Vísir - 08.11.1969, Blaðsíða 6
6
visiK . JLaugardagur 8. nóveníber 1969.
|—Listir -Bækur -Menningarmál-
Opiö aJla daga
Simi S437C
Aðgangsevrir kl. 14—19
kr. 35 kl. 19.30—23.00
Ja. 45. Sunnud. Kl. 10—19
kr. 35 kl. 19.30—23.00
kr. 45.00
IÁ afmæli Alþýðublaðsins
10 miðai ki 300 00
20 niðar kr 500.00
Ath. Afslðttarkortin gilda
all: daga jafnt.
Skautaleiga kr 30.00
Skautaskerping kr 55.00
Iþrótt fyrir alla jölsJrvld-
una.
ÖKUKENNSLA
• • »
Útvega öll gögn
varðandi bílpróf.
Geir P. Þormar.
Símar 19896 og 21772.
Skilaboð Gufunes,
sími 22384.
í
í
I
NYJUNG
ÞJÓNUSTA
Sé hringt fyrir kl. 16,
sœkjum viS gegn vœgu
gjaldi, smáauglýsingar
á tímanum 16—18.
Síaðgreiðsla.
í
■i
í
i
/\ðru hverju ber á góma þá
hugmynd aö hið opinbera
taki að einhverju verulegu leyti
aö sér framfærslu íslenzkra dag-
blaða; nú síðast reifar mennta-
málaráðherra þessa hugmynd
ýtarlega í afmælisblaði Alþýöu-
blaðsins 29da október. Rök-
semdafærsla fyrir þessu máli er
jafnan svipuð eða hin sama: að
dagblöð séu nauösynleg tæki til
frjálsrar skoðanamyndunar um
stjórnmál, þjóðfélags og menn-
ingarmál; aö reksturserfiðleikar
blaðanná séu að verða flokkun-
um sem gefa þau út um megn,
en dagblað sé hins vegar nauð-
synlegt hverjum stjómmála-
flokki sem vilji viðhaldast meðal
kjósenda; að ríkisvaldinu beri
því, f nafni lýðræðisins og póli-
tísks jafnréttis þegnanna, að
hefja stuðning við blaðaútgáfu,
annað hvort með styrkveitingum
til blaöanna sjálfra, eða stjóm-
málaflokkanna sem reka þau og
verðu væntanlega styrknum
fyrst og fremst til sinna f járvana
blaða. Gylfi Þ. Gíslason víkur
að því í grein sinni aö þegar hafi
lítillega verið farið út á þessa
braut — þó vissulega megi um
þaö deila hvort fyrirgreiðsla sú
sem blöðin njóta nú af opinberri
hálfu sé fremur styrkveiting
eða greiðsla fyrir veitta þjón-
ustu. Á nýafstöönu rithöfunda-
þingi var bent á blaðakaup rík-
isins og ríkisstofnana til sinna
nota sem fordæmi fyrir stuðn-
ingi Við bókaútgáfu f landinu
með stórfelldum opinbemm
bókakaupum. Þannig er ekki
nóg með að hugmyndin um op-
inbera blaöastyrki, allt að ríkis-
framfærslu dagblaðanna, sé á
lífi og lífvænleg við óbreytta
þjóðfélagshætti, heldur getur
hún augljóslega æxlað af sér
margvíslega aðra kröfugerð.
Hvað um tímarit sem vissulega
berjast mörg í bökkum ekki síö-
ur en dagblöð og bókaútgefend-
ur?
T hinu myndarlega hátíðarblaði
Alþýðublaðsins á 50 ára af-
mæli þess er saga blaðsins sem
vænta mátti ýtarlega rakin,
fögrum orðum farið um gildi
blaðsins fyrir Alþýðuflokkinn
og málstað jafnaðarstefnunnar
fyrr og síðar, og lýst starfrækslu
og högum blaðsins eins og það
er í dag. Fimmtíu ára saga lif-
andi og starfandi dagblaðs er
að sjálfsögðu margþætt og um-
brotasöm meö köflum. Og tví-
vegis virðist Alþýðublaðið hafa
haft forustu um verulegar nýj-
ungar í íslenzkri blaðaútgáfu og
blaðamennsku: Öðru sinni á
kreppuárunum undir ritstjórn
Finnboga Rúts Valdimarssonar
þegar blaðið varð um skeið nú-
tímalegasta dagblaðiö að útliti
og efnisvali; seinna sinni á sjötta
áratugnum við ritstjóm Gísla J.
