Vísir - 01.10.1969, Blaðsíða 6

Vísir - 01.10.1969, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Miðvikudagur 1. október 1969. Frá Brauðskálanum Langholtsvegi 126 Sniurt brauð Snittur Kokkteilsnittur BrauOtertur Brauðskólinn Sími 37940 ■Listir -Bækur -Menningarmál FELAGSLÍF Handknattlelksdeild KR Æfingar verða um sinn, sem hér segir. Mfl. karla. Þriðjudaga kl. 10.15— 11.55, fimmtudaga kl 9.20—11.10 2. fl. karla: Þriðjudaga kl. 9.25— 10.10, föstudaga kl. 8.35—9.25 3 fl. karla: Sunnudaga kl. 10.20 — 11.10, föstudaga kl. 7.45—8.35 4. fl. karla: Mánudaga kl. 6.05— 6.55, laugardaga kl 1.20—2.10 11 og 12 ára drengir: Sunnudaga kl 9.30. Mfl. kvenna: Föstudaga kl. 10.15 — 11.55, sunn aga kl. 4.20 — 6.00. 2. fl. kvenna: Föstudaga kl. 9.25— 10.15, sunnudaga kl. 3.30-—4.20 3. fl. kvenna, (byrjendur). Sunnu- daga kl. 2.10—3.00. Mætum vel og stundvíslega. ____________Stjómin. Knattspymufélagið Valur Handknattleiksdeild. Æfingatafla fyrlr veturinn 1969-70 Telpur byrjendur (12-14 ára). — Mánudaga kl. 18—18.50 þriðjudaga kl. 18-18.50. 2. fl. kvenna. Mánudaga kl. 19.40— 20.30, fimmtudaga kl. 18,50—19,40. Mfl, og 1 fl. kvenna. Þriðjud. kl. 20—21,10, fimmtud. kl. 20,30- 21.20. 5. fl. karla (11—12 ára) sunnud. kl. 10.10—11.50. 4. fl. karia 12 — 14 ára. Mánudaga kl. 18.50 — 19.40, fimmtudaga kl. 18-18.50. 3. fl. karla. Þriðjudaga kl. 18.50- 20, fimmtudaga kl. 19,40—20,30. 2. fl. karla. Mánudaga kl. 21.20— fimmtudaga kl. 21.20. Mfl. og 1. fl. karla Mánudaga kl. 20.30-21.20, þriðjudaga kl. 21.10 -23. NOTAÐIR BÍLAR: m.a. ’68 Rambler American sjálfskiptur Rambler Ambassador ’66 Rambler CI','-sic ’66 ’65 1 amblc Classic ’63 ^lvmouth Fury 1 ’66 Chevrolet Chevy II ’65 ’66 r.enault Dauphin '64 Rússajeppi ’56 Ford Consul ’60 Hagstæð kjör, til greina koma skuldabréf. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. JON LOFTSSON NF. jHringbraut 121 -• 10600 llllllllllllllllllll Times Literary Supplement um Halldór Laxness: f Heimsljós á ensku | sumar kom Heimsljós Hall- dórs Laxness út á ensku í þýðingu Magnúsar Magnús- sonar. The University of Vis- consin Press gefur bókina út í Madison, Milwaukee og London I bókaflokknum The Nordic Translation Series sem styrktur er af norrænu menningarmálanefndinni. t þessum bókaflokki hafa áður komið út af lslands hálfu Svartfugl eftir Gunnar Gunn- arsson og þrjú Ieikrit eftir Jó- hann Sigurjónsson, Davíð Stefánsson og Agnar Þórðar- son. — 11. september birtist i Times Literary Supplement ýtarleg og mjög vinsamleg umsögn um Heimsljós og Halldór Laxness. Fara hér á eftir nokkrir kaflar úr grein- innl i lauslegri þýðingu, en greinin er of löng til að birta hana alla. Að vanda þessa mikilsvirta tímarits er höf- undar ekki getlð, en fram kemur í grein hans að hann hefur mikla þekkingu til að bera á fslenzkum bókmennt- um, og kveðst hann reyndar sjálfur hafa erflðað við að þýða íslandsklukkuna und- anfarin tuttugu ár — án þess að takast það. Tjegar Halldór Laxness hlaut nóbelsverðlaunin f bók- menntum árið 1955 höfðu tvær af hinum stóru skáldsögum hans, Salka Valka og Sjálfstætt fólk, verið þýddar á ensku. Það er fagnaðarefni að einnig þriðji sagnaflokkur hans, Heimsljós, sem ef til vill er mest um vert af öllum verkum Laxness, skuli loksins vera kominn út f ná- kvæmri og þróttmikilli þýð- ingu Magnúsar Magnússonar. Þar með hefur verulegur hluti af verkum Laxness verið þýdd- ur og gefinn út á ensku, en auk fyrmefndra verka eru fjórar styttri skáldsögur hans til f þýðingu, þrjár þeirra þýddar af Magnúsi Magnússyni. Af stór- virkjum Laxness bíður aðeins íslandsklukkan þess að fyrir- finnist svo ótrauður þýðandi að hann færist hana f fang. Að svo komnu getur ensku- mælandi lesandi gert sér sæmi- lega grein fyrir verðleikum og annmörkum Halldórs Laxness sem skáldsöguhöfundar. Og ljóst er að mál er tll komið að ýtarlega verði fjallað um verk hans á einhverri meiri háttar þjóðtungu. 