Vísir - 26.09.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 26.09.1969, Blaðsíða 3
V1SIR . Föstudagur 26. september 1969. ó Geir óstöðvandi Landslibið sigraði pressuliðið — 5 ára sigur- g'óngu Valsstúlknanna lokið Framliðið, sem sigraði í Gróttumótinu í gærkvöldi. GOLF ALLAN VETURINN Ekki slakað á klánni hjá golfáhugamönnum i vetur. Upplagt tækifæri að læra golf fyrir myrjendur innanhúss áður en lagt er út á völlinn næsta sumar ^ Golfáhugamenn ætla ekki fremur en aðrir íþróttamenn að slaka á klónni í vetur. Kristinn Hallsson, blaðafulltrúi Golfklúbbs Reykjavíkur fræddi fréttamann Vísis um starfið í golfskála fé- lagsins í Grafarholti í vetur og kom þar fram að gert er ráð fyrir mik- illi og blómlegri starf- semi innan dyra, og það þó að vetrarveður verði válynd. í hinum rúmu húsakynnum verður „drævað og púttaö“, sleg ið með hinum ýmsu jámum, og yfirleitt allt þaö æft, sem hægt er að æfa. Ekki spillir það að GR hefur fengið til sín einn bezta golfkennara lands- ins, Þorvald Ásgeirsson, sem á árum áður var slyngastur kylf- inga hér á landi og stundar nú eingöngu golf sem atvinnu. Þorvaldur verður í Grafar- holti eftir hádegi dag hvem og tekur menn 1 tíma. Tímar hans kosta 150 krónur á 30 mínútur, en 100 krónur fyrir unglinga. Þrjátíu mínútur með Þorvaldi kunna að borga sig, enda hefur hann leiðrétt slæmar skekkjur hjá mönnum á minni tfma. Kristinn Hallsson kvað það mjög ákjósanlegt fyrir byrjend ur að byrja innanhúss og íæra þar frumatriði íþróttarinnar áð- ur en haldiö er út á iðjagræna vellina. Ánægjan að sumri verð- ur vitaskuld margföld,- ef golf maður eöa kona kann réttu tök- in. Golfklúbbur Reykjavíkur starfar nú með deildafyrirkomu- lagi, kvennadeild veröur form- lega stofnuð £ nóvember en 50 konur hafa þegar gerzt stofn- meðlimir. Anna Kristjánsdóttir eiginkona Gunnlaugs heitins Ein arssonar, læknis, er formaður undirbúningsnefndar að deild- inni. Eiginmaður hennar var einn stofnenda GR á sínum síma. í golfskálanum verður og að- staða fyrir létta leikfimi sér- staklega fyrir golfíþróttina, borð tennis verður hægt að leika og baðklefar eru fyrir hendi £ skál- anum. í gærkvöldi fóru fram 2 leikir í handknattleik í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Landsliðið sigr- aði pressuliðið 25—20 og hið unga lið Fram í kvennaflokki sigraði Val í æsispennandi leik með 16 mörkum gegn 15. Sérstök fjölskyldugjöld eru nú £ gildi £ klúbbnum. Sem dæmi má nefna að hjón meö 2 unglinga borga 7000 krónur á ári í félagsgjöld. Innifalið er aö gangur að heimilinu og æfing- um þar, og aögangur að golfvell inum meðan hann er fær, en golf var iðkað þar fram að ára mötum sl vetur. England — Wales á ntiðvikudag • Næsta miðvikudag leika Eng- land og Wales landsleik i knattspymu — leikmenn yngri en 23 ára. Sir. Alf Ramsey hefur valið eftirtalda leikmenn í enska liöi. Shilton (Leicester), Smith (Sheff. Wed.) Parkin (Wolves) Hust (Ever ton) McFarland (Derby) Nish (Leicester) Husband og Royle (Everton) Kidd (Manch. Utd.) Os- good (Chelsea) og Thomas (Bum- ley), en hann ásamt Parkin leikur nú f fyrsta sinn i ensku lándsliði. FRAM-VALUR: Það voru ekki margir, sem bjugg, ust við sigri Fram í þessum leik, enda þótt liöið hefði sigrað alla keppinauta sína í þessu móti með nokkmm yfirburðum, því að Vals- stúlkurnar hafa á að skipa ein- hverju harðsnúnasta liði, sem hér hefur komið fram og hafa ekki tapað leik í 4 eða 5 ár. Framliöið mætti mjög ákveöið til leiks og gaf hinum reyndu Valsstúlkum ekkert eftir. Þær komust 3 mörkum yfir um miðjan fyrri hálfleik og juku það forskot um 2 mörk fyrir hlé þannig að staðan í hálfleik var 12:7 fyrir Fram. Seinni hálfleikur var mjög jafn og spennandi og gerðu Valsstúlkurnar örvæntingarfullar tilraunir til að jafna, og leit út um tíma að þeim tækist þaö en með öruggum og yfirveguöum Ieik tókst Fram að leiða sigurinn £ höfn þótt aðeins munaði einu marki i lok- in. Sannarlega óvæntur og skemmti 10. síða. Hér á myndinni má greina nokkra af beztu golfmönnum Islands og m. a. íslandsmeistar- ann, Þorbjöm Kjærbo, lengst til vinstri. Hafið þér athugað hve löngum tíma þér eyðið á skrifstofunni — það er lengri tími en sá sem þér eruð með fjölskyldunni. Hví ekki að hafa snyrtilegt og skemmti- legt í kringum yður. Lítið í sýningardeild okkar nr. 11 í Laug- ardalshöllinni, og sjáið hið sérstæða og skemmtilega skrifstofusett okkar úr palisander. -BlðNRETTINGAR Skeifan 7 — Sími 31113. \ I 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.