Vísir - 06.10.1969, Síða 7

Vísir - 06.10.1969, Síða 7
VlSIR . Mánudagur 6. október 1969. 7 morgun útlönd í morgun útlönd lí morgun útlönd í glerkassa eins og Eichmann Vildi flýta endurkomy Krists, en biður nú dóms fyrir moskubrunann / Jerúsalem 9 Öryggisráðstafanir eru eins og í Eichmann-réttarhöldunum frægu forðum daga. Dreginn verður í dag fyrir dóm í Jerúsalem ástralskur maður, 28 ára, ákærður um að hafa kveikt í guðshúsi Múhameðstrúar- manna þar í borg, A1 Aqsa mosk- unni. Ástralíumaðurinn Rohan er með- limur í trúflokki nokkrum, „Kirkju guðs“, sem' heldur því fram, að Jesú muni snúa fljótt aftur til jarð- ar, verði musteri Salómons kon- ungs endurreist, þar sem moskan er nú. Skal hann sitja innan skotheldra glerveggja Iréttarsalnum, lögreglu- vörður er allt um kring, og hinir 400 blaðamenn og áhorfendur sem fá að fylgjast með, eru grandskoð aðir og með þeim fylgzt. Hugsanlegur dómur er 44 ára fangelsi, en oftast tíðkast aöeins 20 ára hámarksrefsing í ísrael. Hann er ákæröur fyrir íkveikju og saurg- un á helgum staö. Meðal hinna opinberu ákærenda er Gabriel Bach, sem einnig kom viö sögu Eichmann-málsins. Verj- andi Rohans er einn þekktasti lög- maður ísraels, Yitzhak Tunik. Rohan var handtekinn daginn eft ir brunann, hinn 21. ágúst, og hefur setið í gæzluvarðhaldi síðan. Geð- læknar hafa heimsótt hann, svo og fulltrúar áströlsku ræðismannsskrif stofunnar. Lífvörður von Thaddens skaut tvo vinstri sinna Flaug Mig-vél til Floridu og beiddist hælis • Kúbumaöur lenti í gær rúss- eskri Mig-17 flugvél á flugvelli í Florida í Bandaríkjunum. Beiddist hann hælis sem pólitískur flóttamað ur. 9 Bandarikjastjórn helur til- kynnt sendiráði Tékkóslóvakíu, að hún mundi skila vélinni til Kúbu en Tékkar eru fulltrúar Kúbu í Bandaríkjunum. 9 Lögreglan í Kassel í Vestur- Þýzkalandi hefur upplýst að maður sá, er handtekinn var fyrir að hafa skotið og sært tvo vinstri sinna á kosningafundi á dögunum, sé lif- vörður von Thaddens, leiðtoga flokks nýnasista. • Maöurinn er 39 ára, Klaus Kolley að nafni. Lögreglustjórinn segir, að Kolley hafi verið tekinn höndum á laugardag á landamær- um Vestur-Þýzkalands og Austur ríkis. Var hann þá á heimleið að Iokinni fjögurra daga dvöl í Aust- urríki. Leigi út loftpressu og gröfu til aiHa verka. Gisli Jónsson, Akurgerði 31. Sími 3.M99. Norræna húsið og Fræðslu og menningarsjóður ASÍ Bjartmar Gjerde, forstööumaður AOF, fræö slustofnunar norsku verkalýðssamtakanna, mun flytja fyrirlestra í Norræna húsinu um fræðslumál norsku verkalýðshreyfingarinn ar þann 6. 7. og 8. október og hefjast þeir kl. 9 öll kvöldin. Hann mun einnig svara fyrirspurnum. SW|. Staða 'I/ deildarstjóra innlagnadeildar er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu vera rafmagnsverkfræð- ingar. — Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu vorri, Hafnarhúsi, 4. hæð. Umsóknir skulu hafa borizt eigi síðar en 20. þ.m. Rafmagnsveita Reykjavíkur. GLORIA-muIti, FREESIA-crepe TRUNTE-garn, fjölbreytt litaúrval. Verzlunin DALUR, Framnesvegi 2. ® Notaðir bílar til sölu BEZTU HÚSCRCI1RKRUP ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS KR. 22.870.— Yfir 40 tegundir áklæða Ábyrgð á allri smíði og bólstrun TréttBhni AFBORGUNARSKILMÁLAR Framleiðendur — símar 14275—19669 Höfum kaupendur að Volkswagen og Land-Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu. Til sölu í dag: Volkswagen 1200 ’58 ’59 ’61 ’65 ’68 Volkswagen 1300 ’66 ’67 ’68 Volkswagen 1500 ’67 ’68 Volkswagen Fastback ’66 ’68 Volkswagen sendiferðabifr. ’63 ’65 ’68 Volkswagen station ’63 ’64 Land-Rover bensín ’62 ’64 ’65 ’66 ’67 Land-Rover dísil ’65 Saab ’65 ’67. Willys ’42 ’66 ’67 Fiat 600 T sendiferðabifr. ’67 Toyota Crown De Luxe ’66 Volvo station ’55 Chevy-van ’66 Vauxhall 2000 station ’69 i Volga ’65 Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot af rúmgóðum og glæsilegum sýningarsal okkar. i HEKLA hf Laugavegi 170-172 %Sími 21240

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.