Vísir - 07.11.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 07.11.1969, Blaðsíða 16
SKII b IHR SKRÚFUR LflmiR , Urunls hnnduerkf. yggingavörur hf. ILAUGAVEG 178 -SfMI 3-56-971 L'man helzta veiðarfærið ■ Línan virðist nú vera orðin helzta veiðarfæri haustvertíðarinn- ar og elléfu línubátar voru á sjó frá. Keflavík í gasr. Þeir komu inn rpeð 45 tonn samtals i gærkvöldi og þótti það fremur rýrt. Aflinn hefur stundum komizt upp i 8 tonn nú í haust. Sildarflotinn fór ekki úr höfn í gær óg í dag er spáð illviðri með kvöldinu, svo að landlegan heldur áfram. við drykki með cyklamat en Reykvikingar hella sinum drykkjum niður „Það hefur ekki selzt ein ein- asta flaska, og ætlum við nú að taka inn birgðir þær, sem eru hjá kaupmönnum og ég býst við, að við sendum flösk umar beint í þvottavélina, sagði Pétur Bjömsson, fram- kvæmdastjóri hjá Coca-Cola Ragnhildur Jónsdóttir, er hlaut fyrstu verðlaun fyrir ofið gólfteppi, er sést í baksýn, og Margrét Jakobsdóttir, er fékk fyrstu verðlaun fyrir heklaða dragt, húfu og tösku. Stúlkan í dragtinni er ein af afgreiðslustúlkum verzlunarinnar Islenzks heimilisiðnaðar. Setti snælduna á hrærivélina! • „Ég er nú alveg óvön að vefa, því að það er svo stutt síðan ég fékk véfstólinn, og varð þvf ákaflega updrandi, þegar mér var tilkynnt um. úrslit. Annars er mikill áhugi einmitt á vefnaði í Hveragerðl, þar eð v ð erum svo heppnar að hafa þar okkar á meðal, hinn prýðileg- asta vefnaðarkennara, Bergljótu El- ríksdóttur að nafni- Þannig mæltist frúnni, er hlaut fyrstu verðlaun fyr- ir vefnað í hugmyndasamkeppni þeirri, er Ullarverksmiðjan Gefjun efndi 11 á síðastliðnu sumri í sam ráði við verzlunina fsienzkan heim iiisiðnað. Frúin heitir Ragnhildur Jónsdótt- ir og er frá Hveragerði. Hlaut hún verðlaun fyrir ofið gólfteppi. í spjalli því er blaðamaður Vísis átti við Ragnhildi, er afhending verðlauna fór fram í gær, kom I ljós m.a. að hún hafði notað um 12 kg af hráefni i teppið sitt. — Aðaluppistaða þess er hör, en ívafið er Gefjunarband, Grett- isband, Iopi, hrosshár og hvítt band. Hrosshárið spann hún sjálf og hafði þann háttinn á, að hún iagði hross hársþráðinn á milli tveggja lopa- þráða, strengdi alit saman á langt borð og spann siðan með snæld- unni. Seinna fannst henni þetta allt of seinlegt aö framkvæma þetta með handafli. „Þá stakk ég bara snældunni í hrærivélina, þar sem hakkavélin á annars að vera og setti svo í gang,“ sagöi Ragnhildur, það hefur líka hvarflað að mér að nota við þetta rafmagnsbor, en ég hef ekki prófað það ennþá.“ Nú var 11 ára dóttir komin að sækja hana mömmu, en hún hefur þegar fetað í fótspor mömmu sinnar, hvað vefnaðinn snertir og hefur ofið sér gólfmottu í herbergið sitt og kannski fær hún einhvern tíma verðlaun eins og mamma.-ý 10. síða verksmiðjunni Vífilfelli, og flöskumar, sem hann talaði þannig um, vora hinar víð- frægu Fresca-flöskur, sem innihalda sykurlausan svala- drykk með cyklamat, sem bannað hefur verið m. a. í Bandaríkjunum. „Núna á eftir eigum við von á hinum nýja yfirmanni Evrópu- deildar Coca-Cola, og mun hann leggja á ráðin, hvaö gera skuli við gömlu birgðirnar, en á mánu dag eða þriðjudag í næstu viku eigum við von á hráefnasend- ingu að utan og þá án cykla- matsins og verður þá þegar haf- in framleiðsla á hættulausu eða í það minnsta hættulitlu Frecsa, sem eingöngu inniheldur sakk- arín,“ sagöi Pétur að lokum. Sigurður Waage, frkvstj. hjá Sanitas, sagði blaðinu í morgun, að fyrirtækið hefði aðeins fram- leitt eina tegund svkuriausra drykkja, sem heitir Orange. — Verksmiðjan hefur tekið hann inn aftur af kaupmönnum, ef þeir hafa óskaö eftir því sjálfir. „Ánnars hefur heilbrigöiseft- irlitiö ekkert skipt sér af þessu hjá okkur, þar eð magnið af sakkaríni plús cykiamat var ein ungis 0,02% af hráefni drykkj- arins, en við ætlum að hætta framleiðslu hans, þar eð ekkert selst. Fólk tekur þessu jafn al- varlega og um farsótt væri að ræða. Nú er því engin fram- leiðsluvara hjá okkur, sem inni- heldur annað en hreinan sykur, sagði Siguröur. Börkur Eiríksson, frkvstj. hjá Sana varð fyrir svörum vegna sykurlauss drykks þeirra Norð- lendinga, en það er Valash. — „Okkur héma fyrir norðan finnst þetta bara ágætis drykk- ur og framleiðum hann af full- um krafti og nógir eru þeir sem viija drekka hann. Við höfum ekkert hugsað okkur aö hætta framleiðslu hans nema að efnið cyklamat verði hreinlega bann- að, sagði Börkur hress í bragði, enda þótt hann drekki Valash á hverjum degi og stundum fleiri en eina. Enda eru það víst 550 flöskur, sem þarf að drekka á dag í nokkur ár, til að efnið cyklamat geti reynzt skaðlegt til krabbameinsmyndunar lfkam anum, að því er stendur í er- lendum blööum, er skrifað hafa um málið. 50 manns hafa vinnu við að tilreiða . Júpiter og Mars hf. hafa samið um *ölu á mörg hundruð þúsundum dósum af niðurlögðum sjólax) til Tékkóslóvakíu. Eru 100 þúsund dós ir þegar komnar til Tékkóslóvakíu og aðrar 200 þúsund fara í þessum mánuði og væntanlega verður sam ið um 300 þúsund dósir til viðbóíar, eftir því sem Ólafur Ófe'gsson tjáði blaðinu. Vinna nú 50 manns við það hjá fyrirtækinu að tilreiða sjólaxinn, sem er saltaöur og reyktur ufsi, sem látinn hefur veriö liggja í krydd- og litarbiöndu. Er sjólaxinn rneð laxal t og er sjólax notaður á brauð, salöt og fleiri rétti. Sagði Ól'eigur að nægur ufsi væri nú fyrir hendi tii að vinna úr, og að hann væri nokkuð vongóður um sölu á ufsanum, en við marga sé að keppa þar seni Tékkar haf. keypt sjólaxinn frá Norðurlöndum og Vestur-Þýzkalandi á umliðnum ár- um. Ung stúlka gengur frá sjólaxdós í gær.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.