1 verkum Laxness opnast lesandaniim heimur í hnotskum — heimur sem á mælikvarða stærri þjóðar er svo lítill að hann verður séður f heild, en engu að síður nógu stór til að rúma óendanlega fjöibreytni mannlífs . . Hinn íslenzki smáheimur, veröldfiski manna og bænda, sveita og sjó þorpa, hefur reynzt mörgum öðr um höfundum auðug efnisnáma. Laxness framfylglr þróttmikilli sagnahefð sem áttí upphaf sitt á ðldinni sem leið með sögum Jóns Thoroddsen, Pilti og stúlku og Manni og konu. Þar var dreg ið upp sögusvið sem viðhaldizt hefur lftt breytt fram á þennan dag þó svo raunsæisstefna Brandesar, franskur impress- jónismi og aðrar tfzkustefnur hefðu áhrif á efnisval fslenzkra rithöfunda. Munurinn er að sönnu mikill á góðlyndum en fráneygum skopleikjum Jóns Thoroddsen um mannlíf og þjóðhætti sinnar aldar og harm- sögulegum efnivið Jóns Trausta og Gunnars Gunnarssonar. En ekki þarf ýkjamikla skarp- skyggni til að rekja ætt frá Jóni Thoroddsen tíl Halldórs Lax- ness . . . Merki' upprunans eru ennþá auðrakin f sfðustu (og þvf miður síztu) sögu hans, Kristnihaldi undir jökli, þar sem ívaf skopvfsrar sveitalffslýsing- ar að hefðbundnum hætti lífgar við hið leiðigjama söguefni. Cannarlega hefði það verið fávíslegt ef Laxness hafn- aði bókmenntalegum arfi sem hefur miðlað honum svo miklu og sem hann hefur að sfnu leyti endurgoldið skuld sfna ríkulega. í verkum hans birtast hinir eilffu manngérvingar, sem hvert sámfélag Íeiðir í Ijós að sínum eigin hætti, dregnir upp ljós- lifandi 1 sfnu framandlega um- hverfi. Vandlæting höfundarins minnir á Dickens, hatur hans á grimmd og mannvonzku sem framin er undir merkjum mann- úðar, framfara eða stjómvizku. Hverjum lesanda Heimsljóss hlýtur að verða ljóst hve hald- laus er sú mannúð sem ekki er nema yfirskin gróðahyggjunnar undir niðri; lesandi Brekkukots- annáls finnur innilega til þess hve djúpt listin sekkur f hönd- um fjárplógsmanna og svika- hrappa ... Pétur Pálsson fram- kvæmdastjóri og framfarafröm- uður í sjávarþorpinu á Sviðins- vík reynist samvizkulaus brask- ari, og Bjöm á Leirum, hinn góðviljaði nábúi f Paradísar- heimt, gamall kvennabósi sem gimist ungar stúlkur. En öfugt við smámenni eins og Pétur þríhross, eða Gvend Gúðmún- sen f Brekkukotsannál, bjargast Bjöm á Leimm vegna sjálfra náttúrakrafta sinna, maður sem hefur mótazt af harðri lffsbar- áttu við sjó og land, óþvingaður af borgaralegu siðferði. Hér er komið að öðrum meg- inþætti í list Halldórs Laxness. Þó mannlegir lestir veki and- styggð hans veit hann ætfð full- vel að enginn maður er svo sneyddur sagnaranda að ein- ungis ein hvöt knýi hann áfram. Þessi skilningur miðlar full- þroska verkum Laxness dýpt og breidd, nema þeim sem tilkom- in era f dægurbaráttu eins og Atómstöðin út af deilunum um ameríska herstöð á íslandi. Þar era skopöfgar í fyrirrúmi, en einnig þar má sjá hvemig sam- úð höfundar mildar og dregur úr bræði hans.. . Vera má að