Vísir - 07.11.1969, Blaðsíða 13
V1 S IR . Föstudagur 7. nóvember 1969.
!■■■■■■!
.'■-■-.".V.-.v.-.-.-.-.-.-.v
„MikM skortur sjúkrarúma
og endurhæfingarstöðva"
Geðverndarfélag Islands 20 ára
• Það háir mjög allri starf-
semi Geðverndarfélagsins,
hve geigvænlegur skortur er
á sjúkrarúmum og endurhæf-
ingarstöðvum fyrir geðræna
sjúkdóma, sagði Tómas Telga
son, dr. med., sem er ritari
félagsins, í viðtali við Vísi á
Reykjalundi, en félagið hefur
reist þar 3 vistmahnahús sem
tekin voru í notkun í ágúst
s.l. Er bygging þessara húsa
einn liðurinn í samstarfi
SÍBS og Geðverndarfélags-
ins. Húsin eru um 75 fermetr
ar að flatarmáli og ætluð
Frá Reykjalundi, þar sem Geðverndarfélagið hefur reist myndarleg hús fyrir endurhæfingarstarfiö.
i ■■■■■■■ I
I I ■■■■■■■ l
f jórum vistmönnum hvert um
sig.
Beinn peningakostnaður fé-
lagsins viö húsin þrjú var 4,8
milljónir, naut félagið einstakr
ar velvildar í sambandi við bygg
ingu þeirra. „Meðal annars feng
um við lánað mótatimbur og
fjöimargar gjafir bárust einnig“,
sagði Tómas. „Ætlunin er að
byggja fjórða húsið, en það hef
ur bara ekkert verið ákveðið um
hvernig það eigi að vera. Ætlun
in er hins vegar að byggja nýja
álmu fyrir u.þ.b. tuttugu vistm.
að Reykjalundi. Þessari sam-
vinnu er þannig háttað, að Geð
verndarfélagið byggir, en
Reykjalundur sér um rekstur“.
Stjórn Geðverndarfélagsins og
Oddur Ólafsson, létu í Ijós á-
'.V.V,W.W/W.VrfWWbW
nægju með samstarfið, en Oddur
hefur á Reykjalundi, hvers hlut
verk nú orðið er endurhæfing,
hvers kyns sjúklinga, haft náin
kynni af fólki með geðræn vanda
mál, þar eð langvinnir sjúkdóm
ar valda oft röskun á geöheil-
brigði sjúklingsins.
Þrátt fyrir að þörfin í þessum
málum sé mikil í þjóðfélaginu
er athyglisvert, hve miklura mun
minna hefur ráðstafazt til þessa
þáttar heilbrigðismála, af hálfu
hins opinbera, en til líkamlegra
sjúkdóma og líkamsræktar.
Til dæmis eru daggjöld á
Kleppsspítalanum 650 krónur en
1800 á Landspítalanum og Borg
arspítalanum og á Reykjalundi
eru þau aðeins 500 krónur, en
mættu helzt ekki að vera lægri
en 1000 krónur, að því er Oddur
Ólafsson yfirlæknir tjáði blaöa-
manni Vísis.
Væri hægt að nýta starfsemi
stofnananna miklu betur, ef dag
gjöld hækkuðu, þar sem að þá
reyndist unnt að bæta við starfs
kröftum, og á allan hátt að bæta
þjónustuna frá því sem nú væri.
En daggjöldin eru ákveöin sam
kvæmt rekstrarreikningi og okk
ur fyrirlagt að spara, þannig
að við erum bundnir í báða skó,
sagði Tómas Helgason, að lok-
Mkfcl&lGoúi
FJÖREGG
ÖKUMANNSINS
SVERRIR
Þ0R0DDSS0N & CO
Tryggvagötu 10
Rvík — sími 23290
Hver maður hefur sín
sérstöku aðferð til a
koma bílnum sínum
gang, en stundum nægi
jafnvel sú aðferð ekki.
Við viljum benda á ein
aðferð, sem verkar. Bætt
STP í olíuna.
Sumir stíga sjö sinnur
á bensínið og vona þa
bezta, aðrir rífa sig upp ú
rúminu klukkan tvö a
nóttu, til að setja í gan
smástund, sumir telja up;
að tuttugu á milli þes;
sem þeir reyna aö start
og aðrir banka í tré og
segja sjö níu þrettán áö-
ur en þeir fara út á morgn
ana. En jafnvel þetta get-
ur brugöizt.
Það er þannig með olí-
una, að hún rennur niður
af vélinni, niður í pönn-
una, þar sem hún svo
stirðnar í kulda.
Þegar þú svo snýrð lykl
inum er ekki alltaf næg
smurning á mikilvægustu
vélarhlutum, til að vélin
snúist léttilega.
Og þvl meira sem þú
reynir, því meira ofreynir
þú geyminn.
