Vísir - 26.09.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 26.09.1969, Blaðsíða 16
VTSIR Fostúdagur 26. septeltiber I9G9. AUGLÝ5INGAR AOALSTRÆTI 8 SÍMAR 1-16-60 1-56-10 og 1-50-99 ÖNNUMSr fuór AILA OG 5MÁRRI OÖÐ WENIUN . ÞJONUSTA SVANS-PRENT ^ SKEIFAN 3 - SÍMAR 82605 OG ^> RITSTJÓRN IAUGAVEGI 178 SÍMI 1-16-60 „Hundrai sinnua á dag og einn punktur“ — Hjörleifur Sigurðsson opnar sýningu eftir 13 ára hlé Það fylgir því alltaf hálf óþægileg tilfinning að opna sýningu, segir Hjörleifur Sig- urðsson, listmálari, sem sýnir 16 málverk í Unuhúsi við Veg húsastíg um þessar mundir — eftir 13 ára hlé. — Ég lít sömu augum á sýn- ingar málara eins og kaup- mennsku, kaupmann, sem setur vörur sínar á markaö. Og verður þá að sætta sig við þá gagn- rýni, sem fram kemur. Hjörleif- ur sýnir 16 myndir þessu sinni, nokkrar í einkaeign. Þetta er þriðja einkasýning hans í Revkja vík, en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýn'nga víða um Evr- ópu. — Er óþægilegt fyrir mynd- listargagnrýnanda að sýna? Má hann ekki eiga von á strangari krítik? — Ég var miklu óstyrkari gagnvart krítik hér áður fyrr. Ungir menn eru það yfirleitt. Maður finnur það smám saman að maður hefur í rauninni engan gagnrýnanda nema sjálfan sig. Hitt er aðeins álit einstakling- anna. — Nú er þetta óvenju langt hlé á milli sýninga? — Síðasta sýning mín, ’56, var einvörðungu byggð upp á geometriskum myndum. Eftir það gerðist ekkert i ein sjö ár, varð ekkert úr neinu og ég gat ekki leyst það öðruvísi en að brenna því. Ég hef lokið við margar mynd anna í sumar. — En ég hef byrj- að á þeim flestum fyrir 1—3 árum. Ég verð aö melta þetta með mér. Ég hef þetta svona hjá mér og horfi á þetta hundr- að sinnum á dag og bæti við einum punkti eða svo. Þetta ger- ist ákaflega hægt. — Ég veit ekki um nokkurn mann, sem vinnur jafn hægt. „Veröld sem var“ — nafnið er fengið að láni hjá Stefáni Zweig. — Þetta á að tákna einhvern heilli heim, sem er horfinn, segir Hjörleifur um myndina, sem hann stendur við. Jarðakaup í Laxárdal hafin Fyrsti áfangi Gljúfurárvirkjunar boðinn út Laxárvirkjunarstjórn hefur nú sent frá sér tilkynningu þar, sem hún óskar eftir tilboðum i framkvæmdir við fyrsta áfanga Gljúfurárvirkjun ar við Brúar i Suöur-Þingeyjar- sýslu. Frestur til að skila tilboðum rennur út 20. desember. Blaðið hafði samband við Knút Otterstedt, rafveitustjóra, á Akur- eyri, sem sagði að fyrri áfangi virkjunarinnar fæli í sér byggingu stöðvarhúss, neðanjaröar og niður- setningu fyrri véla. Verða útboð í- vélarnar send út næstu daga. Með vorinu á að hefja framkvæmdir við virkjunina. Hin fyrirhugaða stífla kemur ekki fyrr en í öðrum og þriðja áfanga. Þá skýrði rafveitustjórinn -frá þvi, að Laxárvirkjun væri búin að kaupa hluta af einni jörðinni í Laxárdal og væri það byrjunin á því að kaupa jarðirnar í Laxárdal, sem verða undir vatni, þegar virkj- unin er komin upp. Kurteisi kostar ekki neitt? „Kurteisi kostar ekki neitt“, segir eitt máltækið, sem ætlað er til þess að bæta okkur og aia upp. En er það svo víst, að þetta sé alltaf rétt? Það er a. m. k. hæpið að ökumaður traktorsgröfunnar hér á myndinni telji