Vísir - 01.10.1969, Blaðsíða 9
V t S I R . M'ðvikudagur 1. október 1969.
• samm ■ -gys BagwraaCTwmg i
Óhæfir upplesarar
íslendingar eru mikil menning
arþjóð, að minnsta kosti segj-
um við það sjálfir. Við gortum
af bókmenntum okkar, hversu :
þjóðin sé vel menntuð og hvað j
hún hafi nú lesið mikið af alls
kyns fróðleik.
Er þá jafnfurðulegt, ef þetta
er allt satt, aö Ríkisútvarpið
sjálft skulí ekki geta fengið
frambærilegri upplesara er raun
ber vitni í „kvæöaþáttum“.
Nú vitum. við, að til er skóli,
sem bæði vor og haust helgar
sig einungis kennslu í upplestri
á bundnu og óbundnu máli. —
Vafalítiö hefur með þessari
kennslu myndazt töluverður
kjarni, sem fengið hefur góða
tilsögn og æfingu í upplestri. — |
Almennt hefur eigi verið leitað
til þessa hóps, eftir þvi sem
forstöðumaður skólans segir.
Kiddi.
□ Óttumst við að ræða
kynlíf við börnin
okkar?
Ég varð ólýsanlega skelfd i
sumar er ég kom í heimsókn til
vinkonu minnar, er lá á Fæðing
ardeildinni hér í borg og hún
sagði mér ef 13 ára gamalli telpu
sem haföi fætt þar barn í vik-
unni. Það sem fór í gegnum
huga minn á þeirri stundu var:
Hvers vegna? Hvar er orsak-
anna að leita? Því leyfir lög-
gjafarvaldið 13 ára gömlu bami
að ganga í gegnum það að eiga
barn? Vera má,aðlíkaminn sé til
búinn en hinn andlegi þroski
ekki að sama skapi.
Vegna þessa sneri ég mér til
Fræðslumálaskrifstofunnar og
spurðist fyrir um hvort kynferð
isfræðsla væri skyldugrein í
unglingaskólum, og fékk það
svar. að svo væri ekki. Vissu-
lega mætti sameina þessa
fræðslu heilsufræöi, en það hef
ur ekki þótt þurfa til þessa. Er
ekki grátlegt, aö gagnfræöa-
skólanemar 1969 skuli eiga aö
geta talið upp allar helzlu ár og
vötn í Rússlandi, vita hvað íbú-
arnir í London eru margir, en
um veigamesta hlutverk líkama
síns sjálfs eiga þeir ekkert að
vita?
H.M.B.
□ Vínið og
Hafnarfjörður
í sambandi við vínkosningarn
ar í Hafnarfiröi rifjast upp fyrir
mér gömul vísa, sem ég heyrði
sem krakki og ég held ég megi
segja, að hún sé úr gamalli
Reykjavíkurrevíu. Vísan er
svona:
Alltaf, þegar ég á frí,
og mér leiðist bænum í,
suður í Hafnarfjörð ég flý,
og fer á kenderí.
Dóra.
HRINGIÐ I
SÍMA1-16-60
KL13-15
□ Maður er óendan-
lega einn. Stórt skip,
sem brunar gegnum nótt
ina hlaðið varningi —
og þjáningu. Maður get-
ur ekki leitað fornrar
vinsemdar, það er þessi
einmanaleiki, sem þjáir
mann mest, segir Jónas
Guðmundsson, stýrimað
ur.
"O'ann er að koma frá Hondur
as og gerir hér stuttan
stanz. Förinni er heitiö eitthvað
suður á bóginn, kannski til Afr
íku, Austurlanda.
Ég sigli með Dönum, segir
hann. Danir eru merk siglinga
þjóð. íslendingar eru vel séöir
Jónas Guðmundsson.
VeröMin er hryllileg'J
— rætt við Jónas Guðmundsson, sfýrimann, sem lýsir lifinu,
þar sem kynflokkum heimsins er blandað i einn hrærigraut
þar. Það er lfka öruggara fjár-
hagslega að sigla með Skandin-
avískum skipum. Þar á maöur
kaupið sitt víst.
— Og hvers vegna fórstu á
þennan flæking, ef ég má spyrja
svo?
— Ég vann héma ýmis störf
í landi eftir áð ég hætti á sjó,
ég var lengi hjá Landhelgisgæzl
unni, flaug þar meðal annars
og svona. — Ég hef alltaf haft
þrá til þess að skrifa og ég
fann aö ég var að þagna, koöna
allur niður. Eyjólfur frá Herru
skrifaði skáldsögu, þar var mik
ið drukkið af kaffi og súkku-'
laði svo til á hverri blaðsíðu.
Ég fann að þetta var ekki líf-
ið — Og ég fór til þess aö leita
að lífinu. — Þetta er kannski
eins og vítamínkúr fyrir mig.
'p’n veröldin er hryllileg, segir
'*"J þessi sjaldgæfi pílagrímur
og útlagi. Og kannski hann geti
líka trútt um talað. Hann ber
á bringunni ör eftir hnífsstungu
frá Port Arthur í Texas og í
knæpum Lake Charles í Louisi-
ana þutu skotin yfir kollunum.
— Á sjónum er allt kyrrt og
rólegt, segir hann. Þá hefur mað
ur stjóm á öllu. í landi logar
allt í slagsmálum. Það er spark
að í hurðina á káetunni minni,
lamið og barið, öskrað og grát-
ið. — Maðurinn, sem ég leysti
af var myrtur. Þetta er lífið í
hafnarhverfunum, þar sem kyn
flokkar heimsins blandast í
einn hrærigraut
— Eru sjómenn misjafnir eft-
ir þjóðerni?
