Vísir - 26.09.1969, Blaðsíða 5

Vísir - 26.09.1969, Blaðsíða 5
VfSTR . Föstudagur 26. september 1969. Sjö höfundar um konuna og þjóðfélagið Alþingi er ein kona meöal 60 þingmanna, í bæjar- og sveitarstjórnum eru 5 konur meðai 130 fulltrúa, í hrepps- nefndum sitja 13 konur meðal 1029 hreppsnefndarmanna. Á ís- landi hefur kona aldrei setið i Hólmfríður Gunnarsdóttir: „Föð urást, sem Víeri ræktuð við viðmóta stofuhita og móðurást- in mundi áreiðanlega veita jafn- mikið yndi.“ ráðherrastóii, bankaráði, út- varpsráði, menntamálaráði, þjóð leikhúsráöi, iðnfræðsluráði, kirkjuráöi, aldrei gegnt störf- um bankastjóra, sýslumanns, sendiherra, hæstaréttardómara, og þannig mætti lengi telja.“ Þetta segir m. a. í ritstjórnar- grein Sigurðar A. Magnússonar í siðas,ta hefti Samvinnunnar. Þetta hefti er aö miklu leyti lagt undir greinaflokkinn „Kon- an og þjóðfélagið", sem sjö höf- undar rita. Að ööru leyti er efni blaðsins helgaö konum að flest- öllu leyti með frásögnum af kon- 'um og skrifum þeirra. Konan og staöa hennar í þjóð- félögum nútímans er eitt þeirra umræðu- og rökræðuefna, sem hæst ber hjá nágrannaþjóðum okkar. Ekki er hægt að segja að þetta efni hafi oft borið á góma hérlendis. Ársrit Kvénréttinda- félags íslands, „19. júní“, hefur þó ætíð haldið merki kvenna Aase Eskeland: „Við ö.vlum ekki ábyrgðina, og það er ógæfa okk- ar og þá um leið ógæfa heims- ins.“ hátt á lofti og í hverju hefti, sem út hefur komið hefur verið vikið að konunni, réttarstöðu hennar o. fl. í sumar birtust tvær greinar hér á síðunni, sem báru heitið „íslenzka konan og þjóðfélagið“, þar sem sagt var frá umræðuhóp nokkurra hús- mæðra um stöðu konunnar í nú- tímaþjóðfélagi. Annars hefur lít ið verið um málið rætt á opin- berum vettvangi eins og fyrr segir, en umræðurnar því fjör- ugri í lokuðum hópum kvenna. TLJöfundarnir sjö, sem rila .greinaflokkinn í Samvinn- una eru: Jóhann Hannesson, prófessor, Aase Eskeland, hús- móðir, Vigdís Finnbogadóttir, menntaskólakennari, Bryndís Schram, Anna Sigurðardóttir, húsmóðir, Margrét Margeirs- dóttir, félagsráögjafi og Hóhm- fríöur Gunnarsdóttir. Greinahöfundarnir leggja fram sinn skerf í umræöurnar hver á sinn hátt, en einnig koma fram margar sameiginlegar nið- urstöður og viöhorf. 1 þessum hópi er ekki að finna einn einasta verjanda hinn ar viðurkenndu hefðar aö aðal- Bryndís Schram: „Glöð og á- nægð hverfnr konan sjónum þjóðfélagsins, gengst fúslega undir okið. Hún hefur „gengið út“. Hún hefur fórnað frelsinu fyrir öryggi hjónaBANDSINS, fjölskyldulífsins, heimilisins." vettvangur kommnar sé innan hinna fjögurra veggja heimilis- ins. Sameiginleg niðurstaða er hins vegar sú að konan leiti út á við, hasli sér starfsgrundvöll samsíða karlmanninum í raun og reynd, veröi virkur þátttak- andi í þjóöfélaginu, stuöli að um- bótum þess og uppbyggingu. Til þess að þetta megi verða, verði að samræma uppeldi og mennt un karla og kvenna, og gera ekki mismun þar á. reinarnar flokkast þannig nið ur: Jóhann Hannesson skrif ar um mæðraveldið þar sem kon ur ráða lögum og lofum og hvernig slík þjóðfélagsskipan gæti þróazt í framtíðinni. Aase EsHeland fjallar almennt um stööu konunnar, hver hún er nú og hvernig hún ætti að vera, Vigdís Finnbogadóttir um upp- eldi og menntun konunnar, Bryn cíKVfMSÍfffé^ hún ætlar sér og henni eru ætl- aðar og hver séu hin almennu viðhorf hennar til sjálfrar sín. Var ekki vanþörf á að þessu efni væru gerö eins myndarleg skil í