Ástþórssonar þegar reynt var
að gera það aö smábrotsblaði í
stfl erlendra kvöldblaöa, en sá
þráður var sem kunnugt er að
nokkru tekinn upp aö nýju í vor
sem leið. Hvaö sem öðru líður
um þessi sögulegu skeið í ævi
blaðsins er þaö ljóst að hvorugu
sinni tókst að vinna Alþýðublað-
inu varanlega fótfestu, tryggja
hag þess til frambúöar á blaða-
markaðnum, hvað þá heldur á
öðrum og svipminni æviskeiðum
þess. Og án þess ætlunin sé, síö-
ur en svo, aö spá neinum hrak-
spám fyrir Alþýðublaöinu á af-
mæli þess er það greinilegt að
blaðið á nú sem fyrr við ramman
reip að draga: minni útbreiðslu,
meiri fjárhagsörðugleika en
nokkurt hinna dagblaðanna. Sé
það svo, sem ætla má, að blað
sé sínum flokki eða málstað þá
þarflegast þegar því tekst aö
höfða til sem flestra lesenda af
öðrum ástæöum en flokksfylgi,
má kannski ráöa af þessum
sögulegu dæmum að Alþýðu-
blaðinu hafj mistekizt að sýna
lesendunum fram á nauösyn
sína sem málgagns, umræðu- og
skoðanatækis, en aðrir verðleik-
ar, á hverjum tíma, ekki nægt
því til framdráttar, allténd ekki
til langframa. En skiljanlegt er
að flokks- og forráðamenn blaðs
ins, og aðrir velunnarar þess,
eigi bágt með aö una þeirri til-
hugsun að það eigi ekki annað
fyrir höndum en leggjast niður
eftir fimmtíu ára feril.
Tjó menn séu samdóma því aö
dagblöö séu af margvísleg-
um ástæðum nauðsynlegar
stofnanir I nútíma-þjóðfélagi,
leiöir ekki af þeirri skoðun að
telja þurfi fimm dagblöð nauð-
synleg á íslenzkum blaöamark-
aði, né að stjórnmálaflokkar séu
réttkjömir aðilar til að annast
blaðaútgáfuna, þótt söguleg rök
hafi ráðið því að öll íslenzku
dagblööin urðu flokksblöð, né
einu sinni að hverjum stjórn-
málaflokki sé nauðsyn sjálfs sín
vegna að ráða yfir dagblaði. Sú
skoðun, eða þjóðtrú, mun þó
ráða mestu um það að fimm blöð
berjast nú um hituna á hinum
þrönga blaðamarkaði, sem ef til
vill mundi endast til að bera
uppi þrjú sæmileg, fjárhagslega
sjálfstæð dagblöð. Fjárhagslegl
sjálfstæöi er hverju blaði nauð-
synlegt til að það megni að leysa
hlutverk sitt sæmilega af hendi
— verða að sínu leyti aðili að
þeim vettvangi frjálsra um-
ræðna, upplýsinga, skoðana-
myndunar um þjóðmálin sem
góð dagblöð eiga að vera.
Reynsla virðist sýna að einhliöa
flokksfylgni, undirokun dag-
blaös undir hagsmuni og sjónar-
mið stjómmálaflokka og forustu
þeirra, sé alls, ólíklegt til að gera
dagblöðin fær um að l'eýsa slíkt
menningarhlutverk . af hendi,
hvað þá að flokksfvlgnin sé
blöðunum neins konar nauðsyn.
