Vísir - 07.11.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 07.11.1969, Blaðsíða 1
ISIR Lögðu hald á hættulegar sprengjur hjá smástrákum LÖGREGLAN gerði upptækt í I búa sig undir kínverja-fram- gær nokkurt magn af jámhólk- Ieiðslu fyrir gamlárskvöld. um hjá drengjum, sem vom að 1 Drengimir höföu verið kæröir af Bjóða íslendinga velkomna Ráðherrafurrdur EFTA i Genf gefur grænt Ijós á lokaáfangann • Allt útlit er nú fyrir það, að. Island verði gengið í Fríverzlunar- bandalag Evrópu, EFTA, 1. marz n.k. Ráðherrafundur EFTA í Genf „Antik"-spenningur i hámarki: Lúinn körfustóll og ræfill af kvensöðli sleginn á þúsundir! Gamlir hlutir virðast ekki liggja Iengi falir um þessar mundir, því eftir þeim er mikið sótzt, svo sem sannaðist á forn- munauppboði Kristjáns Guð- mundssonar í Sigtúni í gær. Þar kenndi margra grasa og virtust margir áhugasamir kaupendur þar komnir tll þess að bjóða i. Gamlar myndir af fraktskip- um fóm á 6 þúsund krónur, fáeinar saman. Tvær styttur frá Bing og Gröndal af hesti og hundi fóru á 3 þúsund kr. hvor. Slitinn og lúinn körfustóil fór á 5100, ræfill af kvensöðli fór á milli 2 og 3 þúsund. Skotthúfa með hólk fékkst fyrir 1300 kr. Þarna var auk þess selt ver- búðarkoffort, klyfberi og fleira og fleira, flest á góðu verði. Alls voru 70 númer á uppboðinu. Eitt þeirra gekk ekki út. Það voru forláta gardinukappar frá Feneyjum, en sett var á þá 12 þúsund króna byrjunarverð. i gær samþykkti, að undirbúningur sá, sem staðið hefur allt þetta ár um aðild íslands aö EFTA væri fullnægjandi. Aöild íslands að þessu markaðsbandalagi verður nú tekin til nánari meðferöar í EFTA- ráöinu, en það er við EFTA-ráðið, sem íslenzkir fulltrúar hafa samið allt síðan viðskiptamálaráðherra fylgdi umsókn islands úr hlaði í janúar s.I. Afstaða EFTA til ýmissa sérhags muna íslands verður að teljast mjög jákvæð, Þannig fær ísland 10 ára aðlögunartímabil, en nýtur þeg ar í stað þess tollfrelsis, sem EFTA löndin hafa komið á í viðskiptum sínum með iðnaöarvörur og ýmsar sjávarafurðir. Af sjávarafurðum má nefna fryst fiskflök, lýsi, niðursuðu vörur og fiskimjöl, en þetta er allt veigamestu sjávarafurðirnar. Nordek gjörbreytir norrænni samvinnu — Veröi Nordek aö veruleika, hefur það í för með sér róttæk- ar breytingar á norrænni sam- vinnu og Norðurlandaráð mundi verða Jíklega þing tollabanda- lags Norðurlandanna, sagði dr. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, á fundi með blaða- mönnum í gær, eftir komu sína af fundi forsætisráðherra Norð- urlandanna. Ráðherrann skýrði blaðamönnum frá því, að flest tal um norræna sam vinnu snérist nú Nordek — efna- hagsbandalag Noröurlandanna — sem værj þó enn á samræðustigi og ekki lengra komið en svo, að for- sætisráðherrar hinna Norðurland- anna hafa komið sér saman um tlma til þess að hittast og ræða það frekar. Þó er gert ráð fyrir, að á- kveðnar tillögur verði tilbúnar til frámsetningar á fundi Norðurlanda- ráðs næst í Reykjavík, og er við því 'að búast að sá fundur einkennist mest af Nordekumræðum. „Öllum er ljóst, að þýðingarlaust sé fyrir íslendinga að ganga í Nordek“, sagði forsætisráðherrann. Áður en forsætisráðherrann hélt á fundinn í Svíþjóð, sat hann fund í Washíngton, þar sem saman voru komnir þeir fjórir utanríkisráðherr ar, sem undirrituðu Atlantshafssátt málann fyrir 20 árum. Auk dr. Bjarna Benediktssonar voru það Dean Acheson (USA), Lester Pear son (Kanada) og Halvard Lange (Noregi), sem sátu fundinn. Ræddu þeir ýmsar breytingar, sem orðið hefðu á afstöðu manna til NATO síðan, en voru allir sammála um að þörfin fyrir NATO væri enn jafn brýn. Auk þessa fundar átti forsætis- ráðherrann ýmsar viðræður bið þingmenn bandaríska, utanríkisráð herra Nixons og svo U Thant, fram kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna Fýkur yfir hæðir Nýr framhaldsháttur frá BBC i sjónvarpinu Sjónvarpið tekur til sýningar í næstu viku nýjan kvikmynda- flokk, sem nefnist „Fýkur yfir hæðir“, gerður af BBC. Þáttur þessi kemur í stað Worse skipstjóra, sem sýndur var á mánudagskvöldum en er nú lokið, og verða alls fjórir þættir sýndir. „Fýkur yfir hæöir“ er gerð eftir skáldsögunni Wuthering Heights, eftir