Laxness hafi öðrum þræði skömm á skáldinu Ólafi Kára- syni f Heimsljósi, fyrirdæmi hann f senn fyrir að ónýta líf I ^ sitt og skáldskap. En fyrirlitn- ing hans mildast öll af innilegri samúö með þessum vesalings- manni sem upphaf hans og upp- vöxtur fyrirmuna að ná fullum vexti og þroska. Sama gildir að sínu leyti um heitkonu Ólafs, Jarþrúði; háttemi hennar er einungis skopfærsla hinna göfg- ari hvata eiginkonu og móður, en okkur er ljóst að vegna erfða og uppeldis gæti Jarþrúður eng- an veginn verið ööra vísi en hún er. Tjessir og aðrir verðleikar Laxness era nægjanlega ljósir af hinum ensku þýöingum skáldsagna hans. Stíl hans verö- ur hins vegar aldrei miðlað til hlftar hversu nákvæm sem þýð- ing er ... Ekki svo að skilja að Laxness verði ekki þýddur frá orði til orös — en slík þýðing yrði bara aldrei nema skrum- skæling á frumtextanum. Mikið hlýtur að tapast f þýðingu eigi að gera hann skiljanlegan ensk- um lesanda. Þessi vandkvæði stafa af þvf að Laxness reis gegn málhefð sem var að ste:ngera sagnagerö á íslenzku f lfkingu við rússn- eskt „bókmenntamál" nú á dögum. Sagnaskáldin í kynslóð- inni á undan honum fylgdu með- vitaðri „hreintungustefnu", upp- haflega tilkominni í andstöðu við danósa embætt:smannastíl 19du aldar sem þjóðemissinnað- ir leiðtogar sjálfstæðisbarátt- unnar hötuðust við.En þetta mál var að lokum svo dauðhreinsað af dönskuslettum, mállýzkuorð- um eða öðru sérkennilegu orð- færi, að slíkt tungutak, ef til þess kom, orkaði á lesendur f kynslóðinni á undan Laxness eitthvað svipað og bölv og ragn í fréttum brezka útvarpsins. Enginn vafi er á þvf að þessir mætu menn trúðu þvf einlæg- lega að þeir væru með þessum hætti að hreinsa tunguna, færa hana f það horf sem þeir f- mynduöu sér að áður hefði verið. En óvitandi voru þeir að grafa sína eigin gröf eins og bezt sést á því að ein höfuðprýöin á sögu Jóns Thoroddsen er hið næma eyra hans og sú ánægja sem hann hefur af afbökuðu og skringilegu máli ómenntaðs og hálfmenntaðs fólks. Or slíku efm skapar hann fólk eins og Gróu á Leiti í Pilti og stúlku. Tj,immtfu ár era liðin síðan Halidór Laxness gaf út fyrstu bók sfna, Bam náttúr- unnar. Hann hefur aldrei síðan dregið neina dul á ást síria á náttúru íslands sem hefur miðlað honum ótæpilega af auði sínum. Vegna skáldsagna sinna skipar hann virðulega sess í heimsbókmenntunum þó játa verði að hæfileikar hans til ljóðagerðar (nema skopstæl- inga) séu næsta takmarkaðir og leikrit hans sex hafi misheppn- azt. En sem skáldsagnahöfund ur er hann ekki einasta mestur sinna samlanda heldur nógu mik iisháttar til að honum sé gaum ur gefandi meðal manna á öðr um og stærri málsvæðum. Heimsijós svarar f-illum hálsi þeirri gamalkunnu glósu að frá þjóð sem ekk; er fjölmennari en venjuleg brezk iðnaðarborg geti mikilsháttar verk ekki komið. Halldór Laxness stenzt saman- burð við hvaða annan skáld- sagnahöfund í Evrópu sem vera skal . . . Og þaö er mikið happ að jafnvandvirkur og sniall þýð- andi og Magnús Magnússon skuli hafa lagt út fjögur af verk um hans, þar á meðal tvö með h:num helztu þeirra. . . Rödd Halldórs Laxness er engri ann- arri lík f blfðu né stríöu, hljóm- andi af bræði gegn þjóðfélag- inu sem upprætir sinn við- kvæmasta gróður, samúð með lítilmaenanum sem Ifður b:ár«ine ar og dauða. T Heimsljósi Ilóm- ar þess: rödd eins og hún verð- ur hreinust og styrkust.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.