— Mín reynsla er sú að sjó
menn séu alls staðar eins, þótt
uppruninn sé m'sjafn, yfirleitt
ómenntaðir, góðir drengir, stund
um skemmtilegir, standa sína
plikt á sjó — en sleppa sér með
víni, þegar þeir koma í land.
p'armaöurinn er slitinn upp
með rótum frá umhverfi
sínu. Hann getur drekkt sér i
starfinu, hann getur líka drekkt
sér í brennivíni, eða farið út í
algjöra dellu. Ég spurði einu
sinni vélstjóra, sem var með
mér, hvað hann langaöi til þess
að gera.
Mig langar helzt til þess að
eignast slípivagn, sagði hann, óg
ferðast með um allt Jótland og
brýna skæri fyrir fólk — sofa
í vegköntunum og brýna skæri
og hnífa. — Sumir vinna við
þetta alla ævi. Mér er þaö ó-
skiljanlegt.
— Tþú segist sigla til þess
að safna þér reynslu.
Verður ekki erfitt að staðnæm-
ast við það?
— Úr langferð sleppur eng-
inn maður án reynslu, þaö er að
segja, ef hann sleppur lifandi.
Jón Indfafari öðlaðist eilifa
frægð, vegna þess að hann kom
meö ný tíð:ndi. — Líkt og tungl
faramir núna.
Ég ætla enn um stund að
safna reynslu og gera tilraun
til þess að kynnast veröldinni.
Þegar ég hef drukkið nægju
mína af þessum bikar ætla ég
að skrifa.
Hefurðu. tekið eftir því með
ungu skáldin okkar — þeim Þgg
ur ekkert á hjarta. Allt, sem
maður skrifar er byggt á manns
eigin reynslu.
En hingað kem ég. Ég á hér
heimili — ég er meira að segja
skrifaður í símaskrána. — Ég
kem hingað hvort sem það verð
ur svo kannski f sínkkistu ell-
egar
i~Kg hvar er siglt?
Fyrst um Evrópu, í Miðjarð
arhafinu mikið. — Við vorum
nokkra mánuði f Karabíska haf
inu. — Skemmtilegt að koma til
Trinidad. Við lágum uppl á dekki
á nóttinni, hitinn var svo mik-
ill, nóttin hljóöbær. Þá var ynd
islegt að heyra þá dansa þessa
villimannadansa — svo yrkja
þeir rímu eins og íslendingar
klámvísur. Þetta eru Indíánar,
sem voru reyndar villtar mann-
ætur áður — og Afríkusvert-
ingjar, yndislegt fólk, gáfað og
skemmtilegt. Það talar frönsku,
sem enginn skilur reyndar nema
það sjálft.
— Og svo fórstu frá skipi
í Honduras?
— Já, það átti að halda á-
fram aö þvælast þarna um í
Vestur-Indíum, kannski tvö ár.
Mig langaði ekki til þess að
vera þar lengur, samningurinn
var runninn út svo ég fór af í
Honduras.
— Það eru til tveir vitar í
því landi. Þeir eru báðir í eigu
Standard Fruit og það er ekki
kveikt á þeim nema þegar von
er á þeirra skipum. Fátæktin
er ofboðsleg þarna. Ávaxtaauð-
hringamir bandarísku hirða á-
góöann. — Banani sem þú kaup
ir vestur á Grímsstaðaholti er
ávöxtur af þessu rakketi þarna.
— Og hvenær ætlarðu svo að
byrja aö skrifa?
— Það koma reyndar tvær
bækur eftir mig í haust. En
það er ekkert af þessu í þeim.
Það er gamalt efni — af ýms-
um toga spunnið. Annað er smá
sagnasafn. Af þvi hefur ekkert
birzt nema ein saga í Lesbók
Morgunblaðsins „t)áiö á miöviku
dögum“. Hitt er ævisaga Jóns
Otta Jónssonar, þess kunna skip
stjóra.
Og fleira vill Jónas stýri-
maður ekki segja af sínum hög
um f bili, hvorki um knæpurn-
ar f Port of Spain eða St.
George, né óskrifuðu blöðin.
J.H.
Treystið þér yður til að
hætta að reykja amer-
ískar sígarettur?
Ragnar Björnsson, byggingar-
verkamaður.
„Nei, ég held ekki. Ef ég ætti
ekki kost á amerískum sígar-
ettum, mundi ég ekki hætta að
reykja heldur fara yfir í píp-
una.“
Magnús Jónsson, verkamaður.
„Ætli þaö ekki. Þaö er úr nógu
öðru aö velja.“
Sverrir Haukur Gunnlaugsson
stud. jur.
„Ég reyki mjög lítið. Einungis
filter-sfgarettur. Þannig að ég
persónulega myndi ekki lenda í
vandræðum."
m
Hjörleifur Guðnason, afgreiðslu
maður.
„Já, og ef ég mundi ekki geta
keypt mér amerískar, þá bara
engar sígarettur. Ég hef aldrei
getað reykt annað en amerískar
sfgarettur.“
Pétur Björnsson verzlunarm.
„Já, það geri ég, og myndi þá
bara finna mér gott tóbak í
pípuna mína.“
Steindór Áeústsson, framkvstj.
„Maður veit aldrei, hvað mað-
ur gerir?“