Sízt af öllu virðist ástæða til
aö festa slíka skipan blaðanna í
sessi til frambúðar, löggilda
hana svo að segja, þegar flokka-
skipunin sjálf, grundvöllur
hennar á meðal kjósenda, virðist
vera að riðlast. Vera má að
menningarleg nauðsyn knýi á
það að dagblaðáútgáfa i landinu
njóti stuðnings og fyrir-
greiðslu af opinberri hálfu
eins og bókaútgáfa að sínu
leyti. En slík fyrirgreiösla ætti
að réttu lagi að nrða að því að
gera blaðamarkaðinn að sem
mestu leyti sjálfbjarga, færan
um að bera uppi þau blöð sem
raunverulega er þörf fyrir, fær
um að leysa úr þörfum lesenda
sinna. Einokun eins eða tveggja
flokksblaða á markaðnum nægði
auövitað ekki til aö leysa þennan
vanda. En það gerði „þjóönýtt"
útgáfa svo og svo margra „lög-
giltra“ flokksblaöa auðvitað
ekki heldur. Hún vær; til einskis
annars fallin en viðhalda van-
megna blööum við vaxandi
þyngsli - og tryggja til fram-
búðar yfirráð stjómmálaflokk-
anna yfir fjölmiðlunarmarkaðn-
um.
^ hátíðisdegi er sæmst að láta
sér hanrngjuóskir nægja.
En það virðist meira en lítið
vafasamt að yrði Alþýðublaðinu
né blaðaútgáfu og blaðamennsku
í landinu til neinna heilla, að
meiri eöa minni, bein eða óbein,
ríkisframfærsla blaðanna yrði
tekin upp. Því miður virtust
margir forustu og umráðamenn
blaðsins samt eiga þá ósk heit-
asta því til handa á afmæli þess
í vikunni sem leið. Óneitanlega
væri ánægjulegra, ekk; sizt
þeim sem sjálfur hefur notið
frjálslyndis forráðamanna blaðs-
ins á umliðnum árum, að mega
óska þvf til hamingju með fram
tak og frumkvæöi að rjúfa hinn
pólitíska vítahring sem nú sem
fyrr lykur um dagblööin. En
breytingar þær sem I seinn; tíð
hafa verið gerðar á Alþýðublað-
inu virðast fremur tilkomnar í
örvæntingu yfir vaxandi erfið-
leikum útgáfunnar en sem vis-
vitað upphaf að mýju, betra og
þarflegra blaði — þött ég efist í
sjálfu sér ekki um góðan hug
og vilja útgefenda og stárfsliðs
þess. En aö sönnu er þörf miklu
róttækari breytinga. Og það veit
trúa mín að Alþýðuflokknum og
jafnaðarstefnunni á íslandi væri
meiri framdráttur t.a.m. I póli-
tísku vikublaði, flokksmálgagni
sem fært væri að fjalla um og
meta stjórnmálin á einhvern
nýjan og hugvekjandi hátt, en
nýrri tilreiðslu hins gamalkunna
daglega flokksblaös. Dagblaða-
markaðnum er hins vegar á öðru
meiri þörf en nýrri umgerð um
hina pólitísku flokkastreitu sem
löngum hefur verið helzta til-
lag dagblaöa til þjóðmála
Og hvorugt þetta ætti aö þurfa
að segja Alþýöublaðinu á 50 ára
afmæli þess; reynslan hefur
löngu sýnt það.
Stefán Edelstein skrifar um tónlist:
ur og bragðdaufur BRAHMS
npónleikar Sinfóníuhljómsveitar
Islands s.l. fimmtudags-
kvöld hófust á einum af hinum
fjölmörgu gamanóperuforleikum
Rossinis. Að vlsu er svona for-
leikur ágætis „fingraleikfimi“
fyrir hljómsveitina og tókst vel
til, burtséð frá upphafinu, en ó-
þægilega minnir þessi múslk
mann á h;nar fjölmörgu fingra-
æfingar Czemys, sem engum
píanóleikara dytti í hug aö leika
á tónleikum.