STP aftur. á móti situr
kyrrt á slitflötum vélarinn
ar, hvað lengi sem hún
stendur og hvað mikill
sem kuldinn verður. Þann-
ig hefur vélin þá smurn-
ingu, sem hún þarf, strax
Þess vegna er STP aö-
frá byrjun.
ferðin stöðugt að breiðast
út. Hún verkar nefnilega.
Kaupið STP á næstu
bensínstöð og bætiö á vél
ina eða látið bæta STP í
olíuna, þegar bíllinn er
smurðui* næst.
Klám-messa í
Kaupinhavn
JFurðuleg. kláni-messa eða
klámsýning hefur staðið yfir í
Kaupmannahöfn, og yirölst ár-
angur aöstandenda sýningarinn-
ar hafa verið með afbrigðum
góður, því slíkur fjörkippur
hljóp í sölu klámrita og sam-
farakvikmynda, að útflutningur
Dana á þessu sviði er farinn
fram úr smjörinu, að upphæð
til. Þó hafa Danir verið taldir
frægir fyrir sinn smjörútflutn-
ing, þó sú frægð verði nú að
þoka mjög fyrir annarri frægð
i útflutningi.
Það eru aðallega kaupmenn
og „áhuga“-menn frá löndum
eins og Þýzkalandi sem eru aðal
viðskiptavinir Dana í þessari ný
blómguðu atvinnugrein. En það
eru ströng boð og bönn þar í
landi vegna meðferðar og dreif
ingar á klámi. Hin dönsku klám
rit.og filmur eru þvi orðin eins
konar eftirsóttur smyglvarning-
ur.
Slíkar fréttir af athafnasemi
frænda okkar Dana, á sviði út
flutnings, verka nánast furðu-
Iega á mann. Manni verður á
að hugsa til þess ef slíkt og
þvílíkt mundi gerast með okkar
þjóð. Klámmessa í Reykjavík og
hótel yfirfull vegna erlendra
kaupahéðna, sem vildu kaupa
klámmyndir og klámblöð í tvö
falt stærra upplagi en Morg-
unblaðið. Nýtt guliæði rynni á
landslýðinn, sem ekki ættl sér
hliðstæðu, síðan síldin hætti að
veiðast við Austurland. Mynd-
um við taka slíku ástandi með
jafnaðargeði, þó um væri aö
ræða útflutningsgrein, sem
myndi jafnast á við þorskflaka-
útflutning til Bandaríkjanna að
upnhæðinni til? Myndi ekki
mörgum finnast íslenzkt stolt
og menningarleg erfð hafa beð
ið nokkum hnekki. Ég held, að
það hljóti að vera.
En hvað með hróður Dana í
þessum efnum? Eða verður að-
eins litið á þennan menningar-
lega skerf Dana sem skemmti-
lega tilbreytingu í siöferði-
legri lognmollu nútúnans? Mörg
um finnst sem eins konar sam
keppni hafi upprisið milli Svía
og Dana og vilji þeir ganga
hvor fram af öðrum á siðferðis-
sviðinu.
Þó hömlur séu afleitar og
æskilegast sé að létta af sem
flestum hömlum en í þess stað
að rækta með hverri þjóð sem
bezta eiginleika, ekki sízt á
hinu siðferðalega sviði, eru
takmörk fyrir því hvort leyfa
á að rækta bókstaflega hið sið-
spillandi í fari þjóðar. Nú hefur
verið gengið svo langt í þessu
efni, að iafnvel er ýtt undir af-
brigðilegar tilfinningar í fari
fólks, en slíkt hlýtur að grafa
undan heilbrigðu hugarfari.
Það var á tímabili mikið um
það rætt að það væri þjóðar-
skömm að því, að hérlendis
fæddist fjórða hvert barn utan
hjónabands, en margt þeirra
barna fæddist á meðan ungt
fólk var ekki gift, þó það síð-
ar gengi i hjónaband. í þessu
tilviki átti skattalöggjöfin
nokkra sök í máli. Margir
þeir sem siðastrangir voru,
töldu þetta mikinn blett á þjóð-
inni. Mér er sem ég heyri tón-
inn f öllu því fólki, ef nokkuð
likt og það sem nú ríöur yfir
Danmörku, ætti eftir að dynja
yfir okkur líér uppi á fslandi.
Margir sem Iesa og heyra um
klámmessur i Kaupmannahöfn,
munu segja sem svo, hvað kem
ur okkur við, hvað þeir gera
þarna úti? En málið er ekki svo
einfalt, því Danir eru sú þjóð,
sem við höfum einna mest sam-
neyti við, svo að óbreytt ástand
þar mun óhjákvæmilega sna*-
breyta okkar viðhorfi á næstu
tveimur árum, eða jafnvel mik-
ið fyrr.
Þrándur i Götu.
Bezt oð auglýsa í VÍSI