Vísir - 08.11.1969, Blaðsíða 4
■......../r,. ',srrs.'rr//s///ý':;■• •;■• •■•;•■■ ■ •■■ • • -.' •■ •/■;:vwQjjs:
skötU'
Spörfuglinn, Edith Piaf
Hún hafði verið þekkt af al-
menningi um allan heim og þá
sérstaklega i heimalandi sínu,
HIKARI- OG
3C0DAMA*
Gitte Hænning
og Rex Gildo
— saman á ný
Frakklandi, sem spörfuglinn. En
spörfuglinn hét reyndar réttu
nafni Edith Piaf. í Frakklandi
var hún tilbeðin af almenningi,
sem blátt áfram elskaði hennar
þróttmiklu og fögru söngva jafnt
sem hrakfallaríkt líferni hennar.
Hún dó í október 1963 og er hún
var jörðuð fylgdu 50.000 manns
henni til grafar.
Plötur hennar seljast enn þann
dag í dag í ríkum mæli. Skakka-
föll hennar munu heldur ekki
gleymast, að minnsta kosti ekki
á meðan „Cri du coeur“ er enn
sett á fóninn, en nafn þessa lags
þýðir „hróp hjartans", og hrópar
Edith Piaf í öllum sínum styrk-
leika um eymd sína og niðurlæg-
ingu til áreyrenda, en er hún
söng þetta lag inn á plötu var
hún forfallinn drykkjusjúklingur,
einnig neytti hún eiturlyfja í
miklum mæli.
Saga hennar mun einnig lifa í
bók, sem nýlega hefur verið gefin
út af Simone Berteaut, sem seg-
ist vera hálfsystir Edith. Bókin
er 459 bls. og hún hefur selzt
bezt allra bóka, er út hafa verið
gefnar á þessu ári í Frakklandi.
En bókaútgáfan hefur ekki ein-
göngu verið dans á rósum þar eð
á spjöldum hennar eru skráöar
frásagnir af ýmsu fólki, sem hef-
ur komizt í betri aðstöðu í þjóð-
félaginu heldur en segir frá á
spjöldum bökarinnar, og kærir
sig lítt um, að gamlar syndir séu
birtar á prenti og komi þannig
fram fyrir sjónir almennings.
Þetta fólk stendur því margt í
málaferlum viö útgáfuna.
„Fjaðrafok“.
Reiðir ættingjar vilja halda því
fram, að Simone Berteaut sé alls
ekki hálfsystir Edith, enda þótt
hún sjálf haldi því fram statt og
stöðugt. Ekkja Marcel Cerdan,
fyrrverandi heimsmeistara I
þungavigt, stendur nú í málaferl-
um við útgáfufélag bókarinnar,
út af ummælunum um að böm
þeirra hjóna hafi dvalizt jafn
mikiö og jafnvel meira hjá hjá-
konu Cerdan heldur en hjá sinni
eigin móður.
Þaö eru ekkf eingöngu peninga
kassarnir hjá forlaginu sem
skjálfa um þessar mundir vegna
reiðra fómarlamba sögusagna
bókarinnar, þaö heyrist líka hvína
í seðlunum hjá franska blaðinu
„France-Soir", sem birt hefur dag
lega í vissum dálki í blaðinu,
bréf frá gömlum elskhugum. Nú
hefur bróðir hennar hins vegar
risiö upp til varnar fyrir hönd
systur sinnar og hyggst hreinsa
nafn hennar af öilum ósómanum
eins og hann sjálfur kallar það,
en þrátt fyrir kröftuga viðleitni
sína í þá áttina hefur hann orð-
ið að bakka með kröfu sína og
aðeins það eitt grætt á tilstand-
inu aö gera sig hlægilegan, þar
eð Edith Piaf var sjálf mjög ber-
orð um ailt sitt líferni og hegðan
og viti því of margir, að þaö sem
stendur í þessum bréfum er ein-
göngu sannleikanum samkvæmt
að flestu ef 'ekki öllu leyti.
