Vísir - 26.09.1969, Blaðsíða 2
VISIR . Föstudagur 26. september 1969.
'Eyleifur skoraði annað mark ís-
lands í gær.
ÍBR 25 ára
Iþróttabandalag Reykjavíkur á
25 ára afmæli um þessar mund
ir og var ætlunin að minnast
með gestamóttöku í Sigtúni á
iaugardag. Af ófyrirsjáanlegum
orsökum verður að fresta af-
mælishófi fram yfir miðjan
október.
Henlumunim vmtaði á ísl. sigur
Franski markvörðurinn bjargaöi liði sinu frá
stórtapi — stóðug islenzk sókn allan seinni
hálfleikinn
í 53. landsleik íslands, sem
leikinn var í Parfs í gærkvöidi,
með 3 mörkum gegn 2. Leikur-
inn, sem leikinn var við flóð-
ljós, var þó mjög góður af hálfu
íslendinga og það var aðeins
fyrir frábæra markvörzlu
franska markmannsins, að
Frakkar gengu með sigur af
hólmi.
Frakkar byrjuðu á því að skora,
en Elmar Geirsson jafnaði skömmu
síðar með föstu skoti eftir glæsileg
an einleik frá miðju, staðan 1:1.
Adam var þó ekki lengi í Para-
dís því Frakkar skoruðu 2 mörk
í viðbót fyrir hlé. íslenzka liðið
kom mjög ákveðið til leiks í síðari
hálfleik og ekki voru liðnar nema
10 mín, þegar Eyieifur Hafsteins-
son skoraði 2. markið með glæsi-
legu skoti eftir fallega fyrirgjöf
Matthíasar Hallgrímssonar. Það
sem eftir var leiksins sóttu íslend
ingar stööugt og réðu frönsku leik-
mennimir ekkert við hina harð-
snúnu landa, en herzlumuninn vant
aöi þó ávallt á að okkar mönnum
tækist að skora mark. Þannig átti
Eyleifur nokkur falleg skot á mark
ið sem franski markvörðurinn varöi
glæsilega. Ellert og Guðni voru al-
gjörir ofjarlar frönsku framlínunn
ar og vakti mikla hrifningu meðal
áhorfendanna fyrir frábæran leik.
Annars átti liöið í heild mjög góð-
an leik, og baráttuandinn mjög mik
ill, þótt ekki dygði til í þetta sinn.
Liðið, sem lék var skipað þess-
um mönnum: Þorbergur Atlason,
Jóhannes Atlason, Einar Gunnars-
son, Ellert Schram, Guðni Kjartans
son, Matthías Hallgrímsson, Bjöm
Lárusson, Eyleifur Hafsteinsson,
Baldvin Baldvinsson, Sigurður Al-
bertsson og Elmar Geirsson, en f
síðari hálfleik komu Jón Ólafur
Jónsson og Haraldur Sturlaugsson
inn í stað Baldvins og Sigurðar.
Haraldur Sturlaugsson lék nú
sinn fyrsta landsleik og var ásamt
Eliert bezti maður liðsins. Enn
eitt tap í landsleik bætist nú í sekk
inn hjá KSÍ, en í þetta skipti mátti
ekki miklu muna og þó svo að ekki
næðist sigur getum við veriö
hreykin af piltunum, sem börðust
eins og ljón og sýndu það að
þrátt fyrir allt er íslenzk knatt-
spyma að rétta úr kútnum og full
ástæða er til þess að ætla að bjart
ari dagar séu ekki langt undan.
Bacardikeppnin
á laugardag
Næstkomandi laugardag, þann
27. sept., fer Bacardikeppnin fram
hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á Graf
arholtsvelli.
Keppt er um forkunnar fagran
farandbikar, en handhafi hans frá
1968 er frú Súsanna Möller. Keppn
in hefst kl. 13.30 og er áskrifta-
listi í Golfskálanum fyrir væntan-
lega þátttakendur.
Æfingar í júdó að hefjast
Æfingar í japanskri glímu, júdó I hafa á að æfa f vetur, er bent á
hefjast hjá Júdófélagi Reykjavík- að innritun er nú að hefjast og er
ur 2. okt. n.k. — Þeim sem áhuga ] bezt að mæta á kvöldin milli kl.
7 og 9 á 5. hæð í Júpiter og Mars
á Kirkjusandi, inngangur frá Lauga
læk.
Fyrst um sinn verður æfingum
skipt þannig, að drengir 14 ára og
yngri æfa einu sinni í viku kl. 5 —
6 sd. á þriðjudögum.
Byrjendur eldri en 14 ára æfa á
mánudögum og fimmtudögum kl.
8.30 til 9.30 á kvöldin.
Almennar æfingar fyrir Iengra
komna veröa á mánud., þriðjud.,
fimmtud., kl. 7 til 8.30 og á laug-
ardögum kl. 2 til 4 e.h.
Júdó er fyrst og fremst hörð
íþrótt sem krefst strangra æfinga
ef aö nokkur árangur á að nást, en
alltaf eru margir, sem langar fyrst
og fremst til þess að kynnast þess-
ari glímu án þess að hafa keppni
í huga og koma þar til ýmsar á-
stæður. Þess vegna hefur verið
ákveðið að hafa sérstaka æfinga-
tíma milli kl. 6 og 7 sd. á þriðju-
dögum og fimmtudögum. I þessum
tíma verður aðallega lögð áherzla
á almennar líkamsæfingar jafn-
framt því, sem undirstöðuatriði í
júdó verða kennd.
Á þennan hátt reynir Júdófélag
Reykjavfkur að koma til móts við
óskir sem flestra.
Fyrirhugað er, að halda fyrsta
meistaramót félagsins f vetur og
veröur væntanlega keppt sam-
kvæmt alþjóöareglum í 5 þyngdar-
flokkum og opnum flokki.
Júdófélag Reykjavíkur hefur
haldið uppi æfingum í allt sum-
ar og nú í september hefur Syd
Hoare, 4 dan, aðalþjálfari Budokwai
í London dvalið hér og kennt hjá
félaginu með mjög góðum árangri.
SIATURSALAN HAflN
SLÁTUR, MÖR, SVIÐ, HJÖRTU, LIFUR, NÝRU. ÓDÝR SVIÐ AF FULLORÐNU.
OPIÐ 9—12 OG 1—6 NEMA LAUGARDAGA 9—12. LOKAÐ Á MÁNUDÖGUM.
SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS
Slátursalan Laugavegi 160, sími 25114
EUert Schram átti stórkostlegan
leik
Knattspyrnan
um helgina
Mikið er um að vera í knatt-
spymunni um helgina, og verða nú '
m.a. leiknir fyrstu leikirnir í 16 liða ]
úrslitum bikarkeppni KSI.
Mesta athygli vekur leikur Akur'
eyringa við B-lið Akraness, en f þvf!
Iiði mun að finna marga frækna1
garpa fyrri ára. Akureyringar berj1
ast nú harðri baráttu fyrir tilverui
sinni í 1. deild næsta ár og er óvíst I
hvernig þeirri viðureign lyktar.!
Leikimir verða sem hér segin I
Laugardagur 27. sept. i
Melavöllur — Miðsumarsm. 1. fl. i
Ármann —Þróttur kl. 14. j
Melavöllur — Haustmót 1. fl. —!
KR-Fram kl. 16.45. j
Akureyri — Bikarkeppni — ÍBA— .
lAb kl. 16.
Kópavogur — Landsmót 2. fl. —;
Breiðablik—IBV kl. 14. '
Isafjöröur — Bikarkeppni — '
Vestri—Valur A kl 16.
Sunnudagur 28 sept.
Melavöllur — Orslit Reykjavíkur-
mót 3. fl. Fram—KR kl. 10.30
Melavöllur — Bikarkeppni — Val-‘
ur B—Völsungar kl. 14 •;
Framvöllur — Haustmót 3. fl. B..
Fram—Víkingur kl. 14. ,
Melavöllur — Haustmót 2. fl. A
Víkingur—KR kl. 16.
Myndin er af Alfreð Þorsteins-
syni íþróttafréttaritara Tímans,
en eins og sagt var frá f blaðinu
í gær, hefur Aifreð nýlega ver-
,ð ráðinn ritstjóri íþróttablaðs-
ins, sem nú kemur út eftir heig
ina í breyttum búningi.