Ekki bættj það úr skák, hvað
jafnvægi efnisskrár snertir, að
skella óperu-aríum innan um
sinfóníur og aðra tónlist. Og
alls ekki, að setja Mozart (aría
Sarastros úr ,,Töfraflautunni“)
við hliðina á slíkri vandræða-
músík sem óperan „La Gio-
conda“ eftir Ponchielli er. Þetta
átti saman eins og hnefinn á aug-
að.
Bassasöngvarinn Romano
Nieders söng hvort tveggja
v.v.v.v.v.v.v.v.v.v/.v.
þokkalega, en betri lýsingarorð
finn ég ekki handa honum. Túlk-
un hans á texta þeim, sem Sar-
astro er látinn syngja, átti lítið
skylt við innihaldið. Röddin er
hlýleg, en ójöfn, efra sviö var
eins og meö slikju, e.t.v. var hér 1
kvefi um að kenna. Bezt tókst
Romano Nieders til I fjórum
söngvum Don Quixotes eftir
Ibert.
í raun og veru er óskiljanlegt,
hvers vegna eytt er I það gjald-
eyri að fá meðalgóðan óperu-
söngvara til landsins til að
syngja nokkrar óperuaríur á
sinfóníutónleikum. Grunar mig,
að hér séu það persónulegar
óskir stjórnanda, sem hafi ráðið,
en ekki listrænar ástæöur.
„Gæsamamma" eftir Ravel
tókst prýðilega: lék hljómsveitin
þetta verk á fágaðan hátt meö
mjúkum. nærri „frönskum“ tóni.
Veruleg lýti voru þó, hve lágt
enska hornið var i sínu fallega
sóló. Voru það óhreinindi, sem
hljóta aö hafa sært jafnvel með-
alnæm eyru.
Eftir hlé var 3. sinfónía
Brahms flutt, ein af fallegustu
sinfónium tónbókmenntanna.
Því miður var þetta, að mínum
dómi, misheppnaður flutningur
I öllum aðaldráttum. Hljómsveit-
in lék margt ágætlega, því skal
ekki neitað, sinfónían var nokk-
urs konar samansafn margra lít-
illa fallegra leikinna kafla. Mis-
heppnuð var túlkun stjórnand-
ans, Alfred Walters. Honum
tókst ekki að mynda heildarlínu,
að þróa verkið. Það var ekki
borið uppi af skilningl túlkand-
ans á Brahms; stjórnandinn
markaöi enga heildarstefnu,
hvorki ranga né rétta, nema
heizt I 2. þætti.
Auk þess var jafnvægið milli
málmblásturshljóðfæra og
strengja algerlega úr sögunni
hér. Stjómandinn leyfð; „blikk-
inu að belja“ eins og þeir gátu
og vildu, og gerði enga tilraun
'.■.■.".■.■.■.■.■.■/'.■.■.■.■/.•.•.■.v.v
til að dempa þá niður. Árangur-
inn var næstum sársaukafullur
á köflum, afskræmd hlutföll
milli strengja og blásara
skemmdu heildarmyndina.
Vafalaust má kenna þessu ó-
mögulega húsi um mikið af því,
sem sífellt er hamrað á hér. Því
meiri ástæða er til að æpa áfram
í allar áttir: Hve lengi á hljóm-
sveitin og tónleikagestir að láta
bjóða sér það, að ekkert raun-
hæft sé gert í því að bæta úr
hljómburði Háskólabíós? Hvar
eru efndirnar á loforðunum, sem
voru gefin, þegar Bohdan
Wodiczko var sæmdur fálkaorð-
unni í fyrra?
Kjörorðið er; (enn) betri
hljómsveit 1 (mun) betra (eöa a.
m.k. endurbættu) húsi. En fyrst
og fremst betra (endurbætt) hús,
því þá kynni að koma i Ijós, að
ýmislegt er öðruvísi og betra en
eyru okkar hafa viljað segja
okkur undanfarin ár
'■V.V.W.W.W.V.'.V.V.V.