur.ódýr EVLAN teppf. Spartð tíma og fyrirfiöfH/ og VötófiS 6 elnuns tíafl SUÐURLANDSBRAUT10. REYKJAViK PBOX13111

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.