Emily Bronte, og hefur hún komið út í íslenzkri þýðingu undir sama heiti sjón- varpsþættirnir. Efni sögunnar er ensk sveitarómantík, en aðal- persónurnar, Hegthcliff og Cathy, eru leiknar af Ian Mc- Shane og Angela Scoular. Fyrsti þátturinn, sem nefnist „Horfin bernska", verður sýnd- ur á mánudag. Undanrennan kostar nær 5 kr. minna á Akureyri en í Reykjavík Meðan lítrinn af undanrennu kost- ar kr. 5.50 á Akureyri borga neyt- endur f Reykjavík kr. 10.20 fyrir sama magn undanrennu. Hefur und anrennusalan aukizt mikið á Ak- ureyri en nýmjólkursala dregizt saman. Undanrennusala hefur smá- vegist aukizt í Reykjavík. Aukin undanrennuneyzla á Ak- ureyri mun bæði stafa af verðinu, sem er mjög hagstætt miðaö við lítraverð á nýmjólk og eins af heilsufarsástæðum. Fékk blaðið þær skýringar hjá Mjólkursamlaginu á Akureyri á hinu lága undanrennuverði, aö ekki hefði verið hirt um aö hækka und- anrennuverðið, þar sem lítil saia hefði verið í henni þar til núna síð- ustu árin og hafi verðið því dregizt aftur úr, en ekkert fast verð hef- ur verið á undanrennu. — Hefur Mjólkursamiagið nú farið fram á það við Framleiðsluráð að það setti fast verð á undanrennu. Hjá Mjólkursamsölunni í Reykja- vík fékk blaðið þær upplýsingar, að verðlagið á undanrennu þar hefði verið miðað við nýmjólkina, þegar búið væri að taka af henni smjör- ið, einnig sé undanrennan ekki nið- urgreidd eins og nýmjólkiu. íslendingar þurfa að afnema verndartolla sína á 10 árum, sem álitið er nauðsynlegt aðlögunar- tímabil fyrir íslenzkan iðnað. Á þessu tímabili muh norræni iðnþró unarsjóðurinn, sem komið verður á fót með framlagi allra Norður- landaþjóðanna koma að miklum notum við endurhæfingu íslenzks iðnaðar, en sjóðurinn verður rúml. 1200 milljönir króna. Búizt er við, að vémdartollarnir verði þegar í stað lækkaðir um 30%, en tollur af innfluttu hráefni og vélum fyrir sambærilegan ís- lenzkan iðnað verði lækkaður um hærri hundraðstölu, þannig að toll- vernd íslenzkra iðnfyrirtækja minnki ekk; fyrstu 4 árin. Á þessu tímabili er ætlazt til aö íslenzkur iðnaður endurskipuleggi starfs- háttu sína, þannig að hann verði algjörlega samkeppnishæfur við iðnað EFTA-landanna. Landbúnaðurinn mun hafa nokk- uð hagræði af inngöngu íslands í EFTA, þar sem Norðurlandaþjóö- irnar hafa heitið því að leyfa inn- flutning á 1700 tonnum af kinda- kjöti, ef að EFTA-aðild okkar verð ur. Markaðsverð á kindakjöti er mun hagstæöara á Norðurlöndun- um en 1 þeim löndum, sem við höf um selt kindakjötið hingað til. íbúum og vegfarendum viö Grettis- götu, eftir nokkrar sprengjutilraun- ir síðdegis i gær mitt í íbúðahverfi og kom lögreglan að f jórum þeirra, sem höfðu verið að .prófa gamlárs- kvöldsframleiðsluna. Sprengingamar höfðu verið mjög öflugar og var svo sem ekki að undra, því að í fórum drengjanna fann lögreglan nokkra jámhólka, sem drengimir ætluðu sér að fylla af sprengiefni, púðri eða öðm. Slíkt hefur átt sér stað áður, að drengir notuðu járnhylki fyrir um-. búðir utan um sprengiefni í kín- verjagerð til sprengingar á gamlárs kvöld, og hefur vegfarendum staf- að stórháski af þessum sprengjum, þegar járnhylkin hafa rifnað í tætl- ur og flísamar þotið með hvin um loftið. „Það hafa líka oft hlotizt af slíku slys, þegar unglingar fleygja slfkum sprengjum fyrir fætur veg- farenda — oft mjög nærri þeim, svo að þeim veröi sem mest bilt við,“ sagði Greipur Kristjánsson, varðstjóri, við blaöamann Vísis í morgun, en hann og aðrir gamal- reyndir lögreglumenn minnast margra vakta, sem þeir hafa staðið á gamlárskvöldum og orðið að veita lið slösuðu fólki, sem fengið hafði jámflísar eða aðra hluti frá sprengjum í auga, hendi, fót eöa aðra líkamshluta. Vegna þessarar slysahættu er heimaframleiðsla kínverja bönnuð, en þrátt fyrir eftirlit lögreglu eru alltaf einhver brögð að þessu, enda ekki hægt um vik, að fylgjast svo nákvæmlega með athöfnum ungl- inga, að unnt sé að fyrirbyggja slíkt með öllu. Ekki nema þá meö að- stoð foreldra, sem margir eru sinnu litlir um athæfi barna sinna, og láta jafnvel óátaliö þótt þau séu að búa til slíkar gamlárssprengjur ^á heimilum sínum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.