kurteisina alveg gratís. Um Ieið og hann hleypti bifreið fram úr sér í gær í Breið- holtshverfinu, veifaði hann kumpánlega til ökumanns bifreiðarinnar, en sveigði gröfuna óvart til hægri um leið, — beint út í skurð. — (Ljósm. Birgir). Allar vélar Búrfells- virkþnar komnar í gang — Alverið fær nú alla orkuna \baban 9 Allar brjár aflvélar Búrfells- virkjunar hafa nú verið teknar i notkun og var framleiðslan í morg- un um 64 bús. kw. Enn er veriö að gera ýmsar prófanir og athug- anir á , vélunum, en búizt er við þvi að þeim ljúki um mánaðamótin. Álverið i Straumsvík fær nú alla orku sína frá Búrfelli, en öll kerin, 120 talsins, eru nú komin í gagnið. Álagið til álversins í morgun var þvi um 60 þús. kw. Undanfarna daga hefur raf- magnsnotkun álversins verið á bil- Husak kom með mála- miðlun í Dubcekmálinu Óvíst var í morgun, hver yrðu örlög Dubceks eftir fund ráða- manna f Tékkóslóvakíu. Kom Husak flokksleiötogi meö mála- miðlun, og er taliö, að vinsældir Dubceks muni koma í veg fyrir, að hánn verið rekinn af þingi. — Hins vegar muni honum vikið úr miðstjórn kommúnistaflokks ns. inu 60 — 70 þús. kw, en verksmiðjan hefur þurft meiri orku, þegar veriö hefur verið að koma kerjunum af stað. Framvegis verður orkunotkun in jöfn og stöðug um 60 þús kw. Áburðarverksmiðjan getur nú fengið alla þá raforku, sem hún þarf á að halda. Verksmiöjan getur þó ekki nýtt nema 8 — 9 þús. kw. vegna ýmissa lagfæringa og endur- bóta, sem veriö er að gera á verk- smiðjunni. Þó má búast við, að fljótlega fari álagið upp í um 16 þús. kw. F.ftir að álveriö komst í full af- köst, fer raforkuframleiðsla lands- virkjunar upp í 130 140 þús kw. þegar álaruð er inesr, en Sogsvirkj- unin og Búrfell anna þessu álagi hæglega. Agnar á undan með sinn Jörund Leikritið komið í setningu • Agnar Þórðarson, rithöfund- ur, verður eftir allt á undan kollega sínum Jónasi Árnasyni með sinn Jörund hundadaga- konung. Helgafell hefur tek'ð leikrit Agnars um Jörund til út- gáfu og er einmitt verið að prenta bókina þessa dagana. — Á sama tíma situr Jónas við og snurfusar söngleik sinn. Miklar ritdeilur spunnust um Jö.r- und nú á síðustu hundadögum sem kunnugt er. Meðal annars þóttist Agnar eiga vísan kveðskap eftir Jónas í söngleik um Jörund, en þann söngleik ætlaði Agnar að semja upp úr útvarpsleikriti, sem flutt var fyrir nokkrum árum og nú er að koma á prent. — Ekki vit- um viö hvort þar eru eyður fyrir vísurnar. Hnrður árekstur vegnu ofbirtu frá sólinni © Sterkir geislar niorgunsólarinn- ar skinu beint í augu ökumanna sem óku austur Hringbraut í morgun, og blinduðu gjörsam- lega, enda hlauzt af harður á- rekstur á móts við Kennaraskól- ann gamla. © Maður nokkur hafði orðið að yf rgefa bifreið sína, þegar hjól barði sprakk, til þess að sækja aðstoð, en þegar hann kom aft- ur, var bifreið hans komin í klessu — svo harkalega hafði verið ekið aftan á hana. © Ökumaður, sem kom vestan Mringbraut, hafði ekki komið auga á kyrrstæða' bifreiðina vegna sólarinnar og lenti hann á fullri ferð aftan á bílnum. — Hann slapp þó ómeiddur, en' báðar bifreiðarnar voru miklð skemmdar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.