þessu hefti Samvinnunnar og raun ber vitni. Félagsfræö- ingar eru af skornum skammti á þessu landi, og lítið um þjóö- félagslegar kannanir, sem geti varpað Ijósi á vissar félagsleg- ar staöreyndir í okkar þjóð- félagi. Þess vegna hefur það stundum verið verkefni blaða og tímarita að taka þessar kannanir að sér að einhverju leyti. Greina flokkur Samvinnunnar gæti m. a. stuðlað að því, að þetta efni Jóhann Hannesson: „Á löggjafar þingum myndu konur sitja og hafa með sér einn og einn karl- mann sem eins konar skraut- fjöður og viðurkenningu á því að karlkynið ætti sér nokkurn tilverurétt.“ dís Schram um þversögnina í lífí íslenzkra kvenna, menntun þeirra og viðhorf, Anna Sigurðar dóttir um mannréttindi kvenna, Margrét Margeirsdóttir um ein- stæðar mæður og Hólmfríöur Gunnarsdóttir um hefðimar og goðsagnimar tengdar konunni. Höfundamir velta fyrir mörgum spurningum, sem svara ýmist eða láta standa opn- ar til umhugsunar: „Er ekki kominn tími til aö endurskoða rangláta mennsku og skammsýna .stjórn- vizku karimannanna?“ „Er kon- an uppfinning þessarar aldar?“ „Hvaöa námsgreinar í mennta- skóla ættu að vera sérstaklega við hæfi kvenna og hvers vegna einkum viö hæfi kvenna?“ „Hvers virði er vellaunað sta f hjá örlátum eiginmanni?" J greinunum kemur fram ýmiss konar fróðleikur um réttar- stööu konunnar, en sérstaklega er bent á aðstöðu konunnar í íslenzku þjóðfélagi, hvemig kon an er mótuð eftir viðteknum hefðum allt frá blautu barns- beini, hvaöa menntunarleiðir Margrét Margeirsdóttir: „Engu er líkara en að ógiftar mæður séu einn hópur í þjóðfélaginu, sem hefur gleymzt eða orðið út- undan, þegar félagslegar umbæt- ur, er miða að herll og velferð einstaklingsins, hafa séð dags- Vigdís Finnbogadóttir: „Frá blautu barnsbeini eru börn stöð- ugt minnt á kynferði sitt og þeim innrætt, með hugsunarlaus um vanaorðatiltækjum, ákveðin hegðunarmunstur, sem á að hæfa kynferði þeirra.“ verði tekið fyrir af félagsfræö- ingi og þá e. t. v. fjallað um íslenzku konuna og aðstöðu hennar í þjóöfélaginu. Margar bækur hafa veriö rit- aðar um konuna og þjóðfélagið, einkum siöustu árin. Aðstaða konunnar í hinum'1 stærri þjóö- félögum hefur vaxiö upp i það að verða aö félagslegu vanda- má1i, td. í Bandaríkjunum. Þró- unin gæti orðið hin sama hér. Nægileg fræösla og upplýsing um þessi mál, í tæka tíð er byrj- un þess, að félagslegt vandamál verði leyst áður en það er orðiö alvariegt. HOTEL FERÐAFÓLK! Bjóðum yöur i VARÐBORG 1. fi. gistingu og greiðasölu ai/i ippVDI í vistlegum húsakynnum á| riAlvk/nC T I il sanngjömu verði. | SÍMI 96-12600 Anna Sigurðardóttir: „Þótt kon- ur eigi rétt á inngöngu í alla skóla landsins, er það í mörgum tilfelluni aðeins pappírsréttur." lAt/D KOVIK © Notaðir bílar til sölu Höfum kaupendur að Volkswagen og Land-Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu. Tii sölu í dag: Volkswagen 1200 ’58 59 ’61 ’62 ’68 ’69 Volkswagen 1300 ’66 ’67 ’68 Volkswagen 1500 ’67 ’68 Volkswagen Fastback ’66 ’68 Volkswagen sendiferðabifr. ’63 ’65 ’68 Volkswagen station ’63 ’64 Land-Rover bensín ’62 ’64 ’65 ’66 ’67- Land-Rover dísil ’67 Saab ’65 Willys ’42 ’66 ’67 Fiat 600 T sendiferðabifr. ’67 Toyota Crown De Luxe ’66 Volvo station ’55 Chevy-van ’66 Vauxhall 2000 station ’69 Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot af rúmgóðum og giæsilegum sýningarsal okkar. $ími 21240 HEKLA hf Laugavegi 170 172

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.