Hinn nýbakaði rithöfundur
Simone Berteaut, segir sjálf, að
hún hafi verið mjög tillitssöm við
samningu bókarinnar og sleppt
Elskuð og virt af hinum almerma borgara, sem þekkti hana undir nafninu spörfuglinn.
„Hikari“ — önnur af hraðskreiðustu lestum heims, — hin er
„Kodama“, og báðar eru þær staðsettar í Japan á þeirri frægu
leið Tokio—Osaka.
Á myndinni sjáum við heimsins
hraðskreiðustu jámbrautarlest.
„Hikari", en hún er i Japan
á þeirri heimsfrægu leið Tokio —
Osaka, er opnuð var fyrir fimm
árum. Þrátt fyrir að viðkomustaö
ir em margir á leið lestar-
innar, ekur hún með 210 km
hraða pr. klst. Til samanburðar
má geta þess, aö í Frakklandi aka
járnbrautir hraðast meö 160 km
hraða og í Danmörku er eigi
nema 140 km hámarkshraði
leyfður.
Japanir eiga annan heimsmeist
ara á þessu sviði sem „Kodama"
nefnist og ekur á sömu leið og
„Hikari'1.
Gitte Hænning, sú danska, kær-
ir sig lítt um gróusögur né að
vera bitbein slúðursagna yfirléitt
að minnsta kosti ekki þegar um
er að ræða herramann nokkum,
aö nafni Rex Gildo. Er Rex, sem
er söngvari, þýzkur að ætterni og
■mjög vinsæll skemmtikraftur í
landi sínu var í nokkur ár álitinn
tilvonandi eiginmaður hinnar
dönsku söngkonu, en þau lékú ein
mitt saman í nokkrum sjónvarps-
og kvikmyndum 1 Þýzkalandi.
Og nú einmitt mjög nýlega hefur
Gitte þegið tilboð um að leika í
sjónvarpsmynd þar í landi og
mótleikari hennar veröur Rex.
Þrátt fyrir þetta neita báðir aö-
ilar því enn sem fyrr að nokkur
rómantík sé með í spilinu, enda
þótt þau séu óaðskiljanleg hvort
heldur er i upptökusal eða utan
hans. Við erum eingöngu góðir
félagar og vinir þaö er engin róm
antík á milli okkar, segja þau
bæöi, og þýzk blöð hafa eingöngu
spunnið upp hinar rómantísku
sögusagnir af sjálfsdáöum.
mjög mörgum staðreyndum af
hreinni tillitssemi við fólk, er átti
hlut að máli.
Píiagrímsferðin.
Gatan í París, sem Edith Piaf
óist upp við var ein af þeim
fátækustu þar í borg, og bar hún
nafniö Rue de Belleville. Edith
bjó á númer 72, og enn þann dag
i dag eru lögö blóm á útidyra-
tröppurnar, en þar byrjaði hún
sinn söngferil með þvi að syngia
fyrir vegfarendur, bam a*í
aldri. Foreldrar hennar voru frá-
skilin og hún ólst upp hjá afa,
ömmu og frænku. Þegar hún var
fjögurra ára þjáðist hún af
blindu á tímabili. Fékk hún sjón-
ina aftur í pílagrímsferð til
Lisieux, og eftir það varð biblían
hennar fasti förunautur.
Nógir erfiðleikar.
Á lífsleiðinni leriti Edith Piaf
í hinum margvíslegustu erfiðleik-
um er mörkuðu djúp spor í lífs-
ferii hennar. Hún fékk delerium
tremens. Mörgum sinnum reyndi
hún að svipta sig lífi, hún lenti
í fjölmörgum bílslysum, hún
gekkst undir marga lffshættulega
uppskurði vegna innvortis meina,
einnig var hún mjög hjartveik.
Lífskraftur hennar var hins veg-
ar óbugandi og í hvert sinn, er
hún kom fram og skemmti að-
dáendum sinum bar framkoma
hennar öll vitni fágun og glæsi-
brag, líkt og líf hennar væri
